Morgunblaðið - 04.06.1999, Page 24

Morgunblaðið - 04.06.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nú er lag ! ■ rýmum fyrir nýjum skjávörpum Ótrúleg verðtilboð á nokkrum gerðum skjávarpa næstu daga. Svona verð hefur ekki sést áður. Tegund Upplausn Birta Verð 3M - 8610 SVGA 500 ANSI lumen 230.000 .- 3M - 8660 SVGA 1100 ANSI lumen 395.000 .- 3M - 8730 XGA 650 ANSI lumen 430.000 .- InFocus LP 420 SVGA 500 ANSI lumen 275.000 .- ASK A4 Compact SVGA 650 ANSI lumen 390.000 .- ASKA6+ XGA 650 ANSI lumen 490.000 .- ASK C1 Nýr SVGA 800 ANSI lumen 399.000 .- ASK C5 Nýr XGA 800 ANSI lumen 499.000 .- Þessi tæki verða til sýnis og sölu hjá Nýherja, Skipholti 37, næstu daga.Tilboðið gildir meðan birgðir endast.Tækin eru öll ný og ónotuð og eru með eins árs ábyrgð. Vinsamlegast hafið samband við Sveinn Þ. Jónsson, sveinn@nyherji.is eða 569 7606, eða Ágúst Gylfason, agustthor@nyherji.is eða 569 7681. Verð er með virðisaukaskatti. 3M InFccus Æ/ISK NÝHERJI Sími 569 7700 • Fax 569 7799 http://www.nyherji.is verð • Mikið úrval Gæðavara sem þolir bæði vatn og vind Gaiðhúsgögn Stakir hlutir og eða samstæður. Nokkrar gerðir úr járni og áli. Garðverkfæri Garðverkfæri með tréskafti og úr ryðfríu stáli Ávallt í leiðinni ogferðarvirði Sími: 5401125 *Fax: 5401120 Volkswagen á móti bilasölu á Netinu BBC. VOLKSWAGEN bflaframleiðand- inn hefur varað sölumenn fyrir- tækisins í Bretlandi við því að þeir missi sérleyfi sín ef þeir skipti við fyrirtæki sem selja bfla á Netinu. Mörg bresk fyrirtæki einbeita sér að bílasölu á Netinu og segir forstjóri eins þeirra, Kevin Turn- bull hjá Autobytel, að viðhorf VW haldi aftur af nýjum viðskiptahátt- um. „Kostnaður við viðskipti á Netinu eru mun lægri en í hefð- bundinni bflasölu og samkeppnin kemur neytendum til góða.“ Talsmenn VW segja aðgerðirnar nú ekkert hafa að gera með að bfl- ar séu seldir með afslætti á Netinu. Málið snúist um þjónustu og þekk- ingu sem sölumenn fyrirtækisins hafí, en ekki þeir sem stunda sölu á Netinu. Þeir taki mikið fé fyrir við- skiptin og það leiði á endanum til verðhækkunar fyrir neytendur. f*ó sérleyfíshafar VW sjái sér hag í því að auka viðskiptin með netsölu, geti þeir átt á hættu að missa sér- leyfi sín. Einn netsölumaður Volkswagen í Bretlandi segir netviðskipti það sem koma skal og sérleyfi líði brátt undir lok. Stóru bflafyrirtækin vilji ráða öllu og forðist frjálsa sam- keppni. Bflasölum á Netinu gengur vel og fyrirtækin spretta upp bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Au- tobytel hefur selt 600 bfla á þeim mánuði sem það hefar starfað í Bretlandi og forsvarsmenn fyrir- tækisins eru bjartsýnir á framtíðina. Norsk olíufyrirtæki í stríði við Statoil Krefja Statoil um stórar upphæðir í NORSKA blaðinu Dagens Nær- ingsliv kemur fram að olíufyrirtæki Saga Petroleum og þrjú önnur ol- íufyrirtæki í Noregi krefja nú Sta- toil um 1,7 milljarða norskra króna vegna framkvæmdanna við Kársto- gashreinsunarstöðina. Fyrirtækin fjögur eru í hópi þeirra fyrirtækja sem starfrækja gasborpallinn As- gard og hafa tekið þátt í fram- kvæmdum við Kársto í samvinnu við Statoil. Að þeirra mati hefur Statoil gerst sekt um að standa fyrir dýrum framkvæmdum við Kársto án þess að leita samráðs við þau. Að auki hafa fyrirtækin hótað að höfða skaðabótamál á hendur Sta- toil fyrir hvernig staðið hefur verið að framkvæmdunum en eins og fram hefur komið hafa þær farið 17 milljörðum norskra króna fram úr áætlun. OlíufjTÍrtækin fjögur hafa krafíð Statoil um endurgreiðslu fjárins fyrir 18. júní en talsmaður Statoil hefur sagt að krafan sé ekki á rök- um reist. Hún mun þó eflaust verða til þess að Stórþingið fresti rannsókn sinni á orsökum þess að framkvæmdir við Kársto hafa farið fram úr kostnaðaráætlun. Það er talið gera málið enn viðkvæmara að Statoil er stærsti hluthafinn í Saga Petroleum, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Utiskllti Tilboðs- verð í maí Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 * sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 - sími 555 6100 Heldur j>ú að Viagra sé rióg ? NATEN - er nóg 1 Yahoo! kaupir Online Anywhere Reuters. NETFYRIRTÆKIÐ Yahoo! skýrði frá kaupum sínum á fyrir- tækinu Online Anywhere í gær. Með kaupunum færir Yahoo! sig yfir á markað fyrir hugbúnað sem gerir mögulegt að tengja önnur tæki en hefðbundnar tölvur við netið, s.s. sjónvörp. Kaupverðið var 80 milljón dollarar eða um 6 millj- arðar króna. „Þetta er í samræmi við þá stefnu Yahoo! að vera alls staðar,“ segir Tim Koogle forstjóri. „Nú höfum við yfir slíkri tækni að ráða að neytendur geta nálgast Yahoo! hvai’ og hvenær sem er.“ Fyrirtækin hófu samvinnu í aprfl sl. og samninginn nú segja þau til hagsbóta fyrir báða aðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.