Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 43 i i i i i 1 í i i : i \ 4 l i í \ Í Í 4 i 4 i Í í + Sigurbjörg Sig- urjónsdóttir fæddist á Sandi í Aðaldal 19. febrúar 1904. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík fóstudag- inn 14. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Siguijón Friðjóns- son bóndi og skáld á Sandi, síðar á Litlu- laugum í Reykjadal, Suður-Þingeyjar- sýslu, f. 22. septem- ber 1867, d. 26. maí 1950, Jónssonar bónda á Sandi í Aðaldal og Sigurbjargar Guð- mundsdóttur konu hans, og Kristín Jónsdóttir, f. 22. októ- ber 1867, d. 27. október 1928, Ólafssonar bónda á Rifkelsstöð- um í Eyjafirði og konu hans Halldóru Ásmundsdóttur. Með- al systkina Sigurjóns var Guð- mundur bóndi og skáld á Sandi en systur Kristínar voru Ásrún húsfreyja á Einarsstöðum í Hugljúfar bernskuminningar koma upp í hugann nú, þegar ég frétti lát Sigurbjargar fóðursystur minnar. Hjá henni og afa mínum, Sigurjóni Friðjónssyni, bónda og skáídi á Litlu-Laugum, dvaldi ég margar hlýjar sumarvikur 6-9 ára gömul. Þar var einnig „frænka", Hólmfríður Friðjónsdóttir, afasystir mín. Þeirra allra er mér nú Ijúft að minnast. Hjá þeim dvöldu fleiri frændsystkini, um íengri eða skemmri tíma, og er mér þar efst í huga Ingunn systir mín, sem naut umhyggju þeirra í nær tvö ár frá fimm ára aldri. Ennfremur Nonni, Sigurjón Bragason, auga- steinn Sigurbjargar, sonur yngsta bróður hennar. Hann dvaldi á Litlu- Laugum í mörg sumur. Sigurbjörg var smávaxin og nyög fínbyggð kona. Hún ólst upp í hópi tíu dugmikilla systkina og fóstur- bróður, sem smám saman leituðu sér menntunar og starfa og hurfu frá æskuheimilinu. Sjálf stundaði hún nám við Alþýðuskólann á Laugum, enda voru þar hæg heimatöldn, en Laugaskóli var byggður í landi Litlu- Lauga og elsti bróðir Sigurbjargar, Arnór, var skólastjóri. Þótt Sigur- björg væri góðum námsgáfum gædd fékk hún ekki tækifæri til frekara náms, en hún hafði ætíð mikla útþrá og til Englands komst hún og dvaldi á góðum menningarheimilum. Þar vann hún fyrir sér og lærði einnig sína góðu ensku og kynntist enskri menningu. Las hún því gjaman ensk- ar úrvals skáldsögur jafnframt ís- lenskum sögum og Ijóðum, en ljóðum föður síns unni hún mest. Móðir hennar, Kristín Jónsdóttir, dó úr berklum árið 1928 og frá þeim tíma sá Sigurbjörg að mestu um heimili fóður síns og síðar Dags bróð- ur síns. Litlu-Laugar voru því heimili Sigurbjargar og starfsvettvangur um langa ævi. Einföld húsgögn, smíðuð af þing- eyskum hagleiksmönnum, ofin og saumuð teppi, dúkar og sessur úr ís- lensku bandi, sumu jurtalituðu, prýddu heimilið. Auk þess ljós og létt gluggatjöld ofin úr hör eða baðmull, falleg blóm í gluggum og stóra mynd- in af Ingunni systur hennar sem dó úr berklum 1931. Allt þetta sé ég nú glöggt fyrir mér. Ilmur af garða- brúðu og hvönn minna mig hins veg- ar á garðinn hennar Sigurbjargar, en hún hafði ætíð mikla ánægju af fal- legum gróðri. Gaman þótti henni að ganga upp á gróna heiðina fyrir ofan bæinn, tína ber eða fara til grasa. Reykjadalurinn er hlýlegur, umluk- inn ávölum heiðum, en í fjarska sér í blá og hvít Kinnarfjöllin. En það var einmitt fjarskinn sem alltaf heillaði Sigurbjörgu. Hún hafði sterka útþrá, hún þráði ævintýri. Englandsdvölin í æsku var henni jafnan hugleikin og þaðan hafði hún frá mörgu að segja. Allmörg ár var hún bundin yfir sjúk- um föður og bróður, en á seinni árum naut hún þess að ferðast um landið Iteykjadal og Krist- jana húsfreyja á Stórulaugum í sömu sveit. Sigurbjörg var sjötta í röðinni af börnum Sigurjóns og Kristínar sem upp komust. Eldri voru Arnór, f. 1. maí 1893, skólastjóri Alþýðu- skólans á Laugum, síðar starfsmaður Hagstofu Islands, kvæntur Helgu Krist- jánsdóttur, Unnur, f. 13. júlí 1896, hús- freyja á Laugabóli í Reykjadal, gift Tryggva Sigtryggssyni, Askell, f. 13. mars 1898, bóndi á Laugafelli í Reykjadal, kvæntur Dagbjörtu Gísladóttur, Dagur, f. 22. apríl 1900, skólastjóri barna- skólans á Litlulaugum, Fríður, f. 13. janúar 1902, ljósmóðir, síðast á Sólvangi í Hafnarfirði, en yngri Halldóra, f. 26. júní 1905, skóla- stjóri Húsmæðraskólans á Laug- um, Ingunn, f. 24. nóvember okkar og til annarra landa. Síðustu árin dvaldi Sigurbjörg í „Hvammi", dvalarheimili aldraðra á Húsavík, og á sjúki'ahúsinu. Þar fékk hún góða umönnun en hugurinn dvaldi löngum heima á Litlu-Laugum. í vor kaus ég að verja afmælisdegi minum til að heimsækja Sigurbjörgu. Það var síðasta samvera okkar. Hún þekkti mig og gladdist komu minni, en samræður voru slitróttar. Henni varð þá litið út um gluggann og sagði: „Sjáðu hvað Kinnarfjöllin eru falleg núna.“ Hafdu þökk fyrir þessar shrndir, þessa fomu kynnisdaga. Hjartanlega í hlustum mínum hljómar ný hin gamla saga. Rís af fölskva fomi varminn fylgir þér á grafarbarminn. (Sigurjón Friðjónsson.) Blessuð sé minning Sigurbjargar frænku minnar. Sólveig Amórsdóttir. Ókunnug, sérkennileg lykt sem berst um dyr á stigapallinum. Ég er þriggja ára með pabba og mömmu í sumarleyfi, að kaupa mjólk og egg hjá Sigurbjörgu. Fimm ára er komin til sumardvalar, svo og næstu sex sumrin þar á eftir. Heimilislífið í Litlu-Laugabænum var um margt sérstakt. Bæinn byggði Sigurjón, faðir Sigurbjargar. Þrjár burstir, fjós í þeirri nyrstu og hlaða í hálfri miðburstinni og innangengt á milli - þaðan kom lyktin sem vekur upp mína fyrstu endurminningu. Sigurbjörg bjó þar ásamt Degi bróður sínum. Bæði voru uppalin í bænum og bjuggu þar mestaUt sitt líf. Dagur hafði stundað kennslu í Öxarfirði á yngri árum og Sigurbjörg dvalist sem ung kona í Bretlandi um skeið. En þeirra lífsstarf beggja var á Litlu-Laugum. Búskapur var alltaf fremur lítill hjá þeim systkinum, enda Dagur skólastjóri barnaskólans, sem lengi framan af var uppi á lofti á Litlu- Laugabænum. Sigm-björg sá framanaf um mötuneyti barnaskólans og kennslu í hannyrðum, en var ráðskona bróður síns seinni ái'in og hélt öllu fínu og hreinu á Litlu-Laugum. Kýrnar voru oftast nær tvær, alltaf Kolla og Branda - ef sú þriðja bættist í hópinn var það Litla-Branda eða þá Litla- Kolla. Á kvöldin mjólkaði ég Bröndu, mér var yfirleitt hlíft við því að vakna á morgnana til mjalta. Kindur voru fáar, einhverjir tugir þó fyrstu árin mín á Litlu-Laugum. Þær voru aldrei eins nánar og kýmar, enda komnar með sín lömb uppí heiði í júníbyrjun þegar ég birtist - samskiptin vora aðeins þegar tekið var af. Því meiri var nálægðin við hænumar, marglitar íslenskar í fyrstu þar til Sigurbjörg áttaði sig á betri varpeiginleikum ítalanna - var líka orðin leið á að leita að eggjum 1906, sem lést úr berklum full- tíða, Ásrún, f. 16. júlí 1908, hjúkrunarkona á Hvítabandinu í Reykjavík, og Bragi, f. 9. nóv- ember 1910, alþingismaður og bankaútibússtjóri á Akureyri, kvæntur Helgu Jónsdóttur. Fóstursonur Sigurjóns og Krist- ínar var Gísli T. Guðmundsson, f. 22. mars 1915, póstmaður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Bjömsdóttur. ÖIl systkini Sig- urbjargar nema Fríður eru nú látin. Sigurbjörg gekk í Alþýðu- skólann og Húsmæðraskólann á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hún fór nokkmm sinnum til Englands og dvaldist þar við nám og störf. Eftir lát móður sinnar annaðist Sigurbjörg lengi heimili föður síns og síðan bjó hún á Litlulaugum með Degi, bróður sínum, og sá m.a. um mötuneyti Litlulaugaskóla. Um eitt skeið kenndi hún ensku við Alþýðuskólann og vann að þýðingum. Sigurbjörg tók þátt í starfi áhugamannaleikhóps í Reykjadal og lék í sýningum hans. Utför Sigurbjargar verður gerð frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. hringinn í kring um baðstofuna sem stóð á bak við bæinn, Ijósbaðstofa með torfþaki sem enn stendur. Hanar vora alltaf margir, því þeir vora svo fallegir - bláir, grænir, gulir og svartir. Kepptust um að gala í morgunsárið svo ekki var nokkur leið að sofa. Alltaf lágu einhverjar hænur á inni í fjósi í fremstu jötunum, svo ungar vora í hópnum á hverju sumri. Dagur eignaðist aldrei dráttarvél, sló allt með orfi og Ijá - vélvæðingin var í formi góðra nágranna eins og Garðars í Lautum og frænda á næstu bæjum sem hlupu undir bagga í heyskapnum þegar reið á. Við Sigurbjörg höfðum það hluverk að snúa í flekknum, hún kenndi mér handtökin, að ganga samsíða, dálítið á skjön, að múga, saxa í föng, búa til dríli og sátur, að lokum fúlgur. í minningunni er alltaf gott veður á Litlu-Laugum, nema þau fáu skipti sem keppst var við að taka saman áður en kæmi ofaní, Dagur með áhyggjuhrakkur á enninu, Sigurbjörg með blaktandi hvíta svuntuna við þungbúinn himininn. Meðan Þröstur gamli vai' á lífi hafði hann það hlutverk að reiða heim hey, bundnir voru baggar og settir á klyfberann á Þresti. Dagur kenndi mér handtökin á heimatúninu - það sem fjær var sá vélvæðingin um enda hesturinn bara einn og ekki afkastamikill. Mataræðið á Litlu-Laugum var mjög ólíkt því sem ég átti að venjast úr danskri arfleifð ömmu minnar í Vesturbæ Reykjavíkur. Eldhúsið á Litlu-Laugum var niðri í kjallara, stórt og bjart, tveir gluggar til vesturs þar sem vegurinn lá um hlaðið, og stór gluggi til suðurs. Dagur sat á bekknum við vegginn milli vesturglugganna, Heyskapur eftir Gunnlaug Scheving fyrir ofan. Sigurbjörg við borðsendann, með sinn disk og silfurskeið. Hræringur, súrt slátrur, blandbrauð úr heimatilbúnu kartöflugeri, soðbrauð, flatbrauð, dökk rabbarbarasulta og kleinur, allt heimatilbúið af Sigurbjörgu og af henni lærði ég handtökin. Nokkram sinnum á sumri vora piparkökur með kaffinu. Piparkökur skiptust í tvo flokka, frá fyrri jólum og fi-á síðustu jólunum. Við fengum aldrei piparkökur frá síðustu jólum, þær voru bara fyrir gesti. Fyn-a árs piparkökur voru yfirleitt famar að linast en það kom ekki að sök, þær voru borðaðar með bestu lyst. Farið var reglulega í kaupfélagið hinum megin í dalnum. Þá fór Sigurbjörg í betri kápuna, þá grænu, og setti á sig mjög rauðan varalit. Við gengum um hlaðið á Hólum og Lautum og litum stöku sinnum við hjá gömlu systranum á Hólum, þær bjuggu í nýja húsinu. Annars var almennt lítið keypt í kaupfélaginu, búðingsduft, prisnessu makkarónur í bláum pakka og tómatsósa vora aðalatriðin, svo og kaffibaunir, óbrenndar, því SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Sigurbjörg brenndi þær sjálf í bakaraofninum og hafði leyfi til að rhala í kvörninni í Kvennaskólanum. Fiskurinn var yfirleitt alltaf siginn. Hann kom í strigapoka frá Húsavík, Eyvindur í Laugafelli tók hann með af brúsapallinum og setti á tröppumar á Litlu-Laugum. Þaðan var fiskurinn tekinn og hengdur upp á símastaurinn fyrir framan útidyrnar, vegurinn á milli. Fiskiflugusvermur fyrstu dagana. Skolaður í bæjarlæknum, og skorinn í pottinn. Það tók mörg sumur að sættast við signa fiskinn, þótt það gerðist að lokum. Þegar kýmar bára fengum við ábrysti, alltaf könnuábrystii' og fyrstu dagana var mjólkin skilin í skilvindunni inni í búri, búið til skyr og strokkað smjör í bullustrokki sem Dagur hafði haft með sér úr Öxarfirðinum. Búrið var stórt og dimmt, í hominu var súrtunna næstum jafnstór Sigurbjörgu. Þar ofaní flutu sláturkeppir og stöku kjötbitar. Sigurbjörg vó salt á brúninni þegar sækja þurfti í tunnuna og ég var alltaf hrædd um að hún dytti ofaní. Mér þótti verra þegar ég sem unglingur kom eitt sinn til Sigurbjargar og sá að hún var búin að saga ofan af tunnunni. Nútíminn hafði haldið innreið sína í búrið, frystikista komin í eitt hornið og súrinn ekki eins góður í hitanum frá henni. Um helgar var alltaf betri matur á borðum. Þá var Sigurbjörg við matseld dijúgan hluta sunnudagsmorgunsins, með gleraugun á nefinu og Helgu Sigurðar sér til fulltingis. Oft var kálfskjöt. Ég átti erfitt með kálfskjötið, enda þótt þau systkinin hefðu fyrir því að skiptast á kálfum við Unni systur sína á Laugabóli. Fannst þetta aUtaf vera minn kálfur á diskinum. Inn af eldhúsinu var þvottahúsið, þar var stór þvottapottur sem kyntur var með kolum eða kurli, baðkar á fótum og þar til hliðar mélpokar á trépalli. Léreftið í þeim var notað í hversdagshandklæðin, keypt handklæði vora bara fyrir gesti. Sama gUti um klósettpappírinn, hann var bara fyrir gesti og ekki gott að vera staðin að því að nota hann. Ananasdós með rifrildum af Degi var ætluð okkur heimafólkinu. Á þessum áram var ekki búið að leggja kalt vatn í Litlu-Laugabæinn, bara heitt vatn í krönum. Kalt vatn var sótt í fötum í bæjarlækinn og stóðu föturnar í röðum á búrgólfinu. Sigurbjörg sá um að ég færi í fótabað á hverju kvöldi, enda oftast ekki vanþörf á. Settíst ég þá á trékassa í hominu inni á klósetti og Sigurbjörg kom með blikkfötu með heitu vatni. Alltaf of heitt. Sigurbjörg var nísk á kalda vatnið og það kostaði þónokkrar fortölur í hvert skipti að fá meira kalt útí. Flóuð mjólk áður en farið var í rúmið. Ég svaf aUtaf inni hjá Sigurbjörgu enda þótt ekki vantaði herbergin á bænum. Þar inni vora tvö rúm, stóUinn hennar Hólmfríðar frænku og borð með kremunum hennar Sigurbjargar. Ponds var í uppáhaldi, enda breskt. Sigurbjörg átti einnig herbergið innaf stofunni, þar geymdi hún gersemar sem ekki mátti nálgast nema undir ströngu eftirliti. Þar voru Ijósmyndir af ættingjum, ættingjum sem ég kynntist sjálf í gegnum árin eða af frásögnum Sigurbjargar. Þetta var hálfpartinn orðin mín ætt líka undir lokin, svo vel sem mér fannst ég þekkja allt þetta fólk. Þarna voru fínir vasar og styttur og fjöldi bóka. Sigurbjörg hafði gaman af fallegum hlutum og var næm á fegurð þeirra. Gilti þar einu tilbúið verðgUdi hlutanna. Þannig var það þegar ég braut vaskinn á klósettinu við steinaþvott. Ég var skömmuð, en ekki eins mikið og kannski efni stóðu til því að fallega steina þurfti að þvo, á því var skilningur og steinar eru líka fallegastir blautir -. Mér var bent á að fara í bæjarlækinn næst. Sigurbjörg var alin upp í þeim dyggðum sem nú þekkjast vart lengur, nýtni og sparsemi. Þegar keypt var skyr og smjör var pappírinn utanaf þveginn og hengdur til þerris uppá snúra. Nokkrar fortölur þurfti tU að fá gylltan smjörpappír tU að búa til kórónur. Bú átti ég í gömlu fjárhústóttinni fyrir ofan bæinn - það verður að segjast eins og er að það var töluvert erfitt að auka við búslóðina á kostnað Sigurbjargar. Ég þóttist heldur betur góð þegar mér tókst að herja út hvíta emaleraða kaffikönnu með gylltum röndum sem stóð inní þvottahúsi með brenndan botninn ásamt fleiram sem eins var ástatt fyrir. Grasafjall var fastur liður á hverju sumri og lærði ég að tína og borða grös hjá Sigurbjörgu, grasamjólk og grasaysting, áratugum áður en þau fóra að sjást í heUsubúðum í Reykjavík. Við Sigurbjörg fórum síðast saman á grasafjall lUdega fyrir fimm áram, hún þá að verða níræð. Þá ferð fór hún meira af viija en getu, enda viljinn sterkur og grösin vantaði. Sigurbjörg ferðaðist mikið um ævina, og fór þær ferðir sem hún ætlaði sér, án tUlits hvað öðram kynni að finnast. Um tvítugt dvaldi hún um skeið í Englandi. Það var uppúr 1920 og bifreiðar farnai’ að sjást hjá beturmegandi fólki. Sigurbjörg dvaldi hjá hjónum fyrir sunnan London sem áttu bU og fór með húsfreyju í ökuferðir á sunnudögum. Árið 1991 bjó ég um skeið í Bretlandi. Sigurbjörg kom í heimsókn og dvaldi hjá mér um þriggja vikna skeið um vorið, tíl að upplifa aftur enska vorið og blómadýrðina. Hún bannaði mér þá alfarið að minnast á þessa dvöl hennar um 1920, - því þá myndi fólk átta sig á því hvað hún væri orðin gömul. Á tímabUi fór hún í utanlandsferðir á hveiju sumri, aUtaf í hópferðum, og kom þá stundum tU Bretlands þar sem hún átti góða kunningja. Innanlands ferðaðist hún einnig mikið. Einu sinni var hún í hópi sem systir mín var með í Kverkfjöllum. Gekk hún um allt á bomsunum einum saman, og tók ekki mark á viðvörunum um að erfitt gæti reynst að fóta sig á slíkum búnaði. Hún fór þá ferð áfallalaust eins og aðrar ferðir. Þegar ég horfi tíl baka er mér mUdð þakklætí í huga, þakklætí fyrir að hafa kynnst Sigurbjörgu og þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér. Trúlega era áhrif hennar og áranna á Litlu-Laugum á mig mun meiri en hana nokkum tímann granaði, áhrif sem án efa era að skUa sér tU minna bama. Far þú í friði, elsku Sigurbjörg mín, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Sérfræðingar í blómaskrevtingum við (»11 tækifæri i blómaverkstæði n IISlNNA I Skólavörðiistíg 12. á horni Bergstaöastradis. sími 551 9090 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGAR í SÍMUM 562 7575 & 5050 925 HOTEL lOFTLEIÐIRL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.