Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 29 plttjgtiiilrifoþtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ð EN EKKI D MEÐ STRIKI YANGAVELTUR eru nú uppi um það hvort d með striki geti verið annar stafur en ð í íslensku. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag tengjast vangaveltur þessar nýjum hnappaborðs- staðli sem Svíar eru að búa til og því tæknilega vanda- máli að ljóslestrarvélar eigi erfitt með að lesa íslenska ð-ið með sveigða hálsinum og lesi það þá oft sem ó eða o með einhverju öðru ofan á. Eins og fram kom í máli Þorgeirs Sigurðssonar, starfsmanns Staðlaráðs ís- lands, er þetta ekki aðeins tæknivandamál því útlend- ingar sem ekki þekkja íslensku lesa ð-ið iðulega vitlaust einnig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslendingar þurfa að verja stafróf sitt í tölvuheiminum og alveg örugg- lega ekki í síðasta skipti heldur, en ekki er ólíklegt að um leið og yrði gefið eftir í þeim málum væri stutt í að í óefni væri komið. Ef við myndum til dæmis sam- þykkja að við hættum að nota lítið Ð með sveigðum hálsi og striki og tækjum í staðinn upp d með striki væri vafalaust ekki langt í að stafurinn myndi breytast í d án striks, eða hvað ættum við svo sem að hafa á móti því fyrst ð-ið er ekki bráðnauðsynlegt til merk- ingarlegrar aðgreiningar í ritmáli nema í örfáum und- antekningartilfellum, slíkt er ekki einsdæmi í tungu- málum. Affarasælast er að gefa ekki eftir í þessum efnum enda er tæknin til þess að þjóna okkur en ekki beygja, eins og Ari Páll Kristinsson benti á í samtali við Morg- unblaðið í gær, það hlýtur að vera skynsamlegra að breyta vélunum en ritmálinu. Ari Páll segir réttilega að útlitið á ð-inu núna sé hluti af íslenskri ritmenningu og að það gæti haft áhrif á ritmenntun ef því yrði breytt, það gæti haft þau áhrif að breyta þyrfti lestrarkennslu- bókum. Fyrst og fremst er þetta þó spurning um að varðveita íslenskuna með öllum sínum sérkennum til langs tíma litið; þeirri eindregnu viðleitni okkar eigum við ekki að fórna fyrir tæknilegt vandamál, þótt viða- mikið kunni að vera. AGALEYSI í UMFERÐINNI KÆRUR VEGNA umferðarlagabrota í Reykjavík voru rúmlega tvöfalt fleiri frá síðustu áramótum fram til 22. júní sl. en á sama tíma í fyrra. Á þessu tæp- lega sex mánaða tímabili voru um 520 ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur í borginni og rúmlega 3.100 fyrir of hraðan akstur, svo dæmi séu nefnd. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í frétt hér í blaðinu í gær að meginskýring á aukningu á kærum vegna umferðarlagabrota í Reykjavík „sé sennilega sú að almennar vaktir lögreglu hafi haft meiri afskipti af umferðarmálum en áður“. Þetta er vel. Agaleysi í um- ferðinni, einkum of hraður akstur miðað við aðstæður og reglur, er meginástæða tíðra umferðarslysa hér á landi. Auknu og virkara umferðareftirliti, hertum viðurlög- um samkvæmt nýju „punktakerfi“ og hærri sektum vegna umferðarlagabrota er ætlað að stuðla að auknum aga og meira öryggi í umferðinni, sem ekki er vanþörf á. Umferðin hér á landi hefur tekið allt of háa tolla und- anfarið í alvarlegum slysum, sem dæmin sanna. Mál er að linni. Hert umferðareftirlit er af hinu góða. Mikilvægast er þó að skapa almennan skilning ökumanna og annarra, sem vegi nýta, á nauðsyn agaðrar umferðar, tillitssemi og varkárni. Það verður bezt gert með viðvarandi um- ferðarfræðslu, fyrst og fremst í skólum og fjölmiðlum, sem og vinsamlegu samstarfi lögreglu og almennings. Það er allra hagur og ætti að vera keppikefii sérhvers ökumanns að stuðla að sem mestu umferðaröryggi. Að því skyldi sérhver hyggja, sem situr undir stýri. Það er of seint að iðrast eftir að skaðinn er skeður. Boeing-verksmiðjurnar framleiða átta grunngerðir farþegaflugvéla Morgunblaðið/jt HÉR fræðir Tony Micale, verkefnisstjóri í smíði 757- og 737-vélanna, EKKI færri en 10 til 12 breiðþotur, fyrst í pörtum og síðan fullgerðar, blaðamenn um gang mála. rúmast í þessum sal Boeing-verksmiðjanna. BOEING-flugvélaverksmiðj- urnar bandarísku, sem hafa aðalaðsetur sitt við Seattle, framleiða átta grunngerðir af farþegaþotum og er hver þeirra fá- anleg í nokkrum undirgerðum. Eru þær tveggja til fjögurra hreyfla, taka frá 100 og hátt í 600 farþega og geta þjónað flugfélögum á stuttum sem löngum leiðum. Margvísleg þróun stendur yfir hjá Boeing og var kynnt fyrir blaðamönnum á dögunum hvernig unnið er að nýjum og stærri gerðum í öllum gi-unngerðunum. Þoturnar heita 737, 757, 767, 777 og 747 og síðan eru gerðirnar sem framleiddar hafa verið af McDonnel Douglas-verksmiðjunum sem sam- einast hafa Boeing, MD 11- og MD 80- og 90-gerðirnar. Þá er ein gerðin nú kölluð 717-200 en það er Douglas- þota og var nefnd MD-95 þegar hún var kynnt í október 1995. Komin er áratuga reynsla á flestar þessar gerðir nema 717-200 sem er enn í smíðum og 777-gerðin er ekki margra ára. Þá er fyrirtækið sífellt að þróa afleiddar gerðir, þ.e. nýja út- færslu af fyrstu eða fyrri gerðum í hverjum stærðarflokki fyrir sig. Ef staldrað er við einstakar gerðir má líta fyrst á 717-200. Hún er frá- brugðin þotum Boeing að því leyti að hreyflanir eru aftast á skrokkn- um en ekki á vængjum. Það er minnsta þotan í hópnum, ber 80-120 farþega og er hentugust til að þjóna á stuttum leiðum, ætti til dæmis að geta farið 8 til 12 ferðir á dag sem væru um og innan við 500 km, þ.e. kringum eða innan við klukkustund- Sífelld þróun, stækk- un og samræming NÝJASTA breiðþota Boeing á markað er 777-300 en á dögunum voru nokkrar slíkar í smíðum. Starfsemi Boeing-flug- vélaverksmiðjanna fer fram víða um Bandarík- in. Við Seattle eru tvær samsetningarverksmiðj - ur og þangað berast flugvélahlutar úr ýmsum fylkjum Bandaríkjanna og frá flestum heims- hornum. Jóhannes Tóm- asson fræddist um hvað fyrirtækið hefur fram að færa fyrir flugfélögin. ar langar ferðir. Ráðgert er að fyrsti kaupandinn fái sína vél á næsta ári og að framleiddar verði tvær til tíu þotur á mánuði. Talið er að markaðurinn þurfi 2.500 þotur af þessari stærð á næstu tveimur ára- tugum. Þá eru nú í framleiðslu nokkrar gerðir af 737-þotunum, þ.e. gerðirnar 300, 400 og 500 en í þróun er næsta kynslóð sem Boeing-menn nefna svo, þ.e. 600, 700, 800 og 900. Breiðþot- urnar 767 og 747 eru einnig í þróun, og eru í undirbúningi 767-400 og 747- 500, hvort tveggja stærri þotur en þær gerðir sem nú eru framleiddar. B747 er þriggja áratuga gömul og fjögurra hreyfla en 767 er tveggja hreyfla. Fyrsta flugfélagið sem pantaði 737, þá 100-gerðina, var Lufthansa. Var pöntunin staðfest árið 1965 og fékk félagið fyrstu þotuna tveimur árum síðar. Þessi gerð hefur verið lengd 5 sinnum, þ.e. í 200-gerðina, þá 300 og þá var jafnframt skipt um hreyfla, síðan 400 og næstu gerðir 800 og 900 eru enn lengri. Spurning um markaðinn Þessi þróunarvinna fer annars vegar fram á grunni markaðsrann- sókna, ítarlegra úttekta á þörfum flugfélaga og væntanlegri þróun í farþegaflugi næstu áratugina og hins vegar á vangaveltum um hvaða stærðir eru heppilegastar út frá rekstrarhlið og flugeiginleikum. Sem dæmi um umfang í framleiðslunni má nefna að á þrjátíu árum hafa verið framleiddar um 1.200 747-þotur og eru 80% þeirra í notkun hjá aðeins 25 flugfélögum. Þá er spurning hvaða möguleikar eru á sölu á enn stærri 747-gerð, 500-gerðinni sem tæki vel yfir 500 farþega. Það væri vart meðal annarra en þeiira 25 félaga sem í dag reka flestar 747-þotur. Annað atriði sem nefna má varð- andi þróun véla er samræming á öll- um útbúnaði í stjórnklefa. Þannig eru 757- og 767-þoturnar mjög svip- aðar og þarf tiltölulega litla þjálfun flugmanna þegar nauðsynlegt er að færa þá milli tegunda. Hugmyndin er einnig að stjómklefar 737-gerðanna verði færðir í svipaðan búning og stærri gerðirnar hafðar þannig að grunnþjálfun verði svipuð í öllum gerðum. Þetta er talið eftirsóknar- vert atriði bæði út frá sjónarmiði flugfélaga og ilugöryggis. Einkaþota frá Boeing á tvo milljarða ÍSLENDINGURINN Borge Boeskov, sem hefur starfað hjá Boeing verksmiðjunum í yfir þijá áratugi, veitir í dag forstöðu nýlegu fyrirtæki innan Boeing sem hefur það verkefni að koma á markað nýrri þotugerð sem sérstaklega er ætluð til einkaflugs, þ.e. forstjóra- eða þjóðhöfðingaþotu. Fyrirtækið er nefnt Boeing Business Jets. Þot- an er ætluð þeim sem eru stanslaust á ferðinni um hnöttinn, þurfa að vera í stöðugu sambandi við um- heiminn og geta unnið eins og þeir væru staddir á skrifstofu sinni. „Komdu blessaður, hvað er að frétta frá Islandi?" sagði Borge uppá íslensku þegar hann hitti blaðamann Morgunblaðsins en kvaðst ætla að kynna mál sitt á ensku enda fleiri blaðamenn frá ýmsum heimshornum viðstaddir. Hann yfirgaf landið 10 ára og hefur eftir það alið manninn erlendis, fyrst í Danmörku en lengst af í Bandaríkjunum þar sem hann menntaðist og hóf síðan störf hjá Boeing árið 1965. Boeing Business Jets var stofnað árið 1996 og er sameign Boeing og General Electric sem framleiðir m.a. þotuhreyfla. Borge sagði Boeing búa yfír langri reynslu í smiði þotna sem sniðnar eru að sér- stökum þörfúm, t.d. þjóðarleiðtoga. Með breyttum aðstæðum væri markaður fyrir vélar sein þessar að stækka. „Heimurinn er orðinn eitt verslunarsvæði og forstjórar stór- fyrirtækja ferðast æ meira milli starfsstöðva alþjóðlegra fyrirtækja sinna; Boeing hefur með næstu kyn- slóð B737 þotunnar möguleika á að blanda sér í samkeppni um þotur fyrir þennan sérstaka markað og hún hefur sama möguleika á flug- drægi og minni einkaþotur sem mest hafa verið notaðar í þessum tilgangi til þessa,“ sagði Borge Boeskov og sagði Boeing hafa ýmsa möguleika með sinni þotu umfram þær smærri. Margs konar innréttingar Þotuna má innrétta á ýmsa vegu en rýmið er til dæmis nóg fyrir for- stjórann með hátt í 20 manna fylgd- arlið, fundaherbergi, vinnuher- bergi, tveggja manna svefnherbergi auk svefnaðstöðu fyrir nokkra til viðbótar, sturtu, eldhús og þannig mætti áfram telja. Sagði Borge við- skiptajöfra nota þotuna í senn sem Boeing Busjness Je Morgunblaðið/jt BORGE Boeskov (standandi) veitir forstöðu samstarfsíyrirtæki Boeing og General Electric sem sérhæfir sig í smíði og sölu á B737-700 þotum til einkafiugs. fljúgandi vinnuaðstöðu og hótel; menn gætu ferðast heimsálfa á milli og komið úthvfldir til verka á áfangastað. Boeing kynnti áform sín um nýju einkaþotuna í samvinnu við GE haustið 1996 og í lok síðasta árs voi-u komnar 29 pantanir og nokkr- ar hafa verið staðfestar á þessu ári. Borge sagði einkum þrjá hópa manna hafa pantað þotu, þ.e. for- stjóra stórfyrirtækja, þjóðarleið- toga og fólk úr skemmtanaiðnaðin- um. Hann sagði það ekki reglu að forstjórarnir vildu hafa fullkomna vinnuaðstöðu um borð, einn þeirra vildi til dæmis ekki sjá neitt slíkt, engar tölvur og enga síma heldur fá innréttaða fullkomna heilsurækt- araðstöðu og fá almennilegt pláss til að stunda íþróttir. En hverjir eru til dæmis kaupendur? „Við gefum það yfírleitt ekki upp og þoturnar verða sjaldnast merkt- ar eigendum enda vilja stórfyrir- tækin oft ekki láta neitt uppi um ferðir manna sinna. Þessir menn vilja ferðast án þess að keppinautar komist á snoðir um það og fæstir þessara kaupenda vilja vera áber- andi,“ sagði Borge. „Einn héfur þó leyft okkur að segja frá kaupum sínum í kynningarskyni en það er Greg Norman, golfmeistari og við- skiptajöfur, en hann segist með þotu okkar geta ferðast til hvaða heimshluta sem er og komið óþreyttur á áfangastað og tilbúinn til starfa.“ En þótt kaupendur Boeing Business Jets vilji ekki láta uppi hveijir þeir eru verða þessar þotur frábrugðnar öðrum B737-700 þot- um að einu leyti. Þær verða vænt- anlega með sérhannaða vængenda og munu þekkjast á því og segir Borge það til að gefa þotunni betri flugeiginleika en ekki sé verra að þessar þotur skeri sig úr fyrir þennan kaupendahóp. Þotan verð- ur með skrokk 700 gerðarinnar en styrkta vængi og lendingarbúnað, svipað og verður í 800 gerðinni. Flugdrægni er vel yfir 11.000 km, flugtaksþungi rúm 77 tonn og há- marksflughraði um 880 km á klst. Mesta flughæð getur verið 41 þús- und fet. Sem dæmi um flugdrægni má nefna milli New York og Tókýó eða London og Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Samkeppnisfær við minni þotur Verðið á B737-700 einkaþotunni losar tvo milljarða króna en þá er eftir að reikna kostnað vegna inn- réttinga sem er mjög mismunandi. Hann getur hlaupið á bilinu 400- 700 milljónir króna. Til að kynna þotuna hefur verið útbúinn skrokk- hluti í réttri stærð þar sem komið hefur verið fyrir skrifborði og lík- ani af hugsanlegri innréttingu. Hafa Borge og menn hans verið með bútinn á sýningum og sagði hann það oft hafa koinið mönnum á óvart að koma inn, átta sig á stærð- inni, geta staðið uppréttir og velt fyrir sér mögulegu fyrirkomulagi innréttinga. Menn hefðu spurt sig hvort þessi vél væri ekki þrisvar sinnunt dýrari en litlu þoturnar en hann gæti þá sagt þeim að verðið væri mjög svipað. Þotum sem þessum er að sjálf- sögðu ekki flogið stanslaust og er algengur flugtími á ári kringum 500 tímar. Hann getur þó farið nið- ur í um 300 tíma og allt upp í 700 til 800 tíma. Um 70% árlegs rekstr- arkostnaðar að meðaltali er tengd- ur sjálfu fluginu en annað er fasta- kostnaður. Fyrstu einkaþotu Boeing verður hleypt af stokkunum 19. júlí næstkomandi og fyrsta reynsluflugið segir Borge ákveðið mánudaginn 17. ágúst klukkan 18. Stefnt er að afhendingu fyrstu þot- unnar seint á þessu ári og fær hana forstjóri General Electric, Jack Walch. Fækka má flugslysum með rannsóknum og samvinnu VIÐ hönnun og smfði flugvéla ríður á að vel sé vandað til verka frá upphafi verks. HVERSU margir haldið þið að farist í slysum í farþegaflugi á ári hverju? spurði Paul Russel, yfir- verkfræðingur hjá Boeing, þegar hann fræddi blaðamenn um ýmis atriði um flugöryggi. Hann sagðist fá mjög mismunandi tölur þegar hann spyrði fólk þessarar spurning- ar, allt frá 15.000 og uppí 150.000 manns. Meðaltalið er um 680 manns. Hann sagði Boeing stefna að því að draga um 50% úr alvar- legum flugslysum til ársins 2007 með rannsóknum og samvinnu við ýmsa aðila. Öryggisfulltrúinn sagði flugvéla- framleiðendum nauðsynlegt að stunda ákveðna upplýsingasöfnun varðandi flugslys og flugatvik og sagði Boeing vera í góðu sambandi við flugrekendur vegna þessa. Brýnt væri að auka öryggi í flugi sem mest og liður í því væri að safna upplýsingum, skoða allar staðreyndir varðandi slys og atvik og byggja á slíkum gögnum þegar rannsóknir væru annars vegar. Um 23 þúsund flugvélar árið 2015 Paul Russel nefndi nokkrar tölur sem sýna hversu umfangsmikil flug- starfsemi heimsins er og við hversu ólíkar aðstæður hún er rekin. I fyn-a voru um það bil yfir 13.000 farþega- vélar í notkun í heiminum en árið 2015 er gert ráð fyrir að þær verði orðnar rúmlega 23 þúsund. Flugfé- lög eru talin vera rúmlega 600, fjöldi stærri flugvalla er rúmlega 1.350, flugliðar yfir 150 þúsund og flug- rekstur er stundaður í um 200 lönd- um þar sem töluð eru jafnmörg tungumál. Hann sagði þrjá þætti einkum skipta máli varðandi flugör- yggi; Hönnun og framleiðsla sjálfra flugvélanna, reglur framleiðenda um viðhald þeirra og þjálfun áhafna; stefna og aðferðir flugfélaga varð- andi viðhald, þjálfun og öryggismál og í þriðja lagi kæmu stjómvöld við sögu með setningu reglna og eftirlit á öllum sviðum flugrekstrar. Tíðni flugslysa er mjög misjöfn eftir heimshlutum og er hún lægst í Eyjaálfu en hæst í fyrrverandi Sov- étríkjunum. Þannig eni 0,5 slys af hverri einni milljón flugtaka í Bandaríkjunum og Kanada, 0,6 í vesturhluta Evrópu, 16,8 í fyrrver- andi Sovétlöndum, 3,7 í öðrum ríkj- um Austur-Evrópu, 2,2 í Miðaustur- löndum, 9,5 í Afríku, 2,3 í Asíu- og Kyrrahafslöndum, 4,7 í ríkjum Suð- ur-Ameríku og 0,3 í Eyjaálfu. Verk- fræðingurinn sagði ýmsar orsakir fyrir þessum mikla mun, m.a. flug- umferðarstjórn, tækni flugvalla og flugleiðsögutæki, rekstur flugfélag- anna sjálfra og síðan eftirlit og regl- ur hins opinbera. Paul sagði skilin milli öruggi-a flugfélaga og þeirra sem væru síður örugg byggjast á nokkmm þáttum: Áhersla á öryggismál af hálfu yfir- stjórnar, strangar reglur og staðlar varðandi alla þætti flugrekstrarins, þjálfun sem byggðist m.a. á upplýs- ingum frá flugslysum og flugatvik- um og að skýrslum og upplýsingum um öryggismál væri komið reglu- lega til yfirstjórnar. Hann sagði flugfélög með háa slysatíðni vanta einn eða fleiri af þessum þáttum í rekstur sinn. Margvíslegar orsakir Orsakir flugslysa era margvísleg- ar. Á tímabilinu 1988 til 1997 fórast 219 flugvélar. Af þeim voru banaslys í 136 skipti og í þeim fórast 7.618 • Yfir 600 áætl- unarflugfélög eru starfandi í rúmlega 200 löndum þar sem töluð eru jafnmörg tungu mál. • Um 13.000 far- þegaflugvélar eru í notkun. • Stórir flugvellir eru rúmlega 1.350. • Fjöldi flug- manna er um 150 þúsund. manns. Yfir helmingur ferst í slysum sem verða þegar flugvél er beinlínis flogið í jörð eða þegar flugmenn missa stjóm á vél. Astæður þess að flugvél er flogið í jörð era í langflest- um tilvikum þær að flugmenn vita ekki gjörla af einhverjum ástæðum um staðsetningu vélarinnar, í nokkram tilvikum er ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til að forða slysi, stundum er aðflug of lágt og nokkram tilvikum má kenna um skorti á dómgreind og samvinnu flug- manna. Aðrar or- sakir eru m.a. ísing eða snjór og aðrar veðurfarslegar ástæður, eldur, árekstur í lofti og fleira. Samandregið er kjarninn í málflutn- ingi Pauls Russels þessi: Farþegaflug er öraggt en öryggi þarf þó að bæta ekki síst með tilliti til aukinnar flugum- ferðar næstu árin. Forvarnir eru for- gangsatriði. Allir aðilar sem starfa við flugrekstur verða að snúa bök- um saman í þessum efnum. Flugvélaiðn- aður og yfirvöld era reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að ná ár- angri. Upplýsingar um slys verða að leiða til einfaldrar stefnu og að- gerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.