Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNAMIDLON SUÐORLANDSBRACIT 46 (bláu húsin) SÍMl 568-5556 • FAX 568-5515 H- LANDIÐ Morgunblaðið/Einar Falur I ljós þegar eitthvað stendur til Á SÓLBAÐSSTOFUNNI í Fella- bæ afgreiðir hin 11 ára gamla Hjördís Marta viðskiptavini. Pabbi hennar, Óskar Vignir Bjarnason, er eigandi sólbaðs- stofunnar og segir hann að við- skiptavinirnir birtist ekki endi- lega þegar sólarleysið er hvað mest, heldur þegar eitthvað standi til í bænum. „Ef það er ball um helgina eða ef eitthvað mikið stendur til þá er mjög mikið að gera hjá okkur dagana þar á undan.“ Nökkvi Jarl, bróð- ir Hjördísar Mörtu, var ekki enn farinn að afgreiða á stofunni, en var duglegur að vökva blómin í garðinum í staðinn. Kristniboðsfélagið Frækornið í Rípurhreppi 40 ára Elsta kristniboðsfé- lag í sveit á Islandi S Ovíst með kornupp- skeru í Ping- eyjarsýslu Laxamýri - Kornuppskera verð- ur sennilega lítil í Þingeyjar- sýslu í haust þar sem sumarið hefur verið kalt og þokusamt og vöxtur plantna því hægur. Á undanförnum árum hafa nokkrir bændur verið með kornakra í Aðaldal og Ljósa- vatnshreppi með góðum árangri og hefur áhugi verið að aukast á þessari nýju búgrein. Á sl. vori var Kornræktarfélag Þing- eyinga stofnað sem hefur það að markmiði að auka kornrækt í héraðinu og minnka með því kaup á erlendum fóðurbæti. Ekki eru allir vonlausir um uppskeru ef haustið reynist gott en nú þegar hefur einn bóndi gefið upp vonina um uppskeru. Hreiðurgerð í dráttar- vélum Tálknafirði - Það hallar að hausti og senn kem- ur að því að farfuglamir yfirgefa okkur einu sinni enn. Það er því ekki úr vegi að rifja upp at- vik úr vorverkum náttúrunnar sem sýnir hug- myndaauðgi og þrautseigju smáfuglanna við að koma upp nýrri kynslóð. Við fiskeldisstöð Eyrareldis ehf. á Gileyri á Tálknafirði eru notaðar tvær dráttarvélar til þess að létta hin daglegu störf. Það bar við í sumar að báðar dráttarvélarnar hlutu þann heiður að bera hreiður smáfugla. Undir aurhlíf annarrar vélarinnar útbjó mar- íuerlupar hreiðurkörfu. Þrátt fyrir að dráttar- vélin væri notuð einu sinni til tvisvar á dag, fimm til sex daga í viku, hélt parið áfram með hreiðurgerðina þar tfi karfan var tilbúin og þá var verpt í hana. Þegar ungarnir komust á legg tók starfsmaður Eyrareldis eftir því að einn þeirra hafði fallið úr körfunni og lá hann bjarg- arlaus við eitt fiskeldiskarið. Aðstoðaði hann ungann við að komast í hreiðrið aftur og nokkrum dögum síðar sást til foreldranna þar sem þeir voru að halda flugæf- ingu fyrir ungviðið. Var ekki að sjá að vistin á „farfuglaheimilinu" hafi orðið fjölskyldunni til skaða. Skógarþrastarpar ákvað að gera hreiður í hinni dráttarvélinni. Var það staðsett undir öku- mannshúsinu aftanverðu, rétt undir vökvaúttök- um aftan á vélinni. Ekki virtist það trufla þau að dráttarvélin var í stöðugri notkun og voru m.a. famar fjórar ferðir á Patreksfjörð meðan á út- ungun og uppeldi stóð. Milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar era u.þ.b. 17 km. Eins og maríu- erluparið komu þrestimir upp ungum sínum og flögra þeir nú um í nágrenni fiskeldisstöðvar- innar. Þegar farfuglarnir hverfa og náttúran breytir um svip við það að haustið sígur að dregur það úr söknuði sumarsins að geta yljað sér við góðar minningar sem þessar. Annars hefur sumarið verið með eindæmum gott hér á Tálknafirði bæði við menn og málleysingja. Vilji menn kvarta undan einhverju þá hefur helst skort rekju. DANÍEL stendur við dráttarvélina sem þrastarparið valdi sem sumardvalarstað. Hreiðrið var undir ökumannshúsinu að aftan- verðu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SYSTURNAR Kristel og Björg Finnbogadætur á einum kornakrinum. Opið hús í Völvufelli 40 n, 23.8 frá kl. 13—18. Raðhús, 126 fm á einni hæó ásamt 23 fm bílskúr. Björt rúmgóð stofa. 3 svefnherbergi og möguleikar á þvi fjórða. Skjólgróður, sólríkur suðurgarð- ur. Verð 10,5 millj. Upplýsingar fást í síma 557 3351. Mjög ítarlegar upplýsingar (með myndum) er að finna á Internetinu, slóðin er: www.islandia.is/--steinarb/. Verið velkomin í opið hús. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Sauðárkróki - í tilefni þess að fjöru- tíu ár eru liðin frá stofnun fyrsta kristniboðsfélags í sveit á íslandi var haldinn hátíðarfundur Kristniboðsfé- lagsins Frækomið í félagsheimili Rípurhrepps í Skagafirði 15. ágúst sl. Það var Lilja Sigurðardóttir, for- maður félagsins og einn af stofnend- um þess, sem bauð gesti velkomna til fundarins. í ræðu sinni rakti hún að- draganda þess að hópur kvenna úr Hegranesi auk nokkurra úr ná- grannasveitarfélögunum ákvað að stofna kristniboðsfélag með það að aðalmarkmiði að styðja og styrkja ís- lenska kristniboðið í Konsó. Stofnfundur félagsins var haldinn í Hróarsdal í Hegranesi þann 12. maí 1958 og sat fundinn Ólafur Ólafsson, kristniboði, sem lengstum starfaði við kristniboðið í Kína en hann gaf hinu nýstofnaða félagi nafnið Frækomið. Fram kom i máli Lilju að lengstum hefði félagið verið fámennt en margir verið tilbúnir að leggja starfinu lið og því hefði á hverju ári verið unnt að senda framlög, misstór eftir atvikum, til kristniboðsstarfsins. Mikið vai- sungið á fundinum við undirieik Elínar Jóhannesdóttur og Önnu Jónsdóttur organista en einnig söng kvartett nokkur lög. Bænarorð flutti Þórey Sigurðardóttir en Susie Bachman las frásagnir úr kristni- OPIÐ HUS HLÍÐARTÚN 11 - MOSFELLSBÆ ems. FJÓRIR stofnendur Frækornsins sátu fundinn: Jónína Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Þórey Sigurðardóttir og Hólmfríður Pálsdóttir. boðsstarfmu í Afríku og Páll Frið- riksson sýndi myndii- ,frá starfs- vettangi kristniboða í Kenya en þaú hjónin, hann og Susie, voru fulltrúar Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga á fundinum. Frækorn sem borið hefur ávöxt Ávörp og heillaóskir bárust frá Kristniboðsfélagi kvenna á Akureyri, svo og frá Margréti Jónsdóttur, stað- arhaldara á Löngumýri og sr. Bolla Gústavssyni vígslubiskup á Hólum en þau áttu þess ekki kost að sitja fundinn. Fram korh í orðum þeirra sem til máls -tóku, svo og í kveðjum sem fluttár voru', að því litla frækorni sem sáð var íyrir 40 árum hefði vaxið stofn. ef til vill ekki eins stór og öfl- ugur og margir hefðu viljað en hann hefði borið ríkulegan ávöxt til fram- dráttar því trúboðs-, líknar- og mannúðarstaifi sem unnið væri með- al heiðinna Afríkuþjóða. Að fundi loknum og áður en gestir þágu veitingar í boði félagskvenna þakkaði formaður öllum þeim fjöl- mörgu sem stutt hefðu félagið og lagt því lið á liðnum árum. Opið hús í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 16- 18. Um er að ræða þetta fallega nýlega einbýlishús sem er 205 fm á einni hæð með innbyggðum 48 fm tvöföldum bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsð getur losnað strax. Falleg eign á frábærum útsýnisstað. Gjörið svo vel að líta við. Verð 13,9 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.