Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp við setningu ráðstefnu um gæðastarf í menntakerfinu, sem haldin er í Menntaskólanum á Akureyri. Hér situr á hann á milli Tryggva Gislasonar, skólameistara MA, og Þorsteins Gunnarssonar, rektors Háskólans á Akureyri. Forseti Islands við setningu skólaráðstefnu á Akureyri Brýnt að nálgast nýja veröld með opnum huga Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 21.00. Ferðafólk sérstaklega velkomið. Séra Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur messar. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmanns- hlíðarkirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 21.00. „Komið og njótið kyrrðar í helgidómi Guðs.“ Séra Gunnlaugur Garðarsson. Aksjon Laugardagur 22. ágúst 21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Sunnudagur 23. ágúst 21 .OOÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Mánudagur 24. ágúst 21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Sýnt á RenniOerkstœðinu Akureifri Á sama tíma að ári í kvöld 22/8 kl. 20.30 uppselt Fjögur hjörtu fimmtud. 27/8 kl. 20.30 örfá sæti föstud. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laugard. 29/8 kl. 20.30 MlfíASALA Í SÍMA 1,61-3690 FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp við setningu ráðstefnu um gæðastarf í menntakerfinu, sem haldin er í Menntaskólanum á Akureyri í gær og í dag. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Að hvaða árangri er stefnt í skóla- starfi? Um 200 gestir sitja ráðstefn- una, sem nær til allra skólastiga, þ.e. leikskóla, grunnskóla, framhalds- skóla og háskóla. Ólafur Ragnar sagðist í ávarpi sínu fagna því að efnt væri til um- ræðu og málþings um þann mikla vanda að skilgreina gæði og árangur í síbreytilegri veröld náms og skóla. „Það er í senn mikilvægt og brýnt að við öll sem að fræðslu og menntun, uppeldi og þjálfun komum í iandi okkar nálgumst þessa nýju veröld með opnum huga. Tilbúin til endur- mats og breytinga, reiðubúin að læra sjálf að fara nýjar leiðir og láta ekki hagsmuni eða gamla fordóma byrgja okkur sýn eða loka á samstarf. Þó má eigi missa sjónar á þeim gildum sem um aldir hafa gefíð menntun kjöl- festu og einstaklingum nægilegan sjálfsþroska,“ sagði Olafur Ragnar. Forseti Islands kom inn á megin- atriði í stefnuskrá Bessastaðaskóla, eina lærdómsseturs þjóðarinnar á fyrri tíð. Hann sagði að í þeirri stefnuskrá hefðu menn verið að glíma við að fínna jafnvægið milli ný- sköpunar og hefða, frjálsræðis og aga. Hún væri einnig þörf árétting þess að jafnvel frá upphafi slíks skólahalds á Islandi hefði það verið höfuðstefnan að viðurkenna þörfina á breytingum og þróun. Kynslóð sem fer sjálf inn á Netið „Viðleitni okkar nú að ná réttum áttum, að svara á viðhlítandi hátt grundvallarspurningum um kennslu og skóla, nám og menntun, er þó ótvírætt erfiðara viðfangsefni en á dögum lærimeistaranna í Bessa- staðaskóla." Ólafur Ragnar sagði að sú kynslóð sem hefði með höndum forræði í ís- lenskum skólum væri líklega síðasti fulltrúi þeirra uppvaxtartíma þegar heimsmyndin var álitin stöðug og óbreytanleg. „Að vísu voru hundur í gervihnetti og síðan geimfarinn Gagarín að gefa okkur ungum ábendingar um að kannski væri eitt- hvað nýtt að gerast." Ólafur Ragnar spurði að því hvernig þeir sem eru á starfsvett- vangi stjórnkerfis skóla og fræðslu- staifis ættu nú að móta menntun og uppeldi kynslóða sem fari sjálfar inn á Netið áður en þær verða læsar og fletti alfræðisöfnum á CD-ROM- diskum áður en þær viti í raun hvað sé bókasafn. „Þau senda bréf, teikningar og kveðjur með hjálp tölvu og ljósleið- ara út um allan heim, án þess að hafa nokkru sinni heimsótt pósthús- ið eða sleikt frímerki og bréf.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, setti ráðstefn- una formlega og sagði að hin mikla þátttaka í ráðstefnunni væri tU vitnis um að efni hennar væri vel í takt við þá umræðu sem ætti sér stað í þjóð- félaginu. Þorsteinn sagði að miklar breytingar hefðu orðið í íslenska skólakerfinu á síðustu árum og nýjar og breyttar áherslur í hugmynda- fræði um menntun og skólastarf komið fram. Vinna þarf með kennurum að umbótum ,Aukin vitund er um tengsl mennt- unar og hagsældai- og lífsgæða. Vax- andi ki'öfur eru frá almenningi og stjórnvöldum um árangur og gæði í skólastarfi. í opinbem umræðu er lögð áhersla á að rekstur skólastofn- ana nálgist meira rekstur fyrirtækja, þar sem m.a. eru hagnýttar vinnuað- ferðir gæðastjómunar. Þessar breyttu áherslur endurspeglast síðan í stjómsýslu skólakeifiisins." Þorsteinn sagði að fagleg hæfni, menntun og dugnaður væri auðlindin sem byggi í kennurum og öðru starfsfólki skólans. „Kennarai' em fagfólk sem ekki verður stýrt ofan frá. Meginforsendan fyrir því að skólaþróun eigi sér stað og meiri ár- angur í skólastarfi náist er að vinna með kennurum að umbótum," sagði Þorsteinn. Blaðbera v^ntar í eftirtalin hverfi: Innbae, miðbæ og Ásabyggð/Jörvabyggð. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Það eru hraðamaetingar framundan | Morgunblaðið/Sigurbjörn Gunnarsson „Lifandi umferðarskiltiu ÓlafsQörður/Morgunblaðið. Umferðaröryggisfulltrúi Norður- lands, ásamt slysavarnakonum frá Ólafsfirði og Dalvík og lög- reglunni á Dalvík, var á dögun- um með lifandi skilti við Þor- valdsdalsá milli Dalvíkur og Akureyrar, en þar hafa orðið mjög alvarleg slys. Að sögn Sig- urbjörns Gunnarssonar umferð- aröryggisfulltnía voru skiltin uppi í tvær klukkustundir og fóru 89 bflar framhjá. Meðalhraði bflanna var um 70 km og er ljóst að skiltin hafa haft þau áhrif að ökumenn hægðu ferðina, því fyrr um daginn var hraðinn meiri. Gallerí Svartfugl Sigríður Helga sýn- ir leirmuni SIGRÍÐUR Helga Olgeirs- dóttir opnar sýningu á leir- munum í Galleríi Svartfugli á Akureyri laugardaginn 22. ágúst kl. 15. Sigríður Helga sýnir að þessu sinni leirskúlpt- úra af ýmsu tagi sem þó eiga það sameiginlegt að taka mið af náttúrunni. Ákveðið formstef gengur í gegnum alla muni sýningar- innar og gefur henni ákveðinn heildarsvip. Yfirborðsmeðferð er með finmstæðri brennslu eða glerungum, unnum úr leir- kenndri mold úr Aðaldal, það- an sem listakonan er uppalin. Þetta er önnur einkasýning Sigríðar Helgu en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga á undanfórnum árum. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólan- um vorið 1992 en hefur auk þess sótt fjölda námskeiða í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 6. sept- ember og er opin írá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Sýning Aðalsteins Yestmanns AÐALSTEINN Vestmann opnar myndlistarsýningu í Deiglunni laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Aðalsteinn hef- ur haldið nokki’ar einkasýn- ingar hér og þar um landið. Hann notar blandaða tækni við málun; olíu, vatnsliti, acríl og túss. Hann vinnur list sína sem tómstundaverk sem unnin eru við dagsins amstur og hann sjálfan, glímuna við um- hverfið, landslagið og söguna í landslaginu. Sýningin stendur til 30. ágúst. Vegagerðin Framkvæmdir í Eyjafírði og á Mel- rakkasléttu FYRIRTÆKIÐ Hafnarverk ehf. á Akureyri átti lægsta til- boð í styrkingu og lagningu malarslitlags í Eyjafirði en sex fyrirtæld gerðu tilboð í verkið. Tilboð Hafnarverks hljóðaði upp á rúmar 4,4 milljómr króna, sem er tæplega 54% af kostnaðaráæltun, sem var rúmar 8,1 milljón króna. Um er að ræða kafla á Finnastaðavegi, Dalsvegi, Eyjafjarðarbraut vestri og eystri og Hólavegi, samtals um 49 km. Að sögn Sigurðar Oddssonar, deildarstjóra framkvæmda hjá Vegagerð- inni á Norðurlandi eystra, er stefnt að því að taka tilboði lægsbjóðanda. Þá hefur Vegagerðin gengið frá sámningi við Jarðverk ehf. í Nesi í Fnjóskadal um lagn- ingu malarslitlags á Melrakka- sléttu, samtals um 42 km. Jarðverk átti lægsta tilboð en alls bárust átta tilboð í verkið. Jarðverk bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 6,8 milljón- ir króna, sem er rúmlega 64% af kostnaðaráætlun. Kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rúmar 10,6 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.