Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nesti og mataraðstaða skólabarna Morgunblaðið/Jim Smart Þegar Brynhildur er spurð hvað hægt sé að gefa börnum sem fái fljótt leiða á brauði með osti og agúrkum segir hún hægt að breyta til með því að smyrja kringlur, bruður, hrökkbrauð og flatkökur með mismunandi ostategundum og reyna að skipta út ávöxtum og grænmeti reglulega. „Mergur málsins er að það er þarft að börnin borði fjölbreytta fæðu og það er mjög jákvætt að nú skuli vinnuhópur vera að hefja störf til að móta stefnu í þessum málum. Forráðamenn skólabarna fara sjaldnast með nesti í vinnuna og semja um það í kjarasamningum að hafa mötuneyti. Það er því undar- legt að ætlast til þess að nemendur borði samloku við vinnuborðið sitt allan veturinn. Ætli borgarstjórinn og skólastjórnendur myndu láta sér það lynda að borða alltaf samloku við sitt vinnuborð?" Fullorðnir myndu ekki sætta sig við aðstæðurnar Skólastarfsemin er að hefjast á ný og skóladagurinn er alltaf að lengjast. Yfír- leitt matast börn og unglingar að minnsta kosti tvisvar á dag á skólatíma.Guðbjörg R. Guðmundsdóttir skoðaði hvað börnum er boðið upp á og fjallar um nesti. Ferskur kalkún til sölu NÓATÚN hóf sölu á ferskum kalkún í vikunni en fram að þessu hefur slík vara aðallega verið á boðstólum fyiár stórhá- tíðir. „Við höfum verið að auka framleiðsluna og ætlum að prófa að markaðsetja kalkúna núna á öðinm árstíma en fyrir jól og páska. Um er að ræða ferskt kjöt, leggi, vængi bringur og snitsel," segir Guð- mundur Jónsson hjá Reykja- búi. „Auk þess er í boði léttreykt læri og leggir. Kalkúnakjötið er á kynning- arverði enn sem komið er og það er þegar fáanlegt í versl- unum Nóatúns en verður væntanlega fáanlegt víðar eft- ir helgi. ÞAÐ ER mjög misjafnt hvað skólar gefa börnum kost á að kaupa í matar- tímum. Sumir selja ekkert annað en mjólk og safa, margir bjóða upp á jógúrt líka og jafnvel samlokur en aðrir eru með heitan mat í hádeginu. Flest börn matast við vinnuborðið sitt. „Það eru engar samræmdar regl- ur til um hvað bjóða eigi börnum upp á í skólanum en nú er vinnu- hópur að bjTja að skoða þessi mál og móta stefnu í framhaldi af því“, segir Anna Kristín Sigurðardóttir hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur en hún situr í þessum vinnuhópi um viðmiðunarskólann. „Við munum vinna að stefnumót- un skólaeldhúsa í samráði við Bryn- hildi Briem næringar- og matvæla- fræðing og Laufeyju Steingríms- dóttur forstöðumann Manneldis- ráðs.“ Mötunej'ti eða næðisstund? Anna Kristín segir að ýmsar leiðir verði skoð- aðar, s.s. hvort bjóða eigi upp á heitan mat eða létta hressingu á skólatíma. Þá er spurning hvort kaupa á matinn að eða laga hann á staðn- um. 1 N Hún bendir á að það hafi gefist mjög vel að hafa matar- tækna í skólunum sem eldi léttan hádegisverð eins og grjónagraut og súpur og smyrja brauð.“ -Er þá stefnt að því að koma upp mötuneytum í öllum skólum? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda er þessi vinna að fara í gang. Við munum athuga hvort bjóða eigi upp á slíkan valkost. Sú hugmynd hefur einnig komið upp að keyra vagna í stofur til yngstu bamanna þar sem þau borða með kennara sínum í ró og næði.“ Æskilegt að skólar hafi kæla fyrir nesti Foreldrar smyrja oft nesti klukk- an sjö á morgnana bg barnið borðar það síðan í hádeginu. Er ekki viss hætta á að bakteríur nái að fjölga sér í nestisboxinu? „Jú, vissulega og sérstaklega þegar um viðkvæmt álegg eins og soðið kjötálegg og majónessalöt er að ræða,“ segir Jónína Stefánsdótt- ir, matvælafræðingur hjá Hollustu- vernd ríksins. „Við herbergishita geta bakterí- ur náð að fjölga sér hratt en tíminn fram að morgunhressingu ætti að vera í lagi. Ef barnið er að geyma nestið í töskunni í fímm til sex klukkustundir býður það hætt- unni heim.“ - Er æskilegt að skólar bjóði upp á kæliaðstöðu? „Já, það er í raun alveg nauð- synlegt eins og fiestir vinnustað- ir bjóða upp á.“ - Hvernig geta foreldrar þá tryggt sem best að nestið hald- ist í lagi? „Það er hægt að smyrja nestið að kvöldi og frysta það til morguns. Það hentar ekki fyrir allt nesti, t.d. fyrir grænmetisálegg. Þá helst það lengur kalt. Þá hafa einnig verið til sölu nestisbox með kælikubbi og ef þau eru ekki of umfangsmikil geta slík nestisbox hjálpað við að halda nestinu köldu fram að hádegi. Það skiptir líka máli að nota nýtt álegg þannig að sem mest sé eftir af geymsluþol- inu.“ Jónína ítrekar að hreinlæti og rétt hitastig skipti miklu við gerð nestis fyrir börn og það sé aldrei of var- lega farið. -Hver eru einkennin ef barnið borðar mat þar sem bakteríur hafa náð að fjölga sér of mikið? „Þau eru mismunandi eftir bakteríutegundum og koma misfljótt í ljós. Helstu einkenni matar- eitrana og matarsýkinga eru uppköst, niðurgang- ur, magaverkur, höfuð- verkur og hiti.“ Gróft brauð, grænmeti og ávextir „Æskilegt nesti er gróft brauð með áleggi eins og osti og agúrku- sneiðum og síðan er gott að hafa með annað græn- meti og ávexti," segir Brynhildur Briem mat- væla- og næringarfræð- ingur en hún er lektor við Kennaraháskólann. „í haust þegar úrvalið af grænmeti er mikið er upplagt að hafa með í Svona er best að pakka nestinu 1. Ef ekki er kæliaðstaða í skólanum veljið þá nest- isbox með kælikubbi ef mögulegt er. Annars er ráð að smyrja nesti að kvöldi og frysta það. Þá helst það kaldara fram að hádegi 2. Leggið alltaf smjörpappír milli brauðsneiða og pakkið samlokum í litla poka ef vill. 3. Leggið salatblað undir blautt álegg svo það bleyti ekki brauðið. 4. Hafið tómatana heila með þá bleyta þeir ekki brauðið. Svona gæti nestis- boxið litið út 1. Gróft brauð 2. Ostur. Þar sem skólar bjóða sjaldnast upp á kæli- aðstöðu þá er best að forðast kjötálegg og salöt 4. Grænmeti 5. Ávextir Æskilegir drykkir Léttnýólk eða vatn eru bestu valkostirnir. Safar og kókómjólk ættu að vera hluti af nesti barnsins til hátíðarbrigða. Gosdrykkir eiga ekki heima í nestis- boxinu. skólann ferska tómata, gulrætur og t.d. rófubita og mismunandi ávexti eins og banana og epli. Kökur, kex og annað sætt ætti ekki að fara í nestisboxið." Brynhildur segir að best sé auð- vitað að hafa fjölbreytnina að leið- arljósi en hún segir að þar sem fáar áleggstegundir geymist vel, eins og t.d. lifrarkæfa og skinka, þá standi osturinn uppúr. „Það er síðan gott að eiga brauð í frysti og smyrja það frosið á kvöldin eða morgnana. Nestið er síðan geymt í frysti ef það er smurt að kvöldi." - Hvað með drykki? „Það er ekki hægt að ætl- ast til að börn drekki volga drykki svo þeir verða að koma frá skólanum. Besti kosturinn er léttmjólk en sá næstbesti vatn“, segir Brynhildur. Hún segir safa og kókómjólk ekki vera góðan valkost nema til til- breytingar því hvoru- tveggja ei' slæmt fyrir tennurnar. Ýmsar mjólkurvörur of sætar -Hvað með jógúrt og skólaskyr sem margir skól- ar bjóða uppá? „Margar af þessum mjólkurvörum eru svo sæt- ar að það er ógerningur að mæla með þeim.“ -LGG er vinsælt nesti meðal skólabarna? Er það æskilegur kostur? „LGG er álíka sætt og sykrað jógúrt og skyr og böm þurfa ekki á LGG að halda neitt sérstaklega nema þau séu með við- kvæman maga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.