Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 33 I 1 I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < t; ( ( ( ( ( ( ( < ( JÓN ÞOR VARÐARSON + Jón Þorvarðar- son fæddist í Reykjavík 27. sept. 1924. Hann lést á heimiii sínu í Nökk- vavogi 15 hinn 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Guðmundsson, f. 20.7. 1888 í Þórodd- arkoti á Álftanesi, d. 14.11. 1968,, og Friðsemd Magnús- dóttir, f. 2.5. 1891 í Kolsholtshelli í Flóa, d. 7.1. 1973. Jón var yngstur fímm systkina. Hin eru: Helgi, f. 26.6. 1916, d. 28.6. 1921, Steinunn, f. 23.10. 1917, Magnús, f. 7.10. 1920, og Helgi Ástbjartur, f. 22.9.1922. Jón starfaði við akstur hjá Sig. Þ. Skjaldberg og fleirum til ársins 1960 er hann réðst til Sogsvirkjana og starfaði þar til ársins 1994 er hann Iét af störf- um fyrir aldurs sakir. Hinn 26. október 1946, giftist Jón Vil- borgu Jónu Guðmundsdóttur, f. 22.1. 1927, d. 24.8. 1993, For- eldrar hennar voru Guðmund- ur Jónsson, f. 12.4. 1898, d. 23.8. 1977 og Rósa Bachmann Jónsdóttir, f. 6.4. 1888, d. 19.2. Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí; þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgr. Pét.) Allt er vaknað af blundi vetrar- ins, vorið er að slíta bamsskónum og sumarið í þann mund að hefja innreið sína, ekki eingöngu í nátt- úrunni heldur líka í hugum mann- anna. Sá drungi vetrarins sem oft leitar á sálir mannanna hefur hörf- að og gleði og eftirv'ænting sum- arsins tekið völdin. A þessum tíma er yndislegt að lifa, fínna hvernig birtan léttir lund og allt það sem beið ógert frá vetrinum á nú að framkvæmast í einni svipan. Þannig er það hjá flestum og fyrr en varir er sumarið liðið við ýmis störf óg við gáfum okkur aldrei tíma til að njóta þess sem okkur var boðið upp á. Hugur okkar var svo mikill að koma öllu í fram- kvæmd að þetar haustið svífur að með litadýrð sinni og náttúrufeg- urð er fyrst tími til að upplifa og njóta. Eins er það með mannsæv- ina. A fyrri hluta ævinnar erum við orkumikil og vílum ekki fyrir okk- ur að vinna mikið og koma okkur og afkomendum okkar á legg svo best við getum. Svo þegar haustar að og aldurinn færist yfír h'tum við yfír farinn veg og sjáum að harla vel hefur til tekist enda lögðum við okkur fram. Á heimili afa okkar og ömmu var mikið að gera enda heimilið mann- margt, börnin voru átta, fædd á 18 árum, og voru þau elstu farin að heiman þegar þau yngstu voru að komast á legg. Það gefur að skilja að mikla vinnu og samheldni heim- ilisfólksins þurfti til að halda utan um heimilið. Og þannig var það líka hjá þeim afa og ömmu. Oft dvöldum við systkinin hjá þeim í sveitinni og leið okkur afar vel þar. Við fórum oft með afa í bílnum því hann vann alla tíð sem bílstjóri, lengst af við Sogsvirkjanirnar. Minningin um veiðiferðir á Þing- vallavatni og svo seinna á Úlfljóts- vatni er okkur ofarlega í huga. Þegar við komum austur var veiði- stöngin tekin fram og rennt fyrir bleikju og skemmtu sér allir hið besta. Maður lærði svo margt af samvistunum við ömmu og afa því þau voru alltaf að miðla af þekk- ingu sinni og af nógu var að taka því þau voru vel að sér um landið og náttúruna. Minningarnar um þessa daga munu geymast með okkur og á tíma sem þessum þegar 1951. Börn Jóns og Vil- borgar eru Guð- mundur, f. 10.2. 1947, kvæntur Ólínu Melsted og eiga þau íjögur börn og sjö barnaböm; Þor- varður, f. 14.7.1948, d. 8.2. 1974, kvænt- ur Ingu Herdísi Harðardóttur og eiga þau eitt barn og eitt barnabam; Rósa Bachmann, f. 22.3. 1951, gift Jó- hanni Jónssyni og eignuðust þau sjö börn og þijú barnaböm; Friðgeir, f. 17.12.1954, kvæntur Árnýju Valgerði Steingríms- dóttur og eiga þau fjögur börn; Sigríður Helga, f. 17.3. 1959, gift Bjama Helgasyni og eiga þau ljögur böm; Bryndi's Ingi- björg, f. 13.7. 1961, gift Áma Björnssyni og eiga þau þrjú börn; Helgi, f. 12.7.1963, kvænt- ur Sigurlaugu Grétu Skaftadótt- ur og eiga þau tvö börn; og Hall- fríður Jóna, f. 3.3. 1965, gift Ingvari Áma Óskarssyni og eiga þau þijú böm. Útför Jóns fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. við höfum misst einn af þeim sem okkur þykir vænt um er gott að geta leitað til þeirra. Afí Jón var dagfarsprúður mað- ur, oftast með bros á vör og heillaði hann samferðamenn sína, jafnt böm sem fullorðna, með þessu já- kvæða viðmóti sínu. Amma og afi voru afar samhent hjón og í veik- indum ömmu sinnti afí henni af stakri nærgætni og umhyggju og eftir að hún dó fluttist afí í íbúðina þeirra í Nökkvavoginum og er það ekki til efs að hann saknaði hennar mjög. Það kom okkur sem eftir lifum í opna skjöldu þegar okkur voru færðar þær fréttir að afi hefði dáið, svo hress sem hann virtist vera, að vísu hafði hann verið lasinn, sagði það vera flensu sem væri að batna. Það kemur yfir eftirlifenduma tómleiki og söknuður, söknuður eftir þeim sem við töldum okkur vísan, sem við gætum heimsótt og hitt í framtíðinni. En veröldin er hverful og hvers manns bíður það að hitta skapara sinn í veröld þar sem betra líf býðst með þeim sem þegar em gengnir. Þannig er víst að afí var tilbúinn að ganga veginn sem við öU eigum eftir að ganga og þar hittir hann þá sem honum þótti vænst um. Við sem enn eram hér í veröld munum minnast afa sem einstaklega góðs manns, manns sem okkur væri eftirsókn í að taka okkur til fyrirmyndar og líkjast. Huggun okkar felst í orðum skáldsins sem kvað svo: Við dauðans fljót sem þrumir þungt í þögn á milli landa, við munum síð á sömu strönd í sömu sporum standa. (Guðm. Böðv.) Við kveðjum þig, elsku afi, og þökkum þér tímann sem við áttum með þér, nærgætni þína og elsku. Hvíldu í Guðs friði. Þorvarður, Unnur, Gunnar, Jón og fjölskyldur. Ég vil í örfáum orðum minnast svila míns og vinar Jóns Þorvarðar- sonar. Minningamar hrannast upp, fyrstu raunveralegu kynni mín af Jóni vora fyrir rúmum fimmtíu ár- um er við báðir í miklu húsnæðis- hraki keyptum sumarbústað fyrir innan bæ, þar sem hét Smálönd. Það átti að heita svo að ég keypti bústaðinn en Jón bíl, því bíllausir gátum við ekld búið þar, engar strætisvagnaferðir og ekkert vatn. Með þessum fasteignakaupum vor- um við orðin „sjálfstætt fólk“. Þama kynntumst við hjónin Jóni, sáum hver afbragðsmaður hann var, aldrei hraut styggðaryrði, alltaf sama létta lundin á hverju sem gekk. Að framkvæði tengdafóður okkar var síðar ráðist í það stórvirki að byggja yfir stærstan hluta fjöl- skyldunnar fjórar íbúðir og verk- stæði fyrh’ hann. Þá reyndi á fjöl- skylduböndin og vinskapinn, unnið flest kvöld og flestar helgai’. Þeir sem nú era að hefja búskap trúa ekld hvemig ástandið var í þjóðfé- laginu þá, litlir sem engir peningar í umferð, lánastofnanir lokaðar fyrir venjulegt fólk, sækja þurfti um leyfi fyrir næstum öllu er að byggingum laut, leyfí þurfti fyrir mótatimbri, sementi, steypustyi’ktarjámi o.s.frv. En húsið komst upp með „Guðs hjálp og góðra manna“. í all- mörg ár bjuggum við Jón í þessu húsi með allan krakkaskarann. Ég minnist þess sérstaklega hversu vinsæll Jón var hjá ung- dómnum. Eitt atvik vil ég minnast á sérstaklega, en það gerðist áður en þau hjón eignuðust sín fyrstu böm. Við hjónin fóram í ferðalag og Jóna og Jón tóku son okkar í fóstur á meðan. Það var ekki nóg með að þau dekruðu við hann á alla lund, heldur leystu hann út með gjöf, forláta bíl sem hann gat setið í og keyrt. Þessi bill vai’ð í svo miklu uppáhaldi hjá drengnum að þrátt fyrir að hann hafi eignast marga úrvalsvagna síð- an þori ég að fullyrða að enginn hef- ur slegið þennan út hvað vinsældir snertir. Þetta lýsir vel manmnum Jóni. Þama gaf hann af litlum efn- um til að gleðja lítinn dreng. Fáum mönnum hef ég kynnst sem vora jafn heilsteyptir og Jón. Hann hafði mjög ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum en var mjög réttsýnn. Hann hafði and- styggð á yfirborðsmennsku. „Snobb“ var ekki til í hans orða- bók, hann sóttist ekki eftir vegtyll- um. Hann var skáti á sínum yngri áram og hann var „alltaf skáti“. Jón var mikill fjölskyldumaður, fjölskyldan var honum allt. Líf Jóns var ekki alltaf dans á rósum, það var mikið áfall er hann missti son sinn af slysfóram í blóma lífs síns. Einnig misstu þau dótturson ungan þótt allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð'til að vinna bug á þeim erfiða sjúkdómi er hann fékk. Bæði þessi atvik höfðu mikil áhrif á Jón þótt hann bæri það ekki á torg. Árið 1993 missti Jón konu sína sem hann dáði mjög, enda höfðu þau eignast átta börn. í langri og erfiðri sjúkdómslegu bæði heima og á sjúkrahúsi veitti Jón henni takmarkalausa ást og umhyggju. Næstum hvern einasta dag allan tímann sem hún lá á Vífilsstöðum kom Jón í heimsókn þótt um langan veg væri að fara og oft í misjöfnu veðri, og ef hann komst ekki fékk hann börn sín til að líta til hennar. Það er gott að minnast góðs drengs. Það hefur örugglega verið vel tekið á móti honum í nýjum heimkynnum. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðjum Jón og þökkum allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Við vottum börnum hans og fjölskyld- um þeirra dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jóns Þor- varðarsonar. Gunnar Guðmundsson. Jón Þorvarðarson hefur kvatt okkur. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Nökkvavogi 15. Nonni var giftur Jónu móðursystur minni, heimili þeirra var lengi vel í sama húsi og heimili foreldra minna og mikill samgangui’ var þar á milli. Nonna og Jónu varð sjö bama auð- ið, allt vel gert og harðduglegt fólk og- samhent fjölskylda. Þau urðu fyrir þeiiTÍ erfiðu lífsreynslu að missa næst elsta son sinn, Þorvarð, í hörmulegu vinnuslysi og síðar bamabam úr ólæknandi sjúkdómi. Eftir að hafa starfað um langt skeið hjá heildversluninni Skjaldberg í Reykjavík, réðst Nonni til Lands- virkjunar og starfaði við Sogsstöðv- amar og bjuggu þau þar lengst af. Hann flutti aftur í íbúð sína í Nökkvavoginum, þegar hann lét af störfum hjá Landsvirkjun sakir aldurs. Síðustu árin sem þau bjuggu fyrir austan barðist Jóna við sjúkdóm, sem hún varð að lok- umað lúta í lægra fyrir. Á bamdóms- og unglingsárum mínum vora Nonni og Jóna áber- andi í lífi mínu. Þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag var hann ekki svo þreyttur þegar heim var komið, að vera ekki tilbúinn til þess að taka þátt í knattspymu eða öðrum leikjum sem fram fóra í götunni. Vogamir vora þá smekkfullir af bömum, umferð lítil, aOar götur leiksvæði, fjaran skammt undan og tún nærtæk til þess að gera að stór- um leiksvæðum. Ekkert sjónvarp eða önnur nútíma afþreying varð til þess að skerða þann tíma sem til- BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR + Bjargey Guð- jónsdóttir fædd- ist í Efri Miðbæ, Norðfirði, 23. febrú- ar 1934. Hún lést á heimili sínu f Gauta- borg 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Guðjón Guðmundsson, f. 13.10. 1904, d. 24.4. 1987, og Sigurbjörg Bjamadóttir, f. 13.6. 1909. Systkini Bjar- geyjar eru: Sigríður, f. 9.2. 1933, Guð- mundur, f. 15.10. 1937, Guðlaug, f. 29.12. 1944, og Inga R., f. 13.3. 1948. Eiginmaður Bjargeyjar var Hilmar Sigurðsson, f. 4.9. 1928. Elsku systan okkar. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Okkur er orða vant, en þú átt allar okkar þakkir sldldar fyrir allt, sem þú hef- ur verið okkur í gegnum tíðina. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér og veita þér frið. Mömmu og fjöl- skyldu þinni sendum við samúðar- kveðjur og biðjum Guð um styrk þeim til handa. Margs er a 5 minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Þau skildu 1967. Þeirra böm era: 1) Guðjón, f. 16.9. 1952, kvæntur Lám Böðvarsdóttur, þeirra böm em Bjargey og Böðvar, dóttir Böðvars er Gabríela. 2) Hafdís, f. 19.9. 1959, gift Bjarna Einarssyni, þeirra börn eru Tómas, Telma, Ter- esa og Teodór. 3) Brynjúlfur, f. 2.7. 1961, hans börn em Markús Öm, Hannes og Atli Hilmar. Útför Bjargeyjar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Guð geymi þig. Sigríður, Guðmundur, Guðlaug og Inga Rós. tækur var að loknum skólatíma í fótbolta eða aðra útileiki. I mesta lagi var lagt í langa ferð með strætó til þess að fara í þrjúbíó á sunnu- degi og sjá Roy Rogers taka Svarta » Pétur og hina skúrkana í bakaríið. Nonni var skáti af líf og sál og byrjaði strax og aldur leyfði að taka okkur með sér í það starf. Við urðum Skjöldungar og þar hófust afskipti mín af félagstarfi, sem hafa staðið síðan. Nonni var mikill félagsmaður, einn þessara manna sem gera þess háttar starf mögu- legt með miklu og óeigingjörnu vinnuframlagi. Hann var vandaður og góður maður. Aldrei minnist ég þess að Nonni færi fram með há- vaða eða ætti í útistöðum við r nokkum, en vilji hans var alltaf öll- um Ijós. Hann uppfyllti hugtakið góður drengui- og var ætíð tilbúinn að leggja til hliðar dagleg verkefni ef rétta þurfti hjálparhönd. Hann var vel lesinn og oft sá maður hann niðursokkinn við bókalestur. Á jól- um fékk ég alltaf góðar bækur frá Nonna og fjölskyldu hans. Bækur sem ég á enn og hef marglesið og er nú að lesa fyrir yngsta son minn. Eitt af því sem mér er minnis- stæðast frá bamdómsáram mínum era ferðir þegai’ Nonni tók mig og syni sína með sér, þegar hann ásamt nánustu félögum sínum í skáta- hreyfingunni vann að byggingu nýs skátaskála í Lækjarbotnum. Minnis- stæður úr þeim hópi var Tommi Hjalta, lögreglumaður sem síðar fórst við störf sín í mótorhjólaslysi og var öllum mikill harmdauði. Þeir félagar vora góðir uppalendur og leiddu okkur strákana svo áreynslu- laust inn í lífið með skemmtilegum ævintýram í leik og starfi. Skáta- starfið varð lifandi og skemmtilegt í nærvera þeirra, ívafíð fræðslu um undirstöðuatriði í útivist og skyndi- hjálp, tengt æsispennandi leikjum og rannsóknarferðum um náttúr- * una. Fræðsla sem síðar varð til þess að tveir synir Nonna björguðu tvisvar mannslífum með hárréttum viðbrögðum á neyðarstundu. Við systkinin voram ásamt mök- um stödd á sólarströnd þegar okk- ur bárast þessi tíðindi. Við sendum frændfólki okkar, börnum og barnabömum Nonna hugheilar samúðaróskir. Ég þakka fyrir margar ógleymanlegar og verð- mætar stundir á lífsleiðinni, sem maður áttar sig ekki á fyrr en mik- ið síðar, hversu verðmætar og mik- ils virði þær vora. Guðmundur Gunnarsson. ÍJIDM BÁVLXIIR Austurveri, sími 588 2017 Sérfræðingar í blómaskreytingum við nll tækifæri mblómaverkstæði I INNA I Skólavörðustíg I2. á horni Bergstaöastrætis. sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.