Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Afmælisráðstefna Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði Bóluefni gegn eyðni er ekki innan seilingar AFMÆLISRAÐSTEFNA Til- raunastöðvar Háskólans í meina- fræði var sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Bjöm Bjarna- son menntamálaráðheiTa flutti ávarp og Blásarakvintett Reykja- víkur flutti nokkur verk. Hófust síðan fyrirlestrar vísindamanna. Þeirra á meðal var Stanley B. Prusiner, Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði 1997. Fjallaði fyrir- lestur hans um sjúkdómaflokk, sem nefnist Príon, og aðra hrörn- unarsjúkdóma í heila. Charles Weissmann prófessor við háskólann í Zúrich flutti fyrir- lestm- um hlutverk ónæmiskerfis- ins í dreifingu smitefnis um lík- amann, en hann hefur gert tilraun- ir með erfðabreyttar mýs og lagði með þeim grunninn að auknum skilningi á myndun smitefnisins Príon. Þá flutti John Collinge pró- fessor við Lundúnaháskóla fyrir- lestur um tegundarþröskuld, eða forsendur og líkur á því að smitefn- ið berist milli tegunda. í dag verður ráðstefnunni áfram haldið og verður þá einkum fjallað um Lentiveirur, en eyðni- veiran er ein þeirra. Einn fyrirles- ai-a dagsins, Neal Nathanson, er yfirmaður eyðnirannsóknaráætl- unar bandarísku heilbrigðisstofn- unarinnar. Að hans sögn er enn langt þangað til fundið verður upp bóluefni gegn eyðni og segir hann að kröfur samfélagsins séu afar miklar til vísindamanna og nánast óraunhæfar, en þar kemur til of- urtrú á læknavísindin í ljósi þess að búið er að finna bóluefni gegn mörgum veirum sem höggvið hafa stór skörð í mannkyn í aldanna rás. Nathanson segir að ýmislegt valdi því að erfitt sé að þróa bólu- efni gegn eyðni og þar séu veiga- mestir þættir eins og ólíkt hegðun- armynstur HIV veirunnar í saman- burði við aðrar veirur sem unninn hefur verið bugm- á, siðfræðileg hlið rannsókna á bóluefni og vandamál sem fylgja lyfjameðferð smitaðra samfara tilraunum með bóluefni. Langt í bóluefni gegn HIV veirunni „Síðustu fimmtán árin hefur verið unnið að því að búa til bólu- efni gegn eyðni, en vegna þess hversu langur meðgöngutími veirunnar er - tíu ár að meðaltali, þá horfir vandamálið allt öðruvísi við vísindamönnum en þegar aðrar veirur eiga í hlut,“ segir hann og tekur dæmi af mislingum og bólu- sótt. „Veirur sem valda sjúkdómum þar sem bráðasýking á sér stað eru mun auðveldari viðfangs varð- andi þróun bóluefna heldur en eyðniveiran, því bóluefnið þarf að vekja upp sýkingu. Þegar veirur herja á líkamann taka þær sér ból- festu í frumum og taka að fjölga sér hratt upp að ákveðnu marki á nokkrum dögum eða vikum og fækkar síðan aftur uns engin er eftir. Eyðniveiran hegðar sér mjög líkt þessu en þar skilur leiðir henn- ar og annarra veira því hún vekur lítilvæg sjúkdómseinkenni á fyrstu vikum eftir smit og síðan fækkar henni, en ekki nema niður að ákveðnu marki. Þá liggur hún í dvala í mörg ár og herjar þá loks- ins á frumurnar í líkamanum, með þeim afleiðingum að ónæmiskerfið brestur.“ Nathanson segir að hinn langi meðgöngutími HIV veirunnar sé ekki eina vandamálið í þróun bóluefna heldur vegi siðferðisleg hlið rannsóknarvinnunnar mjög þungt. „Þeir sem bóluefni er próf- að á og sýkjast gangast allir undir lyfjameðferð til að halda sýking- unni niðri vegna þess að það er siðferðislega rangt að hætta á að menn sýkist og deyi í þágu lækna- RÁÐSTEFNUGESTIR eru um 280 og um 80 rannsóknarniðurstöður á sviði Príonsjúkdóma og Lentiveiru- sjúkdóma hafa verið kynntar í dag og í gær, þar af 18 íslenskar rannsóknir. Morgunblaðið/Þorkell VANDAMÁL sem blasa við vísindamönnum sem vinna að þróun bóiu- efnis gegn alnæmi eru mikil og ekki ástæða til að vænta góðra frétta í bráð samkvæmt upplýsingum Neal Nathanson sem stjórnar eyðni- rannsóknaráætlun bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart BJORN Bjarnason menntamálaráðherra ávarpaði ráðstefnugesti og sagði meðal annars að flestir gerðu sér ljóst mikilvægi þess að styðja við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum ef hún ætti að halda samkeppnisstöðu sinni meðal annarra þjóða. Rannsóknir á príonsjúkdómum Geta veitt svör við Alzheimer o g Parkinsonsveiki Nóbelsverðlaunahafinn í lækn- isfræði 1997 er dr. Stanley B. Prusiner, prófessor við Kali- forníuháskóla í San Francisco. Prusiner, sem er 56 ára gamall hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á smitefni riðu og uppgötvaði smitefnið príon er veldur haíggengum heilasjúkdómum. Hann sýndi fram á að ólíkt öðrum smitefn- um, eins og bakteríum og veir- um, inniheldur príon ekki erfðaefni lieldur er það að mestu prótín. Hann hélt yfir- litsfyrirlestur á afmælisráð- stefnu Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði um príon- sjúkdómaflokkinn og aðra hrörnunarsjúkdóma í heila, sem hann telur vera af sama toga og t.d. Alzheimer. Uppgötvanir Prusiners kunna að varpa enn skýrara ljósi á sjúkdóma í fé, nautgripum og mönnum og eru þvf rannsóknir hans ekki eingöngu góðar fréttir fyrir bændur heldur einnig fyrir vísindamenn sern berjast gegn Alzheimer og Parkinsonsveiki. Veirusjúkdómar verða til vegna innrásar veiru, sem brýst inn í frumu, sem fjölgar sér og drepur frumuna en um príonsjúkdóma gegnir öðru máli. „Fruman framleiðir sjálf hvarfefni fyrir príonið," segir dr. Prusiner. „Það er hið eðlilega form príon- prótínsins. Við príonsjúkdóm binst hins vegar af- brigðilegt príonprótín heilbrigðu príonprótíni í ferli sem við skiljum ekki enn og útkoman verður tvö af- brigðileg príonprótín, sem siðan margfaldast í fjögur, átta og svo framvegis," segir hann. Nú eru þekktir ijórir príonsjúkdómar í mönnum, þar á meðal Creutz- feldt-Jakob veikin, og líkur eru á því að Alzheimer og Parkinsonsveikin verði skilgreindar sem príonsjúk- dómur með rökum áður en langt um lfður. Dr. Prusiner segir að upplýsingarnar um Parkinsons- veiki og Alzlieimer liggi ekki Ijósar fyrir, en að svo Morgunblaðið/Kristinn „VIÐ vörðum fimmtán árum í að reyna að finna erfðaefnið í príoninu og það er ekki til,“ segir Nóbelsverðlaunahafinn dr. Stanley B. Prusiner um rannsóknirn- ar á príonprótíninu. komnu máli virðist eins og sama prótínmynstrið sé gegn- umgangandi í þeim eins og í príonsjúkdómum. Þegar búið er að skilgreina óvininn er eðlilegt að spyija hvort lækningar sé að vænta og svarar dr. Prusiner því til að hann sé ásamt sam- verkafólki sínu að þróa eins- konar „príonpenslín". „Við leggjum afar hart að okkur við meðferð á prfonsjúkdómum og vinna okkar felst ekki í því að gera tilraunir eins og um venju- legt penslín væri að ræða held- ur vinnum við að róttækri gerð lyfs sem miðar að því að stöðva sjúkdómsferlið. Það er ekki hlaupið að því, en ef það tekst gæti það rutt brautina við gerð lyfs gegn Alzheimer og Parkin- sonsveiki. Þrátt fyrir upgötvun Prusiners, að smitefnið príon beri ekki erfðaefni líkt og önn- ur smitefni, eru ekki allar gagnrýnisraddir hljóðnað- ar og sumir halda því fram að príonsjúkdómar séu veirusjúkdómar. Þegar þessi athugasemd er borin undir hann svarar hann með tilvísun í sögu vísind- anna, sem virðist endurtaka sig þegar eitthvað nýtt er dregið fram í dagsljósið, en rök hans vega þungt gegn formælendum veiruskýringa. „Við vörðum fimmtán árum í að reyna að finna erfðaefnið í príon- inu og það er ekki til,“ segir hann. „Þeir sem halda því fram að til sé erfðaefni í príoninu höfðu jafnlang- an tíma til að finna það. Það eru haldbærari rök að sýna að til sé erfðaefni en að halda því bara fram. Tilfellið er að í vísindum er miklu erfiðara að sanna að eitthvað sé ekki til en hitt - að sanna tilvist ein- hvers. Gagnrýnisraddirnar eru samt ekki margar, en þó finnst mér eðlilegt að bregðast við nýjungum með því að reyna að halda hinu gamla á lofti - það hefur alltaf gerst,“ segir dr. Prusiner, sem heldur af landi brott í dag eftir sólarhringsheimsókn. vísindanna. Vandamálið er hins vegar að ef lyfjameðferð er sett af stað þegar sýking á sér stað er mjög erfitt að meta áhrif bóluefn- isins sjálfs því menn vita þá ekki svo gjörla hvort það er lyfjameð- ferðin eða bóluefnið sem virkar. Þar af leiðandi mun þróun bólu- efna til að nota á fólk beinast í æ ríkara mæli til þeirra landa þar sem menn hafa hreinlega ekki efni á lyfjameðferð, sem er mjög dýr.“ Nathanson segir að miklar von- ir hafi verið bundnar við dýralík- ön eða prófanir á öpum, en í stuttu máli ollu niðurstöðurnar vonbrigðum. Apar og menn eru mjög líkir að gerð og segir hann að það hafi því legið beint við að gera prófanir á þeim og heimfæra niðurstöður á menn, en þegar til kom reyndist ekki unnt að draga nægilega raunhæfar ályktanir af þeim. Auk Nathansons flytja í dag fyr- irlestra Robin A. Weiss yfirmaður veirufræðideildar Chester Beatty stofnunarinnar í London, sem fjallar um samspil hýsils og eyðni- veini og hvernig sýking leiðir til alnæmis, Douglas D. Richman pró- fessor við Kaliforníuháskóla, sem flytur fyrirlestur um ný viðhorf í meðferð eyðni og Ronald C. Desrosiers prófessor við Lækna- deild Harvardháskóla í Boston, sem fjallar um hvaða horfur eru á að þróa megi bóluefni, sem veitir vernd gegn eyðni. Þá mun Guð- mundur Pétursson prófessor flytja fyrirlestur um notagildi dýralík- ana, einkum visnu í sauðfé til að auka skilning á sjúkdómsferli eyðni og þróun á bóluefni og með- ferð. Auk fyrirlestranna verða mál- stofur og um 80 rannsóknarniður- stöður kynntar í fyrirlestrum eða á veggspjöldum, en alls taka um 280 manns þátt í ráðstefnunni, sem lýkur í kvöld með hátíðarkvöld- verði á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.