Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Frækom í snjónum „Ljóðið er andspyrnuhreyfing vegna þess að það færir einstaklingnum mál sem ekki er valdsins, skrifræðisins eða fjöl- miðlanna. Eina baráttuaðferðin sem dugar er að gæða listaverk slíkum styrk að það lifi áfram í hjörtum þeirra sem eru móttækilegir. “ S Ivor voru í fyrsta sinn veitt svonefnd Tomasar Tran- strömer-verðlaun, kennd við sænska skáldið Tran- strömer og afhent í heima- borg hans Vásterás í Svíþjóð. Við það tækifæri flutti sænski rithöf- undurinnn Per Wástberg ræðu sem hér verður stuðst við að nokkru leyti. Eins og Per Wástberg bendir á hefur Tomas Tranströmer búið á sumrin á Runmarö í sænska skerjagarðinum og ein af kunn- ustu bókum hans er ljóðaflokkur- inn Eystrasölt. VIÐHORF Hannhefurlát- ------ íð sig Eystra- Eftir Jóhann saltslöndin Hjálmarsson varða eins og skáldskapur hans vitnar um. Hann hefur gist þau oft og á þar marga vini. Tranströmer kom í fyrsta sinn til Lettlands 1970. Þýðandi hans var þá maður sem hafði verið rekinn frá lettneska útvarpinu grunaður um vafasamar skoðanir. Þessi maður var kvæntur skáld- konunni Vizmu Belsevicu sem á þessum tíma var einnig tor- tryggð. Þýðingarnar mátti ekki prenta. Jafnvel Tranströmer var talinn hættulegur vegna þess að einhverjar línur í ljóðum hans mátti túlka stjómvöldum í Lett- landi í óhag. Hann skopast að þessu í bréfi til Wástbergs og skýrir honum frá að í Riga hafi síminn hjá honum hringt á hverju kvöldi um miðnætti, en þegar hann svaraði var búið að leggja á. Frá þessum tíma er ljóðið Til vina handan við landamæri eftir Tranströmer: l Ég skrifaði ykkur fáorð bréf. En það sem ég mátti ekki skrifa þandist og þandist út eins og gamaldags loftfar og sveif loks burt út í næturhimininn. II Nú er bréfið hjá ritskoðaranum. Hann kveikir á lampanum. í birtunni fljúga orð mín upp eins og apar íbúri, hrista rimlana, kyrrast og sýna tennumar! III Lesið milli línanna. Við hittumst eftir 200 ár þegar hljóðnemamir í hótelveggjunum eru gleymdir og fá að hvílast, verða steingervingar. Meðal þeirra sem Tranströmer hugsar til í þessu ljóði eru Vizma Belsevica og maður hennar, einnig landi þeirra, skáldið Knuts Sku- jenieks, én það eru einmitt þau Belsevica og Skujenieks sem hljóta fyrstu Tranströmer-verðlaunin. Knuts Skujenieks er fæddur 1936. Hann á að baki sjö ára fangabúðadvöl og sat í sömu búð- um og andófsmennirnir Andrej Sinjavskí og Júrí Daniel, en sá síðamefndi þýddi Ijóð eftir Sku- jenieks á rússnesku. Um ljóð hans segir að þau séu ekki fanga- búðaljóð heldur Ijóð ort í fanga- búðum. Fyrstu ljóð hans birtust í tímaritum. það var ekki fyrr en 1978 að hann fékk að gefa út Tomas Tranströmer ljóðabók. Um skáldskapinn hefur hann komist þannig að orði að hann sé „aðferð til að lifa, vilji til að uppgötva og skilja, að ná til annarra manna“. Frækom í snjónum nefnist ljóðabók Skujenieks sem varð til í fangabúðunum. Þegar hann var tekinn fastur var hann nýkvænt- ur. Orfeusgoðsögnina túlkar hann með þeim hætti að Evridís verður til að bjarga Orfeusi úr undir- heimum. Vizma Belsevica er fædd 1931, eftir hana komu tvær ljóðabækur á sjötta áratugnum, en mesta at- hygli vakti hún 1966 með Hafið brennur. Bókin kom í íslenskri þýðingu Hrafns Andrésar Harð- arsonar 1994 (útg. ÓÐR). Hafið brennur er fjölbreytt Ijóðasafn. Þremur ámm seinna komu Árs- hringir mörgum til furðu en sala hennar var stöðvuð. Við tók löng þögn. Gulmaðra kom út 1976 og Gullna tíð 1987, hin fyrmefnda talin ein sú besta sem eftir hana liggur. Einkasonur skáldkonunnar, Klaus Elsbergs, meðal efnilegri skálda í Lettlandi, lést 1987 og er litið svo á að hann hafi verið myrtur. Hann fannst liggjandi í blóði sínu og eftir verksummerkj- um að dæma var honum fleygt út um glugga. Belsevica hefur lítið eða ekkert ort síðan. Sagan og náttúran lifa sterku lífi í Ijóðum Vizmu Belsevicu og ásta- Ijóð hennar eru talin einstök. Þeg- ar hún var yngri orti hún um ást- ina þótt það væri glæpsamlegt eins og hún kemst að orði að yrkja um ástina og náttúruna. Ástina mátti bara nefna svo framarlega sem það væri til styrktar fimm ára áætluninni. Ung lét hún blekkjast af sovétkommúnismanum. Um ástina yrkir Belsevica m.a. þannig í Hafið brennur, þýðingin er Hrafns: Ég ber ást mína eins og bam ber kastamublað (bam sem hefur nýlega lært að ganga) - hve hátíðlega útrétt höndin heldur á því, hve örðugt þessir smáu fætur eiga með jafnvægið með risavaxið haustið allt um kring. Af tijánum falla óstöðvandi gul leyndarmál og trafla skrefin. En sá stutti hrasar ekki. Hann ber sitt blað. Hann heldur sér fast í blaðið sitt h'ður hátíðlega á brott gegnum haustr storminn. I sjálfsævisögunni Bille (fáanleg á sænsku) er sagt frá í þriðju per- sónu og umhverfið er fátækra- hverfi í Riga. Tíminn er fjórði ái-a- tugur sem hefur verið kallaður gullna frelsistímabilið, en Bel- sevica lýsir fátækt, þröngsýni og vægðarleysi. Tvísæi einkennir frá- sögnina, ekki óþekkt úr Ijóðunum. Per Wastberg segir í fyrr- nefndri ræðu að varla sé unnt að lesa lettneskan skáldskap án þess að hugsa um þýskt og rússneskt hernám landsins, fangabúðir, glæpi og svik - og baráttu í skugganum fyrir að bjarga tungu og menningu sem lifði áfram á framandi slóðum, í Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. MIKIÐ hefur verið rætt undanfarið um fyrirtækið íslenska erfðagreiningu (ÍE). Framan af var öll um- ræðan mjög jákvæð. Til íslands var mættur hámenntaður íslenskur vísindamaður með er- lent fjármagn til erfða- rannsókna. Margt okk- ar lærðasta fólk snýr ekki heim utan frá námi, hvað þá heldur að það mæti með fjár- magn tií stofnunar fyr- irtækis sem færir hundruðum manna með hugsjón ný sókn- arfæri til rannsókna á hærri laun- um en þekkst hafa til þessa hér á landi. Því vakti endurkoma Kára Stefánssonar mikla athygli. Fyrir- tækið íslensk erfðagreining hefur vaxið mjög hratt. Hjá því starfa nú á þriðja hundrað manns. Markmið fyrirtækisins er að finna út hvaða gen í mannslíkamanum valda því að einum er hættara við sumum sjúk- dómum en öðrum. M.ö.o. að vinna að mögulegum forvörnum fyrir okkur öll. Tilkoma tölvutækninnar hefur gert fyrirtækjum eins og ÍE mögu- legt að starfa. Það er, án tölvu- tækninnar væri erfðagreining mjög erfið og seinvirk. Tölvubúnaður ÍE getur á einum mánuði unnið fleiri samanburðardæmi gena en allir vísindamenn heimsins á heilli starfsævi. En hægt er að gera starfið enn auðveldara. Hjá lítilli söguþjóð sem haldið hefur sam- viskulega um sögu sjúkdóma þegna sinna leynist möguleiki á að flýta starfi erfðagreiningar enn frekar. Og þar er einmitt komin ástæða fyrir því að maður eins og Kári Stefánsson setur upp fyrirtæki sitt á íslandi. Sérstaða okkar og sam- viskusemi þeirra er unnið hafa við heilbrigðiskerfi okkar gegnum tíð- ina hefur skapað möguleika á gagnagrunni er byggist á sjúkra- skýrslum fortíðar, nútíðar og fram- tíðar. Ættfræði er einnig mikilvæg forsenda slíks gagnagrunns. Öll vinna sem margur hefur lagt á sig í ættfræði, oftast af áhuga, getur nú einnig komið að gagni í jafn mikilvægu málefni eins og bar- áttu fyrir heilbrigði manna. Það að fólk tileinki líf sitt því að vinna bug á sjúk- dómum og gera okkur hinum lífíð lengra og gleðilegra ætti að vera okkur öllum gleðiefni. En. Þegar gagna- grunnur sem slíkur getur orðið að veru- leika rís upp fólk sem er á móti því að íyrir- tæki sem ÍE fái hann til notkunar við rann- sóknir sínar. Hvers vegna? Sá sem mest er áberandi í baráttunni gegn leyfi til IE reyn- ist vera ráðgjafi fyrir- tækis sem stofna skal og ætlar jafnvel að róa á sömu mið og IE. Ekki á að vera spurning hvort fyrirtæki sem þegar hefur sannað sig á þessu sviði á að fá gagnagrunn sem þennan til notkun- ar eða fyrirtæki sem hugsanlega verður til og hefur sömu markmið. Sumir vilja meina að IE geti mis- notað gagnagrunn þennan til þess Spillum ekki framtíðarmöguleikum í læknavísindum, segir Eyþór Eðvarðsson, með smáborgaralegri þröngsýni. að selja úr honum upplýsingar til fyrirtækja um hvern skal ráða til starfa og hvern ekki sökum hreysti hans eða lasleika. Aðrir óttast að upplýsingar úr grunninum fari til tryggingarfélaga svo þau geti úti- lokað fólk með sterka erfðavísa til einhverra sjúkdóma frá líftrygging- um. Þessi rök eru að mínu mati fá- ránleg. Þótt ÍE sé staðsett á ís- landi er þetta fyrirtæki sem starfar á alþjóðavettvangi. Þær tölur sem oftast eru nefndar í sambandi við fyrirtækið eru svo háar að það væri hreinasta fáviska að ætla að IE þurfi að sækja tekjur til íslenskra tryggingarfélaga fyrir slíkar upp- lýsingar. Enda ekki hægt. ÍE hefur þær ekki. Sömu rök gilda um upp- lýsingar til vinnuveitenda. Hvað mig varðar þá er mín sjúkrasaga opin hverjum sem vinnur við læknavísindi. Eg tel að því sé eins farið hjá flestum öðrum. Annar þáttur er leki á upplýsing- um um heilsufar manna. Eftir því sem ég kemst næst, mun aðgangur IE að upplýsingum um heilsufar manna ekki ná til einstaklings með nafni hans eða kennitölu. M.ö.o. hafir þú ekki sjúkrasögu kemst þú ekki inn í gagnagrunninn. En sért þú svo óheppinn að vera í grunnin- um þá er eingöngu hægt að leita að þér eftir því hvaða sjúkdóm þú fékkst. Einnig: sjúkrasaga þín fær ekki einu sinni að fara ein og sér því með þinni fljóta líka sjúkrasög- ur minnst 9 annarra með svipaða sjúkrasögu. Hvers vegna? Jú, markmið gagnagrunnsins er einmitt að reyna að finna eitthvað sameiginlegt með þér og hinum. Hver veit þá hvaða pinstaklingur er til rannsóknar hjá ÍE? Þær upp- lýsingar liggja hjá sérstakri stofn- un sem dulkóðar upplýsingarnar til ÍE. Það ætti því að vera hægara í dag að brjótast inn í eitthvert sjúkrahúsið eða læknastofnun til að finna sjúkrasögu einhvers. Gerir þú það eftir að gagnagrunnur þessi verður að veruleika verður það að vera í tölvu og það er ekki hægt án þessa að vera rakinn. Allar rannsóknir eru dýrar. Hvað þá þær sem vísindamenn fá að stunda af hugsjón án tillits til hefð- bundins vinnutíma. Gagnagrunnur sá er auðveldað gæti fyrirtækinu starf sitt er ekki nýtanlegur nema með mikilli undir- búningsvinnu sem tekur langan tíma og kostar mikla peninga. Það er þvi eðlilegt að sá sem fær grunn- inn fái einkaleyfi til að nota hann. Undirbúningur slíks gagnagrunns ætti að færa fjölmörgum Islending- um vinnu. Þannig yrðu til peningar sem að stóru leyti kæmu til baka í skatttekjum. Það er kominn tími til að heilbrigðiskerfið, sem kostað hefur okkur svo mikið gegnum tíð- ina, fari að skila okkur tekjum. Með þessum hætti gerist það. í dag vinna eins og fyrr segir á þriðja hundrað manns hjá ÍE. Gefum okk- ur að meðallaun þeirra séu rúm 200 þús. á mánuði. Það gerir launa- greiðslur upp á um 600 milljónir á ári. Með tilkomu gagnagrunnsins og vinnu við hann fjölgar töluvert enn í starfsliði IE. Á örfáum árum höfum við stillt okkur í fremstu röð í hugbúnaðar- framleiðslu. Nú eigum við mögu- leika á að ná sæti framarlega á sviði læknavísinda. Spillum því ekki með smáborgarahætti. Látum læknavís- indin hafa sinn framgang, - á Is- landi. Höfundur er verslunarmaður. Islensk aura- greining? Eyþór Eðvarðsson Færeyskir dagar frábært framtak hjá Snæfellsbæ ÞAÐ var frábært og þakkarvert framtak hjá Snæfellsbæ að bjóða upp á hátíðarhöld í nafni færeyskra daga um miðjan ágúst. Það er mikilvægt að við ís- lendingar ræktum og aukum samstarf okkar við Færeyinga og sýn- um þeim mestu virð- ingu og vináttu, því bæði er að við erum á sama báti og Færey- ingar á svo margan hátt í menningu og ástæðum öllum og það er auðvelt fyrir Færey- inga og íslendinga að vinna saman því hugsunin er sú sama. Þar fyrir utan hefur engin þjóð staðið eins við bakið á Islend- ingum og Færeyingar þegar þörf hefur verið á eins og til dæmis hef- ur sýnt sig þegar slys og náttúru- hamfarir hafa dunið yfir á Islandi, en hugurinn að baki skiptir þar mestu máli. Það er einnig mikill fengur að því fyrir okkur skjóthuga íslendinga að vinna með Færeyingum í þeirra stóísku en markvissu ró. Það fór ekkert á milli mála að það var líf og fjör í Ólafsvík í Snæfellsbæ á fær- eysku dögunum og færeyska hljómsveitin Twilight lék fyrir troð- fullu húsj í Klifi í Ólafsvík. Á dagskránni í Snæfellsbæ var margs konar fræðsla og skemmtun um Fær- eyjar. Þjóðdansafélag Færeyinga í Reykja- vík dansaði í fullum skrúða hins fagra færeyska þjóð- búnings, það var sungið, dorgað, íþróttir og götuball og færeyskur matur var á boðstólum. I Ólafsvík, Vestmannaeyjum, á Suðumesjum og víðar hafa löngum verið mikil samskipti við Færeyinga og árum saman flykktust Færeyingar til vinnu á Islandi þegar illa stóð á um atvinnu í Færeyjum, en aldrei hef- Aldrei, segir ---------------------- Arni Johnsen, hefur borið skugga á sambúð og samstarf við Færeyinga. ur borið skugga á sambúð og sam- starf við Færeyinga og því var það sérstaklega vel til fundið hjá Snæ- fellsbæ að rækta nú sambandið við frændur okkar og vini og vonandi taka fleiri sveitarfélög upp hansk- ann og bjóða upp á færeyska daga í framtíðinni. Færeyingar eru eina þjóðin í heiminum sem skilur tungu okkar, svo nálægt liggja færeyska og íslenska og um þessar mundir er unnið að merkilegu framtaki með gerð íslensk-færeyskrar orða- bókar. Leitum ekki of langt yfir skammt í vináttu og virðingu við aðrar þjóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins ( Suðurlandskjördæmi. Árni Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.