Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNFíLAÐIÐ til að - tættu til að tóra Goðsagnablær bandarísku mótorhjólanna Harley-Davidson jaðrar við klisju. Geir Svansson komst þó að því að hún ------------------------—7———------- er ekki innantóm og að á Islandi er til fólk sem lifír sig inn í hana. H /»“ÓTOKUJÓL eru ekki 1 /I bara :eitt helsta karl- 1/ I men|§ÉIutákn aldarinnar -i- V JL heldur iíka og einkum tákn 1 vTir' fr«lsi 'óg - njipmsn gegn borgaralegum gildum. Imynd ístöðu- lausa uppreisnarmannsins á 6. og 7. áratugnum, t.d. í holdgervingu James Deans (Rebel Without a Causé), Marlon Brando (The Wild One), og Peter Fonda og Dennis Hooper í Easy Rider, er ekki full- komin án mótorhjólsins. Hjólið er andstæða fasteignarinnar og allra skuldbindinga, lykill að frelsinu en líka afsökun og ávísun á eirðarleysi. En útlaginn getur ekki setið hvaða hjól sem er. Hvort sem ofantaldir kappar hafí setið sömu gerð mótor- hjóla eða ekkí er Samt víát að í goð- sögninni og í hugum flestra er það ein tegund sem kemur upp í hugann þegar á þá er minnst: Harley-David- son, erkitákn amerískrar einstak- lingshyggju. Ern öldungur Harley-Davidson mótorhjólið er næstum jafnaldra öldinni og á 95 ára afmæli í ár. En-Dávidson-bræðurnir, William D., Wajter ög Arthur og vin- ur þeirra, William S. Harley settu saman fyrsta mótorhjólið árið 1903, í skúr í bakgarði Davidson fjölskyld- unnar í-Milwaukee. Öldunguifinn er em þrátt fyrir aldur og hefur frægðarljómi hans sjaldan verið sterkari en einmitt i dag. Hann hefur reynt ýmislegt um dagana. Uppgangur í árdaga var mestur í fyrri heimsstyrjöldinni en kreppan mikla, á fjórða áratugnum, reið honum næstum að fullu. Áf yfír eitthundrað fyrirtækjum lifðu aðeins tvö: Harley-Davidson og Indian mót- orhjólafyrirtækið. Ánnað uppgangstímabil varð í seinna stríði en Harley-Davidson framleiddi meira en 90 þúsund hjól fyrir bandamenn. Árið 1953 lagði Indian fyrirtækið upp laupana og var þá Harley-Davidson eini mótor- hjólaframleiðandinn á bandarískum markaði. Upp úr þessu varð Harley- Davidson hjólið óumdeildur konung- ur götunnar og heldur þeim titli enn. Vinsældir myndarinnar The Wild One, með Marlon Brando í hlutverki mótorhjólatöffara sem setur allt á annan endann í litlu þorpi ásamt mótórhjólagengi sínu, kom þeirri hugmynd inn hjá venjulegu fólki að mótórhjólafólk væri „útlagar“ og ill- virkjar upp til hópa. Svarti leður- jakkinn og buxurnar urðu á sama tíma ekki eingöngu tískumerki held- ur órækt tákn ákveðins lífsstíls. Pessar hugmyndir hafa loðað við síðan og hefur íslenskt mótorhjóla- fólk ekki farið varhluta af því. Átök Heljarengla og Bandíta á Norður- löndum og einkum í Danmörku hafa svert önnur mótorhjólasamtök í álf- unni og einnig hér heima. Morgunblaðið/Þorkell GUNNI í Gullsport (Gunnar Þór Jónsson) stumrar yfir goðsögninni. MOTTÓ Harley-Davidson: Tór- Ógrundaðar sögusagnir um tengls og ítök Heljarengla hérlendis koma upp annað veifið og slíkar getgátur hafa jafnvel birst í blöðum- En hvað sem meintum tengslum einstaklinga við erlend glæpasamtök líður þá eru viðlíka vangaveltur, alhæfíngar og sleggjudómar afar óréttlátir gagn- vart heiðvirðu hjólafólki lýðveldisins. Goðsagnir og staðreyndir Ekki verður fram hjá því litið að ofangreind atriði, útlegð, uppreisn, eirðarleysi og andfélagsleg hegðun, eru þættir í goðsögninni sem fylgir mótorhjólalíferni eins og skuggi og Harley-Davidson hjólinu kannski sérstaklega. En þó goðsögur séu lífseigar og geymi í sér sannleiks- korn er ekki þar með sagt að þær standist tölfræðilega skoðun í veru- leikanum. Þannig hafa kannanir í Bandaríkjunum sýnt að hinn dæmi- gerði Harley-Davidson eigandi þar í landi er rúmlega fertugur karlmaður með um 5 milljónir í árstekjur, eða ríf 400 þúsund á mánuði, og notar hjólið til tómstunda en ekki tóm- hyggjulegra uppreisna. Og er þá fok- ið í flest skjól fyrir uppreisnai’segg- inn rótlausa og Heljarengilinn ógur- lega! Sennilega verður þessi mynd ráunsannari á íslandi með hverju góðærinu. Undanfarin misseri hafa t.d. þó nokkrir nafntogaðir forstjórar stórfyrirtækja í yngri kantinum éignast Harley-Davidson mótorhjól. Liggur við að hægt sé að tala um eins konar „forstjóratísku“ í þessu sambandi. Þar sem forstjórar á Is- landi eru eflaust alþýðlegri en kollegar þeirra erlendis er eins víst að þeir tilheyri Bifhjólasamtökum Lýðveldisins og hjóli með þeim um helgar. Sem hópur skera þeir sig þó úr að því leyti að þeir keyra um á nýjum eða nýlegum árgerðum hjól- anna hérlendis en það er ekki á allra færi þar sem Harley-Davidson hjólin eru rokdýr. Á vettvang En ofangreindar upplýsingar fengnar úr bók gefa lítið til kynna um hinn raunverulega „mótorhjóla- töffara", hvað það þýðir þegar mót- orhjólið er ekki bara tómstundagam- an heldur lífsstfll. Til þess að fá nasasjón af því fór undirritaður á vettvang og ræddi við tvo íslenska Harley-Davidson eigendur sem „tóra til að tæta“ og „tæta til að tóra“ svo notuð sé heldur groddara- leg þýðing á Harley-Davidson mottóinu: „Live to ride. Ride to live.“ Gunnar Þór Jónsson, kallaðui' Gunni í Gullsport, er 32 ára gamall sérfræðingur í mótorhjólum. Mér verðm' á að spyrja hann hvenær hann hafi byrjað á dellunni og fæ fyrirsjáanlegt svar: „Þetta er ekki della, heldur lífsstfll," segir Gunni með ýktum áherslum og brosir að klisjunni sem hann var að láta út úr sér. En klisjan á samt við rök að styðjast. Að minnsta kosti í hans til- viki. Hann byrjaði að dytta að mótor- hjólum 11 ára gamall. „Pabbi gaf mér snemma hjól en til að halda aft- ur af mér var það allt í pörtum. Hann vonaðist til að ég væri enda- laust að vinna í því svo ég kæmist ekki á götuna. Það dugði ekki til því eftir tvær vikur var ég farinn að fræsa göturnar." Gunni byrjaði fyrir alvöru að vinna í hjólum árið 1989. Árið 1995 byrjaði hann svo að vinna á verk- stæðinu í Mótorhjólaversluninni Gullsporti. Hann segist hafa átt alls konar mótorhjól í gegnum tíðina og prófað allt sem hægt er að prófa í Draumleikur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Dulin ást Skortítan syngur, því hún brennur leynt af ást. Eldflugan bálar - stendur í ljósum loga - af ást sem þögnin dylur. Japönsk tantra TÁKNMYNDIR draumsins byggja á reynslu dreymandans, bæði sýni- legri og dulinni. Sýnileg reynsla er skynjun dreymandans á umhverfínu þar sem sjón, heyrn, lykt, bragð, hiti, kuldi og aðrar tilfinningar safna í sig efni úr umhverfinu í gagna- banka draumsins. Það getur verið dýr sem maðurinn hefur séð bera sig til við tilvonandi maka, sem verð- ur ígildi hans sjálfs þegar leikur við langanir og þrár til annarrar mann- eskju birtast í draumum næturinn- ar. Draumurinn dulbýr manninn í það dýragervi sem tjáir löngun hans best. Þessi leikur er fúlasta allvara og getur veitt viðkomandi sanna sýn á þær þrár sem brjótast um í hjarta hans og huga, honum til skilnings- auka á eigin sjálfi. Draumur Eitt sinn í draumi brá fyrir mynd af honum sem ég ann svo heitt. minn ekur aðeins á hann enda er hann ekki eins og hann á að sér og ég er óróleg. Bflinn er nú orðinn gul- ur og grænn að aftan. Við hlaupum öll í áttina sem við ætluðum og til skósmiðsins en þurfum að koma við annarsstaðar áður. Við komum í einskonar háskólahverfi með falleg- um húsum, breiðum stéttum gráum og rauðum og miklu rými til allra átta. í húsi er ég lent í her- bergi/skrifstofu með tveim vélum á veggnum. Önnur vélin skilaði stór- um ljósritum/ teikningum/ljósmynd- um af t.d. meltingarfærum eða hverju sem var. Stúlkurnar á undan voru mjög fegnar að fá þær úr vél- inni en úr hinni komu þrjú minni blöð skreytt með „Luster" í dropum. Á einu blaðinu myndaðist skælbros- andi andlit frú Thatcher en seinni tvær með klessum og óskýrar. Klukkan er að verða sex og við ekki búin að sækja skóna eða á kaffihús- ið, ég hugsa, jæja það verður að hafa það. Við stóðum á torginu og liorfð- um á klukkuturninn. Ráðning Eins og draumurinn blasir við 1 skýrum táknum sínum ert þú skap- andi persónuleiki (kóngablái dropa- steinninn) en allskaphörð (steinninn Upp frá þeim degi geng ég ætíð vonglöð til hvílu. Japönsk tantra Draumur „Huldu“ Undir silfurhring með einskonar höfuðmynd af manni var kóngablár dropasteinn sem var tengdur saman með þrem hárum úr höfði mínu. Steinninn hafði verið á hvirflinum á mér. Pétur Pétursson læknir tengd- ist þessu á einhvem hátt, einnig ljós- myndun sem er áhugamál mitt. Svo var ég stödd með manni mínum, Evu Maríu úr Dagsljósi og ungum listamanni (Sjón?). Við höfðum átt allan daginn saman en eyddist illa og fyrr en varir var tíminn að renna frá okkur. Við ætluðum í bæinn en allt gekk á afturfótunum, gekk erfið- lega að fmna fót og þau pössuðu ekki saman. Maðurinn minn hafði farið með skóna okkar í viðgerð og hafði þess vegna enga skó til að fara í en fann rauða skó af mér (ég átti þá ekki heldur dóttir okkar), einnig fór hann í slitna sokka af henni sem voru rauðir, gráir og bláir. Svo í grá- yrjóttan frakka sem var eins og skjört i laginu og í mynd eins og flugvél. Loks komumst við út og ég vonast til að komast á kaffihús, rek á Mynd/Kristján Kristjánsson DRAMA draumsins leikið tveim skjöldum. eftir manni mínum og er frekar fúl. Á bflastæðinu eru tvær konur í komgulum frökkum að spjalla sam- an. Maðurinn minn kemur með lít- inn bíl sem er svartur að utan en rauður að innan og segir okkar bil- aðan, ég verð hissa að hann hafi stolið þessum. Við leggjum af stað og dóttir okkar er með. Við reynum að komast út af stæðinu en það er svo mikil umferð enda klukkan orðin fimm. Við bíðum óþreyjufull og loks gefst tækifæri en þá snýr hann skyndilega við og keyrir niður bfla- stæðið í átt að næstu gatnamótum, þar stendur lögreglubíll. Maðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.