Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 39 AÐSENDAR GREINAR GUNNLAUGSSKARÐ í Esju séð úr Kollafjarðarkleifum. Morgunblaðið/Leifur Sveinsson Þoldi Esjan ekki að verða Reykvíkingnr? Ljósmynd/Jón Karl Snorrason HORPT yfir sundin til Kjalarness og Esju. (Úr Árbók FÍ 1985). I. UPPHAF Kjalnesingasögu hljóð- ar svo: „Helgi bjóla, son Ketils flat- nefs, nam Kjalames milli Leimvogs og Botnsár og bjó að Hofi á Kjalar- nesi. Hann var nytmenni mikið í fomum sið, blótmaður lítill, spakur og hægur við alla, Helgi átti Þómýju, dóttur Ingólfs í Vík, er fyrst byggði ísland. Þeirra synir vom Þorgrímur og Amgrímur. Þeir vora báðir miklir og sterkir og hinir vasklegustu menn. Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numið: Hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tind- stöðum og þar hverjum, sem honum þótti fallið vera.“ I II. kafla segir aftur á móti svo: ,Á ofanverðum dögum Konofogors (Connor á ensku) kom skip í Leiravog. Þar vora á írskir menn. Maður hét And- ríður, ungur og ókvæntur, mikill og sterkur. Þar var og kona sú, er hét Esja, ekkja og mjög auðug. Sá mað- ur er nefndur Kolli, er þar var á skipi með þeim. Helgi (bjóla) tók við þeim öllum. Kolla setti hann niður í Kollafjörð, en með því að Örlygur var gamall og barnlaus, þá gaf hann upp land og bú og tók Esja við. Sett- ist hún þá að Esjubergi. Allir þessir menn vora kallaðir skírðir, en þó var það margra manna mál, að Esja værí fom í brögðum." II. Það varð mér mikið áfall er vakin var at- hygli mín á því, að suð- urhlíðar Esju væra orðnar snjólausar. Var talið að slíkt hefði ekki komið fyrir síðan 1966 eða fyrr. Þetta er eins og skjóttur hestur sé allt í einu orðinn einlitur. Taldi ég þetta ekki einleikið og greip því til Kjalnesingasögu til þess að rifja upp frásögnina um Esju gömlu. Fjallið var ekki spurt, hvort því lík- aði þessi búferlaflutningur frá Kjal- arneshreppi til Reykjavíkur og lík- lega vildi Esja gamla minna á þá staðreynd með því að bræða Löngufónn, því hún var forn í brögðum. Snjó tekur að vísu aldrei upp í norðurhlíðum Esju, en það er allt annað mál. Vonandi fáum við mikinn snjóavetur sem allra fyrst, líkan 1995, en þá leið mér best norður á Akureyri, að kafa snjó í mitti í 16 stiga frosti. Bakteríurnar, sem angra mig, lifa ekki í svo miklu frosti. Því heilsast mér vel í slíkum vetri. III. Það var laugardaginn 28. maí 1949 að við gengum á Esju sex menn upp frá Vallá í þeim erind- um að tína svartbaksegg í Vallár- dal og Hrútadal, sem ganga norð- ur úr Esju niður í Blikdalinn. Jón J. Víðis (1894-1975) mælingafulltrúi hjá Vegagerð ríkisins var foringi fararinnar, enda farið í slíka eggjaleit áður. Gunn- laugur Þórðarson (1919-1998) lögmaður frá Kleppi var þar einnig í för ásamt mági sínum Þorvaldi Þorvaldssyni, nú skipulagsstjóra Reykj avíkurborgar. Hann var þá ungling- ur 16 ára og með hon- um var félagi hans á svipuðum aldri, Finn- bogi F. Arndal. Síðan vorum við bræður ég og Sveinn Kjartan verkfræðingur. Bratt var upp frá Vallá, en ég var þá ungur að árum og léttur á mér miðað við það, sem síðar varð. Ár- ið 1964, er ég sagði manni einurn frá þessari fjallgöngu, lýsti hann undrun sinni yfir þessu afreki mínu, svo ég varð að bæta við: „Það var fyrir 15 árum og 50 pundum síðan.“ En upp á fjallið komumst við, en eftirtekjan varð rýr, 35 egg. Feiknaharður vetur hafði verið 1948/1949, þannig að varplönd svartbaksins voru að miklu leyti þakin snjó, einstaka þúfnakollar stóðu upp úr, þar sem hann verpti. Eg náði ellefu eggj- um, en aðrir minna, enda var ég alvanur að ganga varp frá Mý- vatnsáram mínum 1936-42, en þrjár eyjar tilheyra Vogum, þar sem ég dvaldi: Varpteigar, Birgistangi og Miðflúð. Útsýni af fjallinu var óviðjafnanlegt og það svo, að þessi ferð gleymist aldrei. Gunnlaugur hafði riffil meðferðis, en hitti engan fugl, né heldur við Fjallgöngur og útivist hafa færst mjög í vöxt, segir Leifur Sveinsson- ar, og á Esjudögum klífa fjallið allt að þús- und manns. félagar hans, sem fengum að prófa skothæfni okkar. Nú komum við niður af fjallinu og hittum þar fyr- ir mann einn, sem var í mjög æstu skapi og var þar kominn Magnús bóndi á Vallá faðir Benedikts steypuframleiðanda (B.M. Vallá). Umturnaðist Magnús er hann sá riffilinn hjá Gunnlaugi, því skömmu áður höfðu byssuvargar lagt lundavarpið í Andríðisey í rúst. Jeppar okkar stóðu á hlaðinu á Skrauthólum og taldi Magnús, að réttast hefði verið að gera jeppa okkar upptæka fyrir byssutiltækið, en það væri okkur til bjargar, að Ólafur hreppstjóri Bjarnason (1891-1970) í Brautar- holti væri við jarðarför Kolbeins Högnasonar í Kollafirði (1889-1949, dó 14. maí það ár). Þá mælti Gunnlaugur: „Viltu kannske gera eggin upptæk, ég fann eitt.“ IV. Svo vænt þykir okkur Reykvík- ingum um Esjuna, að í borgarstjóm- arkosningum fyrir margt löngu, rit- uðu Tímamenn níðgrein um Esjuna. Það tiltæki kostaði Framsóknar- flokkinn í Reykjavík 1.500 atkvæði og lá við sjálft, að þeir féllu út úr borgarstjóm. Menn skulu því gæta sín í umgengni við íjall fjallanna. Ómari Ragnarssyni fréttamanni hlýtur að þykja alveg sérstaklega vænt um Esjuna, hann lenti flugvél sinni ofan á fjallinu og sakaði hvor- ugt mann eða vél. Það var Langa- Leifur Sveinsson Ljósmynd/Páll Jónsson KOLLAFJÖRÐUR. Skógræktin við Mógilsá. f baksýn er Esja (Gunn- laugsskarð og vesturhorn Kistufells). Úr Árbók FI 1985. ■r fönn í Gunnlaugsskarði, sem síðast bráðnaði í suðurhlíðum Esjunnar og er hennar sárt saknað. Hér við skrif- borð mitt stari ég á almanak Eim- skipafélags íslands hf. og eygi enn von, október er ekki langt undan og þá mun Langafönn hressast. ljúka þessu spjalli með kvæði Þór- bergs Þórðarsonar um Esjuna: Esjan er yndisfógur utanúr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík. V. I 35 ár stundaði ég hesta- mennsku og lengst af með sumar- haga á Völlum undir hlíðum Esju. Útreiðartúrarnir því oftast með- fram Esjuhlíðum austur að Hrafn- hólum eða alla leið að Stardal með viðkomu hjá Tröllafossi. Það er mikil kyi-rð og friður á þessu svæði, engin mannabyggð frá Norðurgröf að Hrafnhólum. Að komast úr skarkala höfuðborgarinnar á hálf- tíma í þessa Paradís Esjuhlíða eru forréttindi, sem ég kunni vel að meta. Væntumþykja mín á fjallinu var slík, að um tíma mátti segja að ég og Esjan værum eitt. VI. Menn eru ekki á eitt sáttir hvað- an nafnið á Esju er til komið. í Noregi er til Esjuberg og í tveim bókum er reynt að skýra fjallsnafn- ið, í Landinu okkar, A-G, bls. 171 og í Islenskri orðsifjabók, bls. 157.1 Landinu okkar segir svo: „Nafnið Esja mun einmitt vera dregið af þessu móbergi, esja = tálgusteinn, sbr. einnig bæjarnafnið Kléberg (tálgusteinn). I ísl. orðsifjabók stendur: esja, kv. ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Fjallsnafnið Esja er líklegast af þessum sama toga og upphafleg merking orðsins líklega ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- eða ofnagerðar’. VII. Fjallgöngur og útivist hafa færst mjög j vöxt undanfarin ár og er það vel. Á Esjudögum kltfa fjallið allt að þúsund manns. Við hæfi er að Fæst í bvggingavöruuerslunum um land allt. IfÖ Höfundur er lögfræðingur Hreinlætístækí Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö sænsk gæðavaru. Heildsöludreifing: TEflGIehf. 'scrcrep Smiðjuvegi U.Kópavogi Sími 564 1088, fax 564 1089
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.