Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fyrsta vél Loftleiða lenti í Lúxer Flogið til Lúxembí á lág’um fargjöld TÍMAMÓT í FLUGSÖGU OKKAR ÞAÐ ERU vissulega tíðindi og tímamót þegar stjórn Flugleiða ákveður að hætta flugi til og frá Lúxemborg, sem skipað hefur háan sess í íslenzkri flugsögu. Flugleiðir og áður Loftleiðir hafa haft viðkomu í Lúxemborg í áætlun- arflugi í 43 ár. Þessi þungbæra ákvörðun er hluti af aðgerð- um sem taldar voru nauðsynlegar til að rétta af reksturinn. 1.578 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi Flug- leiða á fyrri helmingi líðandi árs. Að auki skilaði Flugfélag íslands 216 m.kr. tapi á sama tíma. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að horfa verði til þess að árstíðabundn- ar sveiflur í flugrekstri hafi að jafnaði valdið tapi á fyrri hluta árs. Kjarasamningar á síðasta ári hafi og aukið launa- kostnað um 10% eða 600 m.kr. Rekstrartapið fyrstu sex mánuði þessa árs var á hinn bóginn það mikið að nauðsyn- legt þótti að bregðast við með ákveðnum hætti. Auk þess að fella niður flug til Lúxemborgar var ákveðið að fresta áform- um um aukin umsvif á næsta ári, selja eina flugvél, hætta eigin afgreiðslustarfsemi á Kennedy-flugvelli og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Stefnt er að því að Flugleiðir verði með eina gerð flugvéla í millilandaflugi, stærri gerð Boeing- véla sem félagið hefur rekið, Boeing 757, sem reynst hefur vel, bæði rekstrarlega og með hliðsjón af flugöryggi. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann hafi áhyggjur af afkomu Flug- leiða enda skili fyrirtækið drjúgum hluta gjaldeyristekna Islendinga og sé forsendan fyrir þeim vexti í ferðaþjónustu sem stefnt sé að og menn þykist sjá að geti orðið á næstu árum. Á það má minna, að Flugleiðir hafa áður lent í erfíð- leikum og tekist að komast út úr þeim. Mikilvægt er að fé- laginu heppnist aftur að snúa vörn í sókn og byggja upp arðbæran rekstur til langrar framtíðar. AÐHALD TIL ORYGGIS UNDANFARNA daga hefur fundur ríkislögreglustjóra Norðurlanda verið haldinn hér á landi og er það í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn hér. Eitt helsta efni fundarins var að samræma stefnumótun þessara embætta gagnvart glæpastarfsemi á Norðurlöndum og byggja upp forvarnarstarf til að fækka afbrotum. Hér á landi hefur markið verið sett hátt í þessum efnum og er það vel. Hvernig sem til tekst þá er það mikilvægt að afbrotamenn viti að með þeim er fylgst og skiptir þá ekki máli hvort afbrotin eru mik- il eða lítil, aukið aðhald er nauðsynlegt á þeim tímum sem við nú lifum. Það er þjóðfélagslegt böl hvernig alvarlegum af- brotum hefur fjölgað og þá ekki síst í tengslum við aukna notkun fíkniefna og gefur augaleið hve nauðsynlegt er að reyna að stemma stigu við þessari þróun. Það er þá einnig mikilvægt að bæta umferðarmenningu okkar svo að unnt sé að koma í veg fyrir alvarleg slys á vegum úti eða að minnsta kosti fækka þeim með ströngu eftirliti og miklu aðhaldi. Fólk hefur nú um langt skeið verið harmi lostið vegna þessara slysa, en þau má einatt rekja til óaðgætni, reynsluleysis, hraða og aukinnar umferðar, svo að ekki sé talað um það, að í sumum tilfellum má rekja slys til þess, að ekki eru notuð bílbelti. Það er því full ástæða til aðhalds að þessu leyti. Stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættanna á Norður- löndum og samræming þeirra er mikilvægur þáttur í þjóðlífi okkar. Sérstaklega ber að fagna stefnumótun þeirra gagn- vart glæpastarfsemi og samstarfi landanna í fíkniefnamál- um. Þá er samræmt átak til að koma í veg fyrir minni háttar afbrot mjög mikilvægt eins og nú háttar. Embætti ríkislögreglustjóra er tiltölulega nýtt hér á landi og í mótun. Það getur því haft stórmikið gagn af starfsemi lögreglu í nágrannalöndum okkar, auk þess sem nútíminn kallar á aukið samstarf og æ sterkari löggæslu. Mótun emb- ættisins hlýtur að vera í tengslum við þau nýmæli í störfum lögregluyfirvalda sem unnið hefur verið að undanfarin miss- eri. Það er mikilvægur þáttur í þessu starfí öllu, að með góð- um forvörnum ætti að vera unnt að létta á fangelsiskerfínu, þótt hitt sé augljóst að með nýju fangelsi og margvíslegum endurbótum á fangelsiskerfi okkar undanfarin ár hefur miklum áfanga verið náð og þá ekki síst í aðbúnaði fanga. En mikilvægast er þó öryggi hins almenna borgara og af þeim sökum ber að fagna þeirri stefnumótun, að reynt verði með öllum ráðum að fækka innbrotum, ránum og líkams- árásum. Það er mikilvæg stefnumótun og tímabær. FYRSTA flug Loftleiða til Luxemburgar var 21. maí 1955 og var leiguflugvélinni Eddu vel fagnað er hún lenti á Findel flugvelli sem þá var svo til nýr. Haldin var formleg móttökuat- höfn þar sem samgönguráðherrar landanna, Ingólfur Jónsson og Victor Bodson, fluttu ávörp.“ Þannig er því m.a. lýst þegar Skymaster-flugvél frá Loftleiðum lenti í fyrsta sinn á Findel-flugvellinum í Lúxemborg í bókinni Fimmtíu flogin ár, eftir Steinar J. Lúðvíksson og Svein Sæ- mundsson. „Þar með hófst samstarf Islendinga og Lúxem- borgara sem hefur staðið nær óslitið síðan,“ segir einnig í bókinni. Islendingar höfðu reyndar undirritað loft- ferðasamning við Lúx- emborgara þremur árum áður en flugfélagið Loft- leiðir hóf vikulegar ferðir til Lúxemborgar eða árið 1952. Þeir sem undirrit- uðu samninginn voru Victor Bodson sam- gönguráðherra Lúxem- borgar og Bjarni Bene- diktsson utanríkisráð- herra og var efni samn- ingsins svipaður þeim sem Islendingar höfðu áður gert við Bandaríkja- menn. í honum voru eng- ar takmarkanir varðandi ferðafjölda, né heldur ákvæði um lágmarksfar- gjöld. Flugvél Loftleiða lenti í fyrsta sinn á Findel- flugvelli í Lúxemborg árið 1955 og hófst þar ---------------t----------------------------- með samstarf Islendinga og Lúxemborgara sem hefur staðið nær óslitið síðan. Stjórn Flugleiða hefur hins vegar ákveðið að hætta áætlunarflugi til Lúxemborgar í byrjun næsta árs og af því tilefni þykir við hæfí að rifja upp þróun þessa ílugs. Ljósmynt ÞESSI mynd var tekin þegar fulltrúar Loftleiða og íslenskra stjórnvalda stigu úr vélinni vi til Lúxemborgar 22. maí, 1955. Frá vinstri: Alfreð Elíasson forstjóri, Kristján Guðlaugssoi formaður, Sigurður Magnússon blaðafulltrúi, Kristinn Olsen stjórnarmaður og flugmaðui ar, Sigurður Helgason, varaformaður stjórnar, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri oj Jónsson samgönguráðherra. Sigurður Helgason, sem sæti átti í stjórn Loftleiða, segir í æviminningum sínum rit- uðum af Steinari J. Lúð- víkssyni að vegna þess að engin ákvæði hafi verið í loftferðasamningnum milli landanna um lág- marksfargjöld hafi Loft- leiðamenn strax séð möguleika á því að fljúga til Lúxemborgar á lágum fargjöldum. ,A þessum tíma höfðu Luxemborgarar komið sér upp ágætum flug- velli, Findel flugvellin- um, en ekkert reglu- bundið farþegaflug var þangað. Hins vegar var völlurinn töluvert notað- ur vegna vöruflutninga- flugs,“ segir Sigurður í æviminningum sínum. „Við hófum því viðræður við Luxemburgara um hugsanlegt flug þangað. Þeir tóku okkur þegar fagnandi og höfðu mik- inn áhuga á samskiptum við okkur,“ segir hann ennfremur. Loftleiðir hófu síðan áætlunarferðir til Lúxemborgar árið 1955, eins og fyrr segir, en þá höfðu íslendingar haldið uppi flugferðum til annarra landa í tíu ár. Flogið var vikulega frá Lúxemborg til Reykjavíkur og síðan vestur um haf fram á haustið 1955, en þá var áætluninni breytt og komið í Stavanger og Bergen á leiðinni vestur. „Sumarið 1956 var farin ein ferð í viku með viðkomu í Gautaborg, en veturinn 1956-1957 var það flug lagt niður. Vorið 1957 var það svo hafið að nýju og þá höfð viðkoma í Glasgow, en um haustið var Luxemburgarflug- inu hætt og það ekki hafið aftur fyrr en vorið 1959,“ segir í bókinni Fimm- tíu flogin ár, en síðan þá hefur Lúx- emborgarflugið verið óslitið. Fyrstu árin óhagkvæm í fyrrgreindri heimild kemur fram að meginástæðu þess að Lúxemborg- arflugið hafi ekki gengið sem skyldi fyrstu árin hafi verið sú að flugið hafi ekki verið hagkvæmt á Skymaster- flugvélunum. Að sögn Sigurðar Helgasonar var flugleiðin of löng og flugið tók of langan tíma. Þannig hafi vélarnar verið um sjö klukkustundir á leiðinni frá Lúxemborg til Reykja- víkur. Fyrst í stað var aðeins flogið til Lúxemborgar yfir sumartímann en í æviminningum sínum segir Sigurður að þegar hyllt hafi undir DC-6B flug- vélar hafi verið ákveðið að efla Lúx- emborgarflugið og hafin var ný sókn í að kynna félagið, ódýru fargjöldin og efla markaðinn. Eftir að Lúxem- borgarflugið hafði legið niðri frá 1957 til 1959 var þráðurinn tekinn upp að nýju. „Uppfrá því tók gæfu- hjólið að snúast okkur í hag, við kynntum lágu fargjöldin á þessari flugleið og það varð lífæð Loftleiða, áætlunarflugið milli New York og Lúxemborgar," segir Alfreð Elías- son fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum í bókinni Alfreðs saga og Loftleiðir, skráð af Jakobi F. Ásgeirssyni. Kristinn Olsen flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða segist í samtali við Morgunblaðið eiga góðar minn- ingar frá þeirri tíð þegar hann flaug fyrir félagið m.a. til Lúxemborgar. „Við kunnum ákaflega vel við Lúx- emborgarana og þeir voru hamingju- Flugleiði ROBERT Goebbels, viðskiptaráð- herra Lúxemborgar, segir að sú ákvörðun Flugleiða að hætta flugi til Lúxemborgar hafi komið sér í opna skjöldu. I samtali við blaðið Luxemborger Wort segir Goebbels að hann harmi þessa ákvörðun. Ekkert annað flugfélag hafi jafn- sérstök tengsl við flughöfnina í Findel og hafi þúsundir Bandaríkja- manna hafið Evrópuför sína þar. Hann sagðist hafa haft vitneskju um rekstrarerfiðleika á Lúxem- borgarleiðinni en hafi hins vegar aldrei fengið vitneskju um að til greina kæmi hjá Flugleiðum að Flugi hætt í tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.