Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 49 Heimsklúbburinn - ný sérþjónusta stofn- ar nýja félagadeild MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ing- ólfs: „Umsvif Heimsklúbbsins hafa aukist til muna á yfirstandandi ári. Auk glæsilegra heimsferða í fjar- lægar álfur, sem hann er þekktastur fyrir, býður hann fjölbreytta þjón- ustu í styttri ferðum, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Til hagræð- ingar og til að fullnægja eftirspurn í slíkar ferðir hefur Heimsklúbburinn & Príma stofnað nýja deild fyrir sér- ferðir, sem verða stöðugt algengari og vinsælli. Félagsdeildin er nafn hinnar nýju deildar. Eftir reynslu fyrri ára vek- ur Heimsklúbburinn & Príma at- hygli á fjölbreytni starfseminnar og hæfileikum starfsfólksins til að finna bestu lausnir fyrir alla, hvort sem um er að ræða hópa eða einstak- linga. Alla þjónustu Flugleiða er hægt að kaupa hjá Ferðaskrifstof- unni Príma á sama verði og á skrif- stofum Flugleiða. Vegna sérsamn- inga við erlend flugfélög fást flug- farseðlar og önnur ferðaþjónusta í fjarlægum löndum á mun lægra verði hjá Heimsklúbbnum en annars staðar. Vegna þróunar í gengismál- um, einkum í Austuriöndum, fóst ferðirnar nú á miklu lægra verði en áður, en samt er þjónusta í háum gæðaflokki, og miklu hærri en tíðkast á Vesturlöndum. Margir sérhópar undirbúa nú ferðir næsta árs með Heimsklúbbn- um, t.d. kórar í söngferðir til Italíu, Mið-Evrópu og jafnvel vestur um haf. Flestir helstu kórar landsins hafa nú snúið sér til Heimsklúbbsins með ferðir sínar, sem hafa þótt takast með ágætum að sögn þátttak- enda og stjórnenda, t.d. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, Kór Islensku óperunnar og Mótettukór Hallgn'mskirkju, en nýir bætast við hver af öðrum. Vina- og félagahópar sameinast um ferðir í siglingar á sérkjörum og er nýr samningur við stærsta skipafélag heimsins á loka- stigi. Golfhópar leita til Malasíu, Thailands og Bali til að leika á bestu golfvöllum heims við frábær skilyrði að vetrarlagi. Kennara- og skóla- stjórahópar hafa farið rómaðar námsferðir til Austurlanda, svo að dæmi séu nefnd, en einnig hafa hóp- ar hámenntaðs fagfólks tekið sig saman um að sækja mót og keppnir á fjarlægum stöðum, allt til Ástralíu. Heimsklúbburinn hefur forgöngu um útvegun námskeiða af ýmsu tagi og margir útskriftarhópar úr Há- skóla Islands, menntaskólum og sér- skólum halda upp á tímamót í sér- skipulagðri ferð með Heimsklúbbn- um, að ógleymdum ráðstefnuferðum og sértækifærum s.s. brúðkaupum og afmælum. Með hinni nýju félagadeild sinni stendur Heimsklúbburinn & Príma betur að vígi að veita sem fullkomn- asta þjónustu með sérhæfðu starfs- fólki í stækkuðu húsnæði í Austur- stræti 17. Heimsklúbburinn hefur gefið út nýja áætlun til kynningar á starf- semi sinni, sem dreift verður til kaupenda Morgunblaðsins á morg- un, sunnudag 23. ágúst.“ Sementsverk- smiðjan hf. 40 ára OPIÐ hús verður hjá Sementsverk- smiðjunni hf. á Akranesi sunnudag- inn 23. ágúst milli kl. 13 og 17 af til- efni þess að hún hefur verið starf- rækt í 40 ár. Sementsverksmiðjan hf. á Akra- nesi tók til starfa árið 1958 og hét þá Sementsverksmiðja ríkisins. Það var ekki tilviljun að verksmiðjunni var valinn staður á Akranesi, þaðan var stutt að sækja hráefni til fram- leiðslunnar og markaðurinn í ná- lægð, segir í fréttatilkynningu. Dyggur stuðningur þingmanna Vestlendinga með Pétur heitinn Ottesen í fararbroddi skipti einnig sköpum á þessum árum. „Rekstur Sementsverksmiðjunn- ar hefur endurspeglað hagvöxt í landinu þar sem Islendingar hafa í langan tíma vai’ið drjúgum hluta þjóðartekna í steinsteypt mannvirki. Undanfarið hefur reksturinn verið stöðugt upp á við og afkoman verið góð. Einkaleyfi verksmiðjunnar til sögu og dreifingar á sementi var afnumið árið 1971 og sú staðreynd að ekki hefur verið lagt í að flytja inn sement í stórum stíl er ákveðin viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið á Akranesi. Sements- verksmiðjan hf. er með vottað gæða- kerfi og framleiðir sement undir ströngu eftirliti og stöðugt er unnið að þróun framleiðslunnar,“ segir í fréttatilkynningu. Sementsverksmiðjan hf. hefur látið til sín taka á fleiri sviðum en við framleiðslu sements. Fyrirtækið var einn af stofnendum Spalar hf. sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, þá á verksmiðjan hlut í Steinvegg ehf. sem tekið hefur í notkun nýja aðferð til að leggja steinsteypu á götur með öflugum vélbúnaði. Verk- smiðjan á einnig hlut í félaginu Sandur-ímúr sem framleiðir tilbúna múrsteypu. Af tilefni afmælisins verður verk- smiðjan opin almenningi sunnudag- inn 23. ágúst nk. milli kl. 13 og 17. Boðið verður upp á skoðunarferðir um verksmiðjuna og útsýnið skoðað af sementgeymum hennar. Veiting- ar verða fyrir gestina og sérstakur glaðningur fyrir börnin. Töðugjöld í Gullsmára AKVEÐIÐ hefur verið að hefja vetrarstarfið í félagsheimilinu Gull- smára með því að ýmsir aðilar kynni starfsemi sína síðustu viku ágúst- mánðar. Vel þótti við hæfi að kalla þessa viðburði einu nafni Töðugjöld. Þriðjudaginn 25. ágúst verður helgaður bókinni og mun þá verða kynnt starfsemi Bókasafns Kópa- vogs svo og sú þjónusta sem Blindrabókasafn íslands sem er til húsa í Kópavogi veitir. Miðvikudaginn 26. ágúst kynnir Hj álpartækj abankinn hvernig ein- staklingar geta létt sér lífið með því að nota margþætt hjálpartæki sem eru til leigu eða sölu á vegum bank- ans. Fimmtudagurinn 27. ágúst verð- ur helgaður samgöngum og um- hverfísmálum og mun Þórarinn Hjaltason kynna og svara fyrir- spurnum um framkvæmdir á vegum bæjarins svo og leiðir AJmennings- vagna. Föstudagurinn 28. ágúst verður svo helgaður Hreyfingu og heilsu og er fyrirhugað að kynnt verði starf- semi Heilsugæslunnar í Kópavogi. Töðugjöldunum lýkur með harm- onikuleik, söng og dansi. Leikfimikennsla hefst í félags- heimilinu Gullsmára 3, september og í félagsheimilinu Gullsmára 7. september. Skráning er hafin á báð- um stöðum. Kynningardagar verða í Gullsmára 8. september og í Gjá- bakka 9. og 10. september. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta á Töðugjöldin í Gullsmára og bjóða með sér gestum. Heitt verður á könnunni og heimabakað meðlæti alla dagana. Dagskráin hefst kl. 14 alla dagana. Gönguferðir um Þingvöll UM HELGINA verða farnar gönguferðh’ á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum eins aðrar helgar í sum- ar. Dagski-áin hefst á laugardag kl. 14 með Lögbergsgöngu þar sem gengið verður um hinn forna þing- stað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Kl. 14.30 verður haldið að eyði- jörðinin Arnarfelli sem nýlega hefur verið færð undir umsjón þjóðgarðs- ins. Þar verður litast um á gamla bæjarstæðinu og einnig gengið á fellið undir leiðsögn Sigurðar Odds- sonar, framkvæmdastjóra Þing- vallanefndar. Þetta er nokkuð strembin ganga á köflum svo betra er að vera vel skóaður og taka með sér einhverja hressingu. Gangan hefst við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og tekur u.þ.b. 3 klst. Á sunnudag verður messa í Þing- vallakirkju kl. 14. Kl. 15 verður síðan haldið í göngu- ferð sem ber yfirskriftina Skógarkot - ljóð og sögur. Þar mun Elínborg Sturludóttir guðfræðinemi leiða þátttakendur eftir gömlum slóðum í Þingvallahrauni. Áð verður í Skóg- arkoti svo gott er að hafa með sér nestisbita. Þetta er auðveld og róleg ganga sem tekur u.þ.b. 3 klst. Kl. 15.30 tekur svo staðarhaldari á móti gestum þjóðgarðsins á lýð- veldisreit að baki kirkju og fjallar um sögu og náttúru Þingvalla. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og allir eru velkomnir. ---------------------- Háskólafyrir- lestur DR. JAMES Conant, prófessor í heimspeki við Háskólann í Pitts- burgh, flytur mánudaginn 24. ágúst kl. 17.15 opinberan fyrirlestur á veg- um heimspekideildar Háskóla Is- lands í stofii 101 Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Freedom, Cruelty and Truth: Rorty versus Orwell“ eða Frelsi, grimmd og sann- leikur: Rorty gegn Orwell og fjallar um túlkun heimspekingsins Ric- hards Rorty á skáldsögu Georges Oi-wells „1984“. Handrit að fyrirlestrinum í fullri lengd liggur frammi á Landsbóka- safni íslands - Háskólabókasafni (námsbókasafn 3. hæð: box merkt „James Conant"). Conant mun lesa styttri gerð sem tekur tæpa klukku- stund í flutningi. Sérsvið dr. James Conant er saga heimspekinnar, einkum verk Kierkegaards, Emersons, Ni- etzsches og Wittgensteins, mál- speki, og heimspeki bókmennta og kvikmynda. Auk þess að hafa skrif- að fjölda greina um þessi efni hefur hann ritstýrt ritgerðasöfnum banda- ríska heimspekingsins Hillary Putnam. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. ----------------- Breytingar á Reiknistofu bankanna FYRIRHUGAÐ er að gera nauð- synlegar breytingar á búnaði Reiknistofu bankanna sunnudaginn 23. ágúst með það að markmiði að bæta þjónustu hennar við viðskipta- vini banka og sparisjóða. Af þessu leiðir að enginn aðgangur verður að tölvukerfum Reiknistofunnar milli kl. 8 og 12. Á þeim tíma verður ekki hægt að nota hraðbanka, þjónustusíma eða heimaþjónustu banka og sparisjóða né heldur greiðslukort í öðrum sjálfsafgreiðslutækjum þar sem noktunar PIN-númers er krafist eins og t.d. í bensínsjálfsölum. Debet- og kreditkort verðui- þó unnt að nota í öllum almennum viðskipt- um en undantekning frá því eru svo- nefnd síhringikort, t.d. unglingakort, sem ekki munu fá neina þjónustu. Farþegum við Flugstöðina í Keflavík er sérstaklega bent á að út- tektarheimildir debetkorta verða skertar og er þeim bent á að gera ráðstafanir vegna þess. FEÐGARNIR Friðbjörn Ásbjörnsson t.v. og Ásbjöm Óttarsson með mikla veiði sem þeir fengu á þremur dögum í Miðfjarðará fyrir skömmu. Komið vatn og fískur í Landbroti ÞOKKALEGT vatn er nú farið að renna um sjóbirtingsperlurnar Grenlæk og Tungulæk í Landbroti. Varla var hægt að tala um að það dygði til gangna fyrr en upp úr verslunarmannahelginni, en nú er sjóbirtingur farinn að ganga og veiðast. Agnar Davíðsson á Fossum, for- maður Veiðifélags Grenlækjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að vatnsmagn hefði farið vaxandi í júlí, í kjölfar þess að vatni úr Skaftá var hleypt á Eldhraun á nýjan leik og úrkoma til fjalla hefði bætt ástand- ið, m.a. bætt mjög í bergvatnsár sem falla til Skaftár. „Þetta hefur verið að skila sér og það er komið talsvert af fiski. Það erstöðugt að ganga fiskur og þetta er einmitt sá tími sem birtingurinn byrjar að sýna sig. Þetta á bæði við um neðri svæðin í Grenlæk og Jóns- kvísl. Það er farið að veiðast nokk- uð, alveg upp að Stórafossi, og ekki óalgengt að tveggja til fjögurra stanga holl hafi verið að fá 8 til 15 fiska. Þetta er allt vænn fiskur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvað slysið í vor skemmdi mikið og ég trúi því ekld að slíkt endurtaki sig. Vil trúa því að málið verði far- sællega til lykta leitt,“ sagði Agnar. Þórarinn Kristinsson, einn af eig- endum Tungulækjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutirnir væru að komast í samt lag, það væri kom- ið vatn og það væri kominn fiskur. „Það var þó ekki fyrr en þeir settu aukakraft á vatnið inn á hraunið í júlí að það kom nóg vatn til að fiskur gæti gengið í lækinn. Þá gekk strax nokkuð af fiski og það bætist reglulega við. Þetta eru vænir fiskar í bland, ég fékk einn 10 punda um síðustu helgi og á Foss- breiðunni er einn sem er andskota- kornið ekki undir 20 pundum,“ sagði Þórarinn. „Hvað sem veiði í sumar líður þá hafa hér gerst voða- legir atburðir og allt að þrír árgang- ar seiða þurrkast út. Það eru ekki til seiði til að setja í ána í staðinn,“ bætti Þórarinn við. Fréttir úr ýmsum áttum í vikulokin voru komnir um 150 laxar á land úr Sandá í Þistilfirði og hafði veiðin gengið hægt og ró- lega fyrir sig síðustu daga. Uppi- staðan í veiðinni er 5 til 7 punda lax. Stærsti laxinn til þessa er 18,5 pund og er það eini fiskurinn sem er yfir 15 pundum. Það á ekki bein- línis við stórlaxaána miklu, Sandá. Drýgsti veiðistaðurinn í sumar hef- ur verið Fossbrot með 19 laxa á þurru. Mikill lax er í Hítará, en hún er frekar vatnslítil og hann tekur illa, að sögn Birgis Ásgeirssonar kokks í Lundi. Hann sagði 197 laxa komna á land af aðalsvæðinu og einhvern reiting af efri svæðunum, heildar- talan er því einhvers staðar rétt yfir 200 löxum. Birgir sagði menn enn að fá lúsuga laxa en hins vegar væri meðalvigtin ekki há og stærsti lax- inn í sumar væri aðeins 10 pund. „Það eru samt kafbátar hérna, menn hafa sett í þá, en tapað svo flugunni," bætti Birgir við. Enn er veiði afar slök í Stóru Laxá í Hreppum og einblína nú vildarvinir hennar til haustsins, en þá koma oft hrotur. Aflinn er rétt yfir 100 laxar og næstum helming- urinn af efsta svæðinu. Það er af sem áður var. Sjóbleikja á Grænlandi Ferðaskrifstofan Norðurferðir er að efna til þriggja daga veiðiferða til Grænlands um þessar mundir. Verður farinn einn túr í viku fram eftir september. Að sögn Birgis Sumarliðasonar er flogið til Kulusuk og haldið þaðan með báti til ósnortinna veiðistaða við Aqusi- ajik-eyjar og í Ammassalik-firði. „Það er mikil og væn sjóbleikja þama og náttúrufegurð alveg ótrú- leg. Við gistum tvær nætur í veiði- húsi og innifalinn er villibráðar- kvöldverður að grænlenskum sið,“ sagði Birgir. Sýningu í Eden að ljúka MÁLVERKASÝNINGU Hannesar Scheving í Eden í Hveragerði lýkur annað kvöld, sunnudagskvöld. A sýningunni eru 33 akrílverk unnin á síðastliðnum tveimur árum. LEIÐRÉTT Rangt nafn í MINNINGARGREIN um Hörð Valdimarsson á blaðsíðu 33 í Morg- unblaðinu í gær, fóstudag, var rang- lega farið með nafn bróður hans. Hann heitir Árni Snæ, fæddur 6. desember 1923. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Rangt nafn I fyrh-sögn minningargreina um Rakel Loftsdóttur á blaðsíðu 35 í Morgublaðinu í gær, fóstudag, var ranglega bætt við millinafninu Linda. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Laugarásbíó og Borgarbíó sýna Godzilla I umfjöllun um frumsýningu kvikmyndarinnar Godzilla í blaðinu í gær láðist að geta þess að auk Stjörnubíós og Sambíóanna er myndin sýnd í Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.