Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 23 ERLENT Skiptar skoðanir um árásirnar Reuters GERVIHNATTAMYND sem sýnir einar af þeim búðum hryðjuverka- manna í Afganistan sem gerðar voru árásir á. HAFT er eftir Sandy Berger, örygg- isráðgjafa Bandaríkjastjórnar, í The New York Times að „lítill hópur“ manna, þ.m.t. William Cohen, vam- armálaráðherra, og Henry Shelton, yfirmaður bandaríska heraflans, hefði hafið undirbúning stýriflauga- árásanna snemma í síðustu viku. Undirbúningurinn, sem fór fram með algerri leynd, komst svo á fullan skrið á föstudag fyrir viku, þegar tekist hafði að afla óyggjandi sann- ana fyrir aðild Sádí-Arabans Osama Bins Ladens að sprengjutilræðum í Tansaníu og Kenýa, að sögn tals- manna Bandaríkjastjórnar. Það var handtaka og síðan játning Mohammeds Saddiqs Odeh í Karachi í Pakistan daginn sem sprengingarn- ar í Dar es Salaam, höfuðborg Tansaníu, og Nairóbí, höfuðborg Kenýa, áttu sér stað sem skiptu sköpum fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) að sögn The Daily Telegraph. Odeh var fram- seldur til Kenýa umræddan fóstudag og var yfirheyrður af bandarísku al- ríkislögreglunni (FBI) þar sem hann sagði frá því að hann hefði ásamt þremur vitorðsmönnum þremur dög- um fyrir sjálft sprengjutilræðið útbú- ið sprengjuna á Hilltop Lodge-hótel- inu í Nairóbí. Odeh viðurkenndi einnig tengsl sín við Osama Bin La- den og eftir að fulltrúar FBI höfðú rannsakað dvalarstað Odehs og fé- laga í Hilltop Lodge-hótelinu komst skriður á málið. Komst þá skipulagn- ing ráðgjafa Clintons Bandaríkjafor- seta á lokastig. Afar nákvæm flugskeyti Um 75 stýriflaugum var skotið frá herskipum á Rauðahafi og Arabíu- hafi um klukkan hálfsex á fimmtu- dag að íslenskum tíma en þá var komin nótt í Afganistan og húmaði hratt í Súdan. Sögðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar þennan tíma dags hafa verið valinn til að tryggja að sem fæstir óbreyttir borgarar væru á ferii, en einnig vegna þess að upplýsingar gáfu til kynna að um þessar mundir væri afar fjölmennt í herbúðum hryðjuverkamanna í Afganistan, sem skotið var á. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar eru Skiptar skoðanir eru um réttmæti stýri- flaugaárása Banda- ríkjamanna á skotmörk í Afganistan og Súdan í fyrradag. Þeir telja sig hins vegar hafa haft nægar forsendur fyrir árásunum og áskilja sér rétt til frekari að- gerða gegn hryðju- verkamönnum. Reuters SÚDANSKA sjónvarpið sýndi í gær myndir af verksmiðjunni sem baudarískar stýriflaugar lögðu í rúst á fimmtudag. tregir til að láta uppi nákvæmlega hvaðan skeytunum var skotið. Er það m.a. vegna þess að alþjóðalög kveða á um að þeir hefðu átt að leita samþykkis Pakistana áður en stýriflaugum var skotið þvert yfir lofthelgi þein-a. Að sögn netútgáfu The Wall Street Journal vildu hvorki Pakistanar né Bandaríkjamenn ræða hvort slíks samþykkis hefði verið leitað og hvort það var veitt af hálfu Pakistana. Stýriflaugamar sem notaðar voru í árásinni eru af gerðinni Tomahawk og kosta næstum eina milljón Bandaríkjadala hver í framleiðslu, eða um sjötíu milljónir ísl. kr. Nokk- ur gagnrýni hefur verið uppi í Bandaríkjunum vegna þessa gífur- lega kostnaðar og var nýlega til- kynnt að leitað yrði leiða til að draga úr honum. Tomahawk-skeytin eru um sex metrar að lengd, geta flutt rúmlega tvö þúsund kílógrömm af sprengiefni og ferðast allt að sextán hundruð kílómetra vegalengd en samt hitt skotmark sitt með ótrúlegri ná- kvæmni. Segja má að þau séu eins og ómönnuð flugvél sem springur í loft upp er hún mætir skotmarki sínu. Hlutu Tomahawk-skeytin eld- skím sína í Persaflóastríðinu þegar Bandaríkjamenn beittu þeim marg- sinnis. Síðan hefur þeim verið beitt tvívegis gegn írökum og auk þess í Bosníustríðinu. „Hryðjuverkaháskóli" og eiturefnaverksmiðja Skotmörkin í Afganistan voru sex talsins, öll á litlu svæði nærri Khost sem Bandaríkjamenn telja bæki- stöðvar hryðjuverkamanna. Zhawar Kili Ai-Badr-bækistöðvarnar, sem er lýst sem eins konar „háskóla hryðju- verkamanna", eru um 150 kílómetra suður af Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, og rétt við landamæri Pakist- ans. Segja fulltrúar bandaríska varn- armálaráðuneytisins að þar hafi ver- ið við þjálfun allt að sex hundruð menn þegar mest var en stöðvarnar hafa hlotið blessun Talebana, ís- lömsku bókstafstrúarstjórnarinnar í Afganistan, að sögn Bandaríkja- manna. Nokkru færri skeytum var skotið að E1 Shifa-verksmiðjunni í Kharto- um, höfuðborg Súdan, sem Banda- ríkjamenn telja að framleiði eitur- efnavopn, t.d. taugagasið VX sem er eitt það hættulegasta sem um getur. VX er afar banvænt og faili tíu milli- grömm af því á húð manns getur það dregið hann til dauða á fimmtán mín- útum. VX heftir getu tauganna til að endurnýja sig og veldur því að mað- urinn hefur enga stjórn á vöðvastarf- semi, auk þess sem fylgt geta ósjálf- ráðir krampakippir og lömun öndun- arfæranna áður en að dauða kemur. I nýjasta hefti The Economist var fjaliað um hryðjuverkasamtök fram- tíðarinnar sem myndu að öllum lík- indum beita eiturefnum í æ ríkari mæli í stað þess að standa fyrir „gamaldags" sprengjuárásum. Verk- smiðjan E1 Shifa er talin hluti af þessari nýju þróun í heimi hryðju- verka en eiturefnavopn eru fremur ódýr og auðveld í framleiðslu. Bandaríkjamenn halda því einmitt fram að Osama Bin Laden hafi á síð- ustu árum haft samstarf við stjórn- völd í Súdan um að koma á fót risa- vaxinni eiturefnaverksmiðju, m.a. til að framleiða taugagasið VX, og mun skotmark Bandaríkjamanna í Khartoum hafa verið hluti af henni, ef marka má staðhæfingar Williams Cohens, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Abdul Rahim, innanríkis- ráðherra Súdans, sagði hins vegar í samtali við ABC-News að Cohen færi með fleipur og að umrædd verk- smiðja framleiddi læknislyf og væri í einkaeigu, en ekki tengd stjórnvöld- um í Súdan. Eru aðgerðir Bandaríkjamanna skynsamlegar? Bandaríkjamenn segjast reiðu- búnh' til frekari aðgerða gerist þess þörf. Ekki þyrfti að eiga sér stað mikill flutningur herliðs því Banda- ríkin hafa nú þegar umtalsverðan viðbúnað á svæðinu til að halda Irök- um í skefjum. Eru á þessari stundu í eða við Persaflóann 23.000 hermenn, 170 herflugvélar og 24 herskip. Skiptar skoðanir eru hins vegar um það hvort skynsamlegt sé að hefna aðgerða hryðjuverkamanna með þeim hætti sem Bandaríkja- menn hafa nú gert. Sérfræðingar benda á að þótt vissulega færi svona aðgerðir hryðjuverkamönnum heim sanninn um það að þeir muni ekki komast upp með ódæðisverk um- yrðalaust þá sé staðreyndin sú að „forvarnaaðgerðir“ sem þessar hafi oft þveröfug áhrif. Líkur séu á að hryðjuverkamenn auki í framhaldinu umsvif sín og starfi af enn frekari eldmóði gegn hagsmunum hins vest- ræna heims. „Þessi aðgerð gengur gegn alþjóðalögum og reglugerðum Sameinuðu þjóðanna," sagði Edward Herman, prófessor við háskólann í Pennsylvaniu, „Þegar eitt ríki tekur þá ákvörðun að varpa sprengjum á tvö erlend ríki er hættan sú að sak- lausir borgarar farist, og það getur valdið þvi að atburðarásin snúist í höndum manna.“ Yossi Melman, Israeli sem sér- hæfir sig í málefnum leyniþjónust- unnar, benti hins vegar á að ef Clint- on hefði ekki fyrirskipað stýriflauga- árásirnar myndu menn halda því fram að hann væri lamaður og ófær um að beita sér vegna Lewinsky- málsins heima íyi'h’. Með því að fyr- irskipa þær væri hann hins vegar sakaður um að beina sjónum manna frá eigin vandræðum. „En Clinton varð að sýna að Bandaríkin eru enn stórveldi og að þau láta ekki við- gangast hryðjuverk gegn þegnum sínum eða hagsmunum." Maxima QX kr. 2.619.000,- t Ingvar | Helgason hf. t Sœvarhoýda 2 Sími 525 8000 tvunv. ilt. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.