Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandamaðurinn sem hóf heilagt stríð Barátta Osama Bins Ladens fyrir músl- imska trúbræður sína hófst í Afganistan á síðasta áratug. Hatur hans á Bandaríkjun- um á sér hins vegar fyrst og fremst rætur í Persaflóastríðinu og frá 1991 hefur hann varið gríðarlegum fjármunum til að kosta baráttu herskárra múslima gegn „heims- valdastefnu“ Bandaríkjanna. Hefur hann lýst því yfir að í þeirri baráttu sé ekki gerður greinarmunur á hermönnum og óbreyttum borgurum ÚÐIR íslamska öfga- mannsins Osama Bins La- dens í Afganistan eru sagð- ar stærstu þjálfunarbúðir Súnní-hryðjuverkamanna í heimi. Talið er að þær hafi rúmað allt að 600 manns til þjálfunar og að Bin Laden hafi yfir að ráða um 3 - 5.000 manns. Samkvæmt heimildum bandarísku leyniþjónustunnar hafði verið boðað til fundar í búðunum á fimmtudag, daginn sem Bandaríkja- menn létu til skarar skríða gegn Bin Laden, og er talið að þar hafi átt að skipuleggja frekari árásir á Banda- ríkjamenn. Staðsetning búðanna er engin tilviljun, því barátta Bins La- dens og stórs hluta þeirra manna sem fylgja honum að málum, á sér rætur í stríðinu í Afganistan á síð- asta áratug. Maðurinn sem Banda- ríkjamenn töldu bandamann sinn í baráttunni við Sovétríkin fyrir ein- um áratug hefur snúist öndverður gegn þeim. Ekki liðu nema nokkrar klukku- stundir frá því að sprengjurnar við sendiráð Bandaríkjamanna í Kenýa og Tansaníu sprungu þann 7. ágúst sl., þar til bandaríska leyniþjónustan beindi sjónum sínum að Osama Bin Laden. Á þeim hálfa mánuði sem lið- inn er, hefur grunur þeirra breyst í vissu um að hann standi að baki til- ræðunum. Nafn hans hefur margoft verið nefnt í tengslum við ýmis til- ræði gegn Bandaríkjamönnum en erfiðlega hefur gengið að afla órækra sönnunargagna gegn hon- um. Nú segja leyniþjónustu- og embættismenn gegna öðru máli; þeir hafi nægar sannanir gegn Bin Laden. Bandarísk stjómvöld hafa hins vegar verið treg til að gera grein fyrir þeim og hafa beðið al- menning um að treysta því að þau fari með rétt mál. Sonur auðkýfings Osama Bin Laden er 44 ára, son- ur sádi-arabísks auðkýfings og eru auðæfi hans metin á um 240 milljón- ir dala, um 17 milljarða ísl. kr. Er Bin Laden var nítján ára hélt hann til Afganistan til að berjast með trú- bræðrum sínum gegn Sovétmönnum og litu Bandaríkin á hann sem bandamann sinn í þeirri baráttu. Bin Laden greiddi þúsundum er- lendra málaliða fyrir að halda til Afganistan og berjast gegn Sovét- mönnum og veitti fjölskyldum þeirra stuðning. En þegar hemámi Sovétmanna lauk árið 1989 snerist Bin Laden öndverður gegn Banda- ríkjamönnum og hóf að beina kröft- um sínum að Bandaríkjamönnum og vem þeirra í Mið-Austurlöndum. Sama ár sneri Bin Laden aftur heim til Sádi-Arabíu og hóf að styðja herskáa múslima sem andvígir voru stjómvöldum. Hatur Bins Ladens á Bandaríkjamönnum jókst um allan helming í Persaflóastríðinu árið 1991 og næstu árin beitti hann sér af öllu afli að því að hrekja þá frá Sádi-Ara- bíu. Hann leit á veru Bandaríkja- manna þar sem hernám og vanhelg- un „kristinna krossfara" á helgri jörð, einkum borgunum Mekka og Medína. Sór hann þess dýran eið að koma þeim af arabískri jörð og hefur reynst reiðubúinn að beita hvaða meðölum sem er í þeirri baráttu. Baráttu sfjómað frá Súdan Bin Laden var ekki lengi vært í heimalandi sinu og fluttist til Súdan. Þaðan stjórnaði hann baráttu sinni gegn Bandaríkjamönnum og komst einnig í tengsl við einn valdamesta mann landsins, Hassan Turabi, leið- toga íslömsku þjóðfylkingarinnar, en Turabi álítur sig jafnframt einn helsta leiðtoga íslamskra bókstafs- trúarmanna í heimi. Turabi og Bin Laden hafa starfað náið saman og er talið að sá síðar- nefndi tengist efnavopnaverksmiðj- unni sem sprengd var í Khartoum, að minnsta kosti með óbeinum hætti. Hann er sagður hafa veitt fé til hennar og fleiri verksmiðja. Bent hefur verið á það að sendiráð Bandaríkjanna í Súdan hafi verið rýmt á síðsta ári af ótta við árásir á það og starfsemin og starfsfólkið flutt í sendiráðið í Nairobi í Kenýa, sem var gjöreyðilagt í sprengju- árásinni fyrir hálfum mánuði. Sakaður um íjölmörg hryðjuverk Nafn Bins Ladens hefur verið nefnt í sambandi við árásir á banda- ríska hermenn við friðargæslu í Af- ríku og árið 1996 var honum ekki lengur vært í Súdan. Honum var vísað úr landi vegna þrýstings Bandaríkjamanna í von um að Súdanar myndu í staðinn fá pen- inga- og mataraðstoð, sem aldrei barst. Bin Laden hélt hins vegar til Afganistan þar sem hann hefur starfað í skjóli Talebana. Bin Laden kom á fót tveimur þjálfunarbúðum íyrir múslimska hryðjuverkamenn í Afganistan, sem staðsettar eru í Khost og Jalalabad, en árásin á fimmtudag var á stærri búðimar í Khost. Sagt er að félagar í tvennum egypskum heittrúarsam- tökum hafi verið í búðunum þegar sprengjan féll en önnur þeirra stóðu að morðinu á Anwar Sadat Egypta- landsforseta árið 1981. Samkvæmt heimildum banda- rísku leyniþjónustunnar hafði veríð boðað til fundar í þjálfunarbúðunum sl. fimmtudag og er talið fullvíst að þá hafi átt að leggja á ráðin um frek- ari árásir. „Við höfðum nægar sann- anir fyrir þessu. Ef við hefðum ekki gripið til aðgerða, hefði verið ráðist á okkur, á því leikur enginn vafi,“ var haft eftir háttsettum manni inn- an leyniþjónustunnar. Þræðimir frá stríðinu og síðar þjálfunarbúðunum í Afganistan liggja nú orðið um allan heim og stendur yfirvöldum í mörgum lönd- um múslima mikill stuggur af hóp- um sem hafa einhver tengsl við „af- gönsku arabana", eins og þeir eru gjarnan nefndir sem börðust gegn Sovétmönnum og þeir sem hafa sótt þjálfun í búðir Bins Ladens í öruggu skjóli hinna heittrúuðu Talebana. Dæmi um þetta eru Egyptar og Al- sírmenn en afgönsku arabamir hafa hvað eftir annað ráðist á egypsk skotmörk. „íslömsk uppreisn án landamæra“ Markmið Osama Bins Ladens er sagt vera „íslömsk uppreisn án landamæra“ og að hann verji stór- um hluta auðæfa sinna til að ná því markmiði. Samtök hans séu þaul- skipulögð og hann hafi komið á fót dóttursamtökum í öllum heimsálf- um. Heimildir innan bandarísku leyniþjónustunnar segja að Bin La- den geti kallað 3 - 5.000 manns til vopna með skömmum fyrirvara og að fjölmargir fleiri hafi hlotið þjálf- un hjá mönnum hans. Nafn Bins Ladens tehgist mörg- um helstu hryðjuverkum síðari ára, samkvæmt heimildum bandarísku leyniþjónustunnar: ►I desember 1992 reýndu menn hans að sprengja hótel í Aden í Jemen, þar sem 100 bandarískir hermenn bjuggu. Aðgérðin mistókst en hún kostaði engu að.síður tvo ástralska ferðamenn lífið. ► í febrúar 1993 varð sprenging í World Trade Center í New York. Ekki eru óræk sönnunargögn fyrir aðild Bins Ladens en pákistanskir leyniþjónustumenn segja að Ramzi Ahmed Yousef, sem dæmdur var fyrir að vera höfuðpaurinn á bak við tilræðið, hafi dvalið í húsum Bins Ladens í þau þrjú ár sem liðu áður en hann var handtekinn. ►Frá árinu 1993 hefur Bin Laden veitt milljónum dala til hryðjuverka- samtaka og stjómmálasamtaka í Egyptalandi, Alsír, Jemen, Súdan, Líbanon og á Filippseyjum. Þá er hann sagður hafa stutt samtök múslima í Bosníu, Tsjetsjníu, Ka- smír og Sómalíu. ►Árið 1994 hafði Bin Laden stofnað að minnsta kosti þrjár þjálfunarbúð- ir fyrir hryðjuverkamenn í Súdan. ►Sagt er að hann hafi staðið að baki áætlunum um að sprengja ellefu bandarískar farþegaþotur í loft upp yfir Asíu árið 1994 en þær áætlanir fóru út um þúfur. ►Bin Laden er talinn hafa veitt fé til sprengjuárása á bandaríska her- menn í Saudi-Arabíu 1995 og 1996 en 24 hermenn féllu í þeim árásum. ►Auk þessa hefur nafn Bins Ladens verið nefnt í tengslum við fyrirhug- uð tílræði við Hosni Mubarak og páfann, árásir á þýska ferðamenn í Egyptalandi, sprengingu við eg- ypska sendiráðið í Pakistan og nú síðast fyrirhugað sprengjutilræði við bandaríska sendiráðið í Albaníu. Það var rýmt þegar leyniþjónustan bandaríska komst á snoðir um málið en fimm Egyptar voru handteknir í höfuðborginni Tirana. Ekki er ljóst hvort þetta gerðist fyrir eða eftir sprengingarnar í Afríku. Þótt Osama Bin Laden hafi ekki játað neitt af þessu, verða orð hans ekki skilin öðruvísi en svo að hann hafi að minnsta kosti staðið að hluta tilræðanna. í viðtali sem birtist við hann í febrúar á síðasta ári sagði Bin Laden: „Við héldum að [sprenging- arnar í Sádi-Arabíu 1995 og 1996] væru næg skilaboð til skynsamra stjórnenda í Bandaríkjunum um að komast hjá raunverulegum átökum hinnar íslömsku þjóðar og Banda- ríkjamanna, en svo virðist sem þeir hafi ekki numið skilaboðin." Fyrr á þessu ári lýsti Bin Laden yfir heilögu stríði gegn Bandaríkja- mönnum og Israelum og í samtali við ABC-sjónvarpsstöðina sagðist hann telja Bandaríkjamenn vera „mestu þjófa i heimi og mestu hryðjuverkamenn í heimi. Hið eina sem við getuíh gert til að verjast þessum árásum er,að svára í sömu mynt. Við munurh ekki greina á milli þeÚTa sem eru í hérklæðum og óbreyttra borgara. Þeir eru allir skotmörk í þessú heilaga stríði." Stjómvöld í Afganistan segja Osama Bin Laden heilan á húfi enda sögðu Bandaríkjamenn að ætíunin hefði ekki verið að bana honum, þeir vissu ekki einu sinni nákvæmlega hvar hann héldi sig. Hins vegar má ljóst vera að hann lætur árása Bandainkjamanna ekki óhefnt. • Byggt á: The New York Times, The Daily Telegraph, The Washington Post. Vangaveltur um tengsl árásanna og Lewinsky- málsins Edgartown í Massachusetts. Reuters. ÞEGAR Bill Clinton Banda- ríkjaforseti tilkynnti sl. fimmtudag að árásir hefðu ver- ið gerðar á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Afganist- an og Súdan þótti sumum fréttamönnum sem raunveru- leikinn væri orðinn gmnsam- lega líkur skáldskap. Hópur fréttamanna var í fylgd með Clinton á eynni Martha’s Vineyard og þegar fréttamönnunum barst tilkynn- ing um að Clinton hygðist gefa út yfirlýsingu er „varðaði þjóðaröryggi“ vildi svo til að þeir vora að horfa á bandarísku kvikmyndina „Wag the Dog“ (Hundinum dillað), en í henni segir af Bandaríkjaforseta sem fær hjálparkokka, er Robert De Niro og Dustin Hofftnan leika, til að setja á svið stríð til að draga athyglina frá kynlífs- hneyksli sem forsetinn er flæktur í. Ekki allt sem sýnist? Þegar Clinton hafði gefið stutta yfirlýsingu á Martha’s Vineyard flaug hann rakleitt til Washington til fundar með ör- yggismálanefnd og til að flytja sjónvarpsávarp um árásimar. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu það af og frá að Clinton hefði sett árásimar á svið til þess að draga athygli fjölmiðla og almennings frá Lewinsky- málinu svokallaða, en sl. mánu- dag játaði Clinton að hafa átt í „óviðeigandi" sambandi við fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Embættismönnunum tókst þó ekki að koma í veg fyrir vangaveltur um að ekki hafi allt verið sem sýndist er Clint- on lét til skarar skríða í Afganistan og Súdan. Arlen Specter, öldungadeildarþing- maður repúblikana, velti því fyrir sér hvers vegna Clinton hefði látið verða af árásunum nú, og rauf þar með þá hefð að þingið styðji forsetann í hern- aðaraðgerðum. Sagði Specter það undarlegt að Clinton skyldi hafa rokið af stað til Washing- ton, því yfirmaður heraflans hefði rétt eins getað komið á fund Clintons á Martha’s Vin- eyard. Áætlanir gerðar fyrir tíu dögum Fréttaskýrandi Washington Post sagði í gær að áætíanir um árásina hefðu verið gerðar fyrir tíu dögum. Þegar Clinton hélt ásamt fjölskyldu sinni til Martha’s Vineyard var tilkynnt að þar myndi fjölskyldan dvelj- ast í fríi í hálfan mánuð. Aðeins Clinton og fáeinir þjóðarörygg- isráðgjafar vissu sannleikann: að Clinton myndi innan skamms snúa aftur til Wash- ington til þess að flytja annað sjónvarpsávarp til þjóðarinnar. Ráðgjafar Clintons segja þetta sýna svo ekki verði um villst hversu auðvélt hann eigi með að gera greinarmun á embættisskyldum sínum og persónulegum vandamálum. Ráðgjafarnir sögðust hafa bú- ist við þeirri gagnrýni að Clint- on væri að gera það sama og forsetinn í „Wag the Dog“ hafi gert, en þeir hafi kosið að láta það ekki hafa áhrif á sig. Sams konar gagnrýni hefði komið fram í febrúar sl. er Clinton velti fyrir sér hernaðaraðgerð- um gegn Irak. T— Þræðir Osama Bins Ladens liggja víða Embættismenn sem rannasaka sprengingamar við bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu beina sjónum sínum einkum að Osama Bin Laden, auðkýfingi og íslömskum bókstafstrúarmanni, sem er kunnur fyrir stuðning sinn við hryðjuverkamenn. Að sögn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) hefur Bin Laden tengst starfi nær allra öfgasamtaka múslima á sl. fimm árum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og CIA telja Bin Laden tengjast hryðjuverkahópum í þessum löndum ffgf- "■ Alsír Túnis i Jórdama.Tadsjíkistafl Israel Talinn -'eiga þátt í sprengju- árásum í Sádí-Arabíu, sem urðu 25 Bandaríkja- mönnum að fjörtjóni árin 1995 og 1996 Q Bin Laden segist hafa fjármagnað árás á bandaríska herþyrlu sem var skotin niður í Mogadishu í Sómalíu f október 1993. 18 bandarískir hermenn týndu lífi. Heimild: Ulanríkisráðuneyti Bandaríkjanna; Vince Líbýa Egypta land _________ Eritrea- Tilræði vlð sendiráð Bandaríkjanna Súdan Sádí-Arabía Jemen I % Eþíópía Kenýa m Sómalía Pakistan Fyigsni Bins Landens er í Afganistan Tanzanía Filippseyjar. Alríkis- lögregla Banda- ríkjanna fletti ofan of sam- særi um að myrða Bill Clinton og Jóhannes Pál páfa í Manila. Qy Ramzi Yousef, '' sem skipulagði sprengjutilræðið við World Trade Center í New York 1993, bjó í húsnæði sem Bin Laden leigði þegar hann var handsamaður Grunur leikurá að Bin Laden hafi skipulagt samsæri um að ráða Hosni Mubarak Egyptalands- forseta at dögum í opinberri heimsókn forsetans til Eþíópíu Cannistraro, fyrrv. yfirmaður aðgerða gegn hryðjuverkum hjá CIA Chicago Tribune, KRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.