Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tónlist og Selfosskirkja Frá Grétari Einarssyni: í MORGUNBLAÐINU hinn 9. ágúst síðastliðinn birtist bréf eftir Smára Olason þar sem hann gagnrýnir frétt Stöðvar 2 af brúðkaupi sem fram átti að fara í Selfosskirkju en var flutt í Eyrarbakkakirkju sökum ágreinings brúðhjóna og forsvarsmanna Selfoss- kirkju. Undirritaður kannast nokkuð við málavöxtu þessa og vil ég leyfa mér að stinga niður penna um þetta mál og afstöðu Smára og forsvars- manna Selfosskirkju. Það skal tekið fram að undirritaður sá ekki um- rædda frétt. Orsök þess að brúðkaup þetta var flutt í aðra kirkju var sú að forsvars- menn Selfosskirkju neituðu að spila tvö popplög af geisladisk við athöfn- ina. Sú afstaða sem fram kemur í máli Smára og í afstöðu forráðamanna Sel- fosskirkju þykir mér og fleirum nokk- uð hörð og ósveigjanleg. Smári segir í grein sinni: „Því miður er það svo, að hugmyndir sumra sem leita til kirkj- unnar um atferli við kirkjulegar at- hafnir eru nokkuð brenglaðar. Þeir leita ekki til kirkjunnar með því hug- arfari að fá helga þjónustu heldur vilja þeir færa sinn hugarheim og háttemi inn í þá athöfn sem á að framkvæma fyrir þá og krefjast þess að veraldleg gildi séu sett ofar öllu. Beiðni um þjónustu kirkjunnar á þeim forsendum er röng.“ Brúðhjónin höfðu athöfn þessa látlausa og inni- lega og var hún að formi til ekki á nokkum hátt öðmvísi en aðrar slíkar athafnir sem undirritaður hefur séð í kirkjum hér á landi. Form hennar var unnið í nánu samstarfí við prest þann er gaf þau saman, séra Kristin Á. Friðfinnsson, eins og alltaf er gert. Það er hins vegar stundum þannig að fólk lítur á kirkjuathöftiina meira sem skrautsýningu en alvarlega en jafn- framt gleðilega athöfn og er það mið- ur. Hér var hins vegar ekki um neitt slíkt að ræða. Síðar segir hann: „Það er undarlegt að fréttastofa Stöðvar 2 skuli sjá ástæðu til þess að eltast við þessa sviðsettu uppákomu sem virðist jafnvel vera komin til af einhverjum annarlegum hvötum, en vonandi verður þetta upphlaup brúðarinnar út af hégómiegu smáatriði ekki það sem stendur upp úr í minningunni um vígslu hjónabands hennar, sem er eitt stærsta og mikilvægasta skref sem hún tekur á lífsleiðinni." Því miður er ég hræddur um að einmitt þetta „hé- gómlega smáatriði" verði eitt af því helsta sem upp úr standi í huga brúð- hjónanna. Smári talar um annarlegar hvatir og sviðsetta uppákomu og væri óskandi að hann útskýrði það orðaval nánar því hér er vægast sagt óvar- lega að orði komist. Brúðhjónin voru að vonum afar óánægð og furðu lostin yfír afstöðu forsvarsmanna Selfoss- kirkju, lái þeim hver sem vill, og voru þau ekki ein um það. Það er Selfoss- kirkja sem veldur þessari uppákomu með afstöðu sinni út af „hégómlegu smáatriði" eins og Smári segir. Þau lög sem flytja átti í þessari at- höfh, og flutt voru, höfðu tilfinninga- legt gildi fyrir brúðhjónin og áttu að vera spiluð af nánum skyldmennum brúðarinnar sem gerði flutninginn að sjálfsögðu enn mikilsverðari. Orlögin höguðu því svo til að þeir sem flytja áttu tónlistina gátu ekki verið við- staddir sökum andláts mjög náins skyldmennis þeirra og því lögðu þeir tíma og vinnu í að hljóðrita tónlistina og flytja á geisladisk sem best væri svo hægt væri að flytja hana í athöfn- inni. En afstöðu forsvarsmanna Sel- fosskh'kju varð ekld hnikað. Tónlist- ina mátti ekki flytja af geisladiski. Hér er troðið á tilfinningum og óskum brúðhjónanna og þær hunsaðar. Fyrir rúmu ári var undirritaður viðstaddur jarðarför í Selfosskirkju og átti sér þá stað sams konar atburður. Aðstand- endum var meinað að flytja tónlist af geisladiski sem nánasti vinur hins látna hafði sent og óskað eftir að yrði fluttur sem hinsta kveðja sín. Þama var gróflega misboðið tilfinnmgum og óskum aðstandenda látins manns. Við athöfn sem þessa vilja flest brúðhjón láta spila tónlist sem hefur þýðingu í huga þeirra og sem þau eiga bundnar minningar við og tengj- ast ást þeirra á maka sínum. Slíkt skiptir þau máh til fullkomnunar at- hafnarinnar. Forsvarsmenn Selfoss- kirkju eru svo rígbundnir í eigin hé- gómlegu smáatriði, sem flutningur tveggja laga af geisladiski hlýtur að teljast, að ekki er einu sinni hægt að gera undantekningu vegna skyndi- legra forfalia í tengslum við sorgleg- an atburð. Slíkt haggar þeim ekki. Stundum þarf að sveigja reglur til og gera undantekningar. Starfsmenn Selfossldrkju hefðu ekki keypt sér stundarvinsældir með því að leyfa flutning tveggja laga af geisladiski við þessa athöfn, svo sem Smári fullyrðir. Mér er til efs að meirihluti sóknar- bama Selfosskirkju hefði haft á móti því að tónlist yrði spiluð af geisladiski í þessari athöfn. Á það skal einnig bent að popp- hijómsveitin „Skítamórall" átti ekki að spila við athöfn þessa heldur ein- ungis einn meðlima hennar. Lögin sem átti að spila vom ekki eftir þá hjjómsveit. Það er því greinilegt að Smári hefur ekki kynnt sér málið til fúllnustu og veður af stað án alls und- irbúnings. Vona ég að Smári og for- svarsmenn Selfosskirkju haldi því ekki fram að einhver ein tónlistar- stefna, í þessu tilfelli popptónlist, annarri fremur saurgi eða vanvirði kirkjuna. Þá era menn komnir á held- ur hálan ís og víst að missi menn fótr anna þar verði byltan frekar hörð. Smári hlýtur einnig að gagnrýna ákvörðun Eyrarbakkakirkju að leyfa flutning tónlistarinnar og þar með gagnrýnir hann afstöðu prófasts Ár- nesprófastsdæmis, séra Úlfars Guð- mundssonar, einnig þar sem sú kirkja er sóknarkirkja hans. Einnig hlýtur hann þá að gagnrýna aðrar kirkjur og sóknir fyrir slíkan flutning. Vonandi sjá forsvarsmenn Selfoss- kirkju, og Smári, að sér og sjá að þeir era ekki að valda helgispjöllum innan kirkjunnnar með því að leyfa flutning tónlistar af geisladiskum. Eg skora á forsvarsmenn Selfosskirkju að gera grein fyrir máli sínu hér á síðum þessa blaðs. Þeirra er að útskýra þær reglur sem þeir sjálfir hafa sett og fylgja svo ósveigjanlega eftir. Lifandi tónlist i lifandi kirkju og lif- andi reglur fyrir lifandi fólk. Með vinsemd og virðingu, GRÉTAR EINARSSON Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.