Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Undrun á um- sögnum ör- nefnanefndar AÐ sögn Karls Björnssonar sveitar- stjóra sameinaðs sveitarfélags Eyi-ar- bakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Sel- fossbæjar og Stokkseyrar, sem geng- ið hefur undii- nafninu Árborg frá því að sameining sveitarfélaganna var samþykkt, þá kemui’ það honum á óvart að ömefnanefndin skuli gefa sér þrengri forsendur en nýju sveitar- stjómarlögin segja til um, en nefndin mælti ekki með nafninu Árborg. „Örnefnanefnd þrengir í megin- sjónarmiðum sínum ákvæði laga um nafn á sveitarfélögum og fer aftur í fyrra horf þar sem þessar endingar voru tilskyldar í lögum. Þannig má segja að hún sé á móti hugmyndum Alþingis eins og þær birtast í nýju lögunum en í þeim segir eingöngu að nafn sveitarfélags skuli samrýmast íslenskri málfræði og málvenju.“ Karl segir að formlega verði fjallað um umsögn ömefnanefndar, en ekki standi til að breyta nafninu Ái-borg. Hann bendir á að umsögn örnefna- nefndar hefur ekki lagagildi, athygl- isvert verði að sjá hvaða sjónarmið muni ráða þegar félagsmálaráðu- neyti fjallar um staðfestingu á nöfn- unum en staðfestingu þess þarf eftir að sveitai'stjórn hefur ákveðið nafn að fenginni umsögn örnefnanefndar. Tryggvi Þórhallsson fram- kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs á Höfn tekur í sama streng og er undrandi á að nefndin gangi út frá sjónarmiðum sem eiga sér ekki stoð í sveitarstjórnarlögunum. Guð- mundur Bjarnason sveitarstjóri sameinaðs sveitarfélags Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar segii' að það hafi komið honum á óvart hversu mörgum nöfnum ör- nefnanefndin mælti ekki með. Guð- mundur segir að nú bíði sveitar- stjórnin eftir svari bréfs sem hún sendi í gær til félagsmálaráðuneytis. I bréfínu er falast eftir afstöðu fé- lagsmálaráðuneytis til umsagnar ör- nefnanefndar. Ríkharður Brynj- ólfsson oddviti sameinaðs sveitarfé- lags í uppsveitum Borgarfjarðai' tekur undir með Guðmundi, nú verði að sjá hvaða afstöðu félagsmála- ráðuneyti tekur til meginsjónarmiða örnefnanefndar. „Eg býst þó við að ráðuneytið styðji sjónarmið örnefna- nefndar og þá kemur að því að leita að nafni í smiðju hugmyndaríkra manna hér um slóðir fyrst hún mælti ekki með nafninu Borgar- fjörður.“ Hlutfall karla og kvenna á vinnumarkaði á Norðurlöndunum eftir aldri 50 ára 55 ára 60 ára 65 ára Norræn samanburðarkönnun Islendingar 5-10 árum lengur á vinnumarkaði ÍSLENDINGAR eru að jafnaði 5-10 árum lengur á vinnumarkaði heldur en aðrir Norðurlandabúar. Hár eftirlaunaaldur, aldursamsetning þjóðarinnar og minna atvinnuleysi eru taldar helstu skýringar á lægri heildarútgjöldum til heilbrigðis- og félagsmála hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Þetta er meðal niður- staðna könnunar á brottfalli fólks á vinnumarkaði sem Norræna nefndin um tölfræði heilbrigðis- og trygginga- mála (NOSOSKO) stóð fyrir. Hér á landi er eftirlaunaaldur í flestum starfsstéttum nærri 70 árum en á öðrum Norðurlöndum um og innan við 60 ára aldurinn. Útgjöld til heilbrigðis- og félags- mála vora 18,6% af vergri þjóðarframleiðslu á Islandi árið 1996, en á bilinu 26,4% til 35,2% á öðrum Norður- löndum. Dauði hrossanna um borð í Norrænu Kæra lögð fram SÝSLUMANNINUM á Seyðisfírði hefur verið send kæra frá Sambandi dýravemdunarfélaga Is- lands vegna flutnings 9 hrossa sem drápust um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði. Kærunni er beint til undirbúningsaðila flutninganna, full- tráa yfírdýi-alæknis, umboðsaðila skipafélagsins á Islandi eða þeirra aðila sem í ljós komi að bera ábyrgð á þessum flutningi eins og segir í kærunni. Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, fonnanns SDI, telur hún nauðsynlegt að rannsaka slysið ítarlega sem og aðdraganda þess og einnig hvort öllum reglum um eftirlit hafí verið lylgt, bæði áður en skipið fór frá Seyðisfírði og einnig eftir það. Vitn- ar hún m.a. til laga nr. 15/1995 um dýravernd, en þar segir að við flutning á dýrum skuli þess gætt að útbúnaður farartækis sé góður og við hæfí hverju sinni og að gott eftirlit sé með dýranum meðan á flutningi standi. Ognvænleg reynsla í Vest- mannaeyjaför Meðal farþega um borð 1 bátnum P.H. Viking sem fékk á sig brotsjó milli lands og Eyja fyrir rúmri viku var enski blaða- ------------—----—7--- maðurinn Andrew Warshaw. Ufinn sjór, lífsháski og reynsla engu lík eru enn ofarlega í huga hans. Morgunblaðið/Sigurður Fannar RÚÐA brotnaði í brú skemmtibátsins og flæddi sjór inn í farþegarým- ið. Skipverjarnir tóku þegar til handa við austurinn og settu krossvið- arspjald í gluggann. NOKKRIR dagar era nú liðnir frá þeirri stundu í síðustu viku þegar dásamleg ferð til Islands tengd starfí mínu sem blaðamaður breyttist í martröð. Þrjár ógnvæn- legar klukkustundir fylgdu í kjöl- farið. I hvert sinn sem ég hugsa til ofsafenginnar, fjandsamlegrar öld- unnar sem reif til sín ráðuna í litlum útsýnisbáti okkar og dreifði gler- brotunum í hvem krók og kima, og olli því um leið að úfinn sjórinn tók að flæða inn í bátinn, verð ég stjarf- ur af tilhugsuninni um hversu nærri við voram því að farast. Fram að þessu hafði dagurinn verið afar ánægjulegur. Þrátt fyrir að við hefðum þurft að rísa snemma úr rekkju, og þrátt fyrir urhellisrigningu í morg- unsárið, var það með töluverðri eftirvæntingu sem ég og ferðafélagi minn, á lokadegi Islands- heimsóknar okkar, stig- um upp í flugvél á leið til Vest- mannaeyja í því skyni að sjá með eigin augum það sem okkur hafði verið tjáð að væru helstu nátt- úraperlur Islands. Dagana þar á undan hafði ég baðað mig í Bláa lóninu í hellirign- ingu - sem reyndist ein furðuleg- asta en þó frábærasta lífsreynsla sem ég hef orðið fyrir - fylgst með lokaumferð Opna íslandsmótsins í golfi, leikið sjálfur golf og heimsótt alla helstu ferðamannastaði, svo sem hverasvæðin og helstu fossa. En nú var semsé komið að Vest- mannaeyjum, sem við höfðum heyrt rómaðar svo mjög, og hafði leiðsögumaður okkar í ferðinni, Peter Salmon frá Úrvali-Útsýn, haft fyrir því daginn áður að kanna tryggilega veðurspána. Hann tjáði okkur að stöku sinnum yrðu veður- skilyrði í Vestmannaeyjum svo slæm að litlar ílugvélarnar gætu ekki lent á agnarsmáum flugvellin- um til að ferja okkur aftur til Reykjavíkur. Þetta hafði hins veg- ar ekki gerst eitt einasta skipti í sumar að sögn Salmons, sem taldi að við þyrftum því ekki að hafa neinar áhyggjur. Og viti menn, í eftir- miðdaginn, þegar við höfðum lokið áhugaverðri rátu- og bátsferð þar sem við skoðuðum eldfjallið, borðuðum hádegisverð (að sjálf- sögðu lundakjöt!) og spiluðum átján holur á fallegum en krefjandi golfvellinum í Vestmannaeyjum, var sólin jafnvel farin að skína á okkur. Um fimmleytið var kominn tími til að halda aftur til Reykjavíkur. Eg var þreyttur og svangur og hlakkaði til að eyða síðustu kvöld- stundinni í kyrrð og ró á hóteli mínu á meginlandinu. Nokkuð hafði þykknað upp, þegar hér var komið sögu, og skýjabakkar um- luktu eyjarnar. Enn var nægt flugskyggni en vindáttin olli því að of hættulegt var fyrir skráfuflugvélina litlu að sækja okkur út í eyjarnar. Við átt- um því tvo valkosti: að eyða nótt- inni í Vestmannaeyjum eða hætta á langa og óþægilega bátsferð til lands. Ef mál hefðu ekki verið með þeim hætti að við þurftum að snúa aftur til Englands strax næsta dag hefðum við staldrað við í Vest- mannaeyjum og fengið að njóta enn frekari gestrisni íslendinga. En við áttum engra kosta völ. Ollum leið okkur fremur illa á leiðinni yfir til meginlandsins og vindurinn gnauðaði af nokkrum krafti. Áhöfn bátsins spjallaði og gerði að gamni sínu á meðan við farþegarnir hlustuðum á íslenska þjóðlagatónlist og reyndum að hvíla okkur. Eg sat fremst í bátnum og var hálfsofandi þegar ég hrökk upp við svakalega drunu. Sjórinn hafði brotið sér leið yfír framhlið báts- ins, gegnbleytt flesta farþegana (sem vora um þrjátíu, langflestir frá Þýskalandi) og nærri því hrætt líftórana úr þeim okkar sem fundu að fullu afl vindhviðunnar. Áhöfnin sagði okkur að örvænta ekki og hægðu síðan á bátnum til að koma í veg fyrir ann- að slys af þessu tagi. Þeir sögðu okkur að þeir hefðu gert Landhelg- isgæslunni viðvart og að ferðin yfir á meginlandið myndi einfaldlega taka okkur nokkra lengri tíma en gert hefði verið ráð fyrir. Skipverjarnir, sem voru fjórir, unnu af hamslausri elju, vopnaðir þremur vatnsfötum, til að fjar- lægja eins mikinn sjó úr bátnum og mögulegt var. Þeir rifu á brott við- arbút úr botninum, boraðu tvö göt í gegnum miðju hans og festu bút- inn síðan þar sem bátsrúðan hafði verið. Fögnuðum við mjög þessu framtaki, dauðfegin að það dró úr hættunni, þótt ekki væri nema lítils háttar. Farþegamir íklæddust nú björg- unarvestum og fylgdust með björg- unaraðgerðunum í dauðaþögn, of óttaslegnir til að mæla stakt orð. Öldurnar í kringum okkur virtust einhvern veginn stærri og ásækn- ari nú er báturinn rokkaði til og frá. Öll óttuðumst við að önnur risaalda myndi senn steypa sér yfir bátinn og hvolfa honum fullkom- lega. Einhver hafði á orði að við myndum ekki endast tíu mínútur í frostköldum sjónum. Aldrei áður hafði ég verið svo gagntekinn af ótta. Að afloknum tíma sem virtist sem heil eilífð, sáum við loksins framundan ljós í nálægustu höfn (ég man ekki hvaða bær þetta var!). Ég get ekki lýst léttinum er báturinn sigldi hægt og rólega inn í höfnina og við gengum í land, eitt af öðru, þar sem rúta beið þess að flytja okkur til Reykjavíkur. Hvort dugnaður áhafnarinnar bjargaði lífi okkar, eða hvort við voram einfaldlega ótrálega lánsöm, mun ég aldrei geta sagt til um. Kannski hefði slysið aldrei átt sér stað hefði báturinn ekki verið á svo mikilli ferð til að byrja með. Um það mun ég heldur aldrei geta fullyrt. Það eina sem ég veit er að þegar ég loksins komst aftur á hótelið mitt um miðnætti, blautur og kald- ur, var mér ómögulegt að festa svefn. Ekki gat ég heldur sofið fyrstu tvær næturnar eftir að ég kom heim til Englands. í hvert skipti sem ég lokaði aug- unum fór heilastarfsem- in í fjórða gír og mér varð hugsað til þessarar hryllilegu kvöldstundar. En ég sé ekki eftir fjögurra daga heimsókn minni til íslands: Island er töfrandi staður, þar er að fínna óvenjuleg- asta landslag sem ég hef augum lit- ið, fagra golfvelli og hlýlegt, gest- risið og örlátt fólk. Myndi ég fara þangað aftur? Auðvitað myndi ég gera það. En ég vona sannarlega að það gerist ekki aftur að nokkur maður segi mér hversu heppinn ég sé að vera blaðamaður! Fylgst með björgunarað- gerðum í dauðaþögn. Sannarlega myndi ég fara aftur til ís- lands. c ú e c. e e e e e e 1 c \ c c \ c i í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.