Morgunblaðið - 24.06.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 24.06.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason SKÓLAMEISTARAR á íslandi og aðstoðarmenn þeirra hittust í skóla- lok í Stykkishólmi og báru saman bækur sínar. Skólameistarar þinga í Stykkishólmi Stykkishólmi - Aðalfundur Skóla- meistarafélags Islands var haldinn í Stykkishólmi 9. og 10. júní sl. Þar mættu skólameistarar flestra framhaldsskóla á landinu ásamt áfangastjórum og fleiri starfs- mönnum frá hverjum skóla. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var aðalþema fundarins „Enn betri skóli - þeirra réttur - okkar skylda“. Framsöguerindi fluttu Páll Skúlason rektor Háskóla ís- lands og Eiríkur Guðmundsson skólameistari Menntaskólans við Sund. Stykkishólmsbær bauð fund- armönnum í siglingu með Eyjaferð- um um Breiðafjarðareyjar og þar fengu þeir að kynnast náttúrulífi Breiðafjarðar. Margrét Friðriks- dóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi var kosin formaður Skólameistarafélags íslands. Ferðast á tveim- ur j afnflj ótum Egilsstöðum - Erik Reutersward er Svíi sem staddur er á Islandi með það eitt að markmiði að ferðast hringinn í kringum land- ið, fótgangandi. Þetta er ekki stærsta verkefni sem Erik ræðst í fótgangandi því hann hefur á árunum 1991-1997 gengið með strandlengju Evrópu, frá Barentshafi að Svartahafí, auk Stóra-Bretlands en samtals eru þetta um 32.000 km. Erik ætlar að ganga sumar- fríshring hins venjulega íslend- ings og fer í fylgd með sólinni. Hann tekur líka Reykjanesið, Snæfellsnesið og Vestfirðina. Samtals gera þetta um 3.000 km og ætlar Erik að ljúka þessari ferð á tíu vikum. Hann stefnir að því að ganga 40-50 km á dag og fara eftir þjóðvegi og stígum. Félagar Norræna félagsins aðstoða Erik er hingað kominn í sam- starfi við Norræna félagið en fé- lagsmenn munu hýsa hann og aðstoða á ferð hans um landið, ef þeir eru til staðar þar sem hann áir. Erik fótbrotnaði í fyrra á ferð sinni um Bretland en lætur það ekki aftra sér frá því að ganga um þjóðvegi Is- lands nú. Hans er minnst i Heimsmetabók Guinness sem „kustvandreren" eða strand- göngugarpsins. Hann hefur enga styrktaraðila á bak við sig heldur fjármagnar ferðir sínar sjálfur en þiggur gist ingu og að- stoð þeirra sem verða á vegi hans. Þjóðhetja í Noregi Það er mikill hugur í Erik og aðspurður hvað hafi rekið hann í svo langa göngutúra segir hann upphafið hafa verið í Svíþjóð og þá hafí hann valið litlar eyjar til að byija með. Síðan hafi hann gengið um Svíþjóð og þetta svo hlaðið utan á sig. Þegar hann ferðaðist um Noreg var hann var gerður að þjóðhetju en þar var fylgst með honum frá upp- hafi ferðar og til enda og hvar sem hann kom heilsaði fólk og talaði við hann. Allir þekktu hann. Erik segir til vera geggjað Morgunblaðið/Anna Ingólfs ERIK Reuterswárd, sænskur göngugarpur, ferðast nú fót- gangandi um Island. fólk í heiminum og hann verði sjálfsagt flokkaður með því. Hann hefur m.a. sagt sænska kónginum frá ferðum sínum og segir „allt það land sem ég geng um mun tilheyra sænska kóngin- um. Kónginum skal og tilkynna það sem gerist innan hans kon- ungdæmis". Sænski kóngurinn fær að fylgjast með og vonandi munum við Islendingar líka fá að fylgjast með Erik á göngu sinni um ísland. Morgunblaðið/Sig. Fannar. RADÍUSBRÆÐUR skemmtu gestum. Sumar á Selfossi Selfossi - Það var mikið um dýrð- ir síðastliðinn laugardag þegar „Sumar á Selfossi“-hátíðin fór fram. Fjöldi ferðamanna og heimamenn sótti ýmsar uppá- komur sem haldnar voru í tilefni dagsins. Talið er að 2.000 gestir hafi verið á hátíðarsvæðinu þeg- ar best lét. Veðurguðirnir voru í ágætu skapi þennan dag og voru aðstandendur hátiðarinnar ánægðir með daginn. Nýr sveitarstjóri í Snæfellsbæ Hellissandi - Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Kristinn Jónasson, fjármála- stjóri Hraðfrystihúss Hellissands, verið ráð- inn bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ. Kristinn er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð árið 1965 og með yngstu mönnum í slíku trúnaðarstarfi. Hann er sonur hjón- anna Nönnu Magnús- dóttur og Jónasar Ólafssonar sveitar- stjóra. Þótt Kristinn hafi ekki tekið að sér fyrr svo mikilvægt verkefni fyrir byggðarlag, enda ung- ur að árum, má með sanni segja að hann hafi alist upp með sveitar- stjórnarmálum, því móðurafi hans, Magnús Amlin, rak Sparisjóð Þing- eyrarhrepps af miklum skörungs- skap áratugum saman og var mikill frammámaður í málefnum Þingeyr- inga. Angantýr bróðir hans er þar sparisjóðsstjóri í dag. Jónas Ólafsson faðir hans, sem er af Skarðsverjum kominn, hefur hins vegar staðið í sveitarstjórnarmálum fyrir Vestfirðinga leng- ur en nokkur annar maður. Þegar sveitarfé- lög voru sameinuð á Vestfjörðum hafði Jónas verið sveitar- stjóri Þingeyrarhrepps í 25 ár og lauk sínum ferli að þeim málum með því að sitja í bæjar- stjórn ísafjarðarbæjar. Hefur líklega enginn verið lengur í forystu fyrir sveitarfélagi nema Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi. Kristinn Jónasson stundaði nám á Núpi og við Menntaskólann á Isafirði en varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Árið 1992 lauk hann námi í rekstraríræðum frá Sam- vinnuháskólanum í Bifröst. Næstu tvö árin starfaði hann fyrir Kaupfélag Dýrfirðinga og Útgerðar- félagið Fáfni hf. á Þingeyri en tók þá við stöðu fjármálastjóra við Hrað- frystihús Hellissands. Kona Kristins er Helga Guðjóns- dóttir Stefánssonar kaupfélagsstjóra í Keflavík. Kristinn Jónasson Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Heimsókn frá Brúarásskóla Bakkafirði - Góð heimsókn barst til Bakkafjarðar nú á dögunum þegar 6-12 ára krakkar frá Brúarásskóla í Jökulsárhlið komu í skóla- ferðalag hingð. Kirkjan og bryggjulífið var skoðað, farið í íjöruferð og grillað. Það var ánægður hóp- ur sem hélt heimleiðis að lokn- um viðburðaríkum og ánægju- legum degi. Meirihluti myndaður í sveitarstjórn Norðurhéraðs Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ODDVITAR H-Iista og S-lista, Arnór Benedikts- son og Katrín Ásgeirsdóttir, handsala samstarfs- samning listanna eftir undirritunina. Vaðbrekka, Jökuldal - Meirihluti hefur verið myndaður í sveitarstjóm Norðurhéraðs. S-listi sam- einingar og samstöðu ásamt H-lista horft til nýrrar aldar hafa myndað meirihluta um stjórn Norðurhéraðs þetta kjörtímabil. F-listi framfara og einingar situr í minni- hluta með einn mann kjörinn í sjö manna sveitarstjórn Norðurhéraðs. Samkomulag er um odd- vitakjör út kjörtímabilið. Oddviti fyrsta árið verður af H-lista en hin þrjú af S-lista. Samkomulag er um að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra Jónas Þór Jó- hannsson um sveitarstjóra- stöðuna út þetta kjörtímabil. For- maður skólanefndar kemur úr röð- um H-lista. Formaður nefndar um byggingu og rekstur íþróttamann- virkja og annarra fasteigna hrepps- ins kemur úr röðum S lista. Aðrar nefndir, atvinnumálanefnd, byggingar og skipulags- nefnd, kjörnefnd, og fjall- skilanefndir sem eru tvær austan og norðan Jökulsár, kjósa sér formenn sjálfar. Unnið verður að því að fé- lagsmálanefnd verði sameig- inleg fyrir allt Hérað eins og bamaverndamefnd er nú skipuð. Unnið verður verður eftir markmiðum og stefnu- skrám S og H lista og sam- starfssamningi er listamir undirrituðu í átta liðum. Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitastjómar var núverandi oddviti Amór Benediktsson af H-lista kjörinn oddviti til eins árs og Katrín Ásgeirs- dóttir af S-lista varaoddviti. Kjöri í nefndir var frestað til næsta fundar er verður þrítugasta júní næstkomandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.