Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 39 KIRKJUSTARF bók og að öllum líkindum væri Diet- er enn ólesinn og jafnvel þótt aðrar 500 bættust við, væri Dieter enn óafgreiddur. Yfirburðagáfur, yfir- máta-viðkvæmni, háð eða húmor, gjafmildi og móðgun voru þættir sem menn urðu að sætta sig við og glíma við, ef þeir vildu vera vinir hans. Meðalmennsku rakst maður aldrei á hjá Dieter, en hvorum meg- in línunnar hann var þennan eða hinn daginn gerði mann oft spor- villtan. A tímabili hafði ég sterkt á tilfinningunni að klassík, í hvaða formi sem væri, ætti enga leið að sálarkynnum Dieters. Einu sinni, án þess að hann vissi af, heyrði ég hann blása á trompet klassískt stef og þá kom hann upp um sig. Litur- inn í trompettóninum og tilfinningin fyrir þessu klassíska litla stefi kom upp um hann og kom mér svo ger- samlega á óvart að ég get ekki gleymt, slíkt gat enginn gert er ekki hafði karakter sem lýsti af hinumegin við öll meðalljónin. Aldrei vogaði ég að nefna þetta við Dieter, vissi ekki nema að sá strengur, sem þá var á milli okkar, mundi bresta, slíkur var Dieter. Ég held að klassíkina hafi Dieter nl. bæði dáð og hræðst. Hann var framúrstefnumaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og gömul hefð- bundin form hefðu getað truflað brautryðjandann sem endalaust leitaði nýrra leiða til að forma sínar miklu gjafir. Einfari var Dieter þótt áhrif hans teygðu sig um álfumar beggja vegna Atlantsála, slíkum er ekki ætlað að eiga notalega og þægilega ævi í öryggi og umhyggju þótt hann næði stundum að slaka á strengjunum á Hellnum og í Loð- mundarfirði. Leitin að nýju marki var einkenni hfs hans og að setjast að á einum stað hentaði ekki þessari leit. Hann kom og fór. Mörgum fannst hann koma of sjaldan, - en eru yfirburðirnir ekki einmitt þannig, þeir koma sjaldan og eru kannske fyrst metnir til fulls löngu eftir síðustu handtökin héma megin grafar? Hér kveðjast menn. Hvort menn ná svo í skott hver annars á nýjum tilverustigum er svo önnur saga. Ég þakka gömul kynni. Ragnar Björnsson. Pað var fyrir réttum tuttugu ár- um að hann birtist í Myndlista- og handíðaskólanum til að kenna í ný- listadeild Magnúsar Pálssonar. Reyndar var eitt af því fyrsta sem hann sagði við okkur væntanlega nemendur sína að hann vildi ekki kenna, hann hefði hætt því í Diis- seldorf fyrir nokkrum árum og sagt við liðið að það gæti bara alveg eins hitt sig á hverfisknæpunni í ná- grenni skólans. Hann sagði að sig langaði til að æfa sig í íslenskunni og spurði hvort ekki mætti breyta skólastofunni í svona knæpu til að kjafta. Pað var nú reyndar auðsótt mál af okkar hálfu. Eitthvað var um kvartanir en þá var bara farið í heimahús eða á Hótel Holt þar sem kennslunni eða ekki kennslunni var haldið áfram. Þessi kúrs stóð yfir í einn mánuð og rausnin slík, andleg og veraldleg, að þar stækkaði heim- ur okkar allra verulega. Önnin var að hluta til kvikmynduð og notuð í kvikmyndinni „E.G. The Movie“. Við hljóðrituðum sumardaginn fyrsta þetta ár hljómplötuna „Sum- mer Music“ uppá Bala og máttum bara spila sundur - ekki saman! Di- eter gaf hana svo út. Veturinn eftir var það hans verk að flytja hingað Herman Nitch og fá okkur nemend- ur til að vinna að sinfóníu sem var svo gefin út sem 6 Lp plötur í kassa og bar heitið „Island, Synfonie im 10 sátzen“. Bauð okkur svo í hljóm- leikaferðalag um Mið-Evrópu árið eftir þar sem Íslandssinfónían hans Nitch var leikin í Basel, Vínarborg, Innsbriick og Munchen. Dieter hafði unun af því að sýna allt sem „íslenskt" var. Hann þreyttist aldrei á því að tala um „ar- kítektúr undrin" í Reykjavík. Allt sem við höfðum minnimáttarkennd yfir og þótti sveitalegt fannst hon- um vera það flottasta og vildi sýna öðrum, sérstaklega stífum Þjóðverj- um. Hann einkenndist líka af mót- sögnum og því að gera alltaf öfugt, til dæmis í einu bókarprójekti þar sem við fengum forsíðu í lit þá vildi hann baksíðu í svart hvítu! Kannski var það þessi heiftarlega sköpunar- gleði og formauðlegð sem fór í taug- arnar á svo mörgum. Hann fór yfii- öll landamæri af miklu öryggi á náttúrulegan hátt. Líklega gerði það að verkum að landinn bar ekki þá gæfu að viðurkenna að verðleik- um þennan mikilvægasta og einn áhrifamesta listamann evrópskra samtímalista meðan hann lifði. Það eru furðu fáir sem þekkja til verka hans og áhrifa hér á landi en það er líka einkenni þeirra sem mest hafa áhrifin - það sést ekki vel til þeirra fyrr en eftirá. Okkur langar til að votta fjölskyldu Dieters samhug okkar. Ari Kristinsson, Daði Guð- björnsson, Eggert Einarsson, Guðmundur Oddur, Haraldur Ingi Haraldsson, Harpa Björnsdóttir, Hulda Hákon, Kristján Steingrímur og Ómar Stefánsson. • Fleiri minningargreinar um Dieter Roth bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Kristín Bögeskov, djákni. Selljarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. www.mbl.is atvinnua'uglysinga Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið Laus staða: Vísindaritari No rðu r-Atla ntshafssjáva rspen dýra ráð ið (NAMMCO) auglýsir stöðu vísindaritara á skrif- stofu ráðsins í Tromsp í Noregi lausa til um- sóknar. NAMMCO, sem er samstarfsvettvangur ríkis- stjórna, var sett á laggirnar árið 1992 með það að markmiði að stuðla að varðveislu, skynsam- legri nýtingu og rannsóknum á sjávarspendýr- um í Norður-Atlantshafi með svæðisbundinni samvinnu og samráði. Aðildarríki að ráðinu eru Noregur, ísland, Grænland og Færeyjar. Vísindaritari samræmir störf vísindanefndar og vinnuhópa hennar, þar á meðal skipulag funda, undirbúning fundargagna og skýrslur ráðs og vinnuhópa. Vísindaritari ber einnig ábyrgð átæknilegri ritstjórn á ritröðinni NAMMCO Scientific Publications, hann heldur utan um upplýsingar um sjávarspendýraafla, gagnagrunna og að endurnýja upplýsingar í skýrslu um ástand sjávarspendýrastofna í Norður-Atlantshafi. í tengslum við starfið verð- ur viðkomandi að ferðast um þrjár vikur er- lendis ár hvert. Umsækjandi berað hafa æðri háskólagráðu í náttúru- eða félagsvísindum, hafa reynslu af stjórnun og vera kunnugur vísindasamvinnu alþjóðasamstaka. Þá ber honum að hafa fullt ; vald á ritaðri og talaðri ensku auk reynslu af því að undirbúa og ritstýra skýrslum og ritum á ensku. Það er kostur ef viðkomandi hefur þekk- ingu á norrænu tungumáli, frábæra tjáningar- möguleika, sveigjanleika og getur unnið jafnt í samvinnu við aðra sem sjálfstætt og hefur þekkingu á helstu tölvuvinnslukerfum og netinu. Ráðning í stöðu vísindaritara er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu við lok ráðn- i ingartímabilsins. Laun eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í tengslum við starfið |j og í samræmi við laun sem greidd eru fyrir ' sambærileg störf hjá alþjóðastofnunum. Skriflegar umsóknir, ásamt curriculum vitae og nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum þriggja meðmælenda ber að senda í pósti til framkvæmdastjórans (General Secretary) eigi síðar en föstudaginn 7. ágúst 1998. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá: General Secretary, NAMMCO, University of Tromso, Norge. I Sími 00 47 77 64 59 08, fax: 00 47 77 64 59 08. I Háskóli íslands Frá Námsráðgjöf Við Námsráðgjöf Fláskóla íslands er laust til umsóknar starf námsráðgjafa. Um er að ræða starf til 7 mánaða með mögu- legri framlengingu. Umsækjendur þurfa að hafa framhaldsmenntun á sviði námsráðgjafar, sálarfræði eða uppeldis- fræði. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara. Samkvæmtfor- sendum aðlögunarsamkomulags raðast starfið í launaramma B. Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí nk. en áætlaður upphafstími ráðningar er 15. ágúst 1998. Umsóknum skal skila til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suð- urgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verð- ur svarað og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir sem berast geta gilt næstu sex mánuði frá lokum umsókn- arfrests. Nánari upplýsingar gefa Magnús Stephensen, hjá Námsráðgjöf, í síma 525 4399 og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, deildarstjóri á starfsmanna- sviði, í síma 525 4273. IÐNSKÓUNN f REYKJAVfK Kennari óskast Iðnskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kenn- ar í sérnámsdeild. Starfshlutfall 2/3. Ráðning erfrá 1. ágúst 1998. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skila til skólameistara fyrir 8. júlí 1998. Öllum umsóknum verður svarað. Bessastaðahreppur Forstöðumaður Tónlistarskóla Bessastaðahrepps Nýstaða forstöðumanns Tónlistarskóla Bessa- staðahrepps er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% stjórnunarstarf auk hugsanlegrar tónlistarkennslu. Laun samkvæmt kjarasamn- ingum Félagstónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna við Launanefnd sveitarfélaga. Fyrirhuguð er endurskoðun á starfsemi tónlistarskólans undir heitinu „Tónlistarskóli Bessastaðahrepps, tónlist fyrir alla, aukið samstarf við grunnskóla og leikskóla"og mun forstöðumaðurtónlistar- skóla koma að því verki. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi tón- listarskólakennara. Umsóknirsendist sveitar- stjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 30. júní 1998. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Bessastaðahrepps í síma 565 3130. 66°N - MAX óskar eftir að ráða starfsfólk til framleiðslu- starfa í Faxafeni 12, Reykjavík. Upplýsingar gefur Marta Jensdóttir á vinnu- stað eða í símum 588 9485/86. Sjóklæðagerðin hf. Rafvirki Óskum eftir rafvirkja til starfa á höfuðborgar- svæðinu. Um alhliða raflagnir er að ræða. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til okkar með uppl. um aldur og fyrri störf. Harald & Sigurður ehf., Stangarhyl 6, 110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.