Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 188. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Albright segir árásirnar skýr skilaboð um að hryðjuverkum verði mætt af hörku Arásirnar vekja hörð við- brögð í Súdan og Pakistan Reuters PAKISTANAR brenna bandaríska fánann í mótmælaaðgerðum í borginni Lahore í gær. Suður-Afríka Botha fundinn sekur George í S-Afríku. Reuters. FYRRVERANDI leiðtogi að- skilnaðarstjórnar hvítra manna í S-Afríku, P.W. Botha, var í gær fundinn sekur um að sýna Sannleiks- og sáttanefnd landsins lítilsvirðingu. Þarf Botha að afplána tólf mánuði í fangelsi eða greiða 112.000 ísl. kr. í sekt. Botha, sem er áttatíu og tveggja ára, var sleppt lausum gegn tryggingu en hann hefur þegar áfrýj- P.W. Botha kem- að dómnum. ur til dómhússins. Dómarinn í málinu dæmdi Botha að auki til tólf mánaða skilorðsbund- innar fangelsisvistar sem hann mun þurfa að afplána vanvirði hann störf Sannleiks- og sátta- nefndarinnar á nýjan leik. Botha var forseti S-Afríku í um áratug eða allt þar til F.W. de Klerk velti honum úr sessi árið 1989. Hefur Sannleiks- og sáttanefndin þrívegis beðið Botha um að bera vitni og þrí- vegis hefur hann hunsað boð hennar enda segir hann nefnd- ina stunda ofsóknir gegn sér og sínu fólki. Rússar deili Smugunni með Noregi MIKHAÍL Dementev, æðsti emb- ættismaður fiskveiða í stjóm Rúss- lands, segir í viðtali við Fiskeriblad- et í Noregi að Rússar og Norðmenn eigi að deila fiskveiðiréttindum í Smugunni á milli sín. Slíkt fýrir- komulag myndi einfalda stjómun fiskveiða og auðvelda Rússum og Norðmönnum að koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða, til dæmis ís- lendinga, þar. --------------- Jeltsín segi af sér Moskvu. Reuters. DUMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun þar sem þess var krafíst að Boris Jeltsín, forseti Rússlands, segði af sér embætti vegna vangetu til að leysa efnahagsvanda landsins. Dúman kom saman til sérstaks aukafundar í gær til að ræða neyð- arráðstafanir í efnahagsmálum. Ályktunin, sem er ekki bindandi, var samþykkt með 248 atkvæðum, en 32 þingmenn voru henni andvígir. Jeltsín, sem var á ferðalagi um Kólaskaga í gær, lét í ljós við frétta- menn að hann gæfi lítið fyrir gagn- rýni andstæðinga sinna á þinginu. Washington, Lundúnum, Islamabad, Bagdad. Reuters. STJÓRNIR arabaríkja og Rúss- lands fordæmdu í gær árásir Bandaríkjanna gegn bækistöðvum hryðjuverkamanna í Súdan og Afganistan. Víða í ríkjum múslima brutust út mótmæli á götum úti gegn Bandaríkjunum. Sandy Berger, öryggisráðgjafi Banda- ríkjastjórnar, sagði skeytin hafa eyðilagt efnaverksmiðju í Súdan þar sem framleiðsla efnis sem notað er í taugagas fari fram, en Súdan- stjóm segir um lyfjaverksmiðju að ræða og vill að Bandaríkin og full- trúar í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) sendi fólk á vettvang til að sannreyna að svo sé. Talsmaður Talebana sagði 21 hafa farist og 30 manns slasast í árásinni á Zhawar Kili Al-Badr nærri Khost í Austur-Afganistan. í Súdan var haft eftir starfsfólki sjúkrahúss að tíu manns hefðu særst í árás á lyfjaverksmiðju, þar af fimm alvarlega. Táknrænt gildi Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði gildi flugskeytaárásanna aðallega tákn- rænt. Kvað hún þær senda skýr skilaboð til hryðjuverkamanna. „Hernaðarlegan árangur eigum við eftir að meta til fulls, en hins vegar er alveg ljóst að Bandaríkin munu ekki láta kúga sig,“ sagði Albright í viðtali á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Bandarískir embættismenn telja flugskeytaárásimar vera upp- haf langrar „orrustu gegn hryðju- verkurn" að því er Associated Press greinir frá. Forseti Súdans mótmælir harðlega Forseti Súdans, Omar el-Bashir, sagðist „áskilja sér fullan rétt til þess að svara árásinni með öllum til- tækum ráðum“. Hann hélt neyðar- fund í ríkisstjórninni í gær og kallaði sendiráðsstarfsmenn í Washington heim. Súdanar fjölmenntu til mót- mælafundar við forsetahöllina og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjun- um og brenndu bandaríska fánann. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti hneykslan sinni á framferði Bandaríkjastjórnar og fordæmdi verknaðinn. Talsmaður forsetans sagði Jeltsín hafa fyrst við vegna þess að honum var ekki tilkynnt um aðgerðirnar fyrirfram. Mótmæli á götum úti Stjórn Pakistans lýsti í gær furðu sinni á flugskeytaárás Bandaríkjanna, en dró um leið til baka ásakanir um að flugskeyti hefði lent innan landamæra Pakist- ans. Utanríkisráðherra landsins bar fram formleg mótmæli við Bandaríkjastjórn vegna þess að ekki var óskað eftir leyfi til þess að senda flugskeytin inn í lofthelgi Pakistans. I Pakistan mótmæltu þúsundir manna árásunum á göt- um úti. í borginni Peshawar beitti lögreglan kylfum og táragasi gegn mótmælaaðgerðum afganskra flóttamanna. Stuðningur Vesturlanda Stjórnvöld á Vesturlöndum lýstu undantekningalítið yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lét þau orð falla að hver þjóð hefði fullan rétt til að snúast til varnar í viðureign við hermdarverkamenn. Talsmaðm- Osama Bins Ladens segir í viðtali við arabíska dagblaðið al-Quds al-Arabi, sem gefið er út í Lundúnum, að árásunum mundi svarað „með aðgerðum en ekki orð- um“. Bandaríkjastjórn heldur því hins vegar fram að ætlunin hafi ekki verið að ráða hann af dögum. Hins vegar er ljóst að bandarísk stjórn- völd telja Bin Laden manninn á bak við sprengjutilræðin í Kenýa og Tansaníu, sem urðu 263 manns að fjörtjóni fyrr í þessum mánuði. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja þó enn stafa hættu af hryðju- verkamönnum og beindu þvl til al- mennings og lögreglunnar að vera á verði. Kannanir benda til þess að al- menningur í Bandaríkjunum styðji aðgerðir stjómarinnar. Niðurstaða Gallup-könnunar sýndi að 66% þjóðarinnar vom hlynnt árásunum og 19% á móti þeim. Tveir hjálparstarfsmenn vora skotnir til bana í Kabúl í gær að því er virðist til að hefna árásanna. Starfandi hjálparstofnanir í Afganistan hyggjast kalla erlent starfsfólk sitt í landinu heim. ■ Bandamaður/22 ■ Skiptar skoðanir/23 Qtti við að efnahagskreppan í Asíu og Rússlandi breiðist út til S-Ameríku Verðfall á evrdpskum mörkuðum VERÐBRÉF lækkuðu á mörkuðum í Evrópu í gær af ótta við að efnahagskreppa í Asíu og Rúss- landi færi nú að breiðast út til ríkja í Rómönsku Ameríku. FTSE-vísitalan í London féll um 3,4%. Lækkunin á Evrópumörkuðunum var sú mesta í fimm vikur, í Þýskalandi og á Spáni varð hún meira en fimm af hundraði. Ólga var framan af degi á mörkuðum í New York en ástandið lagaðist og er kauphöllinni var lokað hafði Dow Jones-vísi- talan aðeins lækkað um 0,9%. Norski seðlabank- inn hækkaði vexti í gær, í sjötta sinn á árinu. Ummæli forsætisráðherra Rússlands, Sergejs Kíríjenkos, í gær þess efnis að baráttan við efna- hagsvandann væri rétt að byrja og samþykkt Dúmunnar um að Borís Jeltsín forseti ætti að segja af sér ollu fjaðrafoki á mörkuðum og ótta við hran í Rússlandi. Einnig var bent á ófyrirsjá- anlegar afleiðingar af eldflaugaárásum Banda- ríkjamanna á stöðvar meintra hiyðjuverkamanna i Afganistan og Súdan á stjórnmála- og efnahags- ástandið í heiminum. Orðrómur um gengisfellingu gjaldmiðils Venezúela, bólivarsins, varð auk þess til þess að margir ákváðu að fjárfesta í tryggum bréfum annars staðar en í Rómönsku Ameríku. Talin er vaxandi hætta á að ýmis þarlend ríki verði á næstunni fyrir skakkaföllum vegna ástandsins í Japan, Indónesíu og fleiri Asíulöndum auk Rúss- lands. Vaxtahækkun í Noregi Eins og áður eru röksemdirnar fyrir vaxta- hækkuninni í Noregi lágt gengi norsku krónunn- ar, óhagstæð þróun á peninga- og fjármálamark- aði og mikill þrýstingur að utan. Ríkisstjórnin norska hefur verið harðlega gagmýnd fyrir óstjórn í efnahagsmálum og sér þess nú merki í minna fylgi við hana. Hækkunin í gær er sú mesta á árinu. Era inn- lánsvextir bankanna hjá Seðlabankanum nú 7% en vora 5,5%. Þá era yfirdráttarvextir bankanna nú 9% en voru 7,5%. Alls hafa vextir hækkað um 3,5% á árinu. Hagfræðingar sem Aftenposten ræddi við í gær, fögnuðu því sem þeir sögðu „djarflega" ákvörðun Seðlabankans og vonuðust til þess að hún myndi koma í veg fyrir frekari hækkanir. Dregið hefur úr fylgi ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt skoðanakönnunum í Noregi. Styðja nú 21,4% kjósenda stjórnarflokkana samkvæmt Op- inion-könnun. Þá hefur fylgi við Hægriflokkinn og Sósíalska vinstriflokkinn minnkað mjög. Verka- mannaflokkurinn er hins vegar á hraðri uppleið og styðja um 40% kjósenda hann nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.