Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 38
'■>38 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Banki með ÞAÐ UNDRAR engan sem þekkir eitt- hvað til sögu sænskra banka, og þarf ekki að vera nema á yfirborði, að sendimaður sam- einingarbankans, Skandinaviska Banken og Enskilda Banken (W allenbergsbank- ans), skuli velja þann kost að gleyma fortíð- inni og ræða einvörð- ungu um atburði á seinna æviskeiði bank- ans. Sænski banka- maðurinn færir sér í nyt ungan aldur við- mælanda síns, Sigrún- ar Davíðsdóttur. Hagfræðingar hefðu þó átt að geta upplýst hana. Lars Gustafsson aðstoðarbanka- stjóri SE-bankans rekur í fáum orðum forsögu sameiningar bank- anna. Hann kýs að dveljast við fjárhagsörðugleika Skandinaviska Bankens árið 1992. „Eftir gríðarlega velgengni á seinni hluta síðasta áratugar stóð bankinn frammi fyrir miklum -^vanda 1992. Svo tæpt stóð hann að rætt var við sænska ríkið um að- stoð, en til þess þurfti ekki að grípa, því bankinn bjargaði sér á eigin spýtur.“ Þarna fer aðstoðarbankastjórinn frjálslega með staðreyndir. Hann kýs að nefna ekki aðstoð ríkisins við Skandinaviska Banken árið 1932. Það var um þær mundir, sem Evrópa stóð á öndinni vegna glæfra sænska eldspýtnakóngsins Ivars Kreuger. Fjármálavafstur ,'hans leiddi til geigvænlegra fjár- hagsörðugleika fjölda fyrirtækja, m.a. Skandinaviska Banken. Sænska ríkið hljóp þá undir bagga með bankanum og lét Ríkisbank- ann reiða fram 215 milljónir sænskra króna til þess að blása lífi í bankann. Það þarf enga rannsóknarblaða- mennsku til þess að afla fróðleiks- ins. Það nægir að rétta út höndina og fletta einhverju uppsláttarriti (leksikon). Þar er allt á hreinu. Sú skylda hvílir á herðum blaðamanna að þeir séu ekki bara málpípur þeirra sem við er rætt. Þeir eiga að hafa einhverja lágmarksþekkingu á viðfangsefninu. > Greinarhöfundur átti þess kost að dveljast um eins árs skeið í Sví- þjóð árin 1937 og 38. Ritstjóri helsta málgagns sósíaldemókrata, Zeth Höglund, sem talinn var til róttækra í flokki sínum, birti minn- isstæða forystugrein í blaði sínu 1938. Þar þakkaði hann Wallen- berg, nafnkunnasta auðjöfri Sví- þjóðar, bankamanni og eiganda fjölda stórfyrirtækja. Kvað Höglund maklegt að Wallenberg fengi þakkir sænskrar verkalýðshreyfingar fyrir frábært skipulag og hyggindi. Nú, þeg- ar þjóðnýting til al- mannaheÚla stæði fyr- ir dyrum, mætti ekki minna vera, en sænsk alþýða þakkaði afreks- verk Wallenbergs, sem þjóðin ætti eftir að njóta við leiðsögn sósíaldemókrata. Mér er enn í minni undrun og athygli sem grein þessi vakti. Það Mðu áratugir þangað til nafn Wallenbergs bar fyrir augu. Vinur minn, Magnús E. Pálsson, sonur Páls Eggerts Ola- sonar prófessors, dvaldist um skeið í Svíþjóð. Hann vann þar í ýmsum verksmiðjum stórfyi-irtækja. Lars Gustafsson að- stoðarbankastjóri SE- bankans kýs að dvelj- ast við fjárhagsörðug- leika Skandinaviska Bankens árið 1992, skrifar Pétur Péturs- son en segir hann hins vegar ekki nefna aðstoð ríkisins við Skandinav- iska Banken árið 1932 um þær mundir, sem Evrópa stóð á öndinni vegna glæfra sænska eldspýtnakóngsins Ivars Kreuger. Magnús sendi mér blaðaúrklippu. Það var grein í „Expressen", stór- blaði sænsku. Þar var þess getið að Wallenberg hefði aldrei verið auð- ugri en einmitt þá. Sósíalde- mókratar höfðu þá ráðið ríkjum í Svíþjóð um áratuga skeið. Hagur Wallenbergs hafði stórbatnað á þessum tíma. Sænskir verkamenn undu hag sínum hvergi nærri. Dr. Benjamín Eiríksson hag- fræðingur og fyrrum bankastjóri stundaði nám í Stokkhólmi um þessar mundir. Mér var kunnugt Pétur Pétursson fortíð um þekkingu hans á peningastofn- unum og alþjóðaviðskiptum. Benjamín segir Wallenberg hafa lánað fé til kaupa á jarðbor, „Norð- urlandsbornum", sem notaður var við Kröfluvirkjun. Þá greinir hann frá því í bók þeirri er dr. Hannes Hólmsteinn skráði að Marcus Wal- lenberg hafi dag nokkurn komið í skrifstofu er Benjamín hafði í Arn- arhváh og boðið peninga til kaupa á rafmagnsvörum. Úr því varð þó ekki. Þegar ég innti dr. Benjamín eftir áliti hans á viðræðum þeim er nú fara fram um sölu Landsbankans svaraði hann: „Mín persónulega skoðun er sú, að þessi litla þjóð eigi að halda ut- an að því sem henn- ar er, einkum svona stofnun eins og Landsbankann, sem hún hefír lengi litið á sem lykilstofnun, enda fyrsta peninga- stofnunin sem þjóðin eignast. Mér líst að þama muni aðeins um að ræða litla fingurinn, síðan gæti höndin komið til með að fylgja, önnur fyrir- tæki. Vér vitum hvað vér höfum. Tökum hið þekkta fyrir hið óþekkta.“ Karl Gerhard, víð- kunnur sænskur leik- húsmaður, revíu- kóngur og rithöfundur hefir ritað endurminningar sínar. Bókaforlag Bonniers í Stokkhólmi gaf þær út. I bók þeirri er hann nefnir „Om jag inte minns fel“ og kom út árið 1953 segir hann frá harðbráki er varð á revíusýningu er hann gekkst fyrir. Ebba Bonde, fædd Wallenberg, eiginkona og aðalsfrú Bondes, fór fyrir flokki leikhúsgesta, sem lét í ljós óánægju sína og gremju með táknrænum og áhrifamiklum hætti. Dugmiklir og sparsamir herra- menn í Enskilda Banken, sem era kunnir fyrir að velta skildingnum og venda jakkafötunum, mynduðu einfaldan bakgrann fvrir litríka persónu Ebbu Wallenberg. Þegar hún hélt innreið sína í Hörnings- holmshöll sem greifafrú Bonde var það upphaf glæstrar tíðar í sögu fornfrægs höfðingjaseturs. Síðan rekur Karl Gerhard í fáum orðum forsögu atburða sem gerð- ust í revíuleikhúsi hans, „Folkan". Það kom til orrastu á vígvelli milli Wallenberg-ættarveldisins og leikhúss Karls Gerhard, „Folkan“. Það voru þó ekki stjórnendur bankans, sem stóðu fyrir „flautu- konsertinum", stríðinu sem háð var SÆNSKA greifafrúin af ætt Wallenbergs varð vinkona Karls Gerhards. KARL Gerhard revýukóngur. Hann líkti banka Wallen- bergs við rándýr. IVAR eldspýtnakóng- ur. Var einn atkvæða- mesti hluthafi Skand- inaviska Banken. í leikhúsinu. Það var hin skapmikla valkyrja sem réðst til árásar að eigin frumkvæði. Póli- tískur bakgrunnui' átakanna milli þessara tveggja stórvelda, bankans og revíunnar, var sem hér segir. I búri á Skansinum (skemmtistað í Stokkhólmi) sátu tveir páfagaukar, LiM Ziedner og Eric Abrahamson. Útsýnið, sem blasti við þeim, varð tilefni til samtals, sem snerist um rándýr sem áttu sér athvarf bak við járngirta glugga. Búr Enskilda- bankans vakti einkum athygli. „Þarna sitja gráðugustu rándýr Stokkhólms. Þau gleypa þrotabú í morgunverð, Landsvirkjun í há- degismat og Timburverksmiðju í kvöldverð og skola svo öllu niður með Gullfossi..." Þessi velheppnaða lýsing á starf- semi stórbankans kom ekki heim og saman við dótturlegan skilning á bankanum. Ebba Bonde efndi til mótmælaaðgerða. Hún fékk sér til fulltingis vaska sveit ungra liðsfor- ingja, vopnaða handsprengjum fyllta bleki. Valkyrjan sem fór fyrir liðssveitinni sat á bekkjum leik- hússins (Folkan). Þegar kom að orðaskiptum þeim, sem vöktu reiði áheyrenda dundi sprengjuregn ýluflautanna á leiksviðinu. Hæði- hróp heyrðust frá samsærismönn- um Ebbu Bonde. Síðan rekur Karl Gerhard frekari rás atburða, sem hann kveður ættaða frá Parísar- leikhúsum. Viðbrögð að tjaldabaki lýstu fumi og fáti. Leikararnir, Lili Ziedner og Eric Abrahamson, voru ekki vön að geta ekki svarað fyrir sig, en þessi árás kom þeim í opna skjöldu. Áheyrendur skildu ekki hvað þarna var á ferðinni og var vandi á höndum að taka afstöðu. Ég átti að koma fram næst á eftir þessum Skansen-þætti. I mesta hasti samdi ég kynningu, sem ég bað Valdemar Dahlquist að flytja. Hann var ekki mótfallinn skyndiá- kvörðunum, sem mæltar væra af munni fram, en í þessu tilviki var erfitt að sannfæra hann. „Þetta er fínasta fólkið í Stokk- hólmi,“ sagði hann og var sem þrumu lostinn, var rétt eins og ég hefði beðið hann að kljúfa skildi í Riddarahúsinu. Þegar ég hótaði honum að ganga sjálfur inn á sviðið og kynna féllst hann á að flytja orðin sem ég hafði skráð. Hann gekk inn og tók upp eina af bleksprengjunum, skoðaði hana gaumgæfilega og sagði: „í gær lagði ég inn í Enskilda Banken eitt hundrað krónur í gulli. I dag kem- ur úthlutunin. - I bleki.“ Nú voru áheyrendur með á nót- unum. Dynjandi lófatak kvað við og kröftugir smellir kváðu við á bekkjunum. Þannig segir Karl Gerhard frá þessu leikhúsævintýri um Wallenbergsbankann. Hvað ætli foringjar Framsókn- arflokksins, Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson frá Hriflu, hefðu sagt, ef þeir hefðu orðið þess áskynja að ráðherrar flokksins ætl- uðu Fjallkonunni það hlutskipti að verða „litla stúlkan með sænsku eldspýturnar“ og orna sér við log- ann af ímynduðum varma við alda- hvörf. Höfundur er þulur. Um kirkjur og garða í ÁGÆTU, greinar- góðu viðtali við Þórstein Ragnarsson forstjóra Kirkjugarða Reykjavík- ur, sem birtist í Morg- unblaðinu 8. ágúst sl., koma fram upplýsingar sem urðu mér tilefni hugleiðinga um þessi mál, einkum þrjú atriði. Fyrsta: Alltaf hef ég undrast það að byggð skyldi vera sérstök út- fararkirkja í Fossvogi í stað þess að nota sókn- arkirkjurnar til þessara athafna eins og ann- arra, svo sem skírna, giftinga o.fl. Lang eðli- legast virðist að síðasta kirkjuferð og kveðja til hvers og eins sé í sókn- arkirkju því allir eru í einhverri sókn. Þetta er auðvitað alls staðar gert úti á landi, en af og til þó í Reykjavík. Finnst mér það best við- eigandi og viðkunnan- legast, enda kirkjurnar nú þægileg, fögur og vel búin hús. Ný útfar- arkirkja væri því óþörf fjárfesting. Annað: Að mínu mati era bálfarir í ósamræmi við lögmál náttúrunnar og því ógeðfelldar. Lauf trjánna og aðrar líf- rænar leifar jurta og dýra fölna og rotna þegar þær hafa lokið hlutverki síni, samein- ast þá jarðvegi og verða næring nýrra jurta og annarra lífvera. Þetta er hin eðlilega hringrás. Hvers vegna ætti að kosta til brennslu, sem útheimtir orku og veldur mengun eins og allur bruni lífrænna efna, sem óþarft er líka að eyða á þennan hátt? Um þetta hafa Eðlilegt virðist, segir Kristinn Björnsson, að síðasta kirkjuferð hvers og eins sé til sóknar- kirkju viðkomandi. menn vitanlega mismunandi skoðan- ir og tilfinningar eins og eðlilegt er og sjálfsagt. Þriðja: Það er oft nefnt að mikið land fari undir kirkjugarða og m.a. þess vegna sé brennsla æskileg. En er það mikið land? Þetta land má líka nýta á fieiri vegu, þótt ekki sé hægt að byggja á því. Garðana má gera að fögrum og þægilegum úti- vistar- og göngusvæðum fyrir al- menning ef rétt er að staðið, og í borg er þeirra alltaf þörf. En þá þarf ræktun garðanna og útlit að miðast við þennan hagnýta tilgang. Þetta er vel orðað í fyrrnefndu viðtali. Þeir Kristinn Björnsson verði „eins og um lystigarða væri að ræða, umhverfið eigi að vekja þægi- legar tilfinningar, þangað eigi að vera gott að koma fyrir þá fjölmörgu sem ganga um þá og njóta útivist- ar“. Þetta má eflaust framkvæma á ýmsa vegu, best væri e.t.v. að hafa minna um steina, en auka og fegi'a gróður, ekki síst trjárækt. Það væri t.d. fallegra að hver maður fengi tré á legstað sinn en stein. En staði má þá kortleggja nákvæmlega og hafa nafnaskrá, svo að hver og einn sé finnanlegur. Þetta er aðeins ein ábending um hugsanlega breytingu. Þegar fram líða stundir mætti líka nýta kirkjugarða til ræktunar nytja- skóga til timburframleiðslu og væri það mjög viðeigandi. Engin ástæða er því til að sjá á eftir landi sem til þeirra fer, það má nýta vel til úti- vistar og skógræktar síðar meir. Þetta voru hugmyndir sem ég vildi koma á framfæri til íhugunar fyrir almenning og þá sem hafa með málin að gera. Höfundur er sálfræðingur og fyrrv. forstöðumaður sálfræðiþjónustu skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.