Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 44
* 44 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT LEÓSDÓTTIR + Margrét Leós- dóttir fæddist á fsafirði 22. júní 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Halldórsdóttir hús- móðir, f. 25.9. 1875 á Laugabóli í fsa- firði, d. 26.9. 1956, og Leó Eyjólfsson, söðlasmiður og kaupmaður, f. 1.11. 1867 að Kleifum í Giisfirði, d. 26.3. 1940. Bræður Margrétar voru: Steinn (hálf- bróðir samfeðra), f. 1899. Þór- haiiur, f. 1900, Jón Ilalldór, f. 1901, Eyjólfur Ámundi, f. 1905, Jóhann Ágúst, f. 1908 og tví- burarnir Leó Geirdal og Krist- ján ísfjörð, f. 1911. Auk þess átti Margrét eina systur, Guð- rúnu, f. 1903, en hún dó 3 mán- aða gömul. Hinn 8. mars 1945 giftist Margrét eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóhanni Júlíussyni, f. 26.3. 1912, útgerðarmaður á Isafirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Júiius Geirmundsson, útvegsbóndi á Atlastöðum í Fljótavík. Synir Margrétar og Jóhanns eru: 1) Leó Július, f. 20.5. 1948, ljós- myndari í Austurríki, kona hans er Erika Jóhanns- son. Þeirra börn eru: Ulrika og Paul. 2) Kristján Guð- mundur, f. 11.1. 1954, framkvæmda- stjóri á ísafirði, kona hans er Inga Steinunn Olafsdótt- ir, ferðafræðingur. Synir þeirra eru Pétur Björn og Ólafur. Fósturdóttir Margrétar og Jó- hanns er Jónína Ólöf Högnadóttir (systurdóttir Jó- hanns), f. 29.11; 1942, fram- kvæmdastjóri á Isafirði. Maður hennar er Birkir Þorsteinsson og eru dætur þeirra Margrét Jóhanna og Björk. Margrét var við nám í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði 1934-1935. Á árunum 1937 til 1945 héit hún hús fyrir bræður sína í Reykjavík. Margrét og Jó- hann stofnuðu árið 1955 ásamt tvennum öðrum hjónum útgerð- arfyrirtækið Gunnvöru hf., sem nú er eitt stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki á Vestfjörðum. Um margra ára skeið sáu þau hjón um rekstur Skóverslunar Leós, sem faðir hennar stofnaði árið 1904. títför Margrétar fer fram frá IsaQarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kiukkan 11.30. Öll vitum við að kallið getur kom- ið hvenær sem er, en samt erum við aldrei viðbúin þegar að því kemur. -% Þannig var það líka þegar við viss- um að amma Gréta væri orðin veik. Það hvarflaði ekki að okkur að hún færi ekki aftur heim til afa. En nú er hún farin í sína hinstu fór og eftir sitjum við og syrgjum. Hjartkæra amma, far í friði, foðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. óþekktur). Fyrstu minningar okkar um ömmu eru þegar við fói’um í skó- «, búðina til hennar og afa og þá var nú oft laumað skókassa í litlar hend- ur. Ömmu var líka gott heim að sækja, þar var ætíð laumað litlum molum í litla munna. Amma var mjög frændrækin og hafði mikið af myndum uppi við og sagði hún okk- ur alltaf frá hverri fyrir sig, því hver mynd hafði sína sögu. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsd.) - > Samrýndari hjón er nú vart hægt að hugsa sér, því sjaldan hitti mað- ur ömmu öðruvísi en haldandi í höndina á afa. Nú verður skrýtið að fara í Hafnarstrætið og hitta þig ekki þar, elsku amma. En minning- in um þig mun lifa í hjarta okkar allra. Við biðjum þig góði Guð að styrkja hann afa okkar í sorginni. Þó aé kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. _ (Vatnsenda-Rósa) r Blómabúðin > öa^*3skom . v/ FossvagskirUjwcjcirð . X. Sími. 554 0500 y' Guð blessi minningu þína, elsku amma. Þín, Helga, Tinna, Birkir Halldór og Anna Lóa. Stuttu fyrir aldamótin fluttist til Isafjarðar ungur söðlasmiður, Leó Eyjólfsson bónda á Kleifum í Gils- firði, Bjarnasonar. Hann kvæntist þar Kristínu, dóttur Halldórs Jóns- sonar sem lengi var bóndi á Rauða- mýri við ísafjarðardjúp. Leó stofn- setti árið 1904 skóverslun, er síðan hefur borið nafn hans. Þau Kristín 9g Leó bjuggu í Hrannargötu 8 á ísafirði og var heimilisbragur þar til fyrirmyndar. Þau áttu sex syni saman, en einn son hafði hann eignast áður. Yngsta barn þeirra var svo Margrét, sem nú er kvödd síðust systkinanna. Hún varð fljótt stoð og stytta móður sinnar við umfangsmikil heimilis- störf. Eftir nám í Húsmæðraskólan- um Ósk á Isafirði veturinn 1934-35 hélt Margrét heimili fyrir þrjá bræður sína í Reykjavík í nokkur ár, frá 1937. Hún fluttist svo aftur til Isafjarðar og giftist þar Jóhanni Júlíussyni úr Fljótavík vorið 1945. Eftir lát Leós Eyjólfssonar 1940 tók Ágúst, bróðir Margrétar, við rekstri skóverslunarinnar og Krist- ján bróðir þeirra, faðir okkar, starf- aði með honum við verslunina frá 1942. í húsinu í Hafnarstræti 5 þar sem verslunin hefur verið síðan 1945 bjuggu einnig Margrét og Jó- hann og synimir tveir. Mjög gest- kvæmt var á heimili þeirra og í mörgu að snúast fyrir húsmóðurina, ekki síst vegna vaxandi umsvifa Jó- hanns við fiskverkun og fiskverslun upp úr 1950. Þau hjón stofnuðu síð- an ásamt öðrum útgerðarfélagið Gunnvöru hf. haustið 1955. Það fé- lag hefur alla tíð verið bæjarfélag- inu mikil lyftistöng með útgerð öfl- ugra skipa og annarri starfsemi í fískvinnslu, enda rekið af einstökum myndarbrag og framsýni svo að at- hygli hefur vakið hérlendis sem er- lendis. Á árinu 1960 fluttu Ágúst, Krist- ján, Margrét og fjölskyldur í reisu- legt hús sem þau byggðu við hlið skóverslunarinnar. Lýsti það enn stórhug og trú á framtíð kaupstað- arins, því að ekki var mikið um ný- byggingar á Isafirði um þær mund- ir. Var ávallt gott samband milli fjölskyldnanna í Hafnarstræti 7. Þegar Ágúst lést 1981 var vandi á höndum um framtíð verslunarinnar. Margrét vildi þá ekki láta merki þessa gróna fyrirtækis niður faUa og ákvað að leggja Kristjáni, bróður sínum, lið í daglegri afgreiðslu þar. Kristján Guðmundur, sonur hennar, tók við framkvæmdastjórn og voru Margrét og Jóhann síðan við störf í búðinni vel fram yfir áttrætt. Marg- ir ísfirðingar, heimamenn og brott- fluttir, hafa haft á orði hve skemmtilegt hafi jafnan verið að koma þangað inn og spjalla við þau hjónin. Um Leó Eyjólfsson, fóður Mar- grétar, var sagt í eftirmælum, að hann hafi verið fróður og fylgst vel með almennum málum, glettinn og gamansamur með þeim er hann þekkti vel, orðvar og áreiðanlegur í viðskiptum, sjálfstæður í skoðunum og fastur fyrir, en þó frjálslyndur. Um Kristínu, móður hennar, var sagt að hún hafi verið hin ágætasta eiginkona og móðir, sem helgaði fjölskyldu sinni starfskrafta sína. Allt þetta í fari foreldranna átti við um Margréti Leósdóttur, en bæta má við að hún var mjög frændræk- in. Hún og hennar fólk reyndust foður okkar afar vel við fráfall móð- ur okkar 1968, sem og í veikindum þeim sem hrjáðu hann frá því um 1983 til dánardags vorið 1988. Mar- grét frænka lagði sig mjög fram við að viðhalda tengslum við skyldfólkið og kynnast nýjum meðlimum í þeim hópi og eins sýndi hún minningu látinna ættmenna mikla ræktar- semi. Grétu frænku verður sárt saknað víða og við bræðurnir og fjölskyldur okkar sendum Jóhanni, sonunum og fósturdótturinni, Jónínu Ólöfu, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Krislján P. Kristjánsson og Leó Kristjánsson. „Svo er margt sinnið sem skinn- ið“ segir gamalt máltæki en það þýðir á nútímamáli að hver einstak- lingur hafi sinn stíl og kemur í hug- ann þegar minnst er Grétu föður- systur - hún var svo sérstök; svo einstakur persónuleiki. Gréta hafði meiri útgeislun en flest annað fólk, hún bókstaflega stafaði frá sér ást og hlýju; hún var sólin í föðurætt- inni. Gréta var hreinræktaður Is- firðingur og var ekkert feimin við að dásama Isafjörð. Hún hefði get- að búið hvar sem hana langaði til en hún talaði aldrei um ísafjörð öðru- vísi en sem besta stað á jarðríki, sama á hverju gekk í byggðarlaginu og hún sannfærði mann um að svo væri. Alla mína bemsku var Isa- fjörður draumaland, ekki síst vegna áhrifa frá Grétu. Og enn er Isa- fjörður baðaður einhverjum töfra- ljóma sem Gréta skapaði á sinn sér- staka hátt - hún kom með ísafjörð með sér til Reykjavíkur og gerði að ævintýri á meðal okkar krakkanna. En sólin átti sér fylgihnött sem snerist kringum hana og var hluti af ævintýrinu; Gréta og Jói voru óað- skiljanleg, samhent hjón og bæði sérfræðingar í að ofdekra okkur krakkana. Ástföngnu fólki fylgir eitthvað óútskýranlegt, einhver fjarhrif sem geta einnig haft góð áhrif á aðra. Gréta og Jói voru alltaf ástfangin og þau földu það ekki fyr- ir neinum: Það var alltaf sunnudag- ur þegar Gréta og Jói vom í heim- sókn og það var alltaf hátíð þegar komið var heim til þeirra á ísafirði - og alltaf eins og þau og aðrir við- staddir ættu sameiginlegt afmæli. Jóhann Júlíusson, Geirmundsson- ar frá Hesteyri; sjómaður, stýri- maður, skipstjóri, fiskverkandi, út- gerðarmaður og eiginmaður Grétu var og er enginn venjulegur maður - í augum smáfólksins var Jói held- ur enginn venjulegur frændi. Ef til vill eru börn næmari á þessa út- geislun - þessa dularfullu ára sem gerir sumt fólk svo spennandi. Gréta og Jói höfðu þennan sér- kennilega eiginleika og þau töluðu ekki bara við börn, sem margir full- orðnir gera ekki, heldur gerðu það þannig að tilveran varð bjartari, skemmtilegri og meira spennandi og, umfram allt, hlýrri og betri. Gréta, sem var hafsjór af fróðleik, hafði þá náðargáfu að geta sagt þannig frá að eftir væri tekið. Þegar hún rakti ættir okkar, sem hún gjörþekkti, var það engin þurr upp- talning heldur ljóslifandi frásögn; hún tók mann með sér í ímyndað ferðalag um Djúpið, Steingríms- fjörð og annað og sagði þannig frá forfeðrum og formæðram að urðu ljóslifandi fyrir hugskotsjónum. Skáldgáfan lá í fóðurættinni og Gréta var skáld þótt hún setti ekki sín hugverk á prent - enginn nema skáld hefur þennan frásagnarhæfi- leika; hún var talandi skáld og ef til vill hefur það verið skáldgáfa sem gaf Grétu þessa mögnuðu persónu- lega útgeislun; hún var alltaf ung, ástfangin og lífsglöð. Gréta gaf okk- ur eitthvað sem er æðra daglegu striti, eitthvað sem gerir tilveruna ánægjulegri. Um leið og ég og systkini mín vottum Jóa og sonunum Leó og Kri- stjáni, fjölskyldum þeirra og öðram vandamönnum samúð okkar þakka ég Grétu frænku samfylgdina sem þó verður aldrei þökkuð sem skyldi. Leó M. Jónsson. Fyrir Alþingiskosningarnar 1963 ók ég frambjóðendum Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum á milli framboðsfunda. Þegar til Isafjarðar kom, skipaði Jón Jóhannsson, ókrýndur forustumaður flokksins þar, mönnum á heimili í bænum til gistingar. Ég var sendur til Jó- hanns Júlíussonar, útgerðarmanns, og konu hans Margrétar Leósdótt- ur. Mér var sannarlega ekki í kot vísað. Hjá þessum mætu hjónum gisti ég síðan í 24 ár og naut þeirra stórkostlegu gestrisni. Heimili þeirra var sem mitt heimili á Isa- firði. Mér var ætíð tekið opnum örmum, hvort sem var á nóttu eða degi. Nú er Margrét fallin frá. Þar þykir mér mikið skarð fyrir skildi. Með fáeinum fátæklegum orðum vil ég þakka Margréti frábærar mót- tökur og þann hlýhug og skilning, sem var ætíð hjá henni að finna. Það er mér mikils virði að hafa átt Margréti að vini. Margrét var frábær húsmóðir og eiginkona. Ánægjulegt var að fylgj- ast með því hvað hún og Jóhann voru samrýnd. Hún studdi dyggi- lega við bak Jóhanns í stórútgerð hans og hann hljóp undir bagga með henni, ef á þurfti að halda. Um slíkt þurfti aldrei að biðja. Farsælla hjónaband verður varla fundið. Mikill er missir Jóhanns. Margrét var fædd á ísafirði 1914. Hún var eina stúlkan í sjö bama hópi og í miklu dálæti hjá sínum bræðrum. Sú gagnkvæma vinátta hélst á meðan þeir lifðu. Á heimili Margrétar og Jóhanns var oft gest- kvæmt. Vina- og kunningjahópur- inn var stór og þar voru allir vel- komnir. Umræður gátu verið lífleg- ar enda Margrét fróð vel og hafði ákveðnar skoðanir. Aldrei sá ég þó Margréti skipta skapi. Hún var ætíð létt og glaðvær og sýndi skilning og sanngirni þótt hún kynni að vera á öndverðum meiði. Þau Jóhann eignuðust tvo syni, Leó og Kristján. Leó er góður lista- maður. Hann rak í nokkur ár ljós- myndastofu á Isafirði en býr nú ásamt eiginkonu sinni í Austurríki. Krístján er kvæntur og býr á Isa- firði þar sem hann rekur af miklum dugnaði hið glæsilega útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki fjölskyldunnar. Synimir voru ætíð augasteinar móður sinnar og þeir henni afar góðir. Við Edda sendum Jóhanni, Leó og Kristjáni og öðram ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steingrímur Hermannsson. Andlát Grétu frænku kom á óvart þótt hún væri orðin 84 ára gömul. Hún var ung í anda, alltaf svo kát og hress. Þegar við ræddum síðast saman í síma kvartaði hún undan slæmum verk í baki. Við töluðum um að þetta væri víst gigtin sem lengi hafði hrjáð hana. En annað kom í ljós. Tíu dögum seinna var hún öU. Margrét Leósdóttir fæddist og ólst upp á Isafirði með samhentri fjölskyldu, við reglusemi, prúð- mennsku og heiðarleika. Hún var yngst og í uppáhaldi sem eina systirin, en bræður hennar sex og hálfbróðir eru allir látnir. Sumir bræðra hennar fluttust til Reykja- víkur og vann hún þá hjá þeim um tíma sem ráðskona. Hún giftist athafnamanninum Jó- hanni Júlíussyni árið 1945. Þau hafa búið allan sinn búskap á ísafirði, lengst af í húsinu Hafnarstræti 7, sem þau byggðu ásamt bræðram hennar, Ágústi og Kristjáni. Krist- ján G. sonur þeirra og Inga kona hans búa þar einnig og hafa þau verið Grétu og Jóhanni ómetanleg stoð hin síðari ár. Heimilið hefur einkennst af myndarskap og rausn og hafa hjón- in verið samhent í gestrisni og ræktarsemi við frændfólk og vini. Gréta aðstoðaði og studdi mann sinn við uppbyggingu og rekstur út- gerðarfélagsins Gunnvarar sem þau stofnuðu ásamt tvennum öðrum hjónum. Gréta vann um tíma á ljós- myndastofu Leós sonar þeirra. Eft- ir að Jóhann dró úr afskiptum af fyrirtækinu, sem Kristján G. sonur þeirra hafði tekið við, ráku þau hjón Skóverslun Leós, elstu starfandi verslunina á Isafirði. Verslunin var stofnuð af föður henpar, Leó Eyj- ólfssyni, árið 1904. Ég veit að þau höfðu mikla ánægju af þeim rekstri. Sem dæmi um hug þeirra til fólks sem Iendir í erfiðleikum má geta þess að þau buðu öllum sem misst höfðu sitt í snjóflóðunum í Súðavík að koma í búðina til að velja sér skó. Gréta var mannblendin og hafði gaman af að ræða við fólk. Hún var skemmtileg og fróð, alltaf velviljuð og stálminnug. Aidrei kom maður að tómum kofunum þegar spurt var um ættfræði, menn eða málefni. Hún var frændrækin og fylgdist vel með öllu sínu skyldfólki. Alltaf var tilhlökkunarefni að fara vestur, í heimsókn til Grétu og Jó- hanns, því við vorum alltaf svo inni- lega velkomin. Einnig var ánægju- legt að fá þau í heimsókn hingað að Laugalandi. Þegar Gréta kvaddi mig í júlí, í síðustu heimsókn þeirra hingað, spurði hún hvort ég kæmi ekki vestur í sumar. Jú, svaraði ég, við komum í haust. Nú erum við á Isafirði í dag en ekki grunaði mig þá að það yrði til að vera við jarðar- fór hennar. Ég á margar og góðar minningar um Grétu frænku. Samband okkar var náið og ég sakna hennar mjög. Við biðjum Guð að styðja og styrkja Jóhann og fjölskylduna á þessari kveðjustund. Guðs blessun fylgi Grétu í hinstu ferðinni. Síðustu orðin verða orð fóður- systur hennar, Höllu Eyjólfsdóttur, skáldkonu frá Laugabóli. Ég lít í anda liðna tíð er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning - létt og h(jótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. Lea Kristín Þórhallsdóttir. Ein af perlum ísafjarðar, Mar- grét Leósdóttir hefur nú lokið lífs- göngu sinni, og fylgir sorg og sökn- uður fráfalli hennar. Þessi perla stóð svo sannarlega undir nafni, og var jafnan kölluð Gréta af vinum og kunningjum. Hún var svo sannar- lega dóttir Isafjarðar í orðsins fyllstu merkingu, og setti fallegan svip á bæinn sinn. Gréta bjó mestan part ævi sinnar á Isafirði utan nokkur ár er hún var ráðskona hjá bræðrum sínum í Reykjavík. Heim- ili hennar, Hafnarstræti 7, á Isa- firði, stórhýsi sem hún og Jói ásamt bræðrum hennar byggðu af sam- heldni og með glæsibrag í kringum 1960, við hliðina á Skóverslun Leós, sem hún og fjölskylda hennar hafa átt og rekið í tugi ára. I sumar málaði ég og fleiri húsið hennar að utan, og mikið var hún hamingjusöm og ánægð með það, og fannst bærinn sinn hafa fríkkað við það. Það var algeng sjón og falleg fyrir bæjarbúa að sjá þau hjón leið- ast um bæinn. Til þess var tekið hvað þau vora alltaf samhent og samstiga. Þau áttu þennan bæ og buðu öllum glaðlega góðan dag og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.