Morgunblaðið - 24.06.1998, Page 19

Morgunblaðið - 24.06.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 19 ERLENT S-Kóreumenn fínna n-kór- eskan kafbát Seoul. Reuters. NORÐUR-kóreskur njósnakafbátur sökk í gær þegar suður-kóreskur dráttarbátur reyndi að draga hann í land eftir að kafbáturinn lenti í neti sjómanna innan landhelgi Suður- Kóreu. Kafbáturinn sökk vegna þess að dráttartaugin slitnaði og suður- kóreski sjóherinn hugðist toga hann upp til að ganga úr skugga um hvort einhverjir væru um borð í honum. „Við vitum ekki enn hvort ein- hverjir eru enn í kafbátnum eða hvort áhöfnin er á lífi,“ sagði tals- maður suður-kóreska herráðsins. Kafbáturinn er 25 m langur og var á 30 km dýpi um einum km frá flota- stöð í bænum Donghae í norðaustur- hluta Suður-Kóreu. Embættismaður í vamarmálaráðu- neytinu í Seoul sagði að hugsanlegt væri að áhöfnin hefði öll svipt sig lífi. Herskip leituðu þó á svæðinu til að ganga úr skugga um hvort einhver úr áhöfn kafbátsins hefði reynt að flýja. Kafbáturinn er af „Júgó-gerð“, sem getur borið sjö manna áhöfn. Norð- ur-Kóreumenn hafa aðallega notað slíka kafbáta til njósna. Sakaðir um „ögrun“ S-Kóreustjórn sakaði N-Kóreu- menn um „ögrun“ og brot á vopna- hléssamningnum. Sérfræðingur í málefnum N-Kóreu í Seoul sagði þó að málið myndi ekki hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna. „Þetta var ekki ögrun,“ sagði hann. Kafbáturinn fannst nálægt þeim stað þar sem stærri kafbátur frá Norður-Kóreu strandaði í septem- ber 1996. 24 úr 25 manna áhöfn kaf- bátsins fundust þá í viðamikilli leit suður-kóreska hersins, sem tók 53 daga. Flestir þeirra voru skotnir tU bana en hinir sviptu sig lífi til að komast hjá handtöku. Fjórtán vikur til kosninga í Þýzkalandi Enn sígur á ógæfuhliðina fyrir Kohl ÞEGAR fjórtán vikur eru til þing- kosninga í Þýzkalandi eiga Helmut Kohl og flokkur hans, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), enn á brattann að sækja í kosningabarátt- unni. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum fengi Jafnaðarmanna- flokkurinn, SPD, 42% atkvæða ef kosið yrði nú. SPD og Græningjar fengju samtals um 48%, sem myndi duga þeim til að ná hreinum meiri- hluta þingsæta. CDU og hinum bæverska systurflokki hans CSU myndu hins vegar ekki meira en 37% þýzkra kjósenda greiða at- kvæði sitt. I austurhluta landsins er fylgi CDU aðeins 28%. Agaleysi græningja stefnir möguleikum Schröders í hættu Deilur innan CDU um aðferðir í kosningabaráttunni og óheppilegt orðfæri hins nýja talsmanns stjórn- arinnar, Ottos Hausers, hafa styrkt stöðu Gerhards Schröders, kanzl- araefnis SPD. Mikill munur er á stöðunni í kosningabaráttunni nú og 1994, þegar CDU seig fram úr SPD í fylgiskönnunum þegar í maímán- uði. Þáverandi kanzlaraefni SPD, Rudolf Scharping, tapaði síðan í kosningunum um haustið með 5% mun (CDU fékk 41,4%, SPD 36,5%). Mesta hættan sem nú virðist í sjónmáli fyrir möguleika Schröders á að komast í kanzlarastólinn eru klaufalegar yfirlýsingar forystu- manna Græningja, sem gætu valdið því að þessi líklegasti samstarfs- flokkur SPD í ríkisstjórn næði ekki tilskildu 5% lágmarksfylgi til að hljóta þingsæti. Nýjasta dæmið um þetta eru um- mæli Jurgens Trittins, talsmanns flokksstjórnar græningja, um þýzka sambandsherinn Bundeswehr, sem hann lét falla á mótmælafundi í Berh'n 10. júní sl., þar sem opinberri eiðsvöm nýliða í hemum var mót- mælt. Lét Trittin svo um mælt að slíkt hefði ekki tíðkazt „nema í tíð hinnar fasísku alræðisstjómar". Tals- menn SPD, FDP og CDU/CSU for- dæmdu ummælin, og nokkrir fram- mámenn úr röðum græningja hörm- uðu þau. Heide Ruhle, framkvæmda- stjóri flokksins, sagði að takist flokks- systkinum hennar ekki að sýna meiri aga í opinberum yfirlýsingum hætti þau á að missa fylgið niður fyrir 5%. Reuters SUÐUR-kóreskur dráttarbátur dregur norður-kóreskan kafbát sem fannst innan landhelgi S-Kóreu. fUJABÖR 0« Ml: CUSTOZA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 1.190 mz -35% DÆMI: POLKA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 995 mz -40% DÆMI: MACRINO gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 1.332 m2 -35% ^RÝMUM VEGNA BREYTINGA 1.400 m1 AF GÓLF OG VEGGFUSUM - 40 UHR OPNUNARTÍMI: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga DÆMI: RUST gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 977 m2 -50% NÚB rmm DÆMI: JACKSON gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.771 mz -35% DÆMI: PALLARI gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.590 m1 -40% í fáa dag ^DÆMI: DESENZANO gólfflfsar 20x20 sm aðeins kr. 975 m2 -52% ^EMI: ALGA gólfflísar 10x20 sm aðeins kr. 1.171 m2 -40% >^ÆMI: TORBA gólfflísar 30x30 sm aðeins kr. 1.390 m1 -40% Takið málin með það flýtir afgreiðslu! tbp CW) immM V»y Cóð grciðslukjörl Raðgreiðslur tJl alft að Grensásvegi 18 s: 581 2444 Löggæslu- myndavélar í Ósló LÖGREGLAN í Ósló hyggst koma upp löggæslumyndavél- um í miðborg Oslóar, bæði til að letja fólk til glæpa og til að safna sönnunargögnum. Ingelin Killengren lögreglustjóri segir þó að myndavélarnar muni ekki koma í stað lögreglumanna sem verði áfram á götunum. Amir áfrýjar YIGAL Amir, morðingi Yitzhaks Rabins forsætisráð- herra Israels, bróðir hans Hagai og vinur þeirra Dror Ad- ani, hafa áfrýjað þeim dómi undirréttar að þeir hafi lagt á ráðin um að myrða Rabin. Ekki er ijóst hvenær mál þeirra verður tekið fyrir í hæstarétti. Hvílík sending! 988.000 kr. Framtíðarbíllinn Sirion Frumsýndur 25. - 28. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.