Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 1
123. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnvöld f Belgrad fallast á friðartillögur G-8 hópsins NATO Viðbrögð einkennast af varkárni en biartsýni Köln, Brussel, Washington, Moskvu. Reuters, AP, AFP. SLOBODAN Milosevic Júgóslavíuforseti féllst í gær á tillögur G-8 hópsins, þ.e. sjö helstu iðnríkja heims auk Rússlands, um frið í Kosovo. Auk forset- ans samþykkti þing Júgóslavíu friðartillögurnar með tveimur þriðju hlutum atkvæða. Virðist sem samkomulagið geti orðið forsenda fyrir því að loft- árásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) verði stöðvaðar. myndu Viðbrögð vestrænna ráðamanna í gær einkenndust af varkárni en bjartsýni. Samkvæmt friðarsamn- ingnum sem Martti Ahtisaari, Finn- landsforseti og sérlegur sendifull- trúi Evrópusambandsins (ESB), og Viktor Tsjémómýrdín, sérlegur fulltrúi Rússa í Kosovo-deilunni, kynntu fyrir þjóðarleiðtogum í gær, fallast Júgóslavar á að hefjast handa við að draga her- sveitir sínar til baka frá Kosovo innan tveggja sólarhringa og leyfa al- þjóðlegu friðargæslu- liði að halda inn í hér- aðið. Hlutverk NATO í slíku friðargæsluliði hefur hingað til verið helsti ásteytingar- steinninn í friðarvið- ræðum en í samkomu- lagi gærdagsins féllst Milosevic á að NATO myndi hafa „grundvall- arhlutverki" að gegna. Leiðtogar NATO töldu í gær enn of snemmt að segja til um nákvæm- lega hvort og hvenær loftárásir bandalagsins hætta. Ahtisaari sagði á blaðamanna- fundi í Köln í gær, þar sem hann var viðstaddur leiðtogafund ESB og upplýsti leiðtoga aðildarríkja um innihald samkomulagsins, að þess- um fyrstu skrefum í friðarátt bæri að fagna. Taldi hann nú raunhæfa möguleika á að loftárásum NATO muni slota en vildi ekki tilgreina hvenær af slíku gæti orðið. Sagði hann að loftárásirnar gætu verið stöðvaðar innan örfái-ra daga. Var- aði hann þó við því að fagna friði of snemma: „Hafa ber í huga að enn er mikið starf fyrir höndum." Þá ítrek- aði hann að NATO vilji enn fá sann- anir fyrir því að hersveitir Serba yf- irgefi Kosovo. Hins vegar þyrfti því ferli ekki endilega að vera lokið áð- ur en loftárásum verði hætt. Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, sagði á sama fundi að friður væri á næsta leiti. „Við höfum náð miklum pólitískum árangri, friður er í nánd og við getum ekki látið hann renna okkur úr greipum." Sannanir eru aðalatriðið Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í Washington í gær að fréttir þess efnis að Júgóslavíustjóm hefði samþykkt friðartillögumar væru af- ar uppörvandi en lýsti því jafnframt yfir að NATO yrði að sjá vilja Milosevics í verld áður loftárásum yrði hætt. „í ljósi fenginnar reynslu verðum við að hafa allan vara á,“ sagði forsetinn. Uns fyrir lægju sannanir um að júgóslavneski her- inn hefði yfírgefið Kosovo myndu viðvarandi hernaðaraðgerðir fram halda. Sömu varkámi gætti hjó tals- Reuters Martti Ahtisaari mönnum bandarísku utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna í gær. James Rubin hjá utanríkisráðu- neytinu sagði að aðalatriðin væru „sannanir og framkvæmd friðar- samkomulagsins". Viktor Tsjérnómýrdín annar samningamanna G-8 hópsins hélt i gær til Moskvu eftir tveggja daga samningaferð sína og Ahtisaaris tii Belgrad. Við komuna sagði Tsjérnómýrdín að friður væri innan seilingar. Sagðist hann ætla að NATO stöðvi loftárásir sínar á Júgó- slavíu tveimur til þremur dögum eftir að Milosevic hefji brott- flutning hersveita frá Kosovo. „Aðalatriðið er að stríðið verði stöðv- að. Það er mín skoðun að því stigi hafi nú ver- ið náð,“ sagði Tsjém- ómýrdín. Þá sagði hann að Sameinuðu þjóðirnar myndu hafa forgöngu um að koma á friði á stríðshrjáðum Balkanskaga. Háttsettir rússneskir herforingjar lýstu því yfir í gær að rússnesk hermálayfirvöld væru ekki ánægð með hið stóra hlutverk sem hersveitir NATO myndu hafa innan friðargæsluliðsins í Kosovo. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, og Strobe Talbott, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu í gærkvöldi ásamt sendi- herrum hinna nítján aðildamíkja NATO í höfuðstöðvunum í Bmssel. Umræðuefni fundarins var sam- þykki Júgóslavíustjórnar við friðar- tillögunum og hugsanleg viðbrögð NATO við þróuninni. ■ N ATO-herinn/31 Reuters segir 5.000 fallna Briissel. Reuters, AFP. YFIR 5.000 júgóslavneskir her- menn hafa látist frá því að loftárás- ir Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófust á Júgóslavíu 24. mars sl. og meira en 10.000 hafa særst alvar- lega, að því er talsmaður herafla NATO skýrði frá í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem NATO gefur upp tölur um fjölda slasaðra og látinna. „Okkur er kunnugt um skýrslur serbneskra yfirvalda þar sem stað- fest hefur verið að 1.800 heiTnenn hafi látist. Við teljum hins vegar að mannfall hafi verið mun meira, að slasaðir og látnir séu um 10.000,“ sagði Konrad Freytag, ofursti í hersveitum NATO. Reuters fékk síðar heimildir fyr- ir því frá starfsmanni bandalagsins að raunverulegt mat NATO væri að 5.000 hefðu týnt lífi í átökunum í Kosovo og a.m.k. tvisvar sinnum fleiri hefðu slasast alvarlega. ítrekað hafa talsmenn NATO verið inntir eftir svari við því hversu margir hafi látið lífið í átök- unum en til þessa hefur svar þeirra verið staðlað; „Við vitum það ekki og við viljum ekki geta okkur til um það.“ Ef marka má yfirlýsingar Júgó- slavíustjórnar þá hafa um 1.500 al- mennir borgarar látist af völdum loftárása NATO og um 5.000 slasast. Blóðbaðsins minnst HERMAÐUR Frelsishers alþýð- unnar setur höndina, klædda rifnum hanska, fyrir andlit veg- farenda sem reyna að gægjast inn um grindverkið sem umlykur Torg hins himneska friðar. I dag eru tíu ár liðin frá því að frið- samleg mótmæli námsmanna og óbreyttra borgara á torginu í Peking, höfuðborg Kína, voru brotin á bak aftur af hernum. Dagsins er víða minnst, ekki síst í Kína meðal aðstandenda þeirra er féllu fyrir hendi hermanna. ■ Umfjöllun á bls. 38-9 ANC spáð tveimur þriðju hlutum atkvæða í kosningunum í Suður-Afríku Sigur Afríska þj óðarráðsins Jóhannesarborg. Reuters. AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC), flokkur Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, vann yfirburða- sigur í þingkosningunum í landinu í fyrradag. Samkvæmt tölvuspá suður-afríska ríkisútvarps- ins fékk ANC tvo þriðju hluta þingsætanna, sem myndi gera honum kleift að breyta stjórnar- skránni án stuðnings annarra flokka. Samkvæmt síðustu kjörtölum var ANC með 65,5% fylgi þegar um tveir þriðju hlutar greiddra atkvæða höfðu verið taldir, eða 10,4 milljónir at- kvæða. Fyrir kosningarnar hafði stjórnarand- staðan varað við þeim möguleika að ANC fengi tvo þriðju hluta þingsætanna og sagt að stjórnar- flokkurinn gæti notfært sér yfirburði sína á þing- inu til að refsa hvíta minnihlutanum og skerða sjálfstæði seðlabankans og fleiri stofnana. Embættismenn ANC neituðu því að flokkurinn myndi breyta stjórnarskránni ef hann fengi svo sterka stöðu á þinginu og sögðu að engar róttæk- ar breytingar yrðu gerðar á efnahagsstefnunni. Stórsigur ANC verður að öllum líkindum til þess að Thabo Mbeki varaforseti verður kjörinn forseti landsins á nýja þinginu og ráðgert er að hann taki við embættinu af Mandela 16. júní. Mbeki hefur marg’oft sagt að hann hyggist ekki breyta stjómarskránni og að ekki komi til greina að skerða sjálfstæði seðlabankans. Nýi þjóðarflokkurinn tapar miklu fylgi Ljóst er að miklar breytingar urðu á stöðu stjómarandstöðuflokkanna á þinginu. Lýðræðis- flokkurinn, sem er frjálslyndur, velti Nýja þjóð- arflokknum úr sessi sem stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, samkvæmt síðustu tölum. Lýð- ræðisflokkurinn jók fylgi sitt úr 1,7% í 10,2% og Nýi þjóðarflokkurinn fékk aðeins 7,5%, en var með 20,5% kjörfylgi í fyrstu kosningunum eftir afnám kynþáttaaðskilnaðarins fyrir fimm árum. Nýi þjóðarflokkurinn er nú fjórði stærsti flokkurinn á þinginu því hann fékk minna fylgi en Inkatha-frelsisflokkurinn undir forystu Zulu- höfðingjans Mangosuthu Buthelezi. Samkvæmt síðustu tölum fékk Inkatha-frelsisflokkurinn 8,3% atkvæðanna, en var með 10,8% kjörfylgi í síðustu kosningum. Honum hafði verið spáð miklu fylgistapi fyrir kosningarnar. Kjörsóknin var mjög mikil. 85% af 18,2 milljón- um skráðra kjósenda neyttu atkvæðisréttar síns til að treysta lýðræðið í sessi. ■ Stórsigur í kveðjugjöf/32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.