Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐ FLYTJA STÓR TRÉ -1 - UNDIRBÚNINGUR - VAXTARHRAÐI plantna er ekki al- veg jafnmikil] á Is- landi og í mörgum nágrannalöndum okkar. Það tekur því „óratíma" fyrir íslensk tré að verða fullvaxta. Þolin- mæði er okkur Is- lendingum ekki beinlínis í blóð bor- in þannig að við viljum helst kaupa tré í endanlegri stærð. I flestum gróðrarstöðvum er hægt að kaupa eitt- hvað af stórum trjám. Oftast er þar um að ræða aspir, þær eru tiltölulega hraðvaxta og auðvelt að fram- leiða stórar plöntur á skömm- um tíma. Einnig bjóða gróðrar- stöðvar upp á tegundir eins og birki, reynivið ýmiss konar, selju, greni og lerki. Gróðrarstöðvar sem selja stór tré hafa hagað ræktunar- ferli trjánna þannig að þau eigi auðvelt með að takast á við lífið eftir flutning. Lykilatriðið í ræktuninni er að fá rætur plantnanna til að mynda hnaus. Hnausinn er í raun jarð- vegsklumpur sem haldið er saman af rótum viðkomandi plöntu. Hnausinn er myndaður með því að skera reglulega á rætur trjánna í ákveðinni fjar- lægð frá stofninum. Við það fara rætumar að vaxa í aðra átt, í stað þess að vaxa út frá stofni trésins vaxa þær niður á við, inn undir tréð og rótakerf- ið næst stofninum verður þéttriðnara. Sá hluti rótanna sem aflar trénu vatns og stein- efna úr jarðveginum er fínustu rætumar og em þær oftast lengst frá stofninum. Við rótar- skurð þarf tréð að framleiða þessar litlu næringarrætur nær stofninum. Þegar tréð er svo flutt þarf það ekki að byrja á því að framleiða næringar- ræturaar, þær em til staðar og tréð getur strax farið að nýta sér vatn og steinefni úr jarð- veginum. Ef tré er ekki undir- búið fyrir flutning líða nokkrir dagar þar til litlu næringar- rætumar hafa myndast og tréð getur farið að nýta sér vatnið og steinefnin í jarðveginum. Þangað til þarf það að lifa á forða sínum, forða sem er tré- nu nauðsynlegur yfir veturinn og tO að hefja vöxt að nýju næsta vor. Margir garðeigendur hafa því augun opin fyrir því þegar vinir og ættingjar þurfa að losna við tré úr görðum sínum. I flestum tilfellum er ekki erfitt að flytja stór tré en mik- ilvægt er að undirbúa þau fyrir flutning. Það er gert með því að skera á rætur trésins í ákveðinni fjarlægð frá stofn- inum. Ofast er nóg að stinga á rætum- ar með venjulegri stunguskóflu. Stærð trésins segir mikið til um það hversu langan undirbúningstíma þarf áður en flytja má tréð, því stærra sem tréð er því lengri undir- búningstíma þarf það. Tré sem em yfír 3 m há þarf helst að rótar- stinga árið áður en þau em flutt. Jafnvel má hugsa sér að skipta rótarstungunni niður á tvö sumur, fyrra sumarið er skorið á helming rótanna, seinna sumarið á hinn helming- inn og loks er tréð flutt að vori þriðja sumars. Þetta væri heppilegur undirbúningur er um verðmæt tré er að ræða, t.d. fallegan hlyn. Ennfremur er þá tryggt að ekki er skorið á allar stoðrætur trésins, en þær gegna því hlutverki að halda trénu uppréttu og kyrm á sín- um stað. Ef um er að ræða tré undir 3 m hæð er nóg að rótar- stinga plöntumar að vori og flytja þær að hausti. Hæðin 3 m er nefnd hér einungis sem viðmiðun, fleiri þættir geta haft áhrif á undirbúningstím- ann eins og stærð trjákrónunn- ar, aldur trésins og hversu harðgerð viðkomandi trjáteg- und er. Sú aðferð hefur verið notuð víða að þegar rætumar em skomar í síðasta skipti er graf- in renna hringinn í kringum tréð og hún fyllt með sandi. Þetta auðveldar flutninginn á trénu þegar þar að kemur, til dæmis fer ekkert á milli mála hversu stór hnausinn er því hann er afmarkaður af sandin- um. Rótarskurðurinn þarf að fara fram á þeim tíma árs þeg- ar rótarvöxtur er að fara af stað. Á vorin áður en og um það bil sem tré em að laufgast er rótarvöxtur mjög mikill. Eftir að lengdarvexti trjáa lýk- ur í lok júlí - byrjun ágúst fer rótavöxtur af stað aftur af full- um krafti og stendur fram á haust. Talið er að rótavöxtur trjáa haldi áfram á haustin þangað til jarðvegshitinn er kominn niður í um 5°C. Heppi- legur tími fyrir rótaskurð er því frá byrjun maí fram í miðj- an maí, svo framarlega sem frost er farið úr jörðu, og svo aftur um mánaðamótin júlí- ágúst. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUMAR 392. þáttur llmsjón Ágústa Björnsdóttir í DAG VELVAKAJVDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Aumingjagenin“ ÞAÐ er okkur Frónbúum flestum Ijóst, þó sérstak- lega þeim sem búið hafa einhvern árafjölda erlend- is, að hér býr agalaus þjóð. Fáguð framkoma og al- mennir mannasiðir þykja of oft ekki nauðsynlegir í samskiptum manna hér. Alltaf er verið að fárast yf- ir unglingunum. Hvemig eiga þeir, unglingamir, að temja sér mannasiði þegar alltof margir fullorðnir Is- lendingar kunna ekki slíka framkomu. Við lestur Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, var mér svo misboðið, sem kona með algengan sjúk- dóm, að blóðið bókstaflega sauð í æðum mínum. Þar skrifar læknismenntaður maður, Gunnar Ingi Gunn- arsson, um málefni ís- lenskrar erfðagreininar og er svo ósvifinn að kalla þann „efnivið sem Kári Stefánsson og hans fólk vinnur með“, „aumingja- genin“. Ég og margir veik- ir landar mínir em sem sagt með aumingjagen í farteskinu. Hvílík lítils- virðing gagnvart sjúku fólki. Sigrún Marinósdóttir, Hátúni lOb. Tjörnin skítug! ÉG fer oft niður á Tjörn og finnst mér Tjörnin orðin svo skítug, þar er alls kon- ar drasl, eins og dósir, flöskur og ekki síst plast- pokar, sem fólk virðist henda þama út um allt. Þarna hefur ekki verið þrifið lengi og synda ung- arnir þarna í drullunni. Og ekki virðast fuglarnir fá nægilegt æti þvi þeir slást um það sem hent er í þá. Finnst mér þeir sem ráða þessum málum hjá borg- inni ekki vera miklir dýra- vinir að láta svona við- gangast. Dýravinur. Leiðarljós ÁHORFANDI hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri ósk sinni um að Ríkissjón- varpið sleppi ekki úr sýn- ingum á þættinum Leiðar- ljósi. Segir áhorfandi að það sé oft sleppt úr þáttum vegna íþrótta. Spyr hann hvort ekki megi þá sýna þættina á öðmm tíma. Tapað/fundið Canon-myndavél týnd- ist í Aðaldalnum CANON-myndavél í svartri leðurtösku týndist 11. ágúst í Aðaldalnum, sennilega í rjóðri mitt á milli Ness og flugvallar Húsavíkur. Skilvis finn- andi hafi samband í síma 553 0611. Stytta týndist frá Grandakaffi KERAMIKSTYTTA af þjóni sem heldur á bakka hvarf frá Grandakaffi (Baðhúsið). Þeir sem kann- ast við styttuna hafi sam- band við Grandakaffi eða í síma 552 9094. Fundar- laun. Barnagleraugn fundust í Svínadal BARNAGLERAUGU í lit- ríku hulstri fundust við mslagáminn í Eyrarskógi í Svínadal. Þeir sem kann- ast við gleraugun hafi sam- band í sima 553 3793 á kvöldin. Dýrahald Páfagaukur týndist LÍTILL grænn páfagauk- ur týndist í Reykjavík mið- vikudaginn 19. ágúst. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 561 9464. Svart fress í óskilum SVART fress með hvíta bringu, stór og feitur, er í óskilum í Þverárseli 8. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 898 8926. Morgunblaðið/Kristinn I grasagarðinum. SKÁK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í skák sem þýska sjónvarpsstöðin WDR kom á laggirnar. Þriðji stigahæsti skákmað- ur heims, Rússinn Vladímir Kramnik (2.780) hafði hvítt, en E nglendingurinn Michael Adams (2.715) var með svart og átti leik. Svartur er skipta- mun undir, en fann nú snjallan björg- unarleik: 32. - Rg3+! 33. hxg3 - Hxh6 34. Dxh6 - Dxh6+ 35. Kg2 - f6 36. Hf4 - Kxg7 37. Hafl - Dg6 38. Hf5 - a6 39. Hlf4 - De8?? (Eftir 39. - b5 hefði staðan verið tvísýn) 40. Hxf6 - Kg8 41. Hf8+ - Dxf8 42. Hxf8+ - Kxf8 43. Bxe5 og Adams gafst upp. Skákin verður endursýnd á mánudagskvöldið, 24. ágúst á WDR3 sem send er út í gegnum ASTRA gervi- hnött og næst hér. Utsend- ingin hefst kl. 22.15 að ísl. tíma. SVARTUR á leik. HOGNI HREKKVISI „ fcbUxrpú CÓ kasbx. þO'rn l ari/v'nA./ eZa. ci'&j az gfenPLþaó?" Víkverji skrifar... VÍKVERJI var staddur úti á landi fyrir skemmstu og hitti fjölmarga ferðalanga á leið sinni. Vakti það athygli hans hve margir kvörtuðu yfir því að þeir hefðu keypt útrunna matvöru. Oheppn- astir voru þveir ungir menn sem höfðu nestað sig til vikuferðar, og keypt kynstrin öll af kjötáleggi í Hagkaupi. Er á ferðina leið og áleggsbréfin voru opnuð, gaus upp óþefur, óyggjandi sönnun þess að maturinn var skemmdur. Ér pilt- arnir litu á umbúðirnar kom í ljós að hangikjötið og kryddpylsurnar höfðu verið útrunnar þegar varan var keypt og flest annað álegg hafði runnið út á meðan á vikuferðinni stóð. Þótti félögunum það að vonum illt, þar sem matvaran hafði í flest- um tilfellum verið dagstimpluð tæpan mánuð fram í tímann. XXX ÍKVERJI tekur undir með ferðalöngunum, að það er allt of algengt að útrunna matvöru sé að finna í hillum matvöruverslana, þótt hann ætli ekki að fullyrða neitt um hvort ákveðnar verslanir séu verri en aðrar. Víkverja hefur fund- ist þetta einkum eiga við um kjöt- og mjólkurvöru. Hvort sem ástæð- an er sú að verslanir treysti á and- varaleysi neytenda þegar koma þarf gamalli vöru út, eða að starfs- menn verslananna fylgist einfald- lega ekki nægilega vel með, hefur Víkverji ekki hugmynd um, en hann veltir því t.d. fyrir sér, hvort ekki sé hægt að skrá síðasta neysludag í birgðaskráningu versl- ana og fylgjast þannig með því að ávallt sé ný vara á boðstólum. XXX ÍKVERJI verður að viður- kenna að hann er ekki hrifínn af hugmynd myndlistarmannsins Stefáns Geirs Karlssonar um að koma tuttugu metra háum gleraug- um fyrir á toppi Esjunnar sumar- langt. Vera má að Víkverji dagsins sé nöldursamur og ofstækisfullur náttúruvemdarsinni en hann er eigi að síður þeirrar skoðunar að náttúruna beri að virða og njóta hennar í þeirri mynd sem guð skap- aði hana. Víkverji telur Esjuna full- færa um að að draga til sín náttúru- unnendur, án þess að til þurfi að koma risagleraugu til að lokka al- menning á toppinn. Er Víkverji þeirrar skoðunar að gleraugun yrðu mikið lýti á Esj- unni. Fjallasýn frá höfuðborginni er ekki svo mikil að Reykvíkingar hafi efni á því að spilla því með gleraugum, sem Víkverji er ekki einu sinni viss um að honum þyki mikill virðingarvottur við Nóbels- skáldið. Með þessu er Víkverji ekki að segja að hann sé andvígur öllum listaverkum í náttúrunni en hann var t.d. stórhrifinn af þúfnalista- verki Finnu Steinson í Húnavatns- sýslu um árið er hún merkti og gerði tilraun til að telja þúfurnar í Vatnsdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.