Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 25 þeim efnum. Harley-Davidson eign- aðist hann ekki fyrr en seint og síð- armeir. „í gamla daga gat maður ekki hugsað sér að eiga Harley-Da- vidson. Maður gerði grín að þessum köllum sem voru alltaf skítugir úti í vegarkanti að gera við. Manni fannst Harlinn þungur, máttlaus og svo komst hann ekki hratt. Núna, eftir að maður er búinn að kynnast hjól- inu, hefur maður komist að raun um að það besta við hjólið er að það er þungt, máttlaust og kemst ekki hratt!“ Breytt hugarfar Að sögn Gunna verður alger hug- arfarsbreyting. „Eftir að maður er búinn að keyra af sér hornin, búinn að gera allt sem hægt er að gera á hjóli þá er bara eftir að setjast á hjól til að hafa það notalegt. Ókei, maður er alltaf grútskítugur, með tannfeiti á milli puttanna en helmingurinn af nautninni er að dunda í hjólinu sínu.“ Þótt skringilegt megi virðast hafa Harley-Davidson hjólin haft á sér orð fyrir að vera dyntótt og alls ekki gallalaus. Þetta álit má sumpart rekja til hjóla sem framleidd voru í lok 7. og í byrjun 8. áratugarins en á því tímabili var óstjórn í fyrirtækinu og ýtrustu gæðakröfum ekki fylgt. En Harley-fólk lætur þetta ekki á sig fá og segir hjólin einungis hafa meiri sál en önnur hjól. Viðgerðin, stillingin, er hluti af lífsstílnum. Og eins og Robert Pirsig benti á í bók sinni, Zen and the Art of Motorcycle Maintenance, þá verður maður að hlusta á hjólið sitt; það er ekki ein- göngu dauð vél. Of heimsk til að bila „Harlinn bilar ekki,“ segir Gunni. „Ef þau stoppa þá er það vegna þess að þau þarf að stilla. Vélin er of heimsk, of einfóld, til að bila. Þetta er knastás, sveif, stimplar og ef mað- ur hefur þjöppun, neista og bensín, þá gengur þetta. En það verður að stilla mótorinn reglu- lega, ef maður gerir það ekki þá geta HJÓLIÐspeglarinanninn.-Ion Hannesson í nansyu þau auðvitað bilað. Ef maður hlustar á hjartað í hjólinu sínu þá bilar það ekki.“ Gunni telur að elsta hjólið á ís- landi sé sennilega frá 1925. Harlinn hans Gunna er frá 1944. Algengust á íslandi eru hjól frá ‘72-’73. En á ís- landi eru u.þ.b. 60 hjól á skrá en þau eru ekki öll á götunni. Splunkuný hjól eru fá vegna verðsins. Að lokum verður mér á að spyrja nánar út í „mótorhjólalífsst£linn“ al- mennt og það leynir sér ekki í svipn- um á Gunna að spurningunni er of- aukið. „Það er fjöldinn allur af Snigl- um (þ.e. meðlimum í Bifhjólasamtök- um Lýðveldisins) sem er í þessu stuttan tíma. Hjá þeim er þetta hobbí, della sem gengur yfir. Hjá öðrum er þetta lífsstfll þar sem menn lifa og hrærast í þessu ... Ég veit ekki af hverju ég er að reyna að svara þessari spurningu. Það er ekki hægt. Ef þú ert ekki á hjóli þá getur þú ekki skilið hvað um er að ræða. Eins og þegar það er spurt hvað sé svona töff við að vera mótórhjóli. Ef þú ert „húkkt“ þá er það ekk- ert töff að vera á hjóli en það er fáránlegt að vera það ekki!“ Draumahjólið Jón Ingi Hannesson er einn þeirra sem lifir sig inn í lífs- stflinn títtnefnda. Hann starfar sem leiðbeinandi í fræðsludeild hjá Iðntækni- stofnun. En þar fyrir utan er það „bækið", eins og hann Ingi kemst að orði, eða hjólið. Hann er búinn að eiga mót- orhjól síðan 1991. Harley-Davidson hjólið sitt eignaðist hann síðasta vet- ur. „Ég hef átt japönsk hjól áður en hef síefnt að þvi alla tíð að komast á Harley og nú er toppnum náð. Draumurinn rættist.“ Hjólið hans er ‘87 módel. „Það var til hér á landi. Ég hef breytt því mik- ið. Ég lengdi t.d. gaffalinn, teygði á honum, til að fá svona aðeins meira „Easy Rider“ útlit. Setti líka stærri tank.“ Jón Ingi kveðst vera búinn að selja gömlu hjólin og hann geti ekki hugsað sér að fara aftur á þannig hjól. En af hverju? „Veit það ekki. Þetta er bara allt öðruvísi. Þetta er náttúrlega frum- gerðin, má segja. Það er líka allt öðruvísi að keyra þessi hjól. Þau eru miklu meira lifandi og hafa miklu sterkari sál. Maður er miklu fljótari að tengj- ast þessu hjóli heldur en öðrum. Harlinn endist mun betur með réttri meðferð. Maður sér það i er- lendum blöðum að það er búið að keyra þau 4-5 hundruð þúsund mflur sum hver! Það þarf auðvitað að gera einhveijar eðlilegar endurbætur á þeim. Það eru margir sem eru að keyra á ‘30-’40 módelunum enn þá. Svo er það líka kúlturinn í kring- um þetta. Þinn lífsstfll mótast af þessu. Þú getur ekki bara keyrt Harley-Davidson og verið samur á eftir. Osjálfrátt þá fer þinn karakter að taka mið og mark af þessu hjóli. Þú ferð að klæða þig í samræmi það og vilt fá eitthvað á hjólið eða tengt því í gjöf o.s.frv. Ég var búinn að stefna að þessu svo lengi að félagarnir voru famir að hlæja að mér. Eg átti alla fylgihlut- ina og allt draslið," segir Jón Ingi og sýnir mér hring, kveikjara og úrið sitt sem allt er merkt Harley-David- son í bak og fyrir. „Það vantaði ekkert nema hjólið. Það var stund- um svolítið bjánalegt að keyra um á Hondu og vera allur merktur HD. Nú smellpassar allt saman inn í myndina! Ég sé fram á það að þetta getur þess vegna orðið mitt síðasta hjól. Að það fylgdi mér bara það sem eftir væri,“ segir Jón Ingi hlæjandi, setur 1.300 kúbika (rúmsenti- metra) Harlann sinn í gang með látum og ekur svo af stað í makindum. Morgunblaðið/Júlíus ALLT á sínum stað. Jón Ingi Hannesson situr „Iífsförunaut“. sem var undir silfurhring með höf- uðmynd á hafði verið á hvirfli þér) og ráðrík sem háir þér í starfi og leik. Draumurinn sýnir pirring þinn út í allt og alla þar sem þú hefur ákveðinn snert af einokunartilburð- um (vera áberandi/ Eva María, list- ræn/Sjón og doppumyndin af Thatcher) við aðra, sem þeir hinir sömu (samferðafólk þitt í lífinu) sætta sig ekki við og því finnst þér allt öfugsnúið (vitlausir skór, slitnir sokkar og gráyrjótti frakinn sem var eins og skjört og flugvél) og all- ir dragi lappirnar nema þú (dagur- inn eyddist illa, fötin pössuðu ekki og bfllinn komst ekkert). Þessar til- finningar þínar ná yfir allt sviðið, einnig kynlífið (bfllinn sem þér fannst maðurinn þinn hafa stolið) sem er jú skapandi athöfn. En draumurinn gerir meira en að lýsa bara þér og samspili þínu við aðra, hann gefur í skyn að þetta skapferli fari illa í þig og sé að eyða þér að innan (ljósritin með meltingarfær- um og bíllin gul/græni), nokkuð sem þú getur ráðið bót á því enn slær klukkan og er ekki orðin sex (þið horfðuð á klukkuturninn), hvað þá tólf. Draumur „Villu“ Mig dreymdi að ég væri með fyrsta eiginmanni mínum sem látinn er fyr- ir mörgum árum og hjá okkur væri drengur 10-12 ára sem við höfðum verið beðin fyrir. Drengurinn talaði íslensku þó útlendur væri. Þessi drengur var með einhvern hlut sem ég veit ekki hver var en mig langaði mikið í, og lét ég hann hafa gifting- arhringinn minn í staðinn en sá strax eftir því og heimtaði hringinn aftur. Hann var tregur til að skila honum en kom þó með brotinn hring sem ekki vai- minn. Ég sætti mig ekki við þetta og reifst þangað til ég fékk þann rétta, en það stóð ekkert inni í hringnum sem ég fékk (það er nafn í mínum). Ráðning Þessi draumur snýst um Karma eða endurholdgun, það að líf okkar sé þróun til þroska frá einu lifi til ann- ars uns upp er staðið í anda Guðs. Drengurinn er væntanlega þú í kom- andi lífi, hluturinn sem þig langaði í en vissir ekki hver var eru líklega þefr hlutir sem þú lést ógjörða í þessu lífi en vildir hafa gert, því er þér umhugað í draumnum að kíkja í hlutinn. Þú ert með öðrum orðum nú að undirbúa þig fyrir komandi tíð og vilt nú þegar hafa áhrif á þann veru- leika (hringurinn sem þú lætur í skiptum fyrir hlutinn en vilt fá svo aftur), nokkuð sem þér er ekki ætlað (það stóð ekkert í hringnum sem þú fékkst). • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt beimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstaúr Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavik BOMRG Þjöppur og valtarar Bensín/dísel þjöppur, hopparar, kefli og valtarar. Allar stærðir og gerðir. !/ ■jrBi V Skútuvogi 12a Sími 568 1044 Opnum í dag laugardaginn 22. ágúst pósthúsið í Kringlunni eftir breytingar. (tilefni dagsins verður kaffi og konfekt á boðstótum frákl. 14.00 tiMÓ.OO. Verið velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.