Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aí i ÝMSU hefur gengið frá þeim tíma þegar slysið átti sér stað og eftir að •Guðmundur Felix Grét- arsson losnaði fyrst af gjörgæslu í mars sl. hafa skipst á skin og skúrir. Guðmundur, sem missti báða handleggi í slysinu, þarf nú að læra að lifa með fötlun sinni en segir sjálfur að hann verði líklega fær um að gera flesta hluti sem hann gerði áður, ekki síst ef hann fær gervihandleggi á stúfana sem enn eru eftir, en 8 sm eru eftir af hægri handlegg hans og 10 sm af þeim vinstri. Eins og biossi í minningunni Guðmundi var haldið sofandi f nær tvo mánuði eftir slysið. „Ég vaknaði einhvern tíma í byijun mars, eftir að mér hafði verið haldið sofandi í sjö vikur, og svo tók það mig viku til tíu daga að vakna, meðan svæfingin var að fara úr,“ sagði Guðmundur í sam- tali við Morgunblaðið. Slysið varð að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Guð- mundur hafði, fyrir misskilning, klifrað upp í mastur Ulfars- fellslfnu með þeim af- leiðingum að hann snerti rafstreng með ellefu þúsund volta spennu og féll úr mastrinu um átta metra. Hann slasaðist alvarlega; auk þess sem nema þurfti á brott bandleggi hans brotnaði hann m.a. á 15-20 stöðum, þar á meðal á hrygg. Einnig varð hann fyrir áverk- um á lungum og lifúr. En hvað er það sfðasta sem hann man frá þeim tíma þegar slysið varð? „Ég man bara eftir að við vorum í mat hjá vinkonu okkar á Iaug- ardeginum og síðan man ég næst eftir mér liggjandi á jörðinni á meðan beðið var eftir sjúkrabflnum, stuttu eftir að slysið átti sér stað. Ég man ekki eftir sunnudeginum og ekki mánudeg- inum, bara eftir þessu litla atviki, sem er eins og blossi í minning- unni. Ég man eftir hljóðunum í mér og vinnufélaga mfnum sem stóð yfír mér og talaði við mig.“ Á meðan Guðmundi var haldið sofandi þurfti fjölskylda hans, sambýliskona og tvö ung börn, að horfast í augu við breyttar að- stæður. Vissi að eitthvað hafði gerst Annað bamið, drengur, var ein- ungis þriggja mánaða þegar slysið varð og gerir sér því litla grein fyrir því hvernig komið er fyrir föður þess. „Dóttir mín, fjögurra ára, hefiir tekið þessu ágætlega og talar ekki mikið um þetta,“ segir Guðmundur. Hann segir að eftir að hann Man eftir mér liggjandi á jörðinni Guðmundur Felix Grétarsson, 26 ára raf- veituvirki, sem missti handleggina og slas- aðist lífshættulega þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð 12. janú- ar sl., dvelur nú á Reykjalundi þar sem hann er í endurhæfíngu. Þóroddur Bjarna- son heimsótti Guðmund og ræddi við hann um slysið og atburði síðustu mánaða. Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Felix Grétarsson i herbergi sínu á Reykjalundi. „Ég skil í raun ekki hvernig á því stendur að ég lifði þetta af.“ vaknaði hafi liðið langur tfmi þar til hann gerði sér grein fyrir ástandi sfnu. Hann hafi verið á sterkum lyfjum sem gerðu það að verkum að þrátt fyrir að fólk segði honum frá hlutum hefði það ekki skilað sér sem skyldi. „Ég vaknaði ekki í einhverri geðs- hræringu og missti samstundis stjórn á mér. Meðan ég var að vakna upp vissi ég að eitthvað var að, án þess að ég vissi ná- kvæmlega hvað hefði komið fyr- ir.“ Hann segist hafa gert sér grein fyrir ástandi sínu smátt og smátt. „Þetta er búið að vera mest núna að undanförnu, eftir að ég fór út af sjúkrahúsinu. Það reyndi ekki svo mikið á það meðan maður var á sjúkrahúsinu, það var hugsað svo vel um mann, en núna nátt- úrulega þarf maður að gera miklu meira sjálfur. Nú fer lífið að vera meira eins og það var, nema að ég hafði hendur síðast," sagði Guð- mundur, sem vonast til að verða fær um flest það sem tilheyrði hans daglega lífi fyrir slysið og á meðal annars von á að geta keyrt bfl. í herbergi hans á Reykjalundi, sem verður líklega heimili hans fram á vor, má sjá hvernig hann er þegar farinn að laga sig að breyttum aðstæðum. Hann er með síma til fóta og sljórnar honum með tánum og er síðan með hljóð- nema við bringuna. Hann segir að stundum geti verið erfitt að hitta á takkana en það komi með æfing- unni. Einnig notar hann nú prik sem hann setur í munninn og flett- ir þannig dagblöðunum. „Ég þarf að þjálfa mig upp í að beita fótunum og munninum til að bjarga mér. Svo sé ég til hvað ég get gert með gervihendur þegar ég fæ þær.“ Fær rafmagnshandleggi Það sem eftir er af handleggj- unum, 8 sm af öðrum og 10 sm af hinum, getur nýst vel. Það kemur þó betur í ljós síðar hvernig vöðvamir nýtast til að stjóma gervihöndunum. Þegar er búið að ákveða, að hans sögn, hvers konar handleggi á að setja á hann. „Það er ekki ljóst hve virkir vöðvamir em því þetta em rafmagnshand- leggir og það þarf einhverja vöðva til að senda boð til þeirra og óvíst er hvaða vöðva hægt er að nota o.s.frv." Guðmundur segir að öll þau sár og beinbrot sem hann hlaut í slys- inu hafi verið gróin þegar hann vaknaði eftir svæfingu. Hann er þó enn aumur 1 bakinu þar sem hann er spengdur með stálspöng við hrygginn. „Það mesta, fyrir utan handleggjamissinn, var búið þegar ég vaknaði, og núna er ég með spöng í bakinu og lifrarskemmd sem læknast vonandi með tímanum." Alvarleg vandamál hafa þó komið upp síðustu mánuði, meðal annars sýkingar sem erfitt var að ráða við og stundum var tví- sýnt um líf hans, að sögn Guðmundar. „Það kom tvisvar fyr- ir að það þurfti að koma manni í gang aftur en það reddaðist allt,“ segir Guðmund- ur. Það gengur næst kraftaverki að heilinn skyldi ekki skaddast við raflostið sem hann fékk. Guðmundur seg- ir að þar sem hann var vakandi þegar hann kom á sjúkrahús hafi það gefið mönn- um sterka vísbend- ingu um að höfuðið væri í lagi. Ef svo hefði ekki verið hefði óvissan ver- ið meiri. Nóg af varahlutum iað Hann segist ekki vita er að þakka að hann er á lífi, skil í raun ekki hvernig á því stendur að ég lifði þetta af,“ segir hann og brosir lítið eitt. Guðmundur verður í endurhæf- ingu áfram á Reykjalundi en segir að annars sé allt óráðið. „Ég verð hér sennilega fram á næsta vor. Það er jafnvel spurning um að þeg- ar ég fæ gervihandleggina þurfi ég að fara til útlanda f æfingabúðir því það verða kannski notaðir bak- vöðvar til að stjórna þeim, ein- hverjir vöðvar sem maður veit ekki einu sinni að eru til. Maður er víst með nóg af varahlutum," segir Guðmundur að lokum og brosir. Málrækt til fyrir- myndar FORYSTUGREIN norska dagblaðsins Stavanger Aften- blad á miðvikudag fjallar um málverndarstefnu Færeyinga og Islendinga og segir það vera áminningu til Norð- manna, 4,5 milljóna manna þjóðar, að þjóðir eins og Færeyingar sem státa af 40.000 manns og íslendingar sem eru 260.000 skuli leggja svo mikla rækt við tungu sína sem raun ber vitni. I grein- inni segir einnig að þessi stefna sé ánægjuleg, einnig fyrir Norðmenn því á Islandi hafi mikilvægur hluti norsks menningararfs verið varð- veittur. . I greininni segir að á tímum síbreytilegrar tækni og auk- innar alþjóðavæðingar verði æ mikilvægara að hafa traustan grunn til að standa á og tungumálið sé slíkur grunnur. Vitnað er í orð Vigdísar Finn- bogadóttur sem nýverið sagði í heimsókn í Noregi að ef þjóð glataði tungu sinni þá væri það allra missir. Möltumenn vilja samstarf um lyfjaverk- smiðju INGIBJÖRG Pálmdóttir heil- brigðisráðherra undirritaði í gær samning um samstarf milli Möltu og íslands á sviði heilbrigðismála. Heilbrigðis- og iðnaðarráðherra Möltu hafa báðir lýst áhuga á sam- starfi við íslendinga um bygg- ingu lyfjaverksmiðju þar í landi. Samningurinn sem nú var undirritaður er viijayfirlýsing um samstarf en samstarfsá- ætlun með nánari útfærslu verður undirrituð í væntan- legri heimsókn heilbrigðisráð- herra Möltu til íslands síðar á árinu. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneyt- inu eru tildrög málsins þau að Einar Magnússon skrifstofu- stjóri lyfjamálaskrifstofu ráðuneytisins fór í fyrra á vegum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar til Möltu til að gera úttekt stjórn lyfja- mála, lögum og reglugerðum og leiðbeina yfirvöldum, sér- taklega með tilliti til reglna sem gilda á evrópska efna- hagssvæðinu. Aflfræðistofa Háskóla Islands flyst á Selfoss • 36.000 uppflettiorð og 50.000 orðaskýringar. • Margs konar málfræðilegar upplýsingar um merkingar, beygingar, sþgbreytingu, fleirtölu, framburð og fleira. Mál og menning Laugavegi 18 • Stmi S15 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórn- ar í gærmorgun að unnið skuli að því að samkomulag um flutning alþjóð- legrar rannsóknarmiðstöðvar í jarð- skjálftaverkfræði á Selfoss geti náð fram að ganga. Með þessu færist Aflfræðistofa Háskóla íslands nær þeim svæðum þar sem viðamestu jarðskjálftarannsóknirnar fara fram og verður starfsemin víkkuð út í al- þjóðlegu samstarfi. Átta til níu stöðugildi munu færast til Selfoss við flutninginn en Afl- fræðistofa Háskóla Islands hafði frumkvæði að flutningnum og eru starfsmenn stofnunarinnar hlynntir honum að sögn Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra. „Stofnunin mun vinna að því að efla vamir og viðbúnað gegn jarðskjálft- um með rannsóknum, miðlun þekk- ingar og með því að veita þjálfun í að beita jarðskjálftaverkfræði, skipu- lagsfræði og áhættustjómun á jarð- skjálftasvæðum hér á landi sem er- lendis. Þeir aðilar sem að stofnuninni koma vinna nú að því að komá þessum stefnumiðum í framkvæmd,“ ságði Bjöm Bjamason í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann segir næsta skrefið að vinna að undirbúningi flutn- ingsins og segir það í höndum sveitar- félagsins Árborgar og Atvinnuþróun- arsjóðs Suðurlands að útvega hús- næði undir þessa nýju stofnun. Mikilvægt fyrir sveitarfélagið Karl Bjömsson, bæjarstjóri Ár- borgar, segir þennan flutning og stuðning ríkisstjórnai-innar við hann fagnaðarefni. Hann segir Árborg í samvinnu við Atvinnuþróunarsjóð nú - huga að því að kaupa húsnæði sem að hluta til verði notað undir þessa nýju starfsemi. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði leigufrítt fyrstu þrjú árin að sögn Karls. „Það er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Árborg að fá svona starfsemi. Hingað flytjast störf fyi’ir átta til níu verkfræðinga auk starfa fyrir aðstoðarfólk og við væntum þess að sérfræðingar fra ýmsum löndum verði svo starfandi i þessari miðstöð tímabundið allan ársins hring,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.