Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Ágúst STARFSFÓLK Sfldarvinnslunnar hf. við makrflfrystingu. „Makrfllin er verðmæt afurð“ Rúmlega 50 tonn heilfryst hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað UM 52 TONN af makríl voru heilfryst hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í vikunni en ísfisk- togarinn Sjóli HF fékk markrílinn í Síldarsmuginni. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem makríll er unnin á þennan hátt hér á landi. Að sögn Svanbjamar Stefánssonar, vinnslustjóra SVN, gekk vel að vtnna makrílinn þó að talsverð áta hafi verið í honum og fituinnihaldið um 22%. Makríllinn hafi að stærst- um hluta verið 400 til 600 grömm að þyngd sem þyki hentug stærð í þessari vinnslu. „Síðan er aðeins að sjá hvemig gengur að selja makrílinn en við emm nú að þreifa fyrir okkur á mörkuðunum. Okkur er sagt að makríllinn sé verðmæt- ur ef hann er af réttri stærð og helstu markaðir séu í Rússlandi, Evrópu og Japan,“ sagði Svan- bjöm. Sjóli HF aftur á miðin Sjóli hf. hélt aftm- á makrílveiðar í Síldarsmugunni eftir löndun og er búist við að hann landi aftur á Nes- kaupstað upp úr helgi. Að sögn Guðmundar Þórðarsonar, útgerð- arstjóri Sjólaskipa hf., fékkst afl- inn í síðasta túr á aðeins einum sól- arhring. Þokkalegt verð fékkst fyr- ir makrílinn og því hafi verið ákveðið að gera aðra tilraun. Fækkar í Smugimni NOKKRIR íslenskir togarar hafa hætt veiðum í Smugunni og haldið heim á leið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins em 10 íslenskir togarar enn að veiðum í Smugunni en 5 nú á heimleið. Aflabrögð hafa verið mjög treg þar í sumar, fyrir utan eitt skot sem fyrstu skipin sem hófu veiðamar fengu þar fyrr í sumar. Vænn þorskur I norska blaðinu Fiskeribladet var sagt frá því fyrir skemmstu að skipin í Smugunni væm að veiða stóran og fallegan þorsk. Greint var frá því að norska strandgæslan hefði farið og mælt fisk um borð í togara frá Sierra Leone. Mældur hafi verið þorskur úr um tveggja tonna haii og hafi megnið af aflanum verið af stærðinni 70 til 110 sentimetrar. Auk íslensku skipinna hafa verið þrír togarar frá Sierra Leone og einn frá Panama að veiðum í Smugunni. íslensku skipin hafa einkum notað flottroll við veiðam- ar en hin hafa verið með botntroll og þar af leiðandi einnig fengið nokkuð af flatfiski. Vín fyrir veiðar SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli Suður-Afríku og ES um fríverslun- arsamning hafa strandað á samn- ingum um fiskveiðar. Búist var við að gengið yrði frá samningnum í byrjun september en síðustu við- ræðum lauk án niðurstöðu þegar í Ijós kom að Spánn og Portúgal höfðu beitt Suður-Afríku þrýstingi til að fá leyfi til veiða innan þeirra lögsögu með því að nota vöranafn suður-afrísku Cape vínanna sem útgangspunkt samningaviðræðna. Samningamenn ES hafa farið fram á að Suður-Afríka noti ekki nöfnin púrtvín og sjerrí fyrir inn- lenda vínframleiðslu, þrátt fyrir að þessi tegundaheiti hafi verið notuð í meira en tvær aldir. Hins vegar er notkun nafnanna í góðu lagi ef Spánn og Portúgal fá leyfi til veiða innan suður-afrískrar lögsögu. Vínframleiðsla Suður-Afríku með áðurnefndum tegundarheit- um er 8% allra útfluttra vína landsins og bann við notkun teg- undarheitanna gæti haft mjög slæm áhrif á iðnaðinn. Suður- afrískir vínframleiðendur eru æfir vegna málsins og segja að ef aðrar þjóðir geta selt vín undir tegund- arheitunum portvín og sjerrí sé ótækt að nota þetta mál í samn- ingaviðræðunum. Rúanda hótar íhlutun Utanrfldsráðherra Namibíu um ástandið í Kongó Ekki ágreining- ur í SADC um lausn deilunnar Windhock, Namibíu. Morgunbladið. THEO-Ben Gurirab, utanríkisráð- herra Namibíu, segir að ekki sé frekar ágreiningur innan SADC, samtaka ríkja í sunnanverðri Af- ríku, um lausn Kongó-deilunnar, en verið hafi í NATO um Bosníu- deiluna. Gurirab útilokaði í samtali við Morgunblaðið í gær að nokkurt ríki í sunnanverðri Afríku myndi veita andstæðingu Kabilas, forseta Alþýðulýðveldisins Kongós, aðstoð. Gurirab hefur undanfarna viku flogið á milli allra aðildarríkja SADC ásamt starfsbræðmm sín- um frá Tansaníu, Zimbabwe og Zambíu til að leita lausnar á Kongó-deilunni. Hann segir að skýrsla þeirra fjórmenninganna verði lögð fyrir leiðtogafund SADC í Suður-Afríku á morgun, sunnu- dag. Aðspurður um afstöðu Namibíu til Kabilas forseta sagði Gurirab: „Hann er vinur okkar, hann er leið- togi SADC-ríkis og hann hefur far- ið fram á aðstoð annarra aðildar- ríkja í þeim erfiðleikum sem land hans stendur frammi fyrir. Allir hafa samþykkt að aðstoða hann en sérhvert ríki mun ákveða í hvaða formi sá stuðningur verður.“ Gurirab neitaði því að ágreining- ur væri meðal ríkja SADC um Kongó-deiluna. „Ekki frekar en ágreiningur NATO-ríkja um að- ferðir til að leysa Bosníu-deiluna," sagði hann. „Einstök ríki munu ákveða hvað aðstoð þau veita. Sum kunna að senda hermenn, önnur mat. Sum kunna að veita annars konar aðstoð. En öll vilja að átök- unum í Kongó linni, þar emm við á einu máli.“ Gurirab útilokaði að eitthvert SADC-ríki myndi veita andstæð- ingum Kabilas stuðning. „Kongó er aðildarríki SADC og ekkert SADC-ríki mun því aðstoða and- stæðingana. Ríki utan SADC kunna að gera það, enn ekki SADC-ríki. Við emm bundin af reglum samtakanna til að hjálpa Kabila forseta að viðhalda reglu og stöðugleika í landinu." Kigali, Kinshasha. Reuters. STJÓRNVÖLD í Rúanda lýstu því yfir í gær að þau áskildu sér rétt til að blanda sér í deilurnar er standa í nágrannaríkinu Lýðveldinu Kongó þar sem stjórn Laurents Kabilas á í höggi við uppreisnarmenn. Þá vom afskipti Zimbabwe af átökunum for- dæmd. I yfirlýsingu frá forsetaembættinu í Rúanda sagði að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af ástandi mála í Lýðveldinu og var skorað á deiluað- ila að lýsa yfir vopnahléi. Engan bil- bug virtist þó vera á stjómarhemum að fmna í gær og hafði ríkisútvarpið í Lýðveldinu eftir ráðhermm að þeir væm nú fremur hlynntir því að barist yrði tfl þrautar. Rafmagnslaust var í höfuðborg- inni Kinshasha í fyrrinótt, fjórðu nóttina í röð, og hvatti útvarpið íbú- ana, sem em um fimm milljónir, til að sýna stillingu þótt skorts kynni að gæta. Sagði útvarpið ekki útilok- að að uppreisnarmenn yrðu ofurliði bornir „á næstu klukkustundum". Uppreisnarmennirnir, sem sagðir em njóta stuðnings Rúandastjórn- ar, sögðu hins vegar að sókn þeirra til höfuðborgarinnar væri óheft og að þeir væra í um eitt hundrað kíló- metra fjarlægð. Ekki var ljóst hvar Kabila var staddur í gærmorgun, en síðast sást til hans í Kinshasha á sunnudag. Reuters MONICA Lewinsky mætir í annað sinn til yfirheyrslu fyrir rannsóknarkviðdómi Kenneths Starrs. Lewinsky mætir á ný til yfírheyrslu hjá Starr Washington. Reuters. MONICA Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu, mætti á fimmtudag öðru sinni til yfirheyrslu hjá Kenneth Starr, sérskipuðum saksóknara, sem rannsakar hvort BUl Clinton Bandaríkjaforseti hafi gerst sekur um meinsæri og hann reynt að hindra framgang réttvís- innar til að hylma yfir samband sitt við Lewinsky. The Washington Post greindi frá því í gær að forsetinn hefði, er hann bar vitni hjá Starr á mánudag, m.a. greint frá því að hann og Lewinsky hefðu rætt um að halda sambandi sínu leyndu, en þær samræður hefðu átt sér stað löngu áður en Lewinsky var stefnt til vitnisburðar í máli Paulu Jones gegn forsetanum og því hefðu samræðunum ekki ver- ið ætlað að ýta undir meinsæri. Með yfirheyrslunni yfir Lewinsky á fimmtudag, sem stóð í um fjórar klukkustundir, hugðist Starr bera saman framburð Lewinsky og for- setans, sem bar vitni á mánudag og viðurkenndi í kjölfarið „óviðeig- andi“ samband við Lewinsky. Hún er að sögn ævareið forsetanum sem henni þykir hafa gert lítið úr sam- bandi þeirra en Lewinsky neitaði hins vegar að tjá sig um málið í gær. Heitar umræður um málið hafa haldið áfram undanfarna daga, og vakti það einna mesta athygli er Newt Gingrich, sem fer fyrir repúblikönum í fulltrúadeildinni, hvatti fjölmiðla til þess að að fara „hneykslisbindindi" og snúa sér að mikilvægari atriðum en ástamálum forsetans. Dregið hefur úr vinsældum for- setans um 15% sl. fimm vikur, sam- kvæmt nýrrí skoðanakönnun, sem ABC-sjónvarpsstöðin birti í gær. Eru aðeins 39% jákvæð í garð Clint- ons en hins vegar em sem fyrr um 60% Bandaríkjamanna ánægðir með störf hans og jafnmargir vilja að hann sitji áfram. í i I i I v i I € ( € € m L I c i i i € i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.