Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 47 MINNINGAR + Vilborg Lárus- dóttir fæddist í Stykkishólmi 2. september 1916. Hún lést á St. Fransiskusspítalan- um í Stykkishólmi 6. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Vil- borgar voru Lárus G. Kristjánsson, f. 2.8. 1883, d. 9.7. 1966 í Stykkishólmi og Þórey Nikulás- dóttir, f. 5.10. 1879, d. 5.2. 1966 í Stykk- ishólmi. Systkini Vilborgar eru: Jósefína Guð- rún, f. 27.1. 1909, d. 29.10. 1937. Hrefna búsett í Noregi, f. 2.10. 1911. Jón tví- burabróðir Vilborg- ar, f. 2.9. 1916, d. 22. 11. 1921. Benedikt búsettur í Stykkis- hólmi, f. 18.3. 1924, kvæntur Kristínu Björnsdóttur. í maí 1939 giftist Vilborg Pétri Jónssyni frá Þormóðsey, f. 26.11. 1913, d. 14.7. 1980. Hans foreldrar voru Jón Rósmann Jóns- son. f. 11.9. 1886, d. 31.12. 1965. og Magðalena S. Páls- dóttir f. 25.11. 1896, d. 4.9. 1964. Börn Vilborgar og Péturs eru: Jósefína Guðrún, f. 21.3. 1940, gift Sverri Kristjánssyni þeirra börn: Indíana Sædal, Vilborg María Sædal og Guðlaug Sæ- dal. Jón Svanur, f. 21.7. 1942. Hans dóttir Friðný. Lárus, f. 30.11. 1944, kvæntur Hafdísi Knudsen. Þeirra börn: Sigurð- ur Þór og Knútur. Logi Hreinn, f. 21.6. 1946, d. 7.3. 1969. Var kvæntur Sæbjörgu Guðbjarts- dóttur. Þeirra börn: Pétur Fannar og Helgi Sævar. Sig- urður, f. 1.4. 1950, kvæntur Guðrúnu K. Eggertsdóttur. Þeirra börn: Þorgeir Helgi og Magðalena. Þórey Jóhanna, f. 31.5. 1953. Hennar börn: Hreinn Rósmann, Thelma, Eva Dögg og Pétur Gunnar. Rakel Hrönn, f. 12.11. 1958. Hennar börn: Þórunn Kristín og Einar Torfi. Vilborg átti 11 barna- barnabörn. Útför Vilborgar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. VILBORG LÁR USDÓTTIR í dag, 22. ágúst, kveð ég í hinsta sinn ömmu mína sem lést hinn 6. ágúst síðastliðinn á St. Fransisku- spítalanum í Stykkishólmi eftir langa sjúkrahúslegu. Þar naut hún ástúðar og góðrar umhyggju starfsfólks og systra; hafið þökk fyrir. Villa amma, eins og hún var ávallt kölluð af bamabömum, giftist í maí 1939 Pétri afa og áttu þau saman myndar- legt heimili á Þvergötunni í Stykkis- hólmi ásamt foreldrum ömmu. Þau eignuðust sjö böm, en misstu son sinn, Hrein, í mars 1969 í djúp hafs- ins. Amma og afi bjuggu svo að segja öll sín búskaparár í Stykldshólmi fyrir utan nokkur ár í Reykjavík. Pétur afi stundaði múrvinnu og sjómennsku, en hann lést 14. ágúst 1980, og amma hugsaði um böm og bú því nóg var að gera með sjö ijör- mikil böm. Villa amma var trúuð kona og mjög söngelsk, var virkur meðlimur kirkjukórsins í mörg ár og kenndi okkur systram marga sálma og bænir. Hannyrðakona var hún góð og era ófá bútateppin sem hún heklaði í öllum regnbogans litum. Þegar litið er tilbaka koma marg- ar skemmtilegar og góðar minning- ar upp í hugann. Eg lítil stelpa á Skúlagötunni, sitjandi fyrir aftan ömmu greiðandi og túberandi hár hennar silkimjúkt þar til hún næst- um sofnaði, amma í eldhúsinu á Þvergötunni bakandi tebollur með möndlbragði og ég sísvöng fékk volga bollu úr ofni, drakk kaffi með mjólk og sykri úr skemmtilega tunnuglasinu talandi um allt milli himins og jarðar, svona rétt einsog fín frú. Eða amma sitjandi við gluggann sem sneri út að Aðalgöt- unni, heklandi,lesandi Moggann, útvarpið í gangi, horfði út á götu á mannlífið. Það var fylgst með öllu og allt meðtekið, kóngabrjóstsykur í poka á borði innanum prjónadót, einum mola stungið í opinn munn. Já, mikil era þau forréttindi að hafa fengið að alast upp í Hólmin- um svo nálægt ömmu og afa , minn- ingarnar, sem eru svo margar, verða vel geymdar í huga og hjarta og kveð ég því með þökk fyrir öll góðu árin. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn nádar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. Elsku Villa amma, hvíl í friði. Vilborg Sverrisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ATVINNU- AUGLÝSINGAR /w\ KENNARAHÁSKÓLI ÍSIANDS Verkefnisstjóri á kennslusviði Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra á kennslusviði Kennaraháskóla íslands. Um er að ræða 75% starf. Leitað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni, sem mun vinna að samhæfingu þjónustu kennslusviðs við deildir og skorir skólans. Um er að ræða nýtt starf þar sem starfssviðið er í mótun. Verkefnisstjórinn vinnur með deild- arforsetum, skorarstjórum og nemendaskrán- ingu undirstjórn framkvæmdastjóra kennslu- sviðs. Umsóknarfrestur er til 7. september og verður ráðið í starfið sem fyrst. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og rík- isstarfsmanna. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð, en umsóknum skal skila á skrifstofu Kennara- háskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri kennslusviðs í síma 563 3800. Flúðaskóli Kennarar — kennarar Kennarar óskast til starfa við Flúðaskóla, Hrunamannahreppi, Arnessýslu. Um er að ræða kennslu í 1. bekk. Mjög krefjandi og gefandi verkefni fyrir dug- legt fólk. Veittur verður kennsluafsláttur vegna mikils samstarfs við aðila innan og utan skólans. í Flúðaskóla eru um 180 nemendur. Skólinn er heildstæður en jafnframt safnskóli þriggja sveita fyrir 8. —10. bekk. Skólinn er í fögru umhverfi 100 km frá Reykjavík. Nýtt íþróttahús er við skólann. Á staðnum er ýmiss konar þjónusta, s.s. banki, póst- hús, verslun, sundlaug o.fl. Atvinna ibúanna er fjölbreytt, s.s. hefðbundinn búskapur, garðyrkja og margskonar iðnaður. Næg at- vinna og sumarvinna fyrir börn og unglinga. Jafnframt er góður leikskóli á staðnum. Við skólann og i sveitinni er öflugt tónlistarstarf, þar sem við njótum mjög hæfra starfsmanna. Útvegum ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefa: Skólastjóri, Bjarni H. Ansn- es, s. 486 6601, netfang ansnes@ismennt.is, aðstoðarskólastjóri, Hlíf Erlingsdóttir, s. 486 6418, netfang: hliferl@ismennt.is, og formaður skóianefndar, Eiríkur Ágústsson, hs. 486 6754. Umsóknir sendist til Skrifstofu Hrunamanna- hrepps, 845 Flúðum. Starfsfólk óskast Veitingastaðirnir American Style, Skipholti, og American Style, Nýbýlavegi, óska eftir starfsfólki í sal og grilí. Vaktir eru þannig að unnið er í sex daga og frí í þrjá. Boðið er uppá góðan starfsanda og ágæta tekjumöguleika. Eingöngu er verið að leita eftir fólki, sem getur unnið fullt starf, er ábyggilegt og hefur góða þjónustulund. Ef þú er rétta manneskjan, hafðu þá samband við okkur í síma 568 7122 milli kl. 13—18 og fáðu nánari upplýsingar. Einnig liggja umsókn- areyðublöð frammi á veitingastöðunum. Kennara vantar að Grunnskólanum í Bárðardal, S-Þing., næsta skólaár. Almenn kennsla 6 til 12 ára nemenda. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri, Svanhildur Hermannsdóttir, í síma 464 3291 eða Jóhanna Rögnvaldsdóttir, formaður skólanefndar, í síma 464 3292. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. TIL SOLU Lagerútsala — barnavara Lagerútsala verður haldin frá fimmtudegi 20. ágúst til sunnudags 23. ágúst frá kl. 11.00— 17.00 á eftirtöldu: Ferðarúmum, leikgrindum, baðborðum, göngu- grindum, barnarúmum, bílstólum, barna- fatnaði, sandkössum o.m. fl. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 27. ágúst 1998 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Jöklatún 12, Sauðárkróki, þingl. eign Hlyns Guðmundssonar og Guð- nýjar Kristínar Loftsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Nautabú, Hjaltadal, Skagafirði, þingl. eign Hafdisar Gunnarsdóttur, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lánasjóður landbúnað- arins. Raftahlíð 48, bilskúr, Sauðárkróki, þingl. eign Gunnars Þ. Guðjónsson- ar og Sólrúnar Steindórsdóttur, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður S.F.R. Suðurbraut 17, Hofsósi, þingl. eign Gunnars Björnssonar, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Sævarstígur 2, n.h., Sauðárkróki, þingl. eign Einars Stefánssonar, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands hf. Víðigrund 14, 0201, Sauðárkróki, talin eign Steinþórs Héðinssonar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 20. ágúst 1998. SMAAUGLY5INGAR EINKAMÁL Bandaríkjamaður heimsækir ísland 31 árs einhleypur bandarískur karlmaður, verkfræðingur, m. áhuga á íþróttum, kristinn, 1.67 m, 63 kg., vill hefja vinskap við ísl. konu. Kemurtil íslands næsta sumar. Skrifið til: Kevin Kiraly, 1396 Sunvien Road, Lyndhurst, Ohio, 44124, USA. FELAGSLIF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagsferðir 23. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð eða til lengri dvalar. Verð 2.800 kr. (hólft gjald f. 7-15 ára). Kl. 13.00: Sveppaferð f Heiðmörk. Leiðbeint um sveppatínslu og kynning á Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Samvinna við Nátt- úrufræðifélagið og Skógræktar- félag íslands. Verð 600 kr. Fritt f. börn m. fullorðnum. Irottför frá BSl, austanmegin, og /lörkinni 6. iíðata miðvikudagsferðin í >órsmörk er 26. ágúst kl. 18.00. Minnum á nýja ritið um lönguleiðir á Kili. Verð 800 [r. f. félaga, en 1.000 f. aðra. Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapó- tek), mánudags- kvöldið 24. ágúst kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. ÖGA^ Dagskrá helgarinnar 22.-23. ágúst 1998 Laugardagur 22. ágúst Kl. 14.00 Lögbergsganga Gengið um hinn forna þingstað i fylgd sr. Heimis Steinssonar. Lagt upp frá hringsjá á Haki, gengið um Almannagjá á Lög- berg og endað í Þingvallakirkju. Gangan tekur um 1-1V4 klst. Kl. 14.30 Arnarfell Gönguferð um Arnarfell við Þingvallavtn undir leiðsögn Sig- urðar K. Oddsonar, framkvstj. Þingvallanefndar. Litast verður um á gamla bæjarstæðinu og gengið á fellið. Þetta er nokkuð strembin ganga á köflum, þvi er nauðsynlegt að vera vel skóaður og takið gjarnan með ykkur nesti. Gangan tekur um 3 klst. og hefst við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Sunnudagur 23. ágúst Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, organisti Ingunn H. Hauksdóttir. Kl. 15.30 Skógarkot — Ijóð og sögur Gengið í Skógarkot og farið með sögur og Ijóð frá Þingvöllum, auk þess sem spjallað verður um það sem fyrir augu og eyru ber. Gangan hefst við Flosagjá (Pen- ingagjá) og tekur u.þ.b 3 klst. Þetta er róleg og auðveld ferð en þó er nauðsynlegt að vera vel skóaður og gott er að hafa með sér nestisbita. Kl. 15.30 Litast um af Lýð- veldisreit Sr. Heimir Steinsson tekur á móti gestum þjóðgarðsins á grafreit að baki kirkju og fjallar um náttúru og sögu Þingvalla. Nánari upplýsingar fást f þjónustumiðstöð þjóðgarðs- ins, sími 482 2660. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Söngsamkoma i tengsl- um við menningarnótt í mið- borginni. Heitt kaffi verður á könnunni. Allir hjartanlega vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fölks í fasteignaleit .mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.