Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST1998 45 spjölluðu. Gréta var gift Jóhanni Júlíussyni útgerðarmanni, höfðingja að forn- um sið og góðum dreng. Þau áttu yndislegt heimili og hlýlegt. Þau eignuðust tvo syni þá Leó og Krist- ján, einnig var frænka Jóa, Jónína Högnadóttir í fóstri hjá þeim í nokkur ár, gift Birki Þorsteinssyni. Undirrituð kynntist Grétu og Jóa 10-11 ára gömul, en þá fór ég ásamt Kristjáni syni þeirra, sem er skóla- bróðir minn, heim til þeirra hjóna, en þar var faðir minn að mála, og er við komum þangað inn úr snjókom- unni, var tekið svo innilega og fal- lega á móti manni í fyrsta sldpti, og ekld það síðasta, því það var alltaf opið hús, og allir velkomnir. Síðan atvikaðist það þannig að undirrituð lærði málaraiðn hjá föður sínum og hef ég unnið fyrir þau hjón og glæsilega útgerð þeirra hjóna Gunnvöru h.f. til fjölda ára, og er þar enn. Gréta var yndisleg kona, vel gef- in, heilsteypt, drenglynd og traust og svo sannarlegur vinur vina sinna. Það var gott og gaman að heim- sækja þau og spjalla og fór maður alltaf fróðari út. Þeim fannst gaman að fá gesti og gangandi og Grétu leiddist allt sem hét snobb og yfir- borðsmennska. Það var alltaf tekið jafn vel á móti öllum hvort heldur það voru þingmenn, ráðherrar eða aðrir er inn litu sem leið áttu um. Kristján yngri sonurinn er fram- kvæmdastjóri Gunnvarar hf., giftur Ingu Ólafsdóttur, en hún er Isfirð- ingur í móðurætt, og á hún tvo syni, þá Pétur og Óla, og hafa þau búið í sambýli við Grétu og Jóa síðustu ár- in og hugsað alveg sérstaklega fal- lega um þau. Þau hafa verið dugleg við að drífa þau í bíltúra, ferðalög, sumarbústaði, og fóru þau síðast nú í júlí á Snæfellsnesið og suður með þeim, og veit ég að Gréta og Jói nutu þess vel. Þau hafa notið þess mikið að hafa fjölskyldu Kristjáns svona nálægt og veit ég að Pétur og Óli hafa verið jafn kærir Grétu og Jóa og bestu synir og veit ég að þeir hafa mikið misst. Leó eldri sonurinn ljósmynd- ari og listamaðm- var búsettur hér til fjölda ára, en hann kynntist síðan konu sinni Eriku, sem er listakona frá Austurríki og hafa þau búið er- lendis síðustu árin. Gréta og Jói drifu sig út í heimsókn til þeirra fyrir fimm árum og veit ég að þau nutu þeirrar ferðar vel og lengi. Gréta hefur alltaf verið mikil fjöl- skyldumanneskja og haft gott og mikið samband við fjölskyldu sína og bræðrabörn, og veit ég að Krist- ján Pétur og Leó synir Kristjáns bróður hennar, hafa verið henni nánir alla tíð og var Kristján Pétur hér í heimsókn frá Noregi og þótti henni mjög vænt um það. Hann var svo með fjölskyldunni þétt í veik- indum hennar þar til yfir lauk. Tryggð var Grétu í blóð borin, og nutum við þess, fjölskylda mín, vel. Alla tíð hefur hún sagt við mig, er ég kom í heimsókn, eða er við hitt- umst „Kemur stelpan mín“, það ylj- aði manni alltaf og fannst mér það ljúft. Alltaf spurði hún um son minn og bræður, hvemig þeir hefðu það og hvort allt gengi ekki vel. Þá má ekki gleyma tryggð þeirra við fóður minn, vin sinn alla tíð og nú síðast í veikindum hans og er hann lést sl. ár, þá sýndu þau hjón og fjölskylda þeirra okkur systkinum fallega um- hyggju sem alltaf verður metin. Að lokum kveðjum við hjartkæra vinu, með kærri þökk fyrir allt. Far þú í friði Gréta mín og Guð varðveiti þig. Um leið og ég votta ykkur ástvin- unum hennar Jóa, Leó, Eriku, Kri- stjáni, Ingu og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðari Guð að gefa ykkur styrk, vil ég þakka vináttu, tryggð og hlýju við okkur fjölskylduna öll árin. Bjarndís Friðriksdóttir. ísafjörður er að því leyti frá- brugðinn mörgum sveitarfélögum á Islandi að hann hefur afgerandi miðbæ. Miðbæ þar sem fólk hittist, heilsast og spjallar um lífið og til- veruna. í miðbænum, á Eyrinni, eru helstu þjónustustofnanir bæjarins og í tímans rás hafa þeir einstak- lingar, sem lengi hafa staðið fyrir þjónustunni, orðið hluti af daglegu lífi ísfirðinga. Þannig var það með þá ágætu konu, Margréti Leós, sem við kveðj- um í dag. Hún var hluti af miðbæj- arlífinu á Isafirði og flestir ísfirð- ingar þekktu hana. Og hún þekkti þá alla og gat rakið ættir þeirra og upruna. Margrét fæddist á ísafirði og ólst upp með fjölmennum hópi bræðra sem voru henni afar kærir. Foreldr- ar hennar ráku verslun og það var mikið um að vera á heimilinu. Það mæddi því mikið á ungu stúlkunni í þessum karlaheimi og hún lét ekki sitt eftir liggja. Hún varð fljótt ábyrgur einstaklingur, dugleg, framtakssöm og virt kona. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann Ósk á ísafirði veturinn 1934-35 og á árunum 1937-45 hélt hún hús fyrir þrjá bræður sína í Reykjavík, þar sem þeir stunduðu störf. Bræð- ur Margrétar, sem voru sjö talsins, tóku virkan þátt í félagslífi á ísafirði á sínum yngri árum og settu mikinn svip á bæjarlífið ásamt Margréti, systur sinni. Sérstaklega komu þeir Leósbræður við sögu í Rnatt- spyrnufélaginu Herði þar sem Mar- grét lagði einnig hönd á plóg. Hún var dugleg og félagslynd kona. Hinn 8. mars 1945 urðu þáttaskil í lífi Margrétar Leós, en þá giftist hún Jóhanni Júlíussyni, sem fæddur er 26. mars 1912 í Fljótavík í Sléttu- hreppi. Segja má að frá þeim tíma hafi þau leiðst í gegnum lífið og flesta daga brosandi við heiminum og samferðamönnum sínum. Jóhann Júlíusson er ákafur athafnamaður, sem vill láta gott af sér leiða, og hjá Margréti fékk hann þann stuðning sem þann þurfti í þessum efnum. Saman hafa þau Margrét og Jóhann markað djúp spor í atvinnusögu Isafjarðar og Vestfjarða og þá sér- staklega með stofnun útgerðarfé- lagsins Gunnvarar hf. árið 1955 ásamt tvennum öðrum hjónum. Frá þeim tíma hefur Gunnvör hf. vaxið og dafnað og rekur nú fjölþætta starfsemi, ísfirðingum og öðrum Vestfirðingum til framdráttar. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu Margi’ét og Jóhann glöddust yfir hverju framfaraspori sem stigið var á vegum Gunnvarar, t.d. þegar ný skip bættust í flotann. Þau báru hag starfsmanna sinna mjög fyrir brjósti og fögnuðu bættum aðbún- aði og auknum tekjumöguleikum sjómannanna. Sama má segja um landverkafólkið, þar lögðu þau hjón alla tíð áherslu á að frystihúsa- rekstri yrði haldið áfram, þrátt fyrir afar erfið ytri skilyrði árum saman. Hlýhugur Margrétar og þeirra hjóna til samferðafólksins var ein- stakur. Þrátt fyrir aðild þeirra hjóna að Gunnvöru var það þó fyrst og fremst í Skóverslun Leós sem þau „gömlu“ hjónin ræktuðu sinn garð á seinni árum. Verslunin var stofnuð árið 1904 og hefur verið rekin allar götur síðan. Og þegar þeir bræður, Agúst og Kristján Leós, féllu frá, en þeir höfðu fyrst og fremst séð um reksturinn, kom til kasta þeirra hjónanna, Margrétar og Jóhanns, undir stjórn Kristjáns, sonar þeirra. Þau sáu nú um búðina sem varð þá meira en venjuleg verslun. Þangað komu vinir þeirra og samferðamenn til að spjalla, fræðast um útgerð og fiskvinnslu hjá Jóa, en ættfræði og menningarlíf hjá Grétu. Stundum var ekki laust við að nokkur sam- keppni ríkti á milli hjónanna um umræðuefnið, þegar viðskiptavini og gesti bar að garði, en samkomu- lag náðist þó ávallt um „hvemig ræða skyldi“ eins og þeir segja í þinginu, enda bæði fær um að ræða aðaláhugamál hins, ef svo bar undir. Margrét Leós var vel gefin kona og víðlesin og ættfræðiþekking hennar var einstök. Hún hafði allt sitt líf sérstakan áhuga á fólki, upp- rana þess, lífi og örlögum og hafði sérlega gaman af að miðla þessari þekldngu til annarra. Hún og Jó- hann áttu líka stórt og vandað bóka- safn sem þau undu sér við. Við fráfall Margrétar Leós er höggvið skarð í hóp þeirra gömlu Isfirðinga, sem setja sérstakan svip á bæinn. Miðbærinn er ekki samur eftir. Margrét var allt fram á síð- ustu daga í „fullu fjöri", þrátt fyrir háan aldur. Hún fór á sjúkrahús nokkram dögum fyrir dauða sinn, en lést af völdum heilahimnubólgu þann 11. ágúst. Fyrir skömmu gekk hún með ástvini sínum og lífsföra- naut um nýja Silfurtorgið. Þau heilsuðu fólki og tóku það tali, brostu og héldust í hendur. Þau leiddust í gegnum lífið. Eg og fjölskylda mín sendum Jóa Júl., bömum hans og tengdaböm- um og öðram aðstandendum Mar- grétar Leós hugheilar samúðar- kveðjur. Þá vil ég fyrir hönd Gunnvarar hf., eigenda og starfsmanna, flytja Margréti þakkir og aðstandendum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Leós. Magnús Reynir Guðmundsson. Öldrað kona, en enn á sínu blómaskeiði, hún Margrét Leós- dóttir er látin. Það varð brátt um hana, þessa konu sem ég hitti síðast rétt fyrir verslunarmannahelgina með honum Jóhanni sínum, svo káta, ánægða og fulla af lífsgleði. Þannig var hún Gréta alltaf frá því ég fyrst kom á heimili fjölskyldunn- ar fyrir 30 árum, haustið 1969. Þá var ég byrjaður í hinum nýja menntaskóla á ísafirði með Krist- jáni syni þeirra. Heimili þeirra Grétu og Jóa að Hafnarstræti 7 var það heimili ís- firsku skólafélaganna sem stóð mér alltaf opið. Það var gott og hressandi að kíkja inn til hennar Grétu með Didda þegar eyður vora í stundaskránni. Eftir að við Diddi höfðum spígsporað um bæinn þver- an og endilangan þá var oftar en ekki skotist inn í te og brauðsneið til Grétu. Þó að Diddi væri búinn að dæla í mig sögum af ísfirskum mönnum og málefnum þá gat mamma hans alltaf bætt einhverj- um skemmtilegheitum við og ekki skorti ættfræðina. Á þessu heimili var mikið hlegið, það var ekki talað illa um náungann og þar var sam- heldni fjölskyldunnar eins mikil og hún gerist mest og best. Eftir að þessum fjóram áram í menntaskólanum lauk hef ég komið allt of sjaldan til ísafjarðar, en þeg- ar ég hef komið þangað hef ég alltaf kíkt til Grétu og Jóa. Ég hef alla tíð verið þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu sómafólki. Guð styrki Jóhann og fjölskyld- una í sorginni. Blessuð sé minning Gretu. Guðmundur (Muggur). t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LEIFUR SIGURÐSSON rafvirkjameístari, Akurgerði 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 19. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDUR BERNHARÐSSON múrarameistari, Vallarási 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 20. ágúst. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Jóna Björg Jónsdóttir, Yngvi Þór Loftsson, Stefán Ingi Jónsson, Guðrún Snæbjömsdóttir, Bernharð Smári Jónsson, Bryndís Þóra Jónsdóttir, Sören Sigurðsson, Guðrún Katrín Jónsdóttir, Garðar Jóhannesson og barnaböm. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HULDA SOFFÍA ARNBERGSDÓTTIR, Grundarlandi 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. ágúst. Þorvaldur Þorvaldsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Jón Helgason, Arnbergur Þorvaldsson, Hanna Margrét Geirsdóttir, Gróa María Þorvaldsdóttir, Ingólfur Garðarsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR frá Laugalæk, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Ágúst Karlsson, Unnur Karísdóttir. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samhug og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, dóttur, systur, mág- konu, tengdamóður, dótturdóttur og frænku, KRISTfNAR SÆUNNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Garðavegi 6, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Tinna Kjartansdóttir, Freyja Kjartansdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Sæunn Kjartansdóttir, Krísb'n María Hartmannsdóttir, Guðbrandur Sæmundsson, María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson, Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð, María Anna Magnúsdóttir, frænkur og aðrir ástvinir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengda- móður, STEINUNNAR ÓLAFSDÓTTUR THORLACIUS, Grenimel 3. Einnig alúðar þakkir til starfsfólks kvenna- deildar Landspítalans deild 21A fyrir elskulegt viðmót og kærleiksríka umönnun. María Auður Guðnadóttir, Sólveig Leifsdóttir, Gísli Blöndal, Halla Leifsdóttir, Jón Pétur Guðbjörnson, barnabörn og barnabarnabarn. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Helgi Halldórsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Ketill Axelsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Gretar Frankltnsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.