Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ SPURT ER Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spurning: Af hverju safnast fita í lifur og er hægt, og þá hvernig, að losa hana þaðan? Svar: Þegar fíta safnast í lifrar- frumurnar er það kallað fítulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fítusöfnuninni er. Algengustu or- sakir eru mikil áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrar orsakir geta verið næringarskortur, berklar, þarmaaðgerðir vegna offitu, eitur- efni eða lyf. Við ofnotkun áfengis er mikið álag á lifrina vegna bruna alkóhólsins þar. Ef slíkt álag stend- ur lengi fer að safnast fita í lifrar- frumumar og að lokum, venjulega eftir áratugalanga ofdrykkju, getur lifrin skemmst og orðið að því sem kallað er skorpulifur. Fitulifur hjá áfengissjúklingum lagast ef þeir hætta að drekka en þegar skorpulifur hefur náð að myndast eru orðnar varanlegai’ skemmdir á lifrinni. Áður fyrr var talið að lifr- arskemmdir vegna ofdrykkju stöf- uðu að talsverðu leyti af næringar- skorti en nú er vitað að ekki þarf næringarskort til þó svo að þetta tvennt sé hættulegt saman. Nær- ingarskortur einn og sér, sérstak- lega próteinskortur, getur valdið fitulifur. Þetta má sjá á myndum sem flestir kannast við af vannærð- um börnum með útþaninn kvið, t.d. í Afiríku. Kviðurinn er útþaninn vegna þess að lifrin er stækkuð, eins og fitulifur er oftast, en þarna kemur einnig til vökvasöfnun í kviðarholi. Rétt er að taka fram að í alvarlegum næringarskorti er lifr- in miklu meira stækkuð en í öðrum tilfellum af fitulifur. Af þeim sem ekki ofnota áfengi og eru með fitulifur eru flestir of feitir (líkams- þyngd meira en 10% yfir kjör- þyngd). Offitu fylgir oft fitusöfnun í lifur en slík fitulifur er tiltölulega meinlaus og leiðir sjaldan til lifrar- skemmda. Til eru rannsóknir sem sýna að 20-40% þeirra sem eru mikið of feitir fá fitulifur. Við megrun minnkar fitan í lifrinni eins og annars staðar í líkamanum. Syk- ursjúkir fá stundum fitulifur en talið er að það sé algengast hjá þeim sem hafa ekki nógu góða stjóm á sykursýkinni eða í sérstak- lega erfiðum sjúkdómstilfellum. Fitusöfnun í lifur sykursjúkra lag- ast oftast eða hverfur þegar sjúk- dómnum er haldið í skefjum með mataræði, töflum eða insúlín- sprautum. Nokkur eiturefni, sem flest flokkast undir lífræn leysiefni (t.d. blettahreinsirinn tetraklór- kolefni og gulur fosfór), og sum lyf (t.d. bai-ksterar, tetrasýklín, val- próinsýra og metótrexat) geta valdið fitulifur og í versta falli var- anlegum lifrarskemmdum. Eitt af því sem gerist við A-vítamíneitrun er fitusöfnun í lifur. Að lokum má geta þess að til er sjaldgæfur sjúk- dómur á síðasta hluta meðgöngu sem lýsir sér aðallega með fitulifur. Fitulifur á meðgöngu tengist stundum meðgöngueitrun og stundum ekki. Þetta er alvarlegur sjúkdómur sem getur jafnvel verið lífshættulegur en þegar allt fer vel jafnar lifrin sig að fullu. Ekki er talin aukin hætta á að kona sem fær fitulifur á meðgöngu fái hana aftur á næstu meðgöngu. Ekki er vitað hvers vegna sumir fá fitulifur en aðrir ekki. Fitulifur finnst oft fyrir tilviljun við læknis- skoðun sem lifrarstækkun eða brengluð lifrarpróf (hækkun lifrar- ensýma í blóði). Ómskoðun og sneiðmyndataka af lifur geta styrkt þá greiningu en ekki er hægt að staðfesta hana nema taka vefjasýni úr lifrinni með nál. Fitulifur er oft- ast meinlaus og krefst sjaldan með- ferðar en það fer þó eftir því hver orsökin er. Þeir sem eru með fitulifur ættu að forðast áfengi, megrast ef þeir eru of feitir, hafa góða stjórn á sykursýki ef hún er fyrir hendi og forðast efni og lyf sem eru eitruð íyrir lifrina. OLesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim ligg- ur á hjarta. Tekið er & móti spurning- um á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax: 569 1222. Túnfiskur Ferskur túnfískur er nú farinn að sjást við og við í fískborðum verslana. Steingrímur Sigurgeirsson mælir með að túnfísksneiðun- um sé skellt á grillið. TÚNFISKUR hefur ekki gegnt mikilvægu hlutverki í matarvenjum íslendinga til þessa. Hann hefur helst sést niðursoðinn í dós og verið not- aður í majonessalöt, enda var það ekki fyrr en fyrir skömmu að upp- götvaðist að túnfisk sé að finna á íslenskum fiskimiðum í veiðanlegu magni. Á síðustu vikum hef ég ein- staka sinnum rekist á ferskan tún- fisk í fiskborði Nýkaups og eflaust hefur hann verið fáanlegur víðar. Þetta er úrvalshráefni, sem nýtur mikillar hylli erlendis, og er von- andi að tilraunaveiðar í samstarfi við Japani skili góðum árangri, ekki bara fyrir þjóðarbúið heldur einnig íslenskt áhugafólk um mat- argerð. En hvað á eiginlega að gera við þennan fisk? Hann er rauður, yfir- leitt seldur í sneiðum og minnir um margt meira á kjöt heldur en venjulegan fisk. Það er líka ágætt að hugsa frekar um þetta hráefni á Morgunblaðið/Jim Smart svipuðum nótum og kjöt þegar ELLEN Mjöll Ronaldsdóttir, afgreiðslustúlka í Nýkaup í Kringlunni, kemur að því að elda hann. Tún- með girnileg flök af ferskum túnfiski á bakka. fisksteikur en ekki túnfiskflök. Líkt og þegar um gott nautakjöt er að ræða á það einnig við um fersk- an túnfisk að hann er gómsætur hrár, enda greiða Japanir hátt verð fyrir ferskan túnfísk, sem er mjög mjög vin- sæll í sashimi-rétti þar í landi. Sjálfur er ég hins vegar hrifnastur af túnfisk gi-illuðum, eða steiktum ef menn treysta sér ekki út í íslensku veðráttuna í tengslum við elda- mennskuna. Notið sömu viðmið hvað varðar stærð steikur og ef um nautakjöt væri að ræða. Einnig þarf að gæta vel að því að fiskurinn sé ferskur. Túnfiskur er við- kvæm vara og þar sem framboðið er stopult er hætta á að hann liggi Sælkerinn Hvað er fítulifur? 20. MYND þessi er tekin yfir Öskjuhlíð í Reykjavík árið 1931. Hvað heit- ir loftskipið á myndinni og frá hvaða landi var það? Hvað kom það oft til Islands og hvaða þáttaskil markaði það í samgöngumálum íslendinga? Hvað er lotukerfi? MENNING - LISTIR 1. Nýlega kom út íslensk þýðing á skáldsögu eftir bandarískan rit- höfund sem þekktur er fyrir þrjár sögur sem kenndar eru við New York. Hver er maður- inn og hvað heitir skáldsagan sem þýdd var? 2. Hvað hét fyrsta bók sem prent- uð var á Islandi? 3. Hver orti þuluna sem hefst á orðunum: „Tunglið, tunglið, taktu mig...“? SAGA 4. Hvað hét Hrafna-Flóki réttu nafni? 5. Spurt er um höfðingja tvo, sem fóru Grímseyjarför að Guð- mundi hinum góða? 6. Spurt er um þekktan vísinda- mann og hugsuð, sem boðinn var forsetastóll í ísrael árið 1952? LANDAFRÆÐI 7. Hvað heitir stærsta stöðuvatn á Melrakkasléttu? 8. Hvaða borg er stundum kölluð „Feneyjar norðursins“? 9. f hvaða ríki í Bandaríkjunum heitir höfuðborgin Ólympía? ÍÞRÓTTIR 10. íslensk frjálsíþróttakona komst í fyrsta sinn í úrslit í stórmóti á EM í Búdapest nú í vikunni. Hvað heitir afrekskonan og í hvaða grein komst hún í úrslit? 11. Hver er þjálfari íslandsmeist- ara IBV í knattspyrnu? 12. Islendingar sigruðu Letta í landsleik í knattspymu í Laug- ardalnum nú í vikunni. Hvemig fór leikurinn og hverjir skoruðu mörk Islands? ÝMISLEGT 13. Hvað er lotukerfi? 14. Hvað hefur regnboginn marga liti? 15. Hver var hin gríska gyðja feg- urðar og ásta? 16. Hvað hét síðasta kvikmyndin sem stórstjömurnar Marilyn Monroe og Clark Gable léku í? 17. Hver var það sem ekki komst á fyrsta flokksþing breska kommúnistaflokksins vegna þess að hann átti ekki fyrir farinu þangað? 18. Hver var „konan með lampann“? 19. Af hvaða ætt var Þórður kakali? ■epuenn |i; siQ!e|Bnu jn})n|( jba jnjsod Luas uuis ejsjA) j pecj jba 6o nujpuei pjj jsod p|d|>|suo| ijjnu (uuigjej !uu|ss | ■ j£6L 6o 0S6I 'spue|S| ||j jbasiaj ujo>| unsddsz J6J0 Q!di>|SjjO| e>|sÁc| '02 'UseeBunjinjg '61 '0|e6u!Ji|6!N sousjou '8J 'xibjai |Je>j yj '(jiujiduBeiieo) sjijsiiaj sqi '9J 'ojjpojjv 'SJ 'o(S 't’l 'MI?P euies j epuai eJueiujBia epedjAS peuj jujeujnjj pe áuuecj ‘jiqbj JBjjejei i niojs.ijaes jijjs pepej jb cunujeujnjj ujes jbc( ipe>|jeun>|>|oy 'sj 'joau pi>|jeuj jjis uose6|eH uunpny 6o uosepea jnpje>uu 6o oaj uossupfpng jnpjocj npnjo>|s uhjoiai 'j:r npnj6|S je6u|pue|S| zi 'uossuueuor i.ujelg 'jj '!dneiuepuu6 bjjsui 00t? ! J!|SJn \ jsujo>| jjjjopjeujv urupng 'OJ '!>(!J-uoj6u!use/\A '6 Jnui|Ou>(>|Ojg '8 'ujBAjeujeuuneJH 'L uisjsug jjeqiv '9 'uossjBAu6!g B|jnjs 6o uosnjinjg jnjeAu6|S J|uje6pej 'g 'uosjepje6|i/\ hoh 'V 'ussppojom ejopoeui '8 'Pljusuiejsei bIAn 'Z '6u|pueH Jllieu ue6esp|e>|s 6o jejsnv iney 'j :joas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.