Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HEILSUFARSUPPLÝS- INGARSÖLUVARA UMRÆÐUR um miðlægan gagnagrunn og verndun persónu- upplýsinga fara fram víðar en hér á landi. I Bretlandi var tekist á um slíkan gagnagrunn í vor. Fjölmiðl- ar tóku ákveðna afstöðu. Þeir -»■ kynntu fjölmargar hliðar málsins og miðluðu fræðslu til almennings, ekki síst um áhættuþættina, og stóðu vörð um rétt fólks til frið- helgi einkalífs og persónuvemdar. Margvísleg rök voru sett fram til að réttlæta uppsetningu gagnagrunns í vor fóru bresk lögregluyfirvöld fram á að settur yrði upp gagna- grunnur með upplýsingum um erfðaefni fyrir alla þjóðina. Rökin voru þau að auðveldara yrði að handtaka afbrotamenn. Fjölmiðlar mótmæltu kröftuglega og margir fleiri og var málið kæft í fæðingu. Vankantar voru sagðir meiri en ávinningur. Leiðarahöfundur eins virtasta dagblaðs Bretlands, The Guardian, lýsti ákveðinni afstöðu í leiðara blaðsins 6. maí undir fyrir- sögninni „No Way DNA“ eða DNA kemur ekki til mála. Höfundur ásakar ekki lögreglu fyrir að vilja nota sér hátækniaðferðir við að reyna að klófesta afbrotamenn. Genagreining geti verið ágætt vopn við að ná afbrotamönnum, en ef allir yrðu settir á lista yfir grun- . aða væri það í andstöðu við viður- kennda hugmyndafræði um sak- leysi þar til sekt væri sönnuð. En jafn alvarleg væru mistök sem vísindamönnum hefðu orðið á þar sem niðurstaða genagreiningar reyndist röng og minnti á nýleg dómsmál í nauðgunarmálum og fleiri málum sem leiddu til afsagnar vísindamanns vegna hæfnisskorts. Valdníðsla í stað stjórnunar með sátt Fleiri tjáðu sig um þjóðar-gena- gagnagrunninn. Ráðherra vildí ræða málin en talsmenn ráðuneyt- isins mótmæltu á grundvelli per- sónuvemdar og kostnaðar. Sömu *■■ afstöðu tóku talsmenn mannrétt- indahópa. Þeir sögðu skylduþátt- töku grafa undan friðhelgi einka- lífsins og töldu slíkan gagnagrunn brot á evrópska mannréttindasátt- málanum. Hugmyndin var sögð sveifla í átt að stjórnun með vald- beitingu í stað stjórnunar með sátt. í blaðagreinum var bent á hætt- ur sem gætu fylgt í kjölfar upplýs- ingaleka úr slíkum gagnagrunni. Flestum bar saman um að engir gagnagrunnar hefðu reynst örugg- ir. Reynslan sýndi að þeim mun umfangsmeiri sem þeir væru, þeim mun erfiðara hefði reynst að ná ut- an um þá. Var þar verið að vitna í slæma reynslu af umfangsmiklum fingrafarabanka sem fór úr bönd- unum á síðasta áratug. Upplýsingaleki úr gagnagrunnum og misnotkun Upplýsingar úr gagnagrunnum geta lekið út með ýmsum hætti; með sölu á upplýsingum, innbrot- um í tölvur eða með því að bera fé á starfsmenn. Tíð innbrot „tölvu- hakkara" í tölvukerfi fyrirtækja og stofnana og nú síðast Back Orifice, sem Margmiðlum hefur alvarlega varað við, hafa sýnt að margföld * öryggiskerfi eru þessum slyngu tölvuhökkurum engin hindrun. Misnotkun á upplýsingum úr gagnagrunni getur farið fram á margvíslegan hátt, enda geta þær verið mjög ábatasamar. Upplýs- ingarnar er hægt að nota til fjár- kúgunar, t.d. vegna ímyndaðs eða f rangs faðemis. þess konar mál geta ekki aðeins leitt til upplausn- ar í fjölskyldum heldur einnig ver- ið notuð við kröfu til arfs þar sem hagnaðar er von. Slík mál hafa jafnvel náð út yfir gröf og dauða eins og þekkt er. Stjórnendur fyr- irtækja gætu talið það ávinning að fá upplýsingar um starfsmenn sem þeir íhuga að ráða til starfa, eins og hvort viðkomandi hafi ein- hvern tíma leitað að- stoðar vegna of- drykkjuvandamála, hvort hann hafi verið í andlegu jafnvægi eða leitað til tauga- eða geðlæknis, hvort hann sé líklegur til að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi, um kyn- hegðun hans o.s.frv. Þegar allar persónu- upplýsingar eru komnar á einn stað verður enginn óhult- ur. Margrét Þorvaldsdóttir Vita Islendingar hvað þeir eru að gera? í samkvæmi í Bretlandi í vor var greinarhöfundur spurður þessarar spurningar. Spyrjandi, sem er ná- tengdur tölvuheiminum, vissi allt um fyrirhugaðan gagnagrunn á ís- landi og hann spurði beint hvort það væri satt að allir íslendingar væru skyldir. Mér var brugðið þeg- Nauðsynlegt er að fylgjast með umræðu erlendis um erfðarannsóknir og gagnagrunna, segir Margrét Þorvaldsdöttir, sem og ásælni lyfjafyrirtækja og tryggingafélaga í persónuupplýsingar. ar ljóst var að verið var að spyrja um skyldleikagiftingar. Spyrjandi vildi vita hvort það væri satt að til væru allar heilsufarsupplýsingar um Islendinga marga áratugi aftur í tímann. Hvort það væri rétt að ákveðnu fyrirtæki hefðu þegar ver- ið afhentar allar heilsufarsupplýs- ingar þjóðarinnar og mætti síðan selja þær. „Vita Islendingar hvað þeir eru að gera?“ var spurt. „Þetta getur verið stórhættulegt. Hafið þið ekki heyrt um hneykslið í Bandaríkjunum?" Jú, það varð í kjölfar ákvörðunar um að gena-kortleggja algengi „sickle cell“, blóðsjúkdóms sem er ættgengur hjá fólk af kynstofni blökkumanna. Afleiðingin var al- varlegt hneyksli. Á grundveUi upp- lýsinga sem komu fram í þessum genarannsóknum hefur þetta fólk orðið að upplifa ómælda eifiðleika og m.a. verið neitað um störf. Það er einmitt slík misnotkun sem veldur því að menn verða mjög varkárir þegar rætt er um að draga saman viðkvæmar heilsufarsupp- lýsingar fólks, og menn furða sig á þeirri skammsýni íslenskra stjóm- valda að setja miðlægan gagna- grunn í hendur fyrirtækis sem ætl- ar að gera þær að söluvöru. Gjaldið sem greiða þarf fyrir að hafa röng gen í tímaritinu Investors Chronicle voru teknir fyrir ókostir þess að hafa röng gen. í greininni er við- vörun til almennings. Þar segir að genatæknin bjóði í vaxandi mæli upp á genapróf sem eigi að leiða í ljós hvort viðkomandi sé líklegur til að eiga við heilsufarsvandamál að stríða síðar á lífsleið- inni - en menn skulu vera vel á verði - líf- tryggingarfélögin fylgist grannt með. Þau treysti ekki við- skiptavinum sínum. Áður en trygging er samþykkt krefjist fé- lögin nákvæmra per- sónulegra upplýsinga um lífsstíl, heilsu og fjölskyldusjúkrasögu undir því yfirskini að þau verði að tryggja sig gegn viðskiptavin- um sem farið hafa í genapróf og komist að því að þeir hafi gallað gen og hlaupi til og taki út háar líftryggingar. Reynslan sýni þó að aðeins nokkur þúsund Bretar hafi farið í genapróf. Tryggingafélögin eru sögð svo áhyggjufull að þau eru tilbúin að hafna niðurstöðu stjómamefndar sem á þessu ári hefur lagt til að tryggingafélögin fresti í tvö ár kröfu um niðurstöður genaprófs. Bretland er eina landið þar sem tryggingafélög geta krafið umsækj- anda um niðurstöður genaprófs, sé það íyrir hendi, en félögin geta ekki krafist þess að umsækjendur fari í slíkt próf. Akveðinn ótti er við að slík krafa komi fram, þar sem vitað er að tekist er á um málin að tjalda- baki. í greininni segir aftur á móti að í Frakklandi sé tryggingafélögum bannað að krefjast slíkra upplýs- inga eða spyrja umsækjendur um heilsufarssögu fjölskyldunnar. Ástralía, Belgía og Noregur hafa einnig lögfest bann gegn því að líf- tryggingafélög hafi rétt til að spyrja eða krefjast niðurstaðna genaprófs og tugur annarra landa er um það bil að fylgja á eftir. Hol- land hefur nýlega endurnýjað fimm ára bann við kröfu um notk- un genaprófa vegna umsóknar um tryggingu allt að 100.000 pundum. Bandaríkin hafa breytt lögum til að koma í veg fyrir að tryggingafé- lög fái niðurstöður genaprófa væntanlegra viðskiptavina, þó að ekki hafi öll ríkin undirritað lögin ennþá. Tryggingafélög hungruð í upplýsingar genaprófa Tryggingafélögin em sögð vera á hraðferð niður genakeðjuna, hungiuð í upplýsingar. Þó að í nokkram tilfellum sé hægt að sanna eða afsanna tengsl gena við sjúkdóma, þá muni tryggingafélög- in vilja vita niðurstöður genaprófa þar sem þær eru fyrir hendi. Áhyggjur virðast ekki ástæðulaus- ar. Ráðgjafi bresku tryggingafé- laganna í genafræðum, prófessor Sandy Reaburn við háskólann í Nottingham, segir að það verði ekki nýjar uppgötvanir í genarann- sóknum sem muni þrýsta á um genapróf þar sem öll grunnþekking sé þegar til staðar, heldur ný tækniþekking sem muni gefa vís- indamönnum tækifæri til að með- höndla niðurstöðurnar auðveldar en áður. Hugmyndin að tryggingafélögin túlki sjálf niðurstöður genaprófa án þess að kalla til sérfræðinga hefur þegar vakið hörð mótmæli starfandi lækna sem óttast að tryggðir einstaklingar muni draga INVESTORS CHRONICLE No way ONA The genetic slippery slope|| Why your genes can atfect your wealth *•' tlíWt) « »-»3L, ,^-pr.uipiTM! -MMjíjir-------- u* "NA m * triT>nt IQIHOMEHEWS ____ PoSicc urge taSks on DNA database forwboie nation » —ISecuúty v/amr>g for formsic bbs I ••LTf«r±ir*?h*ar I ~jrr, rtff ~ • ■ 1 5* «)U.A) J:. rtlrr tt Vw'. i*o tSch Ut*. rfljKM, H íSt TV \t*22 lifci Numbc Digitaldoooi ÚRKLIPPUR úr erlendum ritum. Genaveiðarar bjartsýnir að leita sér lækninga. Greinarhöfundur telur ekki að fólki verði neit- að um tryggingar, áhættuhópum muni verða gert að greiða hærri iðgjöld. Tals- menn tryggingafélaga segja það rangt, en aðrir sjá kröfur trygg- ingafélaga um gena- próf við sjóndeildar- hringinn, og þeim er ekki treyst. Breskir gagn- rýnendur segja að það eina sem geti hindrað að tryggingafélög komist í þá aðstöðu að túlka genapróf eftir eigin höfði séu hávær mótmæli almennings sem þröngvi ríkis- stjóm til að fylgja eftir ráðgjöf stjórnskipaðrar nefndar í genarannsóknum um lagasetningu. Genaveiðarar I aukablaði The European í vor komu fram áhyggjur vegna ákafa lyfjaiðnaðarins og samkeppni í genarannsóknum. Þar er hið harð- snúna lið vísindamanna, sem gengið hafa til liðs við lyfjaiðnað: inn, kallað „genaveiðarar". í greininni segir að óvæntar upp- götvanir og þekking á uppbygg- ingu gena geti ekki aðeins leitt til betri möguleika til bættrar heilsu heldur opni þær leið fyrir mikla gróðamöguleika. Menn hafi alla tíð, í baráttunni við að komast af, verið ræningjar eða veiðimenn, veiðiaðferðir hafi breyst í veiðar á þekkingu. Áköfustu veiðar sem fara fram nú á tímum séu við að bera kennsl á um 150 þúsund gen sem talið er að byggi upp manns- líkamann. Vísindamenn leiti ekki aðeins að nafni og númeri, þeir vilji vita hvað hver erfðavísir gerir svo hægt sé að græða á þekkingunni. Aðeins 10 prósent gena eru talin tengjast sjúkdómum, og er talið að í hverjum einstaklingi geti leynst a.m.k fimm gölluð gen, happdrætti sé hvert þeirra ein- staklingurinn fær. Það ræðst síð- an af aðstæðum eins og umhverf- isþáttum hvort þau geti leitt til sjúkdóma. Blaðið segir að ef takist að hafa uppi á sökudólgum sjúk- dóma opni sú þekking leið fyrir nýja kynslóð lyfja og um leið stór- gróða fyrir lyfjafyrirtækin. Auðvelt að nálgast genaupplýsingar Veiðunum er næstum lokið hef- ur blaðið eftir William Haseltine, stjórnanda fyrirtækisins „Human Genome Science (HGS)“, eins af frumherjunum í genarannsóknum. Haseltine er lýst sem fyrirferðar- miklum og yfirlýsingaglöðum manni sem segist viija að fyrirtæk- ið verði „Microsoft gena“ með hann sjálfan sem „Bill Gates í líf- tækni“. Haseltine segir að þeir hjá HGS hafi nú þegar borið kennsl á öll gen mannslíkamans. Þó að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á genum er hægt að fá einkaleyfi á hagnýt- ingu á þeim og fyrirtækið hefur þegar fengið einkaleyfi fyrir 57 genum og einkaleyfi á öllum gena- lækningum tengdum genum sem þeir hafa uppgötvað. Genaupplýs- ingarnar séu ekki bundnar við bandarísk fyrirtæki. Haseltine segir að fyrirtækið afli tekna með því að selja genaupplýsingar til samstarfsfyrirtækja eins og Smit- hKline Beecham í Bretlandi, Synt- hélabo í Frakklandi og Takeda í Japan. Blaðið segir að einnig sé hægt að kaupa upplýsingar um gen manna hjá öðram genafyrir- tækjum eins og Genset í París eða hjá bandarískum fyrirtækjum sem era í fararbroddi á þessum mark- aði eins og Incyte, Millennium, AXYS og Myriad Genetics. Einnig sé hægt að nálgast genaupplýsing- ar að kostnaðarlausu frá almenn- um genabönkum í gegnum Inter- netið. Dr. Mick Brown stjórnar rann- sóknadeild í lyfjalíftækni hjá lyfja- fyrirtækinu SmithKline Beecham, en fyrirtækið er sagt hafa skrifað undir fyrsta samninginn um gena- upplýsingar árið 1993 við lyfjafyr- irtækið HGS. Hann sér bjarta framtíð bæði fyrir lyfjafyrirtækin og sjúklinga. Ef hægt sé að skilja eðli sjúkdóma á erfðafræðilegan hátt og finna út nákvæmlega hvaða gen séu orsakavaldar verði hægt að búa til lyf með nákvæma virkni og án hliðarverkana. Sá þáttur hef- ur ekki reynst auðveldur viðfangs, hann er bæði kostnaðarsamur og tímafrekur. Upplýsingar genaveiðara era sagðar mjög mikilvægar fyrir lyfjafyrirtækin vegna þess að þær gefa þeim visbendingar um mögu- leika á hönnun á nýjum lyfjum og hagnaði. Og það er litið til eldri borgara sem væntanlegra við- skiptavina þar sem þeir muni verða tilbúnir til að greiða fyrir „endur- nýjun“. Reyndar hafa aðrir bent á að þegar genalækningar verði að veraleika muni þær leiða af sér annað vandamál, sem er mismun- un, þar sem aðeins hinir efnameiri muni hafa efni á þeim. Fjárfestar í líftækniiðnaði varaðir við Hinn mikli kostnaður við rann- sóknir og þróun í líftækniiðnaði hefur freistað stjórnenda til að leyna stöðu fyrirtækja fyrir fjár- festum og jafnvel stjómarmönn- um. Stjómendur hafa sjálfir verið staðnir að innherjaviðskiptum eins og forstjóri „British Biotech“, stærsta breska fyrirtækisins í lyfjaþróun. Hann var látinn fara og þröngvað um leið til að birta skýrslu upp á 36 síður til fjárfesta, þar sem honum er gert að hrekja ásakanir á hendur fyrirtækinu um fyrirtækið og störf þess í lyfjaþró- un, sem settar höfðu verið fram af fyrrverandi yfirmanni rannsóknar- deildar fyrirtækisins. Atvik þetta hefur kallað á við- brögð og viðvaranir til fjárfesta í líftækniiðnaði. í breska blaðinu The Guardian birtist viðtal við Harold Baum, fyrrverandi pró- fessor við King College í London, undir fyrirsögninni „Biotech business built on a wing and a prayer" þar sem hann varar minni fjárfesta við að fjárfesta í líftækni- fyrirtækjum nema þeir viti um hvað málið snýst. Hann hvetur stjórnendur minni sjóða eins og eftirlaunasjóða til að afla sér meiri upplýsinga hjá sérfræðingum og vísindamönnum með sérþekkingu áður en þeir dæli fjármagni inn í viðskipti byggð á óskhyggju. Vís- indamenn geti gefið þeim upplýs- ingar um það hvort verkefnið sé líklegt til að leiða til árangurs, eða sé líklegt til að víkja fyrir öðra. Baum segist hafa orðið var við að þekking fjárfesta sé lítil sem engin og að þeir skilji ekki grandvallar- hugtök í líftækni. Hann bendir á til samanburðar, að engum dytti í hug að leggja fjárfúlgur í fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.