Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsstofnun stúdenta Sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna 41 einstaklings- íbúð í Skerjagarði Kvennalisti vill ræða skipulag framboðs BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði í gær formlega fyrri áfanga Skeijagarðs, sem er nýr stúdentagarður Félags- stofnunar stúdenta við Suður- götu 121. Ráðherra naut aðstoð- ar byggingakrana af gerðinni Liebherr K60 við athöfnina, en með honum fór hann ásamt fleirum upp á þak og lagði loka- hönd á verkið með því að setja túðu á loftræstikerfi hússins. f þessum fyrri áfanga bygg- ingarinnar er 41 einstak- lingsíbúð með eldunaraðstöðu, baðherbergi og geymslu, auk sameiginlegs eldhúss og setu- stofu á hverri hæð og sameign- ar í kjallara. Síðari áfangi garðsins verður svo tekinn í notkun í byijun næsta árs. f honum eru 36 íbúðir, svo alls verða þær 77. Byggingaframkvæmdir við Skeijagarð hófust í apríl á síð- asta ári. Um hönnun á bygging- unni sáu Arkitektar hf., Ferill ehf., Rafteikning hf. og Vektor hf. Aðalverktakar voru KS- verktakar og er áætlaður heild- arbyggingarkostnaður 320 milljónir króna. FÉLAGSFUNDIR Kvennalistans í Reykjavík og á Reykjanesi sam- þykktu á fundi í fyrradag að neita að halda áfram vinnu að sameigin- legri málefnaskrá félagshyggju- flokkanna fyrr en viðræður um fjár- mál, framboðsmál, tímaramma, for- ystu og önnur skipulagsmál væru komin í ákveðin farveg. Enginn full- trúi Kvennalistans mætti því til fyrsta fundar ritstýringarhóps sam- eiginlegrar málefnaskrár í gær. Fulltrúi Alþýðubandalags á fundi ritstýringarhópsins var Magnús Jón Ámason en þingmennimir Guð- mundur Ámi Stefánsson og Rann- veig Guðmundsdóttir vom fyrir Al- þýðuflokkinn. Að sögn Guðnýjar Guðbjömsdóttur, þingkonu Kvenna- listans, munu hún sjálf, Svala Jóns- dóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir verða fulltrúar Kvennalistans í hópnum þegar samkomulag hefur náðst um skipulagsmálin. Guðný segir að forystumönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafí verið gerð grein fyrir ályktun- um félagsfunda Kvennalistans á fundi í hádeginu í gær. „Ég held að það sé alveg ljóst að þarna eru skiptar skoðanir. Það era aðrar reglur sem gilda í þeirra flokkum en okkar og fólk þarf að fínna sér leiðir til að tala saman um þessi mál. Við samþykktum fyrir tæpu ári að fara í málefnaviðræður og þær hafa tekið mjög langan tíma, þó að lokahnykkurinn hafí verið unninn á stuttum tíma. Við teljum að það sé rétt að ræða önnur mál samhliða fínpússningu á málefna- vinnunni og minnum jafnframt á það að Kvennalistinn hefur ekki tekið lokaákvörðun um sameigin- legt framboð.“ .. Morgunblaðið/Jim Smart BJORN Bjarnason menntamálaráðherra á þaki Skeijagarðs, nýja stúdentagarðsins við Suðurgötu, ásamt Kristjáni Snorrasyni byggingaverktaka t.v. og Valdimar K. Jónssyni, formanni bygginganefndar t.h. Lifandi grís í gámi LIFANDI grís fannst í úr- gangsgámi frá svínabúinu á Minni-Vatnsleysu á miðviku- dag. Það var starfsmaður Sorpu í Reykjavík sem fann grísinn, sem var nokkuð máttfarinn. Að sögn Ásmundar Reykdal, stöðvarstjóra, var verið að losa gáminn þegar grísinn fannst og þótti ekki ráðlegt annað en að aflífa hann á staðnum. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem slíkt gerðist og að tilkynnt hefði verið um atburðinn til flutningsaðilans. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík er málið í frumrannsókn og þá er Dýravemdunarsamband Islands að skoða málið. Bústjóri Minni-Vatnsleysu, Gunnar Andersen, kvað grís- inn hafa verið veikan í tæpa viku og að honum hafi ekki verið hugað líf. Hafí hann því ákveðið að aflífa hann með pinnabyssu. „Ég gekk úr skugga um að hann væri dauð- ur en svo virðist vera sem pinninn hafi ekki hitt á réttan stað. Þetta eru mistök sem mega ekki gerast og þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem ég lendi í slíku,“ sagði Gunnar. Fuglafræðingar hafa áhyggjur af áhrifum flugeldasýningar á fuglalíf við Tjörnina Fuglalíf og flug- eldasýningar fara ekki saman FLUGELDASÝNING við Reykja- víkurtjöm er einn af dagskrárliðum á menningamótt í Reykjavík sem verður í nótt. Fuglafræðingar og fuglavinir era lítt hrifnir af því að flugeldasýningunni skuli valinn staður niðri við Tjörn og segir Jó- hann Óli Hilmarsson fuglafræðing- ur að þegar flugeldasýning fór fram á sama stað við þetta tækifæri í fyrra hafi fuglarnir fælst í burtu og verið í þijár vikur að jafna sig. Jóhann Óli hefiir ásamt Ólafí K. Nielsen, fuglafræðingi hjá Náttúra- fræðistofnun, eftirlit með fuglalíf- inu við Tjörnina fyrir Reykjavíkur- borg. Hann segist hafa verið við- staddur sýninguna í fyrra, hún hafí verið skemmtileg út af fyrir sig en hann telur æskilegt að hún fari fram annars staðar, t.d. við höfnina, með tilliti til fuglalífsins við Tjörn- ina. Fuglarnir sópast burt „Það er að mínu mati forkastan- legt að hafa flugeldasýningu við Tjömina. Fuglaverndarfélagið og Tjarnarvinir eru núna búin að telja fuglana við Tjömina og þeir verða svo taldir aftur á sunnudag eftir sýninguna. Þá höfum við tölur í höndunum og getum óskað eftir því við borgaryfírvöld að flugeldasýn- ingin fari fram annars staðar fram- vegis,“ segir Jóhann Óli og segist vongóður um að þvi erindi verði vel tekið. „Það sást varla fugl þarna í þrjár vikur eftir sýninguna í fyrra, nema þá helst sílamávur. Fuglarnir fá meiriháttar áfall við þessi læti, hvellirnir fara illa í þá og ég sá þá sópast burt af Tjörninni í fyrra. Þeir hvekkjast og þetta er á skjön við þá stefnu að Tjörnin sé fugla- svæði, það á fremur að spekja þá og hæna að. Það fer ekki saman að hafa flugeldasýningu á fuglasvæði eins og Tjörninni," sagði Jóhann Óli í samtali við Morgunblaðið í gær. Rekstri á Tuma- stöðum breytt Samkeppni við einka- reknar stöðvar hætt STJÓRN Skógræktar ríkisins hefur ákveðið að hætta garðplöntufram- leiðslu og sölu til einkaaðila og mun sú starfsemi leggjast af á næstu misserum. Áfram mun þó stöðin framleiða plöntur til verkefna Skóg- ræktar ríkisins auk þess sem þar er rekið trjásafn og fræframleiðsla. Að sögn Jóns Loftssonar, skóg- ræktarstjóra, er þetta liður í hagræð- ingu auk þess sem ríkinu er gert að draga úr framleiðslu sem er í sam- keppni við einkareknar gróðrar- stöðvar. Hann segir að nokkur að- dragandi hafí verið að ákvörðuninni og að hún sé tekin í sátt við stjóm- endur og starfsmenn stöðvarinnar. Við breytinguna fækkar störfum veralega en hluti þeirra mun þó starfa undir Suðurlandsdeild Skóg- ræktarinnar á Selfossi. Þá verður gerður starfslokasamningur við Ind- riða Indriðason, skógarvörð og for- stöðumann gróðrarstöðvarinnar. Leiga hugsanleg Á undanfomum árum hafa Tuma- staðir í Fljótshlíð verið ein stærsta rfldsrekna gróðrarstöðin á landinu og hafa fastráðnir starfsmenn þar verið um 5 auk fjölda vor- og sumarstarfs- manna. Þar eru 12 gróðurhús að flat- armáli um 2.000 fermetrar og heildar- flatarmál ræktaðs lands er um 7 hekt- arar. Jón segii' að ekla hafi komið til tals að selja stöðina en að á síðasta ári hafi verið rætt um að leigja hana og hafí starfsmenn stöðvarinnar verið með áætlanir um það. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir en Skógrækt rfldsins sé reiðubúin til viðræðna við þá aðila sem áhuga hefðu á slíku. Aðspurður segir hann að rekstr- artap á Tumastöðum hafi verið óverulegt og að hægt sé að reka gróðrarstöðina með hagnaði fái hún að keppa á almennum markaði en stefna stjórnvalda í þessum málum komi í veg fyrir það. Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM ¥ 1 LljaDOii o Glæsilegur árangur Guðrúnar Arnardóttur í Búdapest / B1 »•••••••••••••••••••••••••« Brautarmet í Reykjavíkur- maraþoni í hættu / B7 Enski boltinn www.nabl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.