Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * HALLDOR JÓNSSON tHalldór Jónsson fæddist að Teigi í Óslandshlíð 18. apríl 16. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, f. í Víðinesi í Hjaltadal, og Elisabet Jóhanns- dóttir, f. í Brekkukoti í Ós- landshlið. Þau bjuggu að Teigi í Óslandshlið. Halldór var fjórða barn þeirra hjóna. Systkini hans eru öll látin, en þau hétu: Guðmunda, f. 1901, d. sama ár; »■ Guðmundur f. 4.6. 1905, hann átti eina dóttur sem hét Kristrún og er látin; Kristín, f. 5.2. 1909; Guðrún Ingibjörg, f. 29.3. 1921, hún eignaðist sex börn sem eru búsett á Akur- eyri. Halldór starfaði við bú- Elsku Halldór. Það er skrítin til- hugsun að þú skulir ekld vera þarna fyrir norðan lengur. En þú ert ef- laust feginn að vera laus úr þessum gamla og lúna líkama sem ekkert var orðinn. Kannski ertu kominn á hestbak og þeysir einhvers staðar um á grænum grundum, eða ertu kominn á Snæfaxa þinn og skeið- leggur hann um gamlar slóðir "s* heima í Kirkjubæ? I mínum æskuminningum ert þú alltaf nærri, enda hafðir þú vakandi auga með mér á þeim árum, fóstri minn. Þú lyftir mér á bak á hestunum þínum og passaðir að ég færi mér ekki að voða í óvitaskap mínum. Þú og Glúmur. - Glúmur skildi að ég var óviti og rölti með mig, þó svo að hann vildi helst fara hraðar. Svo fór ég að tosa í hann og þá gekk þetta ekki lengur. Mörgum árum seinna fór ég með þér í ferðalag og þá vig- bauðstu mér hann aftur. Þú varst jafn hamingjusamur og ég þegar okkur Glúmi þínum samdi aftur og þeystum um Rangárvelli. Svo tóku við árin í Reykjavík. Þú hugsaðir vel um Sleipni minn og ég eyddi mörgum stundum í hesthús- inu hjá þér. Eitt sumar var ég í vinnu hjá þér og þá fórum við marga ferðina ríðandi upp í Mosfellssveit. störf og tamningar alla ævi. Hann starfaði við bú foreldra sinna þar til hann réðst sem ráðsmaður að Kirkjubæ á Rangárvöllum hjá Eggerti Jónssyni og síðar hjá Stefáni bróður hans. Þar var hann í 16 ár en flutti þá til Reykjavikur og vann við tamningar hjá Hall- dóri Sigurðssyni gullsmið. Var hann í Reykjavík yfir vetrar- tímann en í Stokkhólma í Skagafirði á sumrin. Síðustu tíu ár sín var Halldór búsettur á Miðsitju í Skagafirði hjá Sól- veigu Stefánsdóttur og Jóhanni Þorsteinssyni. Útför Halldórs fer fram frá Viðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þetta var skemmtilegt sumar. Svo fór ég að vinna í Noregi og fór að vera upptekin af öðru í lífinu og ég fjarlægðist þig. En þú varst alltaf þarna einhvers staðar. Þú fórst norður að vinna og endaðir hjá Sollu systur og Jóa vakra. Mér fannst svo gott að vita af þér þar. Ég vissi að þér leið vel þar og þau hugsuðu vel um þig og voru þér góð. Fyrir 12 ár- um skírðum við drenginn okkar í höfuðið á pabba og þér. Við vildum sýna þér þá virðingu og þakklæti og ég veit að þér þótti vænt um það. Seinna gafst þú nafna þínum folann þinn, sem pilturinn sagði strax að ætti að heita Nafni. Það var góð gjöf og gefin af hlýju hjarta. Fyrir nokkrum árum komst þú i heimsókn til mín. Þú villtist um hús- ið mitt og ég skildi að nú værir þú að fjarlægjast mig og okkur öll. Én það er skrítið, að núna þegar þú ert farinn finnst mér við vera svo náin aftur. Elsku Halldór minn, skilaðu kveðju til Glúms, Blakks, Snæfaxa, Sleipnis, Sporðs, Nafna og allra hinna sem þú hittir þama hinum megin. Guð geymi þig. Þín Sigurveig. Eiskulegur sonur okkar og bróðir, HALLDÓR HÖRÐUR SIGTRYGGSSON, sem lést af slysförum laugardaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju, Garði, í dag, laugardaginn 22. ágúst, kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð hins látna í Landsbanka fslands um land allt, kjörbók nr. 64494. Sigtryggur Hafsteinsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Heiðar Logi Sigtryggsson, Jóhanna Ótta Sigtryggsdóttir, Janus Hafsteinn Sigtryggsson. m t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður og tengdaföður, GUNNARS MARÍUSSONAR, Árgötu 8, Húsavík. Sigurhanna Gunnarsdóttir, Jón Bergmann Gunnarsson, Helga Gunnarsdóttir, Hlaðgerður Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Maríus Gunnarsson, Guðrún Matthildur Gunnarsc Sigurlaug Gunnarsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Inga Kristín Gunnarsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Hákon Gunnarsson, Jón Einar Hjartarson, Guðrún Mánadóttir, Bjarni Siguróli Jakobsson, Ingvar Hólmgeirsson, Erla Jóhannsdóttir, ', Gunnsteinn Sæþórsson, Davíð Eyrbekk, Guðmundur Bjarnason, Baldvin Jónsson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Snæfríður Njálsdóttir. HJALTIÓLI EIRÍKSSON + Hjalti Óli Eiríksson fæddist í Reykjavík hinn 24. október 1980. Hann lést af slysförum 14. ágúst siðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 21. ágúst. Jæja, elsku bróðir minn, núna verð ég víst að kveðja. Þú varst stórt ljós í mínu hjarta sem ég geymi og ekki síður í fjölskyldu minni. Margs er að minnast frá öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Oftast voru það stundir sem við gátum strítt hvor öðrum. Þú varst duglegastur af okkur bræðr- um á skólagöngunni, þar varstu á heimavelli, renndir í gegnum prófin þótt mér fyndist þú alltaf vera að gera eitthvað annað skemmtilegra en að læra, pæla í tölvunni eða hitta alla vinina sem þú áttir. Ég er viss um að það eru ekki margir sem hafa átt jafnmarga góða vini og þú. Mér er í huga núna þegar við hitt- umst síðastliðinn apríl úti í Þýska- landi, þar varstu eins og svo mörg önnur sumur hjá Heiðari að vinna við hrossin, þar var enn einn heima- völlurinn þinn. Að slást við hrossin í járningum og þjálfa þau, gera öll þau verk sem þurti að gera með Heiðari. Einn daginn var ég eitt- hvað svo svangur, mig langaði í hamborgara. Þú varst þá spurður hvort þú nenntir að hlaupa yfir göt- una á McDonalds. Þá spurðir þú strax: Hvað borgarðu mér fyrir? Auðvitað vissi ég að þú færir ekki nema við gætum samið um verð og úr varð að þú fékkst 10 mörk fyrir ferðina. Alltaf var gaman að semja um verðið fyrir hlaupin við þig, bróðir. Ég var aldrei í vafa um að þú ættir eftir að afreka mikið í fram- tíðinni og ég veit núna að þú hefur mikið fyrir stafni, þér er ætlað stórt hlutverk hinum megin við hliðið, þar höfum við aðra framtíð til að sýna hvað í okkur býr. Þú varst snillingur í tölvum, þar gastu gert allt sem þér datt í hug. Þú gast setið fyrir framan tölvuna svo tímunum skipti og tókst ekki eftir því að það var kominn nýr dagur eða ný vika - ég hefði verið búinn að sofna tíu sinnum á meðan þú varst að pæla í öllu milli himins og jarðar. Svo í sumar sagðir þú: Ég er hættur í tölvum, og seldir tölv- una þína. Ég held að enginn hafi skilið það en ég veit núna hvers vegna, þú varst að hvíla þig fyrir stóra verkefnið hinum megin við hliðið. En hvers vegna þetta verk- efni er svo mikilvægt að það þurfi að kalla þig, elsku bróðir, til að stýra því, það veit enginn nema þú. Nú síðast hittumst við rétt fyrir of- BRIllS Umsjón Arnór G. liagnarsson Jón Yiðar og Leifur unnu Siglu- íjarðarleik sumarbrids MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 17. ágúst spiluðu 20 pör eins kvölds Mitchell- tvímenning. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS: Ómar Olgeirss. - Vilhj. Sigurðss. jr. 270 Ami Már Bjömss. - Heimir Tryggvas. 257 Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarss. 246 Guðl. Sveinss. - Kristófer Magnúss. 238 AV: Eggert Bergsson - Þorsteinn Joensen 250 Guðm. Baldursson - Sævin Bjamason 241 Guðný Guðjónsd. - Hanna Friðriksd. 225 Alda Guðnadóttir - Kristján B. Snorrason 224 Þriðjudagskvöldið 18. ágúst mættu 30 pör til leiks og varð staða efstu para svona (Meðalskor 364): NS: Guðrún Jóhannesdóttir - Gísli Hafliðason 468 Alda Guðnadóttir - Kristján B. Snorrason 452 Ómar Olgeirsson - Kristinn Þórisson 425 Bjöm Amason - Kristinn Kristinsson 408 AV: Hákon Stefánsson - Reynir Grétarsson 449 Jón Viðar Jónmundsson - Ami Hannesson 426 an eina sveitina fyrir austan fjall, þar mæltum við okkur mót við einn afleggjarann. Með þér var einn besti vinur þinn og áttum við þar eina af okkar bestu stundum sam- an. Stríðnina bar þar hæst, eins og svo oft áður, og ég veit að þér leið sjaldan jafn vel og uppi í sveitinni. Svo tókst þú sama afleggjarann sem þú hafðir komið aftur heim en eitthvað fór úrskeiðis á leiðinni, eitthvað sem við höfum engin svör við. Ég og mínir strákar þökkum þér fyrir allar stundimar saman. Það sem ég hef núna er falleg minning um þig, bróðir minn, sem á eftir að að lifa í huga mér þangað til við hittumst næst. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir vort líf sem svo stutt og stopult er það steftiir á æðri leiðir en upphimin fegri en augað sér mót öllum svo faðminn breiðir. (E.Ben.) Minning þín lifi, elsku bróðir minn. Helgi Eiríksson. Það er svo erfitt að koma orðum á blað. Það er svo erfitt að kveðja góðan vin, sem í blóma lífsins er hrifinn á brott svo alltof, alltof fljótt. Fyrsta minning mín um Hjalta Óla er um ljóshærðan, glaðlegan dreng- hnokka við leik í garðinum hjá Álf- heiði ömmu sinni. Það var þá sem þeir kynntust, Hjalti og Haraldur sonur minn, og urðu svo góðir vin- ir. Það vantaði dag upp á að ár væri á milli þeirra, Haraldur þriggja, Hjalti Oli fjögurra, báðir svo oft staddir hjá ömmum sínum, sem áttu heima hlið við hlið í Hörgatúninu. Síðan eru ófáar stundirnar sem þeir hafa eytt sam- an og oft verið óaðskiljanlegir. Það er mér svo kært að hafa fylgst með Hjalta Óla vaxa og dafna, breytast úr litlum prakkara í myndarlegan og éfnilegan ungan mann. Ný áhugamál tóku við, önnur mark- mið, bflprófsaldri náð og spennandi áfangi runninn upp. Áfangi sem hann fékk að njóta svo alltof skamman tíma. Mennirnir áætla, guð ræður. Víst hefði verið ljúft að sjá þá vinina fylgjast að við leik og störf í gegnum lífið. Það er svo sárt til þess að hugsa að Hjalti Óli eigi ekki eftir að koma til okkar, brosmildur og kátur eins og hann ávallt var. Tómleiki og söknuður fyllir huga Haraldar og varla að við áttum okkur á að hann eigi ekki eftir að skreppa í Faxatúnið að hitta æskuvin sinn, þar sem hann ísak Öm Sigurðsson - Helgi Sigurðsson 398 Bryndís Þorsteinsd. - Jón Steinar Ingólfss. 392 Miðvikudagskvöldið 19. ágúst mættu 26 pör til keppni og þá varð staða efstu para þessi (meðalskor 216): NS: Jakob Kristinss. - Sveinn Rúnar Eiríkss. 251 Gylfi Baldursson - Bjöm Theódórsson 251 Egill Darri Brynjólfsson - Helgi Bogason 248 Hjördís Sigurjónsdóttir - Kristján Blöndal 237 AV: Sigurður Tómass. - Hallgr. Rögnvaldss. 298 Aðalbj.Benediktss.-JóhannesGuðmannss. 259 Ólöf H. Þorsteinsd. - Ragnheiður Nielsen 258 Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 234 Jón Viðar Jónmundsson og Leif- ur Aðalsteinsson unnu Siglufjarðar- leikinn með því að ná 69,09% skori 24. júlí sl. Siglufjarðarleiknum lauk 19. ágúst og í lok þess kvölds leit út fyrir að Sigurður Tómasson og Hallgrímur Rögnvaldsson hefðu náð 69,21% skori, en leiðrétting leiddi til þess að skor þeirra breytt- ist í 68,98%. Jón Viðar og Leifur héldu þar með velli og vilja starfs- menn sumarbrids koma á framfæri hamingjuóskum til þeirra hér. í sumarbrids er spilað öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan ailtaf kl. 19:00 dvaldi svo oft, enda foreldrar Hjalta Óla honum svo einstaklega góðir. Við söknum Hjalta Óla svo mildð, í hjarta okkar varðveitum við minninguna um yndislegan dreng. Kæra Jóhanna og Eiríkur, Helgi Heiðar og Álfheiður, við sendum ykkur og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk til að takast á við erfiða tíma sorgar og söknuðar. Kalhð er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof iyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elma Ósk og fjölskylda. Elsku vinur. Það er svo margt sem við gerð- um saman. Stundir sem eru mér svo ógleymanlegar og kærar. Ég sakna þín sárt. Takk fyrir allt. Þinn vinur, Haraldur. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Hann Hjalti okkar er farinn. Maður trúir því varla að lífið sé svo ósanngjarnt að taka svo ungan strák frá okkur, sem átti allt lífið framundan. Eftir að ég heyrði fréttirnar um slysíð varð mér litið í útskriftarbók okkar nemendanna sem lukum námi í Garðaskóla 1996. Þar blasti við ungur maður með sítt hár ásamt orðum hans, „Hugur ræður hálfum sigri“. Ég sendi öllum ástvinum Hjalta mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð vaka yfir ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vepa þess sem var gleði þín og þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Kahlil Gibran.) Fyrir hönd útskriftarnema Garðaskóla 1996. Ása Andrésdóttir. Síðasta spilakvöldið í Sumarbrids er 11. september. Spilastaður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd, hús- næði Bridssambands Islands. Hjálpað er til við að mynda pör úr stökum spilurum. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 13. ágúst spjluðu 18 pör Mitchell tvímenning. Urslit urðu þessi: NS: Auðunn Guðmundsson - Albert Þorsteins. 293 Þórarinn Amason - Bergur Þorvaldsson 254 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 234 AY: Lárus Arnórsson - Asthildur Sigurgíslad. 269 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarss. 268 Ingiríður Jónsdóttir - Heiðar Gestsdóttir 231 Meðalskor 216 Mánudaginn 17. ágúst spiluðu 16 pör Mitchell. NS: Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 208 Lárus Amórsson - Ásthildur Sigurgíslad. 203 Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 201 AV: Oliver Kristóferss. - Sigurleifur Guðjónss. 210 Láms Hermannss. - Eysteinn Einarsson 195 Sæmundur Bjömss. - Magnús Haildórss. 178 Meðalskor 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.