Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 29 „Hrdii mun vel fyrir sjá“ VEFFÖNG ÞETTA ÁR hefur verið mikið bolta- ár og líklega eru margir dasaðir eft- ir heimsmeistarakeppnina í knatt- spymu í Frakklandi. Skammt er í að deildarkeppnin á Englandi hefjist, en íslenskir aðdáendur ensku knatt- spymunnar skipta þúsundum. Öll liðin í efstu deildinni í Englandi hafa komið sér upp heimasíðum eða þá að aðdáendur hafi sett upp slíkar síður eðajafnvel umfangsmikla vefi. Is- lenskir aðdáendur hafa einnig komið sér upp síðum, en heldur em þær fá- tæklegri og margar allgamlar. •Heimasíða Arsenal er á slóðinni http://www.arsenal.co.uk/, en svo eru síðurnar taldar: Aston Villa httpv7www.gbar.dtu.dk/~c937079/A VFC/index.html, Blackbum Rovers http://www.yorks- hire-web.co.uk/bfc/BFC.HTML, Charlton Athletic http://www.charlton-athletic.co.uk/, Chelsea http://www.chelseafc.co.uk, Coventry City http://www.ccfc.co.uk/, Derby County http://www.dcfc.co.uk/, Everton http://195.44.47.16/, Leeds United http://www.lufc.co.uk/, Leicester City http://www.lcfc.co.uk/, http://anfi- eld.merseyworld.com/, Manchester United http://www.sky.co.uk/manu/, Middlesbrough http://mem- bers.xoom.com/theboro/, Newcastle United httpy/www.newcastle-utd.co.uk/nufc/, Nottingham Forest http://www.nott- inghamforest.co.uk/, Sheffield Wed- nesday http://www.swfc.co.uk/, Southampton http://www.soton.ac.uk/~saints/, Tottenham Hotspur http://www.spurs.co.uk/, West Ham United http://www.whufc.co.uk/ og Wimbledon http://www.geocities.com/Colosse- um/Loge/2092/. •Albert Gunnlaugsson heldur upp á Everton eins og sjá má á heimasíðu Evertonklúbbsins á íslandi; httpy/www.est.is'—albert/everton.ht ml. Þar beinir hann fréttaþyrstum beint yfir til Evertonsíðu ytra. •Arsenal-vinir eiga líka sínar síður, þar á meðal síðu sem Sævar Helga- son setti upp fyrir Arsenal-klúbbinn á Islandi. Ekki hefur reyndar mikið gerst á þeim bæ frá því síðasta keppnistímabil hófst en á slóðinni, http://www.est.is/~gunner/, er sitt- hvað að finna. •Vinsælasta knattspyrnulið heims er víst Manchester Únited. Það á sér einnig aðdááendur hér á landi, þar á meðal Rúnar Hauk Ingimars- son, sem byrjaði á heimasíðu helg- aðri liðinu á síðasta ári. Á slóðinni http://artemis.centrum.is/—runar- hi/frame_mu.htm má sjá að síðan er enn rétt tilbúin undir tréverk og óljóst hvort lokið verði við verkið á þessu ári. •Liverpool á sér fjölmarga aðdá- endur hér á landi eins og góð heima- síða Liverpool aðdáendaklúbbsins ber vitni um. Þar er að finna gríðar- legt magn upplýsinga, en stjómandi hennar, Jón Geir Sigurbjörnsson, hefur aftur á móti ekki bætt neinu á síðuna síðan 1996. MAGNÚS Bjömsson heldur úti vef- síðunni Gleðitíðindunum á slóðinni http://www.exodus.com/ og fékk Son- verðlaunin fyrir skemmstu fyrir vef- inn, útlit hans og innihald. Hann seg- ir að vefurinn hafi verið um tvö ár í smíðum og fyrst farið á netið í apríl árið 1995. Magnús segist hafa góðan tíma til að vinna að honum og lag- færa, „ég er 72 ára, þá hefur maður tíma“, segir hann. Gleðitíðindin eru trúarlegur vef- ur en Magnús segir að þegar hann hafi fyrst tengst netinu hafi honum fundist sem skýr skilaboð kæmu til hans um þetta verk og þann mögu- leika sem þar væri falinn „til að ná til margra með orð Ritningarinnar og nota hið ritaða orð Drottins eins og það er í Biblíunni sjálfri og láta orðið skýra sig sem mest án íhlutunar og útskýringa kennimanna. Það var bara einn hængur á þessu, ég kunni ekkert í vefsíðugerð. Ég sá auglýst námskeið í vefsíðugerð og fékk þar fyrstu kynni af tækninni. En leið- beinandinn hafði fljótlega orð á því eftir að hann kynntist námshæfni minni að árangurs væri varla að vænta. Það fór líka svo að árangur- inn lét á sér standa. Svo ég fór að leita aðstoðar ann- aiTa manna ef þeir vildu hjálpa mér af stað. Ég fann velvdjaða menn sem gjarna vildu hjálpa mér með þetta ákveðna verk þ.e. Gleðitíðindin en þeir bara forfölluðust, einn veiktist, annar varð að fá frí frá vinnu og taka að sér heimilið og börnin þar sem konan hans varð að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar hér var komið minntist ég þess að þegar ég íyrst var tengdur netinu voru hjá mér tveir ungir menn til að aðstoða mig að rétt væri tengt. Svo þegar samband var komið á var fyrst leitað að kristilegu efni. Það kom þægilega á óvart hve mikið var af kristilegu efni á netinu, þó var þar á þeim tíma ekkert af kristileg- um toga á íslensku. Fyrsta síðan sem opnuð var heitir „Bethany" og þar var boðið upp á orð dagsins. Og svo vildi til að bent var nákvæmlega á sömu ritninga- staði og ég hafði verið að lesa fyrir þessa vini mína. Ég tók því ekki sem tilviljun. Nú skildi ég að mér var ætl- að að vinna það verk sem nú er orðið að veruleika. Ég bað Guð að fyrir- gefa mér að ég skyldi ekki snúa mér strax í bæn til hans og fela honum alla mína vegu í þessu sem öðru því hann mun vel fyrir sjá samkvæmt hans fyrirheiti. Þannig byrjaði þessi vefsíðugerð mín og mun halda áfram í skjóli vængja hans. Ég var kominn á rétt „námskeið" og mér var gefinn skilningur sem ekki var til staðar hjá mér áður,“ segir Magnús og bætfr við að Biblían sé trúlega fyrst bóka sem sett sé fram þannig að hún sé, vegna kaflaskipta sem var gerð af Stephen Langton árið 1228 og versa- skipta gert af Robert Stephanus árið 1560, raunverulega í tölvutæku formi. Magnús segist vinna vef sinn á FrontPage sem hafi auðveldað hon- um verulega alla vinnu til vefsíðu- gerðar. í dag notar hann FrontPage 98. Eins og gefur að skilja er ekki mikið upp úr því að hafa að reka vef- síðu einn síns liðs, í það minnsta auðgast menn ekki af veraldlegum auði. Magnús svarar því til að ver- aldlegur auður hafi skammtímagengi og sé raunverulega skammtímasjón- armið, „en gengi andlegs auðs er ei- líft og sá auður varir að eilífu. Ég hef uppörvast af því hve margir koma við á vef Gleðitíðindanna og hve margir íslendingar sem dvelja og eða eru búsettir erlendis koma við á vef Gleðitíðindanna.“ Magnús segist leggja áherslu á að vera sífellt að uppfæra vefinn og koma með eitthvað nýtt með stuttu millibili. „Ég hef verið með tilbúið nýtt útlit fyrir Gleðitíðindin. En nú þegar vefurinn fékk SonAward við- urkenninguna, fór ég í bið með breytinguna en er að vinna betur að henni. Viðurkenningin setur mig í þá stöðu að ég þarf að vanda vel til og standa mig með Guðs hjálp. Og hann mun vel fyrir sjá.“ Afkasta- met IBM Á HEIMASLÓÐ IBM, http://www.s390.ibm.com/stor ies/1998/1000mips_pr.html, má lesa að nýjar stórtölvur fyi’irtækisins slái öll afkasta- met með nýrri gerð örgjörva. Tölvur með nýja örgjörvan- um, sem ber heitið S/390 G5, skilar 1.040 MIPS með Parall- el Syssplex uppsetningu, en MIPS stendur fyrfr milljón aðgerðir á sekúndu. G5-tölv- urnar eru svar IBM við harðnandi samkeppni á stór- tölvumarkaði og með henni segjast IBM-menn hafa náð að minnsta kosti árs forskoti á helstu keppinauta sína. Þær koma í stað G4-gerða IBM S/390 tölva, en afköst í þeim voini um 440 MIPS. Örgjörvinn í tölvunni bygg- ist á CMOS-tækni og er 500 MHz CISC með yfir 25 millj- ón smárum. Minnisband- breidd kerfisins er 16 GB á sekúndu og L2 biðminni er 8 MB í flögum með 60 milljón smárum, en þessi minnishög- un skiptir miklu máli í hraða tölvunnar að því er segir í fréttatilkynningu IBM. Svindl og svínarí MEÐAL HELSTU kosta Netsins er hversu það auð- veldar samskipti manna á milli sem er einn helsti galli þess um leið. Flestir sem hafa verið á Netinu einhvern tíma kannast við ruslpóst þar sem reynt er að véla þá til að taka þátt í söfnunum, keðjubréfum og stofnun fyrirtækja eða gefínn kostur á að fá „ókeypis" gjafír, svo fátt eitt sé talið. Bréfasending- ar af þessu tagi kosta viðtakanda fyrirhöfn og fé, enda þarf hann að sækja póstinn og borga fyrir tengitímann, en þeir eru líka fjölmargir sem ganga í vatnið og tapa fé. Bandaríska viðskiptaráðuneytið, FTC, hefur sent frá sér lista yfir tólf helstu brellur sem óprúttnir grípa til á Netinu. Islenskir netnotendur hafa sjálf- sagt margir fengið slikan póst, ekki síst ef þeir hafa keypt eitthvað á Netinu eða skrá sig á póstlista þó margt á honum eigi ekki við hér. Listann má finna á slóðinni http://www.ftc.gov/opa/9807/dozen.htm en helstu atriði á honum eru sem hér segir: Viðskiptabrellur Margar brellurnar byggjast á því að viðtakanda er boðið að leggja Iítilræði í fyrirtæki og fá mikið fyrir. Fé fyrir tölvupóst Viðtakanda býðst að kaupa net- fangalista og viðeigandi hugbúnað sem auðveldi honum að féfletta aðra. Flestir slíkir netfangalistar eru úreltir og gallaðir, aukinheldur sem Qöldapóst- sendingar eru almennt bannaðar. Keðjubréf Með reglulegu millibili ganga keðjubréf þar sem fólki er boðið að senda fé eftir lista og fá margfalt til baka. Slik fjárplógsstarfsemi er ólögleg hvort sem er í Net- eða mannheimum. Heimavinna I tölvupósti berst viðkomandi kostaboð um arðbæra heimavinnu, gegn skráningargjaldi eða kaupum á því sem til þarf. Engin dæmi eru um að slík heimavinna gefi nokkuð af sér. Heilsubrellur í tölvupósti berast upplýsingar um ný undralyf sem ýmist byggjast á nýjum uppgötvunum eða ævagömlum sannleik. Líkt og tíðkast almennt í þjóðfélaginu vitna menn um undraverða lækn- ingu/megrun og „frægir“ vfsindamenn staðfesta uppgötvunina. Fundið fé Viðtakanda gefst „einstakur kostur“ á að taka þátt í „löglegum" viðskiptum sem gefa tugmillj- ónir í aðra hönd. Fólk er sífellt að falla fyrir slíku á Netinu og utan þess, en ef það væri eins auðvelt og menn vilja vera láta væri ekki þverfótað fyrir millj- arðamæringum. Ókeypis gjafir Iðulega er fólki boðið að þiggja ókeypis gjafir, til að mynda tölvur eða langlínusíma- kort fyrir smávægilegt skráningargjald. Þegar á reynir þarf að gera ýmsar hundakúnstir til að fá gjöfina, eins og borga meira eða smala fleiri fórnar- lömbum í rúningu. Frumlegar fjárfestingar Sá sem sendir bréfið, gjarn- an „virtur“ ráðgjafi eða verðbréfarefur býðst til að margfalda fé í löglegum fjárfestingum. Algengt er að þeir sendi falsaðar eða villandi upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki til að villa um fyrir fórnar- lambinu. Lán og greiðslukort Oftsinnis berast tilboð um að út- vega viðkomandi greiðslukort án tryggingar eða lán án veðskuldbindinga. Vanskilalistahreinsun Algengt er að fyrirtæki bjóð- ist til að koma viðkomandi út af vanskilalistum gegn greiðslu, sem er í raun ógerningur. Verðlaunaferðir á spottprís Verðlaunaferðirnar, sem gjarnan eru sagðar verðlaun fyrir eitt eða annað og kallaðar „lúxusferðir“ eru í raun ódýrar ferðir og spottprísinn oftar en ekki hærra verð en á almenn- um markaði. Rannsakaðu hvarf þeirra Mulders og Scully FBI -fulltrúarnir, Mulder og Scully, hverfa á dularfullan hátt við rannsóknarstörf. Þér er falið að komast til botns í málinu en áður en þú veist af ertu dreginn inn í óhugnarlega atburðarrás. Stórleikur á 7 geisladiskum. Hér ert þú í aðalhlutverki ásamt leikurum þáttanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.