Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þormóður rammi kaupir 5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Kaupverð um 300 ÞORMÓÐUR rammi - Sæberg hf. keypti í gær 5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að nafn- verði 75 milljónir króna. Þar af seldi Hraðfrystihús Eskifjarðai- eignar- hlut fyrir ríflega 66 milljónir. Þormóður rammi - Sæberg átti fyrir kaupin 10,64% í félaginu en hef- ur nú bætt við sig 5% til viðbótar og er þar með orðinn stærsti einstaki hluthafinn með 15,64% eignarhlut. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þor- móðs ramma, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp nákvæmt kaupverð bréfanna en sagði það vera nálægt markaðsvirði, sem laus- lega áætlað liggur nálægt 300 milljónum króna. Hann telur félagið bjóða upp á mikla möguleika í framtíðinni, verði rétt haldið á málum: „Sölumið- stöðinni var nýlega breytt í hlutafélag sem er mjög jákvætt. Að teknu tilliti til annarra þátta, s.s öflugs markaðskerfis, þá álítum við að félagið sé vænlegur fjárfestingarkostur, þrátt fyrir að milljónir hagnaður þess á fyrri hluta ársins hafi einungis verið 56 milljónir króna“. Róbert útilokar ekki að einhverjar breytingar kunni að eiga sér stað í rekstri SH í framtíðinni án þess að vilja greina nánar frá þeim hugmynd- um. Hann undirstrikar hins vegar að Þormóður rammi eigi einungis 15% eftir kaupin og það gefi augaleið að allar ákvarðanir um rekstrarbreyt- ingar verði að vera í samráði við aðra eigendur í félaginu. Hlutabréf Flugleiða og ÍS hækka aftur HLUTABREF Flugleiðum og ís- lenskum sjávaraf- urðum hf. hækkuðu nokkuð í gær á Verðbréfaþingi Is- lands eftir snarpa lækkun í kjölfar birtingar milliupp- gjörs í fyrradag. Afkoma beggja fé- laganna var lakari en verðbréfamark- aðurinn hafði reikn- að með. Gengi bréf- anna náði þó ekki fym stöðu. í gær námu við- skipti með hluta- bréf í Flugleiðum 17,6 milljónum og fóru þau fram í 22 viðskiptum. Lokagengi dagsins varð 2,82 sem er 5,2% hækkun frá deginum áður. Gengið hafði lækkað um 8,8% í fyrradag, í kjölfar birtingar milli- uppgjörs Flugleiða, en áður en það gerð- ist hafði gengið verið 2,94. Þrettán viðskipti voru með bréf í Is- lenskum sjávaraf- urðum í gær, sam- tals að verðmæti 14,4 milljónir kr. Gengið hækkaði um 4,9% og var 1,92 í lok dagsins. Gengi hlutabréfa ÍS hafði hins vegar lækkað um 18,7% í fyrradag, eftir birtingu af- komutalna. Samtals námu við- skipti með hlutabréf 111 milljónum í gær. Auk framantaldra fyrirtælqa voru mest viðskipti með bréf Har- aldar Böðvarssonar og Granda. Úr- valsvísitala Aðallista hækkaði um 0,19%. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Yfirlit yfir helstu fjárhagsstærðir 1. jan. til 30. júní Rekstrarreikningur Muijónir króna 1998 1997 Breyting Fjármunatekjur 126,0 256,9 -51% Fjármagnsgjöld 36,6 33,3 +10% Hreinar fjármunatekjur 89,3 223,5 -60% Rekstrargjöld 16,7 11,4 +46% Hagnaður fyrir skatta 72,6 212,1 -66% Reiknaðir skattar 9,4 45,4 -79% Innleystur hagnaður 63,2 166,7 -62% Breyt. á óinnleystum gengishagnaði -18,8 506,2 - Breyting á tekjuskattsskuldbindingu 21,8 -200,4 - Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 66,2 472,6 -86% Efnahagsreikningur Miiij. króna 30/6 '98 31/12 '97 Breyling | Eignir: | Veltufjármunir 756,5 904,4 -16% Áhættufjármunir og langtímakröfur 2.706,9 2.363,1 +14% Varanlegir rekstrarfjármunir 14,0 3,8 +268% Eignir alls 3.477,5 3.271,3 +6% | Skuldir og eigid té: \ Skammtímaskuldir 326,0 80,9 +303% Langtímaskuldir 846,8 951,7 -11% Eigið fé 2.304,7 2.238,7 +3% - bar af hlutafé 1.185,7 1.154,5 +3% Skuldir og eigið fé samtals 3.477,5 3.271,3 +6% Kennitölur 30/6 '98 31/12*97 Eiginfjárhiutfall 66% 68% Innra virði 1,94 1,94 Arðsemi eigin fjár 5,9% 28,4% Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1998 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli 2,3»i A höfuðborgarsvæðinu standa / 2.537 atvinnulausir á bak við töluna 3,0% í júlí og Cs \ i v - 3,2% 4í% fjölgaði um 26 frá þvííjúní. Allsvom 3.594 atvinnulausir á landinu öllu i júlí og hafði fækkað um 71 frá því í júní. Í9Í»L lls, SM J J 1,6% 3,1% 3,1% 3,0% f4% j M J J V 4Í% m 2,6% 2,4% LANDS- BYGGÐIN NORÐUR- LAND EYSTRA 5,3% 1,8% M J J \ I NORÐUR- LAND VESTRA M J J L f6% ^ 1,1% 1,0X*4 M J J VESTURLAND AUSTUR- LAND \ HÖFUÐBORG ARSjVÆÐIÐ 2,0% M J J 1,7% 1,7% 1,7% 1,7% M J J qV/cÐIÐr^ y ^ SUÐURLAND j | | I S4 m j j 1 Atvinnuleysið 2,5% íjúlímánuði Rökke færir út kvíarnar NORSKI athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke tilkynnti á miðvikudag um endurskipulagningu á fyrir- tækjasamsteypu sinni, sem hefur innan sinna vébanda allt frá skipa- smíðastöðvum og sjávarréttaverk- smiðjum til fótboltafélaga og bygg- ingafyrirtækja. Rökke kynnti áætlanir um sölu á stórum hluta eigna TRG, fjárfest- ingafyrirtækis í hans eigu, til Aker RGI, fyrirtækjasamsteypu í Ósló þar sem hann gegnir stjórnarfor- mennsku. Söluverðið nam 1,57 milljörðum norskra króna, sem svarar 14,63 milljörðum íslenskra króna. Rökke, sem lagði grunninn að veldi sínu með útgerð togaraflota á níunda áratugnum, sagðist ætla að einbeita sér að Aker RGI sem meg- in fjárfestingavettvangi sínum, og sagðist myndu gegna embætti stjómarformanns næstu fimm ár, meðan hann hefði yfírráð yfir að minnsta kosti 40% hlutafjár. Fyrr í þessum mánuði hafði Rökke aukið hlutafé sitt í Aker úr 32,7% í 65,2%. Stjórn Aker-samsteypunnar til- kynnti jafnframt á miðvikudag að ákveðið hefði verið að greiða Rökke samtals 1,01 milljarð n.kr. (9,41 milljarða ísl.kr.) fyrir hlut hans í Storebrand, stærstu trygginga- keðju Noregs, ásamt hlutum hans í Gefion, dönsku fjárfestingafyrir- tæki, og Wyndmore, sem meðal annars á 80% í fótboltafélaginu Wimbledon í London. í JÚLÍMÁNUÐI sl. voru skráðir tæplega 78 þúsund atvinnuleysisdag- ar á landinu öllu. Tæplega 26 þúsund dagar voru skráðir hjá körlum og ríf- lega 53 þúsund hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um tæplega 2 þúsund frá mánuðin- um á undan og um ríflega 33 þúsund frá júlímánuði 1997. Atvinnuleysisdagar í júlí jafngilda því að 3.594 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um. Þar af eru 1.145 karlar og 2.449 konur. Þessar tölur jafngilda 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 1,4% hjá körlum og 4% hjá kon- um. Það eru að meðaltali um 71 færri atvinnulausir en í síðasta mán- uði en um 1.529 færri en í júlí í fyrra. Síðasta virkan dag júlímánaðar voru 4.031 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru um 206 færri en í lok júnímánaðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 4.379 manns að meðaltali atvinulausir eða 3,2% af mannaflanum en árið 1997 voru um 5.230 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 3,9%. Atvinnulausum hefur því fækkað í heild að meðaltali um 1,9% frá júní- mánuði, en fækkar um 29,9% miðað við júlí í fyrra. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi minnkað um 7% að meðaltali frá júní til júlí. Árstíða- sveiflan nú er því heldur minni en meðaltalssveifla undanfaiánna tíu ára. Breytingamar skýrast af sam- spili ýmissa þátta eins og fækkun fólks á skrá í hlutastörfum, sumar- lokunum einstakra fyrirtækja og minni áhrifum átaksverkefna en undanfarin ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Vinnumálastofn- unar. Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Atvinnuleysið er nú minna en í júlí í fyrra á öllum atvinnusvæðum. Atvinnuleysi kvenna minnkar um 0,8% og atvinnuleysi karla um 4,3% milli mánaða. Þannig fækkar at- vinnulausum konum að meðaltali um 17 á landinu öll en atvinnulausum körlum fækkar um 54. Búast má við að atvinnuleysi minnki í ágúst og geti orðið á bilinu 2,1% til 2,5%, að því er fram kemur í upplýsingum Vinnumálastofnunar. KASK á Höfn Breskir flánings- menn í sláturhúsið KASK hefur ráðið sjö breska fláningsmenn til vinnu í slát- urhúsi sínu á Höfn í haust, en undanfarin ár hefur gengið illa að fá fólk til starfa í slátur- húsinu. Pálmi Guðmundsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga (KASK), seg- ir að undanfarin ár hafi illa gengið að manna sláturhúsið. Starfið hafi löngum byggst á fólki úr sveitunum, fólki sem hefði haft þetta að atvinnu á haustin. Þar hafi fólki hins vegar fækkað og það sem eftir er eigi erfiðara með að fara frá búskapnum. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun ný fláningslína í sláturhúsinu á Höfn og hefur gengið illa að þjálfa upp fólk til að vinna við hana. Síðastlið- ið haust var fenginn Breti, vanur fláningsmaður, til að aðstoða við vinnuna og nú hef- ur KASK ráðið sex vana flán- ingsmenn ásamt verkstjóra frá Bretlandi til að leysa vandamálin. Frystikerfí opna útibú á ísafírði FYRIRTÆKIÐ Frystikerfi ehf. hefur hafið starfsemi á Isafirði með opnun útibús í húsnæði Vélsmiðjunnar Þryms í Suðurgötu 9. Utibúið sér um alla almenna þjónustu og viðgerðir á kæli- og frysti- tækjum á Vestfjörðum, þ.e. frá Hólmavík, suður til Pat- reksfjarðar og norður um til Isafjarðar að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Félagið annast sölu og þjónustu á frysti- og kælibún- aði fyrir frystihús í landi, ásamt viðgerðum og þjónustu við fiskiskipaflotann. Viðgerð- ir og viðhald á kælimiðlum til heimilisnota og í veitinga- og verslunarrekstri eru einnig ríkur þáttur í starfsemi fé- lagsins, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Athugasemd frá Nýherja MORGUNLBAÐINU hefur borist eftirfarandi athuga- semd frá Nýherja hf. í LJÓSI nýafstaðinnar yfir- töku ACO hf. á umboði iyrir sölu á tölvubúnaði frá Apple vill Nýherji hf. koma því á framfæri að fyrirtækið mun ótrautt áfram selja og þjón- usta vörur frá Apple sem og annarra vara sem styðjast við MacOS stýrikerfið. Nýherji hefur í tæp tvö ár selt og þjónustað MacOS tölvur, fyrst eingöngu frá UMAX en frá mars síðastliðnum einnig frá Apple og til þess notið hæf- ustu starfsmanna hins ný- aflagða Apple umboðs er gengu til liðs við Nýherja. Frá því hefur Nýherji verið í far- arbroddi verðlækkana á MacOS tölvubúnaði og hyggst halda áfram á sömu braut. Fyrir hönd núverandi og framtíðareigenda MacOS tölva fagnar Nýherji því að enn skuli ríkja samkeppni á íslandi við sölu og þjónustu á þessum búnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.