Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 11 FRETTIR Sameiningarkosiiing fímm hreppa í uppsveitum Árnessýslu á laugardag Samhæfðari og sterkari rekstr- areining með yfir 1.700 íbúum Sameining átta hreppa í uppsveitum Ár- nessýslu tókst ekki þegar efnt var til kosn- inga um það 23. maí. Fimm hreppar munu gera aðra tilraun laugardaginn 27. júní. Jó- hannes Tómasson spurðist fyrir um rök fyrir sameiningu þeirra. Þingvalla hreppur Grafnings v hreppur Grímsnes hreppur Hvera Hraungerdis- hreppur Selfoss ÁRBORG Viilinga- holts- hreppur ‘ba?iarhr. Kosið aftur um sameiningu í uppsveitum Árnessýslu Ölfushreppur | íbúafjöldi 1. desember 19971 Grafningshreppur 48 7,8% Grímsneshreppur 255 41,5% Gnúpverjahreppur 311 50,7% SAMTALS 614 100% líbúafjöldi 1. desember 19971 Þingvallahreppur 45 2,6% Laugardalshreppur 231 13,3% Biskupstungnahreppur 516 29,7% Hrunamannahreppur 695 40,0% Skeiðahreppur 251 14,4% SAMTALS 1.738 100% NÆSTA laugardag verður kosið um sameiningu fimm hreppa í Ár- nessýslu en 23. maí sl. var kosið um sameiningu átta hreppa í sýslunni en hún þá felld. Verði hrepparnir fimm sameinaðir verður íbúatala þeirra rúmlega 1.700 manns og að- setur stjórnsýslunnar í Reykholti í Biskupstungum. Hrepparnh- fimm eru Biskups- tungnahreppur, Hrunamannahrepp- ur, Laugardalshreppur, Skeiða- hreppm- og Þingvallahreppur. Sam- anlögð íbúatala þessara hreppa var 1. desember sl. 1.738 manns. Hrepp- arnir þrír sem ekki verða með nú eru Gnúpverjahreppur, Grafnings- hreppur og Grímsneshreppur. Kosning var felld í Gnúpverjahreppi og Grafningshreppi og fýrir kosn- ingarnar bundust Grafnings- og Grímsneshreppar því samkomulagi að yrði sameining felld í öðrum hreppnum myndi það einnig gilda um hinn. Aður en kom til þessarar kosningar hafði sameining Grafn- ingshrepps og Grímsneshrepps ver- ið ákveðin og varð hún staðreynd 1. júní. Gunnar Þorgeirsson, oddviti hins nýsameinaða hrepps, segir að samt sem áður hafi merm viljað vera með í sameiningarkosningunum 23. maí til að sjá hug íbúa. Ibúafjöldi hreppanna tveggja er 300 manns og hafa þeir nú auglýst eftir sveitar- stjóra. Hefði sameining allra hrepp- anna verið samþykkt væri íbúatala nýs sveitarfélags 2.352 miðað við 1. desember sl. Hagkvæmari rekstrareining En af hverju að sameinast? Því svarar Sigurður Ingi Jóhannsson, sem býr í Hrunamannahreppi, en hann er formaður framkvæmda- nefndar um sameininguna: „Við viljum gera það sama og önnur sveitarfélög í landinu sem hafa verið að sameinast, að gera eininguna stærri og samhæfðari í verki í öllum málum. Tilgangurinn er að minnka rekstrarkostnað og verja fjármunum sem með því sparast til að auka þjónustu við íbúana, til dæmis aukna félags- þjónustu og á ýmsum öðrum svið- um og gera hana sem líkasta því sem gerist á stærri þéttbýlisstöð- um. Hugmyndin er fyrst og fremst sú að ná sömu stöðu og þéttbýlið og reyna að snúa við þessari íbúa- þróun og fækkun sem er í dreifbýl- inu.“ Sigurður segir reyndar að það eigi ekki við um Hrunamannahrepp því að þar hafi fjölgun verið yfir landsmeðaltali. Nefndi hann að á síðustu þremur áratugum hefði íbú- um fjölgað um 35% í Hrunamanna- hreppi, um 5% í Biskupstungum en fækkað um allt að 10 til 15% í hin- um hreppunum en á sama tíma hefði þjóðinni fjölgað um 30%. Sagði hann ljóst að þrátt fyrir þokkalega stöðu í sínum hreppi verði að horfa fram í tímann og gera ákveðnar ráðstafanir til að verjast. Hann nefnir nokkrar ástæður fyrir fólksflótta úr dreif- býli: „Einhæf atvinna og minnkandi hefðbundinn landbúnaður og fólk er síðan farið að gera miklu meiri kröfur um ýmislegt annað en góða atvinnu. Það snýst um það að skapa sömu skilyrði til menntunar, sama aðbúnað fyrir aldraða, sömu mögu- leika fyrir fólk með einhvers konar sérþarfir, t.d. fatlaða og þar fram eftir götunum. Til þess að svo megi verða þurfa sveitarfélögin hér að fara út í alls kyns rekstur sem þau hafa ekki sinnt til þessa,“ segir Sig- urður og segir t.d. að flutningur grunnskóla til sveitarfélaga hafi ýtt mjög undir sameiningar hér og þar um landið. Rekstur þjónustunnar sem Sigurður nefndi hér að framan segir hann ógerlegan fámennum sveitarfélögum og því verði að koma til samstarf með einhverjum hætti. Sveitarfélögin átta hafa öll átt ýmsa samvinnu, tvö eða fleiri sam- an, svo sem um byggingafulltrúa, ferðamálafulltrúa og fleira og má segja að til að ná fram aukinni hag- ræðingu í rekstri geti sveitarfélög annað hvort aukið slíkt samstarf og stofnað byggðasamlög um ýmsa þætti eða gengið lengra og samein- ast. Rekstur byggðasamlaga þykir nokkuð þungur í vöfum. Þótt þau hafi ákveðna yfirstjórn fulitrúa sveitarfélaganna verða sveitastjórn- irnar yfirleitt að samþykkja allar meiriháttar ákvarðanir. Því getur verið tafsamt að ná fram ákvörðun- um og jafnvel dýrt. „Með sameiningu náum við ein- faldara stjórnkerfi en unnt er með byggðasamlögum og sameinuð hafa stærri sveitarfélög meiri möguleika til þjónustu en þau minni, eiga að vera ódýrari í rekstri og hafa úr meira fjármagni að spila til að ráð- stafa í þjónustuna," segir Sigurður ennfremur. Morgunblaðið/Arnaldur ÞAU voru ánægð með dvölina hér á landi þau Matt Hamilton námsráð- gjafi, Diana Jackson skélastjóri, Mary Sherman fararstjóri, Mascha Rogers grunnskólakennari og Karen Weber heilbrigðisfúiltrúi, en fimm- menningarnir fóru vítt og breitt um landið og heimsóttu Rótarýklúbba. Arleg starfshópa- skipti Rótarý ÁRLEGA gangast Rótarýklúbb- ar um heim allan fyrir starfs- hópaskiptum þar sem hópar hinna óiíku umdæma heim- sækja hver aðra. Að þessu sinni komu hingað til lands fulltrúar Rótarýhóps frá Oklahoma í Bandaríkjunum en þeir voru að endurgjalda heimsókn fimm Is- lendinga sem ferðuðust til Oklahoma í apríl síðastliðnum. Markmiðið með þessum ferðum er að auka skilning og velvilja milli manna af ólíku þjóðerni og er alla jafna gist á heimilum Rótarýfélaga. Ein- ungis þeir sem hafa menntað sig til ákveðinna starfa og hafa a.m.k. tveggja ára starfs- reynslu koma til greina í slíka ferð og þá mega þeir ekki vera úr fjölskyldu Rótarýmeðlima. Hver ferð stendur yfir í fjórar til sex vikur og kynna þátttak- endur sér það helsta sem snýr að atvinnulífi og menningu viðkomandi bæja eða Iands- svæða. Þetta er í áttunda sinn sem íslenska Rótarýumdæmið tekur þátt í starfshópaskiptum og þótti það takast sérlega vel að þessu sinni. Fór hópurinn meðal annars til Akureyrar, Ólafs- Qarðar, Vestmannaeyja og Keflavíkur auk þess sem fjöldi fyrirtækja og stofnana var heimsóttur. Aðsetur í Reykholti Verði af sameiningu hreppanna fimm verður stjómsýslan sett niður í Reykholti í Biskupstungum í hús- næði félagsheimilisins við Ara- tungu. Sameiningin á að taka gildi 1. janúar næstkomandi verði hún samþykkt en þá þurfa að fara fram kosningar til nýn-ar sveitarstjórnar næsta haust. f hreppunum fimm var sameiningin samþykkt með 58 til 80% atkvæða nema í Skeiðahreppi þar sem munurinn var aðeins 5 at- kvæði en þar er 251 íbúi. Vegna sameiningarhugmyndanna var kannað hvaða sparnaði mætti búast við. Kom í ljós að yfirstjórn, sem kostaði árið 1996 um 40 millj- ónir í öllum hreppunum átta, myndi lækka um helming vegna færri odd- vita, fækkunar hreppsskrifstofa og fleira. Þó ber að líta til þess að þar yrði ekki eingöngu um sparnað að ræða heldur myndi samsetning á kostnaði við yfirstjóm breytast. Verði sameiningin felld í einhverj- um hreppnum kemur til greina að hinir haldi samt sínu striki og sam- einist. Það gerist þó ekki nema að undangengnum nýjum sameiningar- viðræðum. Samkomulagið sem unn- ið er eftir nú gerir aðeins ráð fyrir þessum tveimur tilraunum til sam- einingar. Tæknilega væri hægt að efna til viðræðna með haustinu, ákveða enn sameiningarkosningar í byrjun vetrar og halda til streitu einhverri sameiningu með nýju ári. Þá telja ýmsir sveitarstjómar- menn -sem rætt var við að jafnvel þótt hrepparnir þrír hafi afráðið að vera ekki með í sameiningarferli nú muni samt sem áður koma að því að þeir renni saman. Spumingin sé ekki hvort heldur hvenær. 3ja herb. íbúð í Hafnarfirði Til sölu efri hæð í Hraunkambi 6. Byggt 1946. Skráð 72 fm. Rólegt umhverfi (lokuð gata). Um 30 fm rými í kjallara. Verð 5,9 millj. Ámi Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Opna KUMHO hjólbarða golfmótið verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, laugardaginn 27. júní 1998 Keppt verður um mjög glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin, með og án forgjafar. Nándarverðlaun á 2 parþrjúbrautum og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 2. braut. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra keppenda við verðlaunaafhendingu og sá sem fer HOLU í HÖGGI fær vinning að verðmæti 72.000 kr. Verðlaunin eru KUMHO gæðahjólbarðar að verðmæti yfir tvö hundruð þúsund krónur. Tímaskráning og upplýsingar í golfskálanum í síma 486 4495. Hæsta forgjöf verður gefin, 24 karlar og 28 konur. Hjólbarðastöðin, Bíldshöfða 8. Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.