Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 UNESCO MORGUNBLAÐIÐ Reiðubúin fyrir 21. öldina? Auka þarf mjög alþjóðlegt samstarf á næstu öld, draga úr misrétti og efla lýð- ræði, ella kunna ýmis vandamál að breyt- ast í harmleik. Þetta kemur fram í grein Jérðme Bindé, stjórnanda greiningar- og spásagnadeildar UNESCO (Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna). ERUM við reiðubúin fyrir 21. öld- ina? Eigi mannkynið að lifa næstu öld af verður að takast á við fjögur tneginviðfangsefni í tæka tíð. I fyrsta lagi mun 21. öldin hafa í för með sér vaxandi misrétti og neyð sem ekki á sér fordæmi en um leið valda ineiri auðsöfnun en þekkst hefur, auðsöfnun sem verður falin bak við skothelda glerveggi að- skilnaðarstefnu, apartheid, í félags- legum skilningi og í lífsháttum stór- borganna. Á árabilinu 1980-1996 var hag- vöxtur óvenjumikill í að minnsta kosti 15 ríkjum og tekjur flestra íbúanna, alls hálfs annars milljarðs manna, jukust. Á sama tímabili varð efnahagsleg hnignun eða stöðnun í um það bil 100 ríkjum og tekjur 1,6 milljarða manna minnk- uðu. Til skamms tíma var ör fram- þróun í Asíuríkjum sem eru nú skyndilega í djúpri kreppu vegna fjárhagslegra áfalla. Við upphaf 21. aldar lifa meira en 1,3 milljarðar manna í örbirgð og fjöldi þeirra vex stöðugt. Sumir sérfræðingar telja jafnvel að rétta talan sé nær tveim milljörðum. Núna þjást yfir 800 milljónir manna af völdum hungurs og vannæringar; meira en milljarður hefur ekki aðgang að heilbrigðis- þjónustu, lágmarksmenntun eða drykkjarvatni. Um tveir milljarðar hafa ekki rafmagn og 4,5 milljarðar geta ekki notfært sér símaþjón- ustu, sjálfan aðgöngumiðann að nýrri upplýsinga- og samskipta- tækni sem er að verða lykillinn að fjarnámi. Margt er nú sagt um ágæti alnetsins en eftir sem áður munum við búa við misjöfn skilyrði í þessum efnum, góða vegi og slæma. Framtíðin í hættu Framtíðin sjálf virðist vera í hættu. Erfítt er að segja fyrir um hana í norðri, þar er fæðingartíðni svo lág að þjóðimar verða nú fámennari. I suðri má næstum því segja að búið sé að veðsetja framtíð- ina, þar þjást konur og börn mest vegna fátæktarinnar. Tveir af hverjum þrem jarðarbúum sem búa . við örbirgð em undir 15 ára aldri og tveir af hverjum þrem þeirra era konur. Ef við ætlum okkur að tryggja frelsi í framtíðinni verðum við að stuðla að réttlæti, deila með okkur gæðunum og sýna samstöðu. Ein- ingin um félagsleg viðhorf, þjóðfé- lagssáttmálinn frá 1945 um velferð- an-íkið, er að leggja upp laupana, nýr sáttmáli hefur ekki verið gerð- ur í samræmi við nýtt skeið hnatt- væðingar og þriðju iðnbyltinguna sem er grandvöllur hennar. Hann þarf að búa til og símenntun fyrir „Fjármálaviðskipti, mengun, farsóttir, skipulögð glæpa- starfsemi og pen- ingaþvætti láta ekki staðar numið við tollhliðin.“ alla ætti að vera einn af hornstein- um hans. I öðru lagi nefni ég sjálfbæra þróun. Er það ekki svo að þróunar- ferli nútímans, sem byggjast á braðli með auðlindir sem ekki end- urnýjast, dragi úr þróunargetu komandi kynslóða? Auðlindir þriggja plánetna á borð við jörðina þyrfti til ef allt mannkyn ætti að geta notið sömu þróunar og neyslu og reyndin er í Norður-Ameríku. Fólk um allan heim tekur sér nú ákvörðunarrétt íyrii- komandi kyn- slóðir og það er að renna upp fyrir okkur að við eram að stefna í hættu mannréttindum afkomenda okkar. Mannkynið hefur nú getu til að eyða sjálfu sér sem tegund. Hver mun kenna okkur að hafa stjórn á getunni? I þriðja lagi nefni ég það sem kalla má hafvillu-hættuna. Það er vissulega rétt sem sæfarendur og heimspekingar hafa sagt að „sá sem ekki veit hvert hann vill fara hlýtur aldrei góðan byr“. En sama má segja um þann sem hefur brotið stýrið. Með öðrum orðum, höfum við markað okkur stefnu fyrir 21. öldina? Og ráðum við yfír tækja- búnaði til að halda stefnunni? Hnattvæðing virðist hafa haft þau áhrif í flestum ríkjum að stjórnir þeirra hafa glatað tækjunum til að stjórna. Lýðræðissamfélagið virðist hafa misst tök á þróun mála og lent í klóm „nafnlausra valdhafa", hug- taka á borð við fjármálamarkaði, vaxtastig, vísitölur og tölfræði ým- iss konar. Það sem meira er, flest vandamál nútímans hunsa landamæri ríkja. Yatnslindir era að verða viðfangs- efni í milliríkjasamskiptum, stríð á næstu öld gætu orðið um vatn. Fjármálaviðskipti, mengun, far- sóttir, skipulögð glæpastarfsemi og peningaþvætti láta ekki staðar numið við tollhliðin. Vegna þessa þarf einnig að finna lausnir sem ekki eru bundnar við landamæri. Niður- staða margra alþjóð- legra samninga og alþjóðlegar ráðstefn- ur á borð við Ríó- ráðstefnuna eða Kyoto-ráðstefnuna eru íyrsta skrefið. ' Ættum við samt ekki að ganga mun lengra næstu tíu eða tuttugu árin? Sumir segja að því miður höfum við ekki efni á því. Kalda stríðinu er þó lokið og samt fjárfestum við af miklum móð í öryggisleysi í stað þess að grípa til lýrirbyggjandi að- gerða og leggja fé í frið. Á hverju ári er eytt 800 til 920 milljörðum dollara til varnarmála. Að sögn Wallys N’Dow, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Borgai’áðstefnunn- ar, er hægt að útvega öllum „þak yfir höfuðið, drykkjarvatn og nauð- synlegustu hreinlætisaðstöðu íyrir AÐALSTÖÐVAR Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París. Jéröme Bindé minna en 100 dollara á mann“. Þetta myndi kosta 1,3 milljarða dollara fyrir 1,3 milljarða blásnauðra manna í heiminum. Hnattrænt lýðræði? Grandvallarspurningar um regl- ur og stjórnun verða kjarninn í um- ræðum á jörðunni næstu tvo ára- tugi. Ef við höfum í huga þau þrjú viðfangsefni sem ég hef rakið hér getum við þá ekki gefíð okkur að þróunin stefni í átt til hnattræns lýðræðis? Getum við ímyndað okk- ur alþjóðlegan samruna er minnir á samstarfíð í Evrópu eða Mercosur- samvinnuna í Rómönsku Ameríku eða er þetta ekki annað en draum- sýn? Heimurinn er að verða eitt markaðssvæði og verðum við þá, eins og Jacques Attali hefur sagt, að koma á lýðræði „sem rétt eins og markaðurinn er ekki bundið við afmarkað svæði heldur lýðræði án landamæra í tíma og rúmi?“ Fjórða helsta viðfangsefnið er friður. Boutros Boutros-Ghali sagði á Fundunum um 21. öldina, sem við stöndum fyrir, að friður væri skil- yrði þess að leysa mætti fyrstu þrjú viðfangsefnin. Hrifningin vegna falls Berlínarmúrsins olli þeirri tál- sýn að nú myndi strax renna upp tími endalauss friðar og framþró- unar en tálsýnin er horfin. Tugir styrjalda hafa verið háðir síðan kalda stríðinu lauk og á þrjátíu stöðum eru nú átök, aðallega innan- landsstríð, og afleiðingin hefur orð- ið nokkuð sem ekki átti sér for- dæmi - hrun ,og brotthvarf ríkis- valdsins í blóðsúthellingum og harmleik. Við eigum á hættu að stefna þjóðahreinsana og þjóðarmorða geti breiðst út og það er afar mikil- vægt að við leggjum áherslu á, eins og Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert, friðarmenningu fyrir tilstuðlan menntun- ar, kröftugra að- gerða í mannrétt- indamálum og með því að ýta undir umburðarlyndi og menningarlega fjölbreytni. Friður merkir ekki eingöngu að ekki sé barist eða lög og regla sem komið er á með ofurvaldi. Raunveralegur friður er jákvæður og að sögn heimspekingsins Spinoza „fæddur af styrkleika sálarinnar, eindrægni og réttlæti". Hann byggist á sönn- um gildum og grandvallaratriðum. Helsi neyðarráðstafana Allsherjarþing SÞ tók undir þessar hugmyndir er það lýsti árið 2000 Alþjóðaár friðarmenningar. Ef við viljum raunveralega gera það að markmiði að ekki sé brugð- ist of seint við hljótum við að leggja áherslu á að fyrirbyggja fremur en að laga okkur að breyttum aðstæð- um, siðfræði framtíðarinnar verður af losna úr helsi neyðaiTáðstafana, hugmyndin um að deila gæðum verður að sigra blinda sérgæsku. Með þetta í huga mun Menningar- málastofnunin skipuleggja svo- nefndai' Viðræður 21. aldar dagana 16. til 19. september til að skyggn- ast inn í framtíðina með fundum helstu sérfræðinga og hr. Federico Mayor gefa út hvítbók um 21. öld- ina 1999. Málið liggur nógu ljóst fyrir. Et- han Kapstein, félagi í Ráði erlendra samskipta í New York, fjallaði um það með eftirfarandi orðum: „Ef til vill stefnum við nú á vit hörmulegra atburða sem munu valda því að sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að spyrja hvers vegna ekkert hafi verið gert í tæka tíð.“ Og samt er það svo að „Vaxandi hætta vísar veginn til öryggis", eins og Hölderl- in ritaði. Það era til lausnir. Æ fleiri gera sér grein fyrir því hve brýnt málið er, það sem raunveru- lega skortir er pólitískur vilji, stjórnmálamenn eru enn bundnir af skammtímahagsmun- um. Hnattvæðing getur ekki takmarkast við fjarskipti, tölvur, fjöl- miðlun og markaði. Hún verður að grundvallast á auknu alþjóðlegu lýðræði og fyrirfram mótuðum skilningi á lýðræðinu. Hornsteinar þess skilnings eru nýr þjóðfélags- sáttmáli fyrir 21. öldina; sjálfbær þróun; nýr og víðtækur alþjóða- samningur þar sem ýtt er undir setningu alþjóðlegra reglna og samruna; friðarmenning og sið- fræði fyrir framtíðina og símenntun alla ævi fyrir alla. Höfundur er stjóruandi greiningar- og spásagnarskrifstofu UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna. „Ef við ætlum okkur að tryggja frelsi í framtíðinni verðum við að stuðla að réttlæti, deila með okkur gæðunum og sýna samstöðu.“ I I I l '■ c t < í I £ I I I í t í I t t I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.