Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 27 einhverja daga í fiskborðinu. Áður en fiskurinn er grillaður er æski- legt að láta hann liggja í ki-yddlegi í um hálfa klukkustund eða svo. í slíkan lög má nota ólívuolíu, sítrónusafa, steinselju og hvítlauk. Saltið síðan steikuraar og piprið eftir smekk. Best er að hafa grillið mjög heitt og passa þarf vel upp á steikingartímann þar sem túnfísk- ur verður þurr og leiðinlegur ef hann er steiktur of lengi. Steiking- artíminn ræðst hins vegar af þykkt steikur og hita grillsins. Með gi-illuðum túnfiski er gott að bera fram létt grænt salat, gjarnan með steinselju í. Einnig getur verið gott að taka ski-efíð tii fulls og bjóða „steikina" með pip- arsósu, þar sem t.d. kjúklingasoð kemur í stað rjóma. Hvítvín og rauðvín eiga bæði við þennan rétt og þá ekki síst áströlsk chardonnay og shiraz-vín eða þá chardonnay eða merlot frá Chile eða Kaliforn- íu. Sé farið út í kalifomísk vín mætti jafnvel hugsa sér Pinot Noir eða mjúkan Zinfandel. LM Geta sálfræðingar séðígegnum mann? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Sumir halda að sál- fræðingar geti strax séð hvern mann maður hefur að geyma. Er þetta rétt og er betra að passa sig á sálfræðingum, ef maður hittir þá? Svar: Margir sálfræðingar þekkja það að fólk verður á varð- bergi, ef það hittir sálfræðing, og er hrætt um að hann geti lesið þeirra leyndustu hugsanir. Pað er að sjálfsögðu alrangt. Sálfræðing- ar eru ekki með nein röntgenaugu sem afhjúpa fólk. Sálfræðingar eru hins vegar misjafnlega góðii- mannþekkjarar eins og reyndar annað fólk, en hafa e.t.v. betri for- sendur til að „lesa“ fólk en aðrir sem ekki hafa sams konar fræði- lega þekkingu. Bestu mannþekkj- ararnir þurfa þó ekki að hafa lært neina sálfræði, en hafa einfaldlega mjög þroskað næmi fyrii- öði-u fólki. Það er hægt að lesa margt út úr hegðun fólks og útliti, en hætta er á að sá lestur byggist um of á fordómum og niðurstöðurnar verði klisjukenndar alhæfingai-. Sá sem talar mikið kann að vera dæmdur yfirborðslegur, en sá sem þegir og hlustar er talinn djúpur og hugsandi. Þessu gæti verið þveröfugt fai-ið og fleira þarf að koma til svo að fella megi slíkan dóm. Sá sem klæðist áberandi og skærlituðum fotum kann sömu- leiðis að vera álitinn athyglissjúk- ur, en sá gi-áklæddi með svarta bindið hlédrægiu- og íhaldssamur. Það fer ekki hjá því að við dæm- um fólk eftir ytra útliti eða fram- komu, en við skulum vera varkár og alhæfa ekki um of, þegar við drögum ályktanir af svo yfii'borðs- legum vísbendingum. Við sál- fræðilegt mat á fólki er atferlisat- hugun og viðtal veigamikill þáttur í matinu, en auk þess er stuðst við hlutlægari aðferðú, prófanir á hinum ýmsu þáttum sálarlífsins, þar sem athugað er hvar og hversu mikið viðkomandi víkur frá því sem algengt er eða normalt. Atferlisathugun og viðtal er að miklu leyti huglægt mat, þótt stuðst sé við ákveðin skilmerki. Klæðaburður og útlit geta gefið vissar vísbendingar um skaphöfn fólks, en eru þó einkum vísbend- ing um þá ímynd sem einstakling- urinn vill gefa öðrum af sjálfum sér. Engu að síður geta viðbrögð einstaklingsins, fas hans og hegð- un gefið okkur upplýsingar um skapgerð hans, persónuleika og andlegt jafnvægi. I viðræðu er tal hans og framsetning nokkur mælikvarði á skýra og rökrétta hugsun eða óróleika, spennu og kvíða. Ahugamál hans geta verið mælikvarði á persónuleika hans, innhverft grúsk, listræn nautn eða virk þátttaka í félagslífi. Sagt er að meta megi fólk eftir því hverja það umgengst og hvað það kýs helst að hafa fyrir stafni. I um- ferðinni getur akstursiag manna og hegðun gagnvart öðrum öku- mönnum verið góð vísbending um skapgerð þeirra og persónuleika. Undir álagi eða áföllum koma eðl- isþættir manna oft best í ljós, styrkur þeirra eða veikleiki. Við- brögð fólks eru þá mjög mismun- andi og innri kenndir verða sýni- legri. Sumir bregðast við með uppgjöf eða hverfa meira inn í sig, aðrir með reiði og árásargirni. Sumn sýna hvatvísa og óraunsæja hegðun. Lengi mætti telja upp kringumstæður sem eru vel til þess fallnar að lesa persónuleika fólks. Þó er betra að vera varkár og draga ekki of sterkar ályktanir af slíkum lestri. Slíkt kallast sleggjudómar. Mannshugurinn er of margslungið fyrirbæri til þess að útlit og hegðun manna gefi okkur nokkur endanleg svör. Einn mikil- vægasti mælikvarði okkar á aðra er sú tiifinning sem við fáum fyrir þeim, góðri eða vondri návist þeirra, trausti og einlægni sem við finnum eða finnum ekki. Oft má ti-eysta tilfínningunni, sem þó er huglægasti mælikvarðinn á annað fólk og viðkvæmastur fyrir fordóm- um. Við metum gjarnan fólk eftir því hvort það líkist einhverjum sem við þekkjum, og eiginleikar sem okkur jafnvel misiíkar hjá sjálfum okkm’ eða á hinn bóginn teljum okkur til kosta geta haft mikil áhrif á þetta mat. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar sáifræðingur hef- ur með höndum sálfræðilega með- ferð á sjúklingi. Þá getur vaknað hjá honum andúð eða samúð á sjúklingnum sem á rætur að rekja til hans eigin lífsreynslu í sam- skiptum við sína nánustu eða aðra. Þess vegna er nauðsynlegt að sál- fræðingur, eins og reyndar hver annar sem fellir dóma um fólk, hafi nokkuð góða sjálfsþekkingu eða innsæi í eigið sálarlíf til þess að vera meðvitaður um hvernig hans eigið inm’a líf, kosth’ og gallar, hafa áhrif á álit hans. 0Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í sima 5691100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, fax: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, fax: 5601720. Líföndun Aö anda er að lifa Guörún Arnalds verður með helgarnámskeið (Kföndun 5. og 6. september. Langar þig til að fá aukna starfsorku og lífsgleði og sjá líf þitt í skýrara Ijósi? Langar þig til að opna fyrir nýja möguleika og finna gleðina í líðandi stundu? Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara Nýturþú andartaksins1 Hildur Jónsdóttir sími 564 5447 oa 895 9447. Bókanir og allar nánari upplýsingar. SEMENTSVERKSMIÐJAN 40ÁRA Sunnudaginn 23. ágúst 1998 verður opið hús hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi milli kl. 13.00 og 17.00. Boðið verður upp á skoðunarferðir um verksmiðjuna í fylgd leiðsögumanna, útsýnisferð upp á sementstanka, grillaðar pylsur í sementsskemmunni þar sem þátttakendur geta tekið þátt í léttum spurningaleik og allir verða leystir út með gjöfum. Velkomin til okkar á sunnudag. Stjórn og starfsmenn Sementsverksmiðjunnar hf. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Viö vökum af list í Gallerí Fold og bjóðum ykkur velkomin að sjá, spjalla og njóta • Níu myndlistarmenn verða við vinnu í galleríinu. • Ný olíumálverk eftir hinn ævintýralega Harald Bilson í baksalnum. • Þrykkt á fyrstu grafikpressuna sem komin til íslands. Við verðuni við störf í Gallerí Fold og vinnum af list • Teiknisamkeppni fyrir börn, 12 ára og yngri - verðlaun fyrir bestu teikningarnar. • Við kynnum SÝNI - skoðið og fræðist í nýja tölvukerfinu okkar. • Eins og ávallt - mörg hundruð myndverk til sýnis og sölu. • Heitir drykkir og sætar kökur fyrir börn og fullorðna. Katrín H. Gunnella Ingiberg Soffía Gunnlaugur Susanne Daði Ólöf Kjaran Sossa Ágústsdóttir olíumálun 18-21 Magnússon Saunundsdóttir Stefán vatnslitur Christenssen Guðbjömsson vatnslitur oltumálun vatnslitur 17-19 pastellitir olíumálun 20-23 höggmyndir þrykk 22-01 22-01 19-22 19-22 21-23 21-23.30 Rauðarárstíg 14 sími 551 0400. Opið til kl. 01.00 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.