Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÓRT stykki brotnar úr jöklinum og fer í ána. Morgunblaðið/Jóhann TALSVERÐ umbrot hafa verið í Kverkjökli í sumar og nýver- ið hrundi stórt stykki úr jökl- inum fyrir ofan íshellinn sem áin Volga rennur undan. Jóhann Óli Hilmarsson var á staðnum þegar hrunið átti sér stað og náði að festa atburðinn á filmu. Jóhann segir mikla dynki hafa verið í jöklinum áð- ur en stykkið losnaði úr hon- um og miklar drunur þegar það hrundi. Jóhann gerði sér ferð í Kverkfjöll til að líta á jökulinn vegna umbrotanna sem hafa verið þar í sumar og stafa af því að jökullinn er að fara skríða fram, að því er talið er. Kristín Berglind Valdimars- dóttir, skálavörður í Kverk- fjöllum, segir skálaverði vara fólk við jöklinum og að fara inn í íshellinn, hættan á hruni sé mikil. Áin Volga, sem er ein af fyrstu kvíslum Jökulsár á Fjöllum, rennur undan jöklin- um. Hún er einnig miklu stærri en í fyrra og hljóp áin í byrjun júlí. Þá fór göngubrúin yfir hana og segir Berglind að fljótlega hafi önnur brú verið sett yfir, en hún entist ekki lengi og nú hefur verið Iagt 15 metra ármastur yfir ána og er það notað sem göngubrú. Áin Skólpa, sem liggur austan Volgu, hefur minnkað mikið í sumar og segir Berglind jarð- fræðinga telja að farvegir ánna tveggja hafi runnið sam- an vegna umbrotanna. RÉTT fyrir hrunið. GLÖGGT má sjá hvernig útlit jökulsins breytist á þeim örfáu sekúnd- um sem atburðurinn stendur yfir. Umbrot í Kverkjökli Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags fslands Heilsufarsupplýsmgar geymd- ar með samþykki nefnda A RANNSOKNARSTOFU í sam- einda- og frumulíffræði hjá Krabbameinsfélagi íslands liggja heilsufarsupplýsingar með sam- þykki tölvunefndar og siðanefnda sjúkrahúsanna að sögn Helgu Ög- mundsdóttur, forstöðumanns rannsóknarstofunnar. Hún segir því rangt hjá Kára Stefánssyni að ummæli hennar í Morgunblaðinu á fimmtudag fyrir viku séu byggð á misskilningi, en þá sagði hún að þær heilsufars- upplýsingar sem rannsóknarstof- an ráði yfir komi ekki til með að fara í miðlægan gagnagrunn. Haft er eftir Kára Stefánssyni í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag að rannsóknarstofan sem Helga veiti forstöðu eigi ekki að geyma neinar heilsufarsupplýsingar og ef hún hafi þær sé hún að brjóta lög. „Hér liggja ákveðnar heilsu- farsupplýsingar um fólk, gagna- safnið okkar er lítið og er að veru- legu leyti aðfengið, þ.e. við höfum ekki aflað upplýsinganna sjálf og mér þar af leiðandi ekki frjálst að láta þær af hendi til þriðja aðila. Að svo miklu leyti sem ég hef afl- að upplýsinganna sjálf í persónu- legum samskiptum við fólk þá eru þær upplýsingarnar veittar í ákveðnum afmörkuðum tilgangi og þær upplýsingar er mér ekki heldur frjálst að láta af hendi í öðrum tilgangi. Við höfum sam- þykki tölvunefndar og siðanefnda sjúkrahúsanna fyrir þeirri starf- semi sem hér fer fram,“ sagði Helga Ögmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Mannfræðirannsóknir á krossgötum Mannslfkaminn afurð félagslegr- ar starfsemi Dr« Gísli Pálsson GÍSLI Pálsson, nýr forstöðumaður Mannfræðistofnun- ar frá 1. ágúst síðastliðnum, er þátttakandi í nýju rann- sóknarverkefni evrópskra mannfræðinga þar sem þeir hyggjast fylgjast með deil- um í Evópu um ný skilyrði í erfðarannsóknum og mark- aðssetningu líffæra og lík- amshluta. - Hvemig er manníræði- hugtakið skilgremt í fáum orðum? „Einfalda skilgreiningin er: rannsóknir á manninum. Margar aðrar greinai- rann- saka manninn líka, svo sem heimspeki, sálarfræði, stjórnmálafræði og fleiri. Mannfræðin hefur hins veg- ar yfirleitt samanburðar- sjónarmið í huga, það er að segja, menn tefla saman vitneskju um ólíka hópa á ólíkum stöðum og tímum í þeim tilgangi að draga fram almenna vitneslqu um teg- undina; hvernig hún hefur orðið til og þróast og þau félagsform sem hún hefur búið sér til. Mannfræðin hefur að því leyti sérstöðu að hún teygir sig bæði yfir í náttúruvís- indi og félagsvísindi. Það er erfitt að átta sig á því hvernig homo sapiens hefur orðið til án þess að taka mið af félagshegðun forvera okkar. Þannig hefur fléttast saman alla tíð hinn félagslegi og líffræði- legi þáttur.“ - Mun starf Mannfræðis tofn un- ar taka breytingum í þinni tíð? „Fyrrverandi forstöðumaður stofnunarinnar, Jens Ó. P. Páls- son, gegndi því starfi frá upphafi en lét af störfum í hittifyrra. Hann var sérmenntaður í líffræðilegri mannfræði og beindust rannsóknir hans fyrst og fremst að rannsókn- um og mælingum á íslendingum, líkamseinkennum þeirra og sam- anburði á íslendingum og hópum í nágrannalöndunum. Margir ís- lendingar þekkja mannfræðihug- takið og Mannfræðistofnun vegna starfa Jens. Nú er verið að vikka starfsemina út, bæði verið að tengja Mannfræðistofnun við kennslustarfið í Háskólanum, það er innan félagsvísindadeildar, og með því að taka inn rannsóknir í félagslegri og menningarlegri mannfræði.“ - Hver er staða mannfræðinnar ísamfélaginu nú á dögum? „Mannfræðin er á tímamótum og að því leyti skemmtilegt að fá að takast á við starf á borð við það sem ég er nú að taka við. Líffræði- legir og félagslegir þættir mann- fræðinnar eru mikið til að renna saman, að minnsta kosti að starfa saman, þótt það sé að vísu breyti- legt eftir löndum. Á því eru vissar skýringar í samtímanum. Á síð- ustu árum hafa róttækar breyting- ar á þekkingu okkar á lífríkinu valdið því að skilin á milli náttúru og samfélags eru að hrynja. Það má kalla þetta „póstmódemíska" veröld; gamlar marka- línur eru að mást í burtu. Einfalt dæmi um þetta er sú staðreynd að mannslíkaminn er í vaxandi mæli afurð félagslegrar starfsemi. Með því á ég meðal annars við ígræðslu líffæra, framleiðslu lík- amshluta og hugsanlega klónun í framtíðinni." - Hvernig er staða mannfræði- rannsókna á íslandi? „Flóran er miklu fjölbreytilegri en hún var fyrir aldarfjórðungi. Hópur mannfræðinga, sem mennt- ► Dr. Gísli Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum árið 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1969 og lauk siðan BA-prófí í mannfræði, sem þá hét almenn þjóðfélagsfræði, frá Háskóla Is- lands árið 1972. Að því búnu lauk hann MA-prófi í mannfræði frá Manchester-háskóla árið 1974 og kenndi þvínæst við Menntaskólann í Hamrahlíð í nokkur ár. Gísli hóf siðan dokt- orsnám í Manchester, sem hann lauk árið 1982. Gísli hefur kennt við Háskóla íslands frá 1982 og var skipaður prófessor í mann- fræði við skólann árið 1992. Hann er kvæntur Guðnýju Guð- bjömsdóttur alþingiskonu og eiga þau tvö börn, Pál Óskar og Rósu Signýju. Gísli leikur enn- fremur með rokkhljómsveitinni Vinir Dóra Gunn. aðir eru til BA-prófs á íslandi, er til dæmis að vinna að rannsóknum í ýmsum Afríkulöndum, Nýju- Gíneu, Japan, á Spáni og víðar. Einnig stunda nokkrir ungir ís- lendingar rannsóknir í líffræðilegri mannfræði. Mannfræðistofnun er að hleypa af stokkunum rannsókn sem vænt- anlega verður gerð með þátttöku mannfræðinga víðs vegar að úr Evrópu. íslensku mannfræðing- arnir eru auk mín Agnar Helgason við Oxford-háskóla, Halldór Stef- ánsson við Evrópsku rannsókna- stöðina í sameindalíffræði og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir dós- ent við Háskóla íslands. Verkefnið er kannski dæmi um áðurnefndar áherslubreytingar þar sem líf- fræðilegir og félagslegir þættir vinna saman, en það er fólgið í því að fylgjast með deilum í Evópu um ný skilyrði í erfðarannsóknum og markaðssetningu líffæra og lík- amshluta. Mannslíkaminn er í vax- andi mæli verslunarvara í ein- hverju formi. Egg, sæði, vefir og líffæri ganga kaupum og sölum, og svo upplýsingar um lík- amlega eiginleika, svo sem erfðaeiginleika, samanber umræðu um miðlægan gagnagrunn hér á landi að undan- förnu. Við ætlum að fylgjast með því hvemig umræðan um markaðssetningu líkamshluta og upplýsingar um líkamleg ein- kenni hefur gengið fyrir sig á ólík- um stöðum í Evrópu og reyna að átta okkur á því „siðferðilega landslagi" sem hún tekur mið af.“ - Koma Vinir Dóra Gunn fram? „Þeir hafa komið fram einu sinni. Óvíst er hvort þeir gera það oftar! “ Skil milli náttúru og samfélags að hrynja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.