Morgunblaðið - 04.06.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.1999, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýsamþykkt stefna Mosfellsbæjar í atvinnu- og ferðamálum Morgunblaðið/Keli Bærmn skapi sér veigamikla sérstöðu Skýrsla um stefnumótun f atvinnu- og ferðamálum kynnt: Sævar Kristins- son, rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun, Björgvin Njáll Ingólfsson, for- maður atvinnu- og ferðamálanefndar, Jóhann Siguijónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Kristófer Ragnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi. MOSFELLSBÆR kynnti í gær ný- samþykkta stefnu sveitarfélagsins í atvinnu- og ferðamálum. Vinna við stefnumótunina hófst á fyrri hluta síðasta árs, að frumkvæði atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæj- ar. Leitað var til íbúa sveitarfélags- ins um þátttöku í verkefninu og tóku alls um 50 manns þátt í vinn- unni. Iðntæknistofnun leiddi fag- lega vinnslu verkefnisins. í fréttatilkynningu frá bænum segir: „Mosfellsbær ætlar að skipa sér veigamikla sérstöðu og þá sér- staklega meðal sveitarfélaga á suð- vesturhorninu. Ætlunin er að efla þau fyrirtæki sem eru í bæjarfélag- inu, auka samstarf þeirra og byggja Þýska tryggingafyrirtækið Allianz AG ætlar að kaupa 50% hlutafjár í tveimur taivönskum tryggingafyr- irtækjum. Fjárfestingin er liður í áætlun fyrirtækisins um aukna hlutdeild á vaxandi trygginga- markaði í Asíu. Allianz mun kaupa hlutabréf svissneska fyrirtækisins Zúrich Financial Service í taivönsku fyrir- tækjunum. Annað er almennt tryggingafyrirtæki en hitt sérhæfir sig í líftryggingum. Talsmenn AJIi- anz hafa lýst því yfir að Allianz muni koma til með að stjórna nýju fyrirtækjunum tveimur, að því er fram kemur í WaJl Street Journal Europe. Fyrirtækin tvö eru lítil í saman- burði við Allianz en iðgjöld til þeirra fyrrnefndu námu um 200 milljónum þýskra marka á síðasta ári en iðgjöld stórfyrirtækisins grunn fyrir ný fyrirtæki sem áhuga hafa á að setjast að í Mosfellsbæ. Áhersla verður lögð á sérhæfð fyr- irtæki og verslanir sem tengjast já- kvæðri ímynd bæjarfélagsins og getið er um í skýrslunni." „Sögubærinn" á íslandi Þá segir áfram: „Framtíðarsýn sveitarfélagsins til ársins 2003 er að Mosfellsbær verði miðstöð endur- hæfingar og heilsueflingar á íslandi og paradís þeirra sem vilja safna orku og njóta endurhæfingar á heimsmælikvarða. Mosfellsbær verði helsti lista- og smáiðnaðarbær landsins og þekktur sem „sögubær- inn“ á íslandi." fóru yfir 90 milljarða þýskra marka á síðasta ári eða sem svar- ar um 3.600 milljörðum íslenskra króna. Umframfjármagn Allianz er nú um 50 milljarðar þýskra marka og það getur því fjárfest enn frekar á líftryggingamarkaðnum, en fyrir- tækið fjárfesti nýverið bæði í Kóreu og Bandaríkjunum. Tals- menn fyrirtækisins segja nauðsyn- legt að auka hlutdeildina á Asíu- markaði og stefna á að 5% allra ið- gjaldatekna komi þaðan. Með yfirtökunni í Taivan verður Allianz meðalstórt tryggingafyrir- tæki á mælikvarða tryggingamark- aðarins í Taivan en meðeigandi þess að fyrirtækjunum er tai- vanskt matvinnslufyrirtæki, Uni- President, sem einnig rekur versl- anir eins og Seven-eleven og Star- bucks í Taivan. Þá er stefnt að því að ferðamál verði einn af lykilþáttum öflugs at- vinnulífs og bærinn verði álitlegur áningarstaður ferðamannsins. Ákveðið hefur verið að slagorð Mos- í júní-skýrslu FBA segir að banda- rískur hlutabréfamarkaður hafi undanfarna mánuði einkennst af lækkunum á verði hlutabréfa í tækni- og lyfjafyrirtækj um. Lækk- anirnar nema allt að 50% frá hæsta verði en athyglisvert er að stór markaðsleiðandi fyrirtæki, sem hafa leitt hækkanir á hlutabréfavísi- tölu undanfarin ár, hafa orðið verst úti. Hlutabréfavísitölur hafa ekki lækkað eins mikið á sama tíma, þó hefur orðið allt að 9% lækkun á þeim. Ymislegt er talið liggja að baki þessum lækkunum en helst er að nefna verðbólguótta og líklegar vaxtahækkanir. fellsbæjar verði: „Mosfellsbær - heit sveit með sögu“ og skírskotar það til jarðhita og orku í bæjarfé- laginu, auk þeirrar sögu sem sveit- arfélagið búi yfir. Sömu sögu er að segja frá Evr- ópu. I maímánuði lækkuðu nánast allir helstu hlutabréfamarkaðir í Evrópu um allt að 5,9%. Skýring- arnar eru taldar vera að tiltrú neyt- enda fari nú minnkandi og að fjár- festar haldi að sér höndum sökum lítillegra hækkana langtímavaxta í Evrópu og væntanlegra hækkana skammtímavaxta í Bandaríkjunum. Þó er tekið fram í mánaðar- skýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins að fráleitt sé að nokkur óveðurský séu á lofti því að fram- leiðsla í Evrópu sé að aukast og aukinn útflutningur eigi eftir að skila sér af miklum krafti inn í evr- ópskt hagkerfi. Athuga- semd frá VISA MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Einari S. Einarssyni, framkvæmdastjóra VISA ísland. „Vegna frétta í gær um að Flug- leiðir og Europay séu að gefa út fyrsta fyrirtækjakreditkortið á Is- landi vil ég vekja athygli blaðsins á því að VISA hefur nú þegar um 7 ára skeið, eða síðan 1992, gefið út fyrir- tækjakort, VISA Business Card, bæði í gulli og silfri. Taka þessi kort einkagullkortum fram m.a. vegna enn betri ferða- trygginga, einkum ferðatafa- og far- angurstrygginga, sem og veitir „Pri- ority Pass“ eða forgangskort sem þeim fylgir handhöfum aðgang að betri stofum á flestum flugvöllum heims óháð flugfélagi og farrými gegn lítilsháttar gjaldi. Hér á landi eru nú í umferð tæp- lega 5.000 Visa Business kort. Þess er vænst að þetta verði leiðrétt því hér er mjög hallað réttu máli. Einar S. Einarsson framkvæmda- stjóri." ----------------- Volvo notar Ford-verk- smiðjur NÆSTA árgerð af Volvo-bílum verður hugsanlega smíðuð í Ford- verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Ford keypti Volvo fyrr á þessu ári fyrir 50 milljarða sænskra króna eða um 450 milljarða íslenskra króna. Starfsemi Volvo í Bandaríkjunum vekur efasemdir um áframhaldandi samvinnu sænska bílarisans við jap- anska Mitsubishi-bflaframleiðand- ann. Fyrirtækin hafa starfað saman í átta ár og eru nú í viðræðum um framhald samstarfsins, að því er fram kemur í Financial Times. Tuve Johannesson, forstjóri Vol- vo, segir lfldegt að bflaframleiðsla á vegum fyrirtækisins hefjist í Banda- ríkjunum von bráðar en fjármagn í samstarfi við Mitsubishi sé ekki nægt. Hann segir áætlanir Volvo ganga út á að auka framleiðslu úr 500.000 bflum á ári í 700.000 bfla árlega. Til að þær áætlanir standist sé samvinna við Ford nauðsynleg. Allianz fjárfest- ir í Taivan Lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum Tækni- og lyfja- fyrirtæki hafa lækkað mest á vefnum! - örugg vi JAPISS www.japis.is ImÍ Mál og monntng www. malogmenning. is www.gks.is www.visa.is NÝHERJI Sími 569 7700 www.nyherji.is Leiksvið markaðarins er að breytast. Netviðskipti munu skilja að keppinauta í kapphlaupinu um viðskiptavini og veita forskot í upphafi nýrrar aldar. VISA hefur í samstarfi við Nýherja sett upp greiðslumiðlunarlausn sem verður undir- staða netverslunar á íslandi. Með tilkomu SET staðalsins geta kortafyrirtæki loks ábyrgst viðskipti með greiðslukortum á Internetinu. JAPIS, Mál og menning og GKS munu nk. föstudag opna netverslanir sínar byggðar á lausnum Nýherja. Kynnið ykkur lausnir Nýherja fyrir örugg netviðskipti á kynningarráðstefnu VISA um vefviðskipti og netverslanir á Hótel Loftleiðum föstudaginn 4. júní kl. 13:00 - 16:30. Nánari upplýsingar um viðskiptalausnir Nýherja á netinu veita Geir Sigurður Jónsson og Axel V. Gunnlaugsson hjá Nýherja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.