Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR HÖRÐUR SIGTR YGGSSON + Halldór Hörður Sigtryggsson var fæddur í Kefla- vík 22. ágúst 1982. Hann lést af slys- förum 15. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Jó- hanna Halldórs- dóttir, f. 12.6. 1961, og Sigtryggur J. Hafsteinsson, f. 9.6. 1961. Halldór Hörður var elstur þriggja systkina. Næst honum í ald- ursröð er Jóhanna Óttars Sig- tryggsdóttir, f. 17.3. 1985, en yngstur er Janus Hafstein Sig- tryggsson, f. 16.5. 1991. Hálfbróðir hans er Heiðar Logi Sigtryggsson, f. 11.5. 1980. Móðurforeldrar Halldórs eru Jenný Jónsdóttir og Halldór Hörður Arason. Föðurfor- eldrar hans eru Hafsteinn Engil- bertsson og Guð- rún Erla Jónsdótt- ir. Útför Halldórs fer fram frá Utskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Elsku frændi minn. Það er með miklum harmi og trega sem ég kveð þig. Að þú hafir þurft að hlýða kalli dauðans svo snemma er mér óskiljanlegt. Þú varst gleðigjafi, hjartahlýr, blíður en þó svo við- kvæmur. Brosið þitt er greypt í hjarta mitt, svo einlægt var það. Margar stundir áttum við saman í gegnum árin við að skipta um lit á "v hárinu þínu, bleikt, blátt, svart, hvítt, fjólublátt og gult, alltaf fannst þér þetta jafn skemmtilegt og jafn nauðsynlegt og flott fót. Frá því þú fæddist hefur hlátur- inn fylgt þér. Ekki varstu gamall þegar varla mátti líta ofan í vögg- una öðruvísi en að þú hreinlega skelltir upp úr við mikla hrifingu allra viðstaddra, sem léku sama leikinn aftur og aftur bara til að heyra þennan dillandi og smitandi hlátur sem kom frá svona litlu -> barni. Það er sönnun fyrir mann- gæsku þinni hversu stóran vinahóp þú hefur alltaf átt, böm, fullorðna, stelpur og stráka. Margir syrgja þig, vinur minn. Hvíl þú í friði í faðmi Guðs. Elskulegi bróðir, Jóka, Heiðar, Ótta og Hafsteinn, Guð styrki ykk- ur í þessari miklu sorg. Minning hans lifir. Hafdís og fjölskylda. Það er með söknuði sem ég minnist Halla frænda míns. Á svona stundu streyma minningar um hugann. Halli frændi var alltaf svo brosmildur og kátur. Eg man * eftir þér sem litlum pjakk á rúntin- um með honum Halla afa þínum. Afi þinn kom þá oft með þig í heim- sókn til ættingja þinna. Álltaf gerð- ir þú mikla lukku með sögunum þínum, þú varðst svo sposkur á svipinn eins og lítill karl. Þú og Halli afi þinn voruð svo miklir fé- lagar. Ótta systir þín og þú voruð mjög samrýnd, þó hún væri nú stundum að reyna að siða þig svo- lítið til. Ótímabært fráfall Halldórs skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldu okkar. Elsku Jóhanna, Tryggvi, Heið- ar, Ótta, Hafsteinn litli og fjöl- skyldan öll, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Minning um einstakan frænda mun lifa. Jóhanna Valgeirsdóttir og fjölskylda. Það er alltaf áfall þegar einhver fellur í valinn og sérstaklega þegar um ungt fólk er að ræða. Áhrif slíks áfalls í heimabyggð verða enn meiri þegar um lítið samfélag er að ræða eins og Garðinn. Nú hefur verið höggvið skarð í hóp nýútskrifaðra nemenda skólans okkar og samfélagið er í sárum, að ekki sé talað um nánustu ættingja og vini. Spurningar brenna á vörum en fátt er um svör. Lífið verður að halda áfram, segjum við til að segja eitthvað, og það er rétt. Því verður ekki breytt sem orðið er, en vonandi verður minningin um þennan unga mann til þess að vekja okkur öll enn betur til um- hugsunar um gildi og hverfulleika lífsins og leiðir til að njóta og nýta lífshlaup okkar sem best við get- um. Starfsfólk Gerðaskóla sendir for- eldrum, systkinum og öðrum ætt- ingjum og vinum Halldórs heitins innilegar samúðarkveðjur og biður þess að huggun og styrkur hlotnist PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR + Pálína Sigurð- ardóttir fæddist í Hólmaseli í Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 9. maí 1928. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. ágúst. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Pál- ínu Sigurðardóttur sem var mér innan handar þegar ég vann á Vellinum á árunum 1981-1985 og síðar, er ég var hætt þar, gat ég samt alltaf treyst á Pál- ínu að vera til staðar þegar á þurfti að halda. Ekki stóð á Pálu að hlusta þegar ég þurfti að tala, því hlustað gat hún og gefið góð ráð. Margar góðar gjafir gaf hún mér sem gott er að eiga til minningar um hana, þessa ljúfu konu sem allt vildi gera fyrir alla. Guð blessi þig og geymi og vonandi hitt- umst við síðar. Elsku Geiri og böm, Guð hjálpi ykkur á þessum erfiðu stundum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaúar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Katrín Sigrún Guðjónsdóttir. í ríkum mæli þeim sem eiga nú um svo sárt að binda. Fyrir hönd starfsfólks Gerða- skóla, Einar Valgeir Arason. Að eignast barn breytir lífi okk- ar, að missa barn breytir því enn meir. Hvað er hægt að segja, þegar ungt fólk er hrifsað frá okkur á einni nóttu? Elsku Halldór, við munum alltaf muna brosið þitt og glaðværðina sem fylgdi þér, allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman og geyma þær í hjartanu. Þú munt lifa með okkur, þótt þú sért ekki hjá okkur. Elsku Jóka, Tryggvi, Heiðar Logi, Otta og Hafsteinn, megi Guð hjálpa ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Við munum gera allt, sem í okkar valdi er, að styðja við bakið á ykkur á þessum erfiðu tím- um sem framundan eru. Við verð- um að halda áfram þótt erfitt sé. Við vottum ykkur öllum, foreldr- um, systkinum, ömmum, öfum, frændfólki og vinum, okkar dýpstu samúð. Ykkar vinir, Halldór, Ágústa, Pétur og Arnar. Elsku Halldór. Það er alveg ótrúlegt að þú skulir vera farinn. Að þú skulir ekki vera með í hópnum þegar maður sér ykkur öll saman. Að sjá ekki fallega brosið þitt Mér fannst þú hafa svo fal- legt bros og skemmtDega kímnigáfu. Mér þótti oft og þykir gaman að fá ykk- ur öll til mín í vinnuna „að spjalla um heima og geima“. Stundum var galsinn mikill og þá var bara að biðja ykkur að fara „út í Essó og „bögga“ liðið þar“, en allt var þetta á góðum nótum og enda tekið þannig. Þú varst oft svo „töfF' klæddur. Kvöldið fyrir slysið sagði ég við þig að ég færi nú bara að kalla þig „Tommy Kani“. Þú hlóst og sagðir: „Já, er það ekkL Finnst þér þetta ekki ýkt cool?“ Jú, mér fannst það, þú varst með þeim flottustn Elsku vinir, sorgin og söknuður- inn er mikill en munum Halldór, þessa elsku, eins og hann var hér hjá okkur. Eg bið algóðan guð að styrkja og varðveita fjölskyldu Halldórs og alla vini hans. Kristjana Vilborg Einarsdóttir. Ertu þá farinn, ertu þá farinn frá okkur? Hvar ertu núna, hvert ligg- ur þín leið? Þær eru margar minn- ingarnar um þig sem koma upp í huga okkar. Þú munt alltaf eiga stóran hluta í hjarta okkar sem enginn fyllir upp í. Það sem fyrst kemur upp í hugann er að þú varst alltaf brosandi og alltaf í góðu skapi. Þú áttir allt lífið framundan, en slysin gera ekki boð á undan sér. Það er erfitt fyrir okkur öll að þú skulir hafa verið tekinn svona snögglega frá okkur. Við erum enn að átta okkur á þessu. Við munum alltaf minnast þess þegar þú komst hingað í Sandgerði til okkar á Opið hús og þú varst að fíflast í okkur. Það sem huggar okkur er vit- neskjan um að þú sért á stað þar sem þín hefur beðið stærra hlutverk. Við biðjum góðan Guð að geyma þig, Halldór Hörð Sigtryggsson, og megi hann styrkja fjölskyldu þína, ættingja og ástvini í þeirra sáru sorg. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilögfyrirmynd, kom, Ijós og lýstu mér, kom, líf er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Þínir vinir úr Sandgerði, Ása, Linda, Dagný, Fríða, Kristín, Guðlaug, Hjördís, Sigurleif, Bylgja, Halldóra, Rafn, Hörður og Þorgeir. Elsku Halldór. Við trúum að þú sért horfinn í betri heim, í betra líf þar sem við eigum öll eftir að hittast. Þú varst tekinn svo snöggt og skyndilega frá okkur öllum sem elska og dá þig. Þú varst svo ungur og fullur af lífi og orku, stundum var erfitt fyrir þig að hemja þig. Þú varst hress á öllum stundum. Þegar við kynntumst þér varstu opinn fyrir öllu og ekkert feiminn, það orð þekktir þú ekki eða vildir ekki kynnast því. Halldór, þú varst sérstakur strákur og mjög þægilegt að vera nálægt þér og áður en maður gerði sér grein fyrir var maður orðinn einn af þínum bestu vinum. Þú varst mjög yndislegur, góður og sætur, jafnt innan sem utan. Þegar hringt var og okkur sagt að þú værir horfinn í annan heim áttuðum við okkur ekki á að þú værir farinn og gerum ekki enn. Við höfðum talað við þig á föstu- deginum og þá varstu jafn hress og alltaf. Þú varst vinur í raun, sem hægt var að treysta á hvað sem á gekk. Þú varst lítill í þér, en í okkar huga varstu sterkastur og hugrakkastur af okkur öllum. Lífið var létt gaman hjá þér, þú slóst öllu upp í grín. Við munum sakna þín sárt. Samúðarkveðjur sendum við til foreldra, systkina, ættingja og allra sem þekktu hann. Við elskum þig, þínar vinkonur, Guðrún og Guðlaug. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Halldór minn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það er mjög erfitt að trúa því að þú, einn besti vinur minn, sért farinn burt. Fyrir mér ertu bara farinn í langt og skemmtilegt ferðalag, sem við öll förum einhvern tímann í og þá muntu taka á móti okkur. Halldór var alltaf brosmildur og kátur, mjög góður og traustur vin- ur sem ávallt var til staðar þegar maður þurfti á vini að halda. Hann var strákur sem ekki sparaði brosið og hláturinn. Hann hjálpaði öðrum úr kh'pu og fyrir vikið kom hann sjálfum sér í klípuna. Eg man eftir því þegar við fórum nokkur til Reykjavíkur og þið öll að setja gat í tunguna. Þetta var skemmtilegur dagur og mikið hleg- ið. Við fengum eitthvert flippkast og trúlofuðumst með einhveijum ódýr- um hringum. Þetta fannst þér voða mikið sport. En núna er allt svo skrítið, allt svo tómlegt. Þú ert ekki hérna heima hjá okkur Jóni Ásgeiri og Sibbu. Þú í Harðar Inga her- bergi og Jón Ásgeir í sínu, báðir á fullu í hvor í sinni tölvunni, öskrandi á milli: „Eg komst í gegnum þetta borð, þetta getur þú ekki,“ eða: „Hjálp, þetta kann ég ekki, hvað á ég að gera?“ Svo var hlegið og gert grín. Eg á eftir að sakna þess. Verst er að þessa helgi vorum við Anna ekki heima, við vorum á pollamóti á Sauðárkróki að bíða eftir þér, þú ætlaðir að koma með Heiðari Loga og Sylvíu og skemmta þér með okk- ur. Halldór minn, þú skemmtir þér vel á þínum stað og hefur það gott. Guð blessi þig, besti vinur minn. Elsku Jóhanna, Sigtryggur, Heiðar Logi, Otta og Hafsteinn, ykkar missir er mikill. Guð gefi ykkur styrk og blessi ykkur, svo og alla ættingja og okkur vinina. Blessuð sé minning Halldórs. Þín vinkona, Hildur Guðný. Elsku Halldór. Þú varst mér mjög góður og kær vinur. Þú varst vinur sem mér þótti mjög vænt um og mun þykja vænt um alla tíð. Mér þótti vænna um þig en ég gerði mér grein fyrir. Það er mjög erfitt að setjast nið- ur og ætla að skrifa nokkur orð um þig. Ég veit ekki hvar ég á að byija eða segja, en þú varst alltaf bros- andi eða hlæjandi sem er mjög góð- ur eiginleiki. Það var alltaf mjög gaman að vera nálægt þér og aldrei að vita nema þú tækir upp á ein- hveiju sniðugu. Þú varst alltaf mjög góður vinur allra og vildir allt fyrir alla gera þó að þú kæmist jafnvel í klandur fyrir það sjálfur. Ékki má nú gleyma því að þú varst líka alltaf til í að ærslast og prakkarast. Það er mjög sárt að sjá þig ekki hérna heima hjá Jóni Þór þar sem þið voruð alltaf saman. Ég er ekki búin að átta mig á því að þú ert farinn og ég mun kannski aldrei gera það. Ég býst alltaf við því að mæta þér úti í sjoppu, eða að þú komir hérna heim með Jóni Þór eins og þú varst vanur að gera. Það er stór og óumflýjanlegur partur af lífinu að deyja eins og allir vita, og nú ert þú farinn á annan og betri stað. Þar bíður þú ánægður okkar allra því einhvem tímann, ein- hversstaðar, kannski í öðrum heimi, hittumst við enn á ný. En þangað til með hjálp minninganna sem við eig- um um þig, munt þú lifa áfram með okkur alla daga og alla tíð. Ég votta foreldrum Halldórs, Jó- hönnu og Sigtryggi, systkinunum Heiðari, Ottu og Hafsteini, ættingj- um og vinum Halldórs mína inni- legustu samúð. Þín vinkona, Marína Sæunn (Ina). Elsku Halldór. Söknuður okkar er mikill og við vitum að þú ert á miklu betri, skynsamlegri og virðu- legri stað og þú bíður eftir okkur öllum. Þú varst frábær vinur, traustur og góður. Þú hjálpaðir mörgum úr klandri og tókst á þig sök ef vinur þinn hafði gert eitt- hvað af sér. Allar stundir okkar saman voru góðar. Við rifumst aldrei og þú varst þannig að þú eignaðist vini alls staðar. Það þótti öllum vænt um þig. Þegar við vor- um með þér varst þú alltaf að finna upp á einhverjum prakkarastrikum og ærslagangi. Þér voru allir vegir færir, sama hvað var, þú varst svo líflegur og fjörugur. Það var alveg meiriháttar 7. ágúst þegar mamma og pabbi gleymdu dótinu heima og við ákváð- um að taka rúnt upp í sumarbústað með dótið. Það var mjög gaman og á heimleiðinni þegar allt í einu varð þögn og þú byrjaðir allt í einu að syngja hátt lagið Without you með Maríu Carey og svo sungum við það alla leið heim en það voru bara tvær setningar, sem við gátum sungið því við kunnum ekki meir. Við bíðum eftir því að geta verið með þér á ný og hlegið og fíflast. Góði Guð. Við viljum biðja þig að gefa Jóhönnu, Sigtryggi, Heiðari, Ottu og Hafsteini og öllum hans ættingjum og vinum styrk og hand- leiðslu til að komast í gegn um þessa erfiðu lífsins þraut. Guð blessi þig, Halldór. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn en við vitum að við munum hittast aftur. Ástar- og saknaðarkveðjur. Jón Ásgeir og Sigurborg. Elsku Halldór. Kæri vinur. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég sakna þín sárt eins og allir aðrir sem þig þekktu. Þú varst æðisleg persóna og góður vinur og mér mjög kær. Þú varst alltaf bros- andi og í góðu skapi. Það verður skrítið að fá þig ekki oftar heim með bróður mínum né sjá þig ekki oftar sofandi á dýnu við hliðina á bróður mínum eða hlusta á ykkur tala um lífið og tilveruna. Þú varst mér sem einn úr fjölskyldunni og örugglega öllum öðrum vinum þín- um líka. Þú varst alls staðar vel- kominn. Það verður erfitt að sjá þig ekki oftar með okkur vinum þínum úti í sjoppu eða annars staðar í Garðinum. Elsku Halldór. Mér þótti og þyk- ir enn afar vænt um þig. Þú verður alltaf hjá mér í minningunni, kæri vinur, og ég vona að þú sért kominn á betri stað. Foreldrum þínum, Sigtryggi og Jóhönnu, og systkinum þínum, Heiðari Loga, Ottu og Hafsteini, ættingjum og vinum sendi ég sam- úðarkveðjur. Guð varðveiti þig, Halldór minn. Þín vinkona, Birgitta S. Eymundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.