Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ein lítil ástarsaga KVIKMYMIIR l’ólsk kvikmyndaliátíð Bæjarbíó í Hafnarfirði STUTT MYND UM ÁST „KRÓTKI FILM 0 MITOSCI" Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Handrit: Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz. Kvikmyndatökusljóri: Witold Adamek. Tónlist: Zbigniew Preisner. Aðalhlutverk: Grazyna Sza- polowska, Olaf Lubaszenko, Stefania Iwinska, Artliur Barcis. Enskur texti. EIN af bestu myndum hins ann- álaða pólska leikstjóra Krzysztof Kieslowskis, Stutt mynd um ást, er sýnd á pólsku kvikmyndahátíðinni í Bæjarbíói í Hafnarfírði en hún er frá árinu 1988 og er ein af tíu svokölluðum Boðorðamyndum leik- stjórans. I myndinni fjallar Kieslowski um ástina á sinn sér- staka og ómótstæðilega húmaníska máta eins og hún hittir tvo ólíka ein- staklinga, mann og konu, beint í hjartað. Þetta eru ólíkir einstaklingar vegna þess að maðurinn hefur þá trú að hægt sé að vera ástfanginn, að ástin sé til og að hann sjálfur sé besta dæmi þess, en konan segir á hinn bóginn að ekki sé til þetta fyr- irbrigði sem kallað er ást; því sé hins vegar oft ruglað saman við kynlíf, sem er allt annað. Maðurinn dýrkar konuna úr fjarlægð. I heilt ár hefur hann njósnað um hana úr herbergisglugganum sínum í blokk- inni sem hann býr í. íbúðin hennar er í blokkinni beint á móti og hann situr löngum stundum á kvöldin framan við þjófstolinn sjónauka og fylgist með hverri hreyfingu henn- ar. En hann gerir meira þótt ekki hafi hann nægilegan kjark til þess að koma úr skápnum ef svo má segja. Hann hringir í hana og þegir í símann; þegar hún er með karl- manni í íbúðinni kallar hann til við- gerðarmenn frá gasveitunni og seg- ir að það sé gasleki hjá henni; hann vinnur á póstinum og heldur eftir bréfum til hennar; hann sendir hana erindisleysur í pósthúsið svo hann geti horft á hana og jafnvel skipst á nokkrum setningum við hana; hann ber út mjólk til hennar snemma á morgnana svo hann geti skoðað hana í nærmynd í náttsloppnum. Hann er einn og sér eins og heilt eftirlitskerfi kommúnistanna sem áður réðu landinu. Hún lifir frjálslegu kynlífi. Menn eru sífellt að koma og fara úr íbúð- inni hennar honum til nokkurrar depurðar. Á endanum segir hann henni allt um það sem hann hefur verið að gera og hún skynjar að hann á ekkert illt til en segir honum jafnframt að allt tal um ást sé blað- ur. Þar með getur ekki veiið að hann sé ástfanginn af henni heldur girnist hann hana og það er allt annað mál. Hann er eyðilagður maður og reynir sjálfsmorð en henni verður ljóst að tilvera hans og gerðir eru nægar sannanir fyrir því að ástin er til og áður óþekktar til- finningar vakna með henni. Stutt mynd um ást er snilldarleg lítil saga kvikmynduð af tærri full- komnun undir vakandi auga Kieslowskis. „Rear Window" eftir meistara Hitchcock kemur upp í hugann og einnig „Monsieur Hire“ um gluggagæginn með gullhjartað af því þær byggja að nokkru á sömu gægjufíkninni. I mynd Kieslowskis stjómast ungi maðurinn, sem við ættum að fyrirlíta, af hreinni og ómengaðri ást og fölskvalausri virð- ingu fyrir konunni sem hann elskar og hann fær alla samúð áhorfand- ans. Myndin er tekin á myndavél sem haldið er á, sem var meira ný- mæli fyrir áratug, og færir áhorf- endur markvisst nær persónunum og atburðarásinni og gerir þá einnig að fólki á gægjum. Ytir hið nötur- lega pólska blokkarraunsæi í mynd- inni undir þá tilfinningu. Leikurinn er dæmalaust góður. Grazyna Szapolowska og Olaf Lu- baszenko eru hið sérkennilega par og slá ekki feilnótu undir stjórn meistarans. Kieslowski fer kannski óvenjulega að því en hann sannar í það minnsta að það er sannarlega nokkuð til sem heitir ást. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Anna Ingólfs TRÍÓ Ólafs Stephensen: Ólafur Stephensen á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Guðmundur R. Einarsson á trommur eru meðal þeirra sem leika á Djasshátíð Egilsstaða. Djasshátíð Egilsstaða í ellefta sinn Flókið ráðabrugg KVIKMYMIIR Stjörnubíó VILLTIR HLUTIR „WILD THINGS“ ★ ★ Leiksljóri: John Mcnaughton. Hand- rit: Steven Peters. Kvikmyndatöku- sfjdri: Jeffrey L. Kimball. Tónlist: Ge- orge S. Clinton. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Kevin Bacon, Neve Campbell, Denise Richards, Bill Murray, Teresa Russell og Robert Wagner. Columbia 1998. SPENNUMYNDIN Villtir hlutir eða „Wild Things“ er eftir leikstjór- ann John Mcnaughton sem aflaði sér frægðar með Henry: Nærmynd af fjöldamorðingja, skelfing óþægilegri lýsingu á gerðum fjöldamorðingja sem hann filmaði í nokkurs konar heimildarmyndastíl. Þessi mynd er allt annað, dæmigerður formúlutryllir frá Hollywood eða spennusápa eftir því hvernig á það er litið, um kennara í skóla fyrir hina ríku, sem sakaður er um að hafa nauðgað einum nemanda sínum. En bráðlega kemur í Ijós að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Matt Dillon leikur hinn fjallmynd- arlega kennara sem ungu stúlkurnar í skólanum virðast girnast óskaplega og sýna það með ýmsum tilburðum. Hann sjálfur virðist forðast þær eins og heitan eldinn líkt og hann viti í hvers konar vandræði hann gæti komist ef hann gætir sín ekki. Og það passar, hann er strax komin í bragðvont eftir stutta samverustund með ungri stúlku úr skólanum. Það væri ósanngjarnt að greina frekar frá plottinu í myndinni en það vindur upp á sig með æ fleiri óvæntum uppákomum þangað til maður er eiginlega hættur að kippa sér upp við þær. Handritshöfundur- inn, Steven Peters, ofhleður söguna með því að ætla að koma áhorfend- unum sífellt á óvart þangað til hún hættir að vera trúverðug. Næstum engin persóna myndarinnar er sú sem hún segist vera. Allir hafa eitt- hvað að fela eða sigla undir fölsku flaggi. Það gengur upp framan af myndinni en er orðið næsta langsótt og margflókið þegar fer að glitta í endalokin. Mcnaughton skapar enga verulega spennu úr efniviðnum, hvorki sál- ræna né kynferðislega, þótt hann leggi sig í líma við það síðamefnda, en leikararnir hans standa vel fyrir sínu. Dillon er fínn hvort sem hann er sakleysingi eða drullusokkur. Neve Campbell og Denise Richards eru ágætar sem skólastúlkur með undarlegar hugmyndir í kollinum. Aukahlutverkin eru bráðgóð. Þannig er Bill Murray eins og hrekkjalómur í hlutverki lögfræðings kennarans og Teresa Russell er verulega tíkarleg móðir annarrar stúlkunnar. Áður en fer að slá út í fyrir henni hefur myndin ákveðið afþreyingar- gildi sem ekki skal vanmetið og ef Macnaughton og Peters hefðu hald- ið aftur af sér hefðu þeir eflaust getað gert skínandi góða mynd. Arnaldur Indriðason Hvílíkt öryggi! ABS hemlakerfi Framtíðarbíllinn Sirion Frumsýndur 25. - 28. júní Egilsstödum. Morgunblaðið. NÚ er undirbúningur í fullum gangi fyrir Djasshátíð Egils- staða, sem haldin verður í ell- efta sinn 25.-27. júní nk. Hátíðin verður á léttum og hefðbundnum nótum að sögn Árna Isleifs, sem er og hefur verið aðalskipuleggjandi Djass- hátíðanna. Meðal efnis hátíðarinnar má nefna Kvartett víbrafónleikar- ans Árna Scheving ásamt söng- konunni Þóru Grétu Þórisdótt- ur, Tríó Ólafs Stephensen og Amís-kisulórumar. Muff Wor- den, Margrét Lára (Lady M) og Aðalheiður Borgþórsdóttir syngja saman í djasstríói. Djasssmiðja Austurlands býður upp á ungliða-Latín-band, einnig Dixie- og Swing-band. Jam Session verður í lokin og ÁRNI Scheving víbrafónleikari verður á Djasshátíð Egilsstaða. munu djassgeggjarar frá Reykjavík, Húsavík, Akureyri og Austfjörðum leiða þar sam- an hesta sína. Djasshátíð Egils- staða verður haldin í Vala- skjálf. Sumarkvöld í Neðsta- kaupstað SUMARKVÖLD í Neðsta- kaupstað verður í Tjöruhús- inu, Neðstakaupstað á ísafirði fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20.30. Viðfangsefni: Laxness og Vestfirðir. Einar Kárason og Halldór Guðmundsson fjalla um tengsl Halldórs Lax- ness og Vestfjarða, fyrirmynd- ir í bókum skáldsins og ferða- lög hans um Vestfirði. Síðustu þrjú sumur hafa Sumarkvöld í Neðstakaupstað verið að vinna sér sess sem fastur liður í dagskrá sumars- ins. I sumar eru fyrirhugaðar dagskrár í þremur kirkjum á Vestfjörðum. í Ögurkirkju verður dagskrá næstkomandi sunnudag 28. júní kl. 16. þar fjallar Björn Teitsson sagn- fræðingur um sögu kirkjunnar og staðarins og Söngfjelagið úr Neðsta syngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.