Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 64
* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Körfubíll valt á ~ Ísafírði BETUR fór en á horfðist þegar körfubíll valt á Ísafírði á níunda tím- anum í gærkvöldi. Tveir menn voru í körfunni þegar bíllinn valt. Þorsteinn Jóhannesson, yfudæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Isafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnætti að þeir væru í þokka- legu ástandi og ekki í h'fshættu. Mennirnir voru að vinna við hús Landsbankans þegar bfllinn valt. Þegar rætt var við lögreglu á Isafirði í gærkvöldi var ekki kunnugt um or- sakir slyssins en Vinnueftirlitið mun rannsaka málið. Skömmu síðar barst svo tilkynn- ing um að kviknað hefði í mannlausri trillu sem lá í Sundahöfn á Isafírði en þegar nánar var að gáð reyndist þar aðeins reykur frá bilaðri olíu- kyndingu en enginn eldur, að sögn lögreglu. í endurhæfíngu eftir að hafa orðið fyrir 11 þúsund volta straumi „Eins og blossi í minningunnia GUÐMUNDUR Felix Grétarsson, 26 ára rafveituvirki, sem missti hand- leggina og slasaðist lífshættulega þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð 12. janúar sl., dvelur nú á Reykjalundi þar sem hann er í endurhæfingu. Slysið varð á mánudegi og segist hann ekkert muna frá slysinu. Hann muni þó eftir því er hann lá á jörð- inni á meðan beðið var eftir sjúkra- bílnum, stuttu eftir að slysið átti sér stað. „Ég man ekki eftir sunnudegin- um og ekki mánudeginum, bara eftir þessu litla atviki, sem er eins og blossi í minningunni,“ segir Guð- mundur Felix í samtali við Morgun- blaðið. f herbergi hans á Reykjalundi, sem verður líklega heimili hans fram á vor, má sjá hvernig hann er þegar farinn að laga sig að breyttum að- stæðum. Hann er með síma til fóta og Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Felix Grétarsson og sambýliskona hans eiga tvö ung börn og hefur dóttir hans skreytt stofu hans á Reykjalundi með myndum. stjórnar honum með tánum og er síð- an með hljóðnema við bringuna. Hann segir að stundum geti verið erfitt að hitta á takkana en það komi með æfingunni. Einnig notar hann nú prik sem hann setur í munninn og flettir þannig dagblöðunum. Ymis vandamál hafa komið upp í læknismeðferðinni síðustu mánuði, meðal annars sýkingar sem erfltt var að ráða við og stundum var tvísýnt um líf Guðmundar. „Það kom tvisvar fyrir að það þurfti að koma manni 1 gang aftur en það bjargaðist,“ segir Guðmundur. Það er talið ganga næst krafta- verki að heilinn skyldi ekki skaddast við raflostið. Guðmundur segir að þar sem hann var vakandi þegar hann kom á sjúkrahús hafi það gefið mönnum sterka vísbendingu um að höfuðið væri í lagi. ■ Man eftir mér/4 Morgunblaðið/Sverrir Stjórnvöld í Lúxemborg Akvörðun Flug- leiða verður rædd við Islendinga HENRI Klein, flugmálastjóri Lúx- emborgar, segir að stjómvöld í Lúxemborg skilji ákvörðun Flug- leiða um að hætta flugi til borgar- innar en hún valdi engu að síður vonbrigðum. Fram kemur í blöðum í Lúxemborg að stjórnvöld þar muni ræða þessa ákvörðun við Is- lendinga. Kom á óvart „Við skiljum ákvörðunina sem slíka en hún kom engu að síður á óvart, sérstaklega almenningi. Stjómvöldum kom þetta ekki jafn- mikið á óvart því að við höfum horft upp á versnandi gengi Flug- leiða gegnum árin,“ sagði Henri Klein í símtali við Morgunblaðið í gær. Stjórnvöld í Lúxemborg heyrðu fyrst af ákvörðuninni í fyrradag og Klein sagðist ekki sjá að þau gætu haft áhrif á hana en þegar flugi Flugleiða lýkur taka beinar sam- göngur milli Lúxemborgar og Bandaríkjanna enda. „Sú tenging verður úr sögunni frá næsta janúar nema okkur takist að fá einhvem til að hlaupa í skarðið," sagði Klein. Viðskiptaráðherra Lúxemborgar sagði í samtali við blað í Lúxem- borg að samgönguráðherra lands- ins myndi þegar í stað eiga viðræð- ur við íslenska aðila um þessa ákvörðun Flugleiða. Stéttarfélög hafa einnig lýst yfír áhyggjum sín- um. Ahrif á rekstur Findel Akvörðun Flugleiða hefur tölu- verð áhrif á rekstur Findel-flug- vallar. Farþegar á vegum Flug- leiða hafa verið um 80 þúsund á ári, sem er um um 6% heildarfarþega- fjölda um völlinn. Hugsanlegt er að þetta stefni í hættu áformum um stækkun flugstöðvarinnar. ■ Flogið til Lúxemborgar/32 Stutt í myndrænt samband milli skipa og sjúkrahúsa Fjarlækningar geta orðið sjómönnum mikil hjálp Besti árang- ur Guðrúnar t GUÐRÚN Arnardóttir náði besta árangri sem íslensk frjáls- íþróttakona hefur náð á alþjóð- Iegu stórmóti utanhúss þegar hún varð í fjórða sæti í úrslitum 400 metra grindahlaupsins á Evrópumeistaramótinu í Búda- pest í gær. Jafnframt bætti hún Islandsmet sitt í 400 metra grindahlaupi um tuttugu hundruðustu lír sekúndu. Metið er nú 54,59 sekúndur. ■ Einstakur/Bl, B4-B5 Þormóður rammi stærsti hlut- hafínn í SH ÞORMÓÐUR rammi - Sæberg hf. keypti í gær 5% eignarhlut í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna fyrir 75 milljónir króna að nafnverði. Talið er að markaðsvirði bréfanna sé ná- lægt 300 milljónum króna. Félagið er þar með orðið stærsti einstaki hluthafínn í SH með 15,64% eignar- hlut. Forsvarsmenn Þormóðs ramma telja fyrirtækið góðan fjárfestingar- kost en útiloka ekki áherslubreyt- ingar í rekstri Sölumiðstöðvarinnar í nánustu framtíð. ■ Kaupverð um/18 -------------- Slasaðist í bilveltu KARLMAÐUR um fímmtugt slas- aðist alvarlega í bílveltu um hálfátta í gærkvöldi á þjóðveginum á Mý- vatnsöræfum, austan við Reynihlíð. Maðurinn sem slasaðist var öku- maður bfls sem kom að austan að blindhæð og mætti þar öðrum bfl. Hann missti stjórn á bflnum og missti hann út af veginum þar sem hann fór tvær veltur. Eiginkona mannsins, sem var með honum í bílnum, slapp að mestu ómeidd, en þau voru bæði í belti. STUTT er í að komið verði á myndrænu sam- bandi um gervihnetti við skip en slíkt getur verið sjómönnum mikil hjálp vegna slysa eða veikinda samkvæmt upplýsingum Sigurðar Asgeirs Krist- inssonar, sérfræðings á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þrjár norrænar ráð- stefnur um heilbrigðismál verða haldnar í Reykjavík í næstu viku, ein um fjarlækningar, önnur um heilbrigðismál sjófarenda og sú þriðja fjallar um slys á láði og legi. Ríkisstjórnin fól nýlega Sjúkrahúsi Reykja- víkur að setja á fót fjarlækningastöð fyrir sjófar- endur og hafa fulltrúar frá SHR og Landspítala unnið að samnorrænu rannsóknaverkefni þar að lútandi. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með samband milli SHR og nokkurra íslenskra skipa. Geta skipverjar þá sent myndir af t.d. áverkum og fengið leiðbeiningar lækna um hvernig búa skal um sárin. Þessa tækni má raunar einnig nota ef fá þarf úr landi leiðbeiningar t.d. vegna bilana. Fjallað verður um reynslu norrænna þjóða af þessum málum og um lagalega, siðfræðilega og hagfræðilega þætti á ráðstefnunni um heilbrigðis- mál sjófarenda. Einnig verður fjallað um skrán- ingu slysa og sjúkdóma og kynna Islendingar nýtt skráningarkerfí sem bæta mun skráninguna veralega. Á non-æna fjarlæknaþinginu verður fjallað um fjarlækningar á heimskautasvæðum og öðrum strjálum byggðum. Hérlendis er fjargreining röntgenmynda orðin fastur liður í fjarlækning- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.