Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 04.06.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ráðherrabíll! (oadifíac'dedcvi/ ct& ih//& Nei, hann hætti við og bíllinn lenti í einkaeign og hefur verið það lengst af. Cadillac Sedan de ville V8 4,9 L vél, árgerð'91, skráður fyrst 29/7'92. Rafmagn í öllu, leður, álfelgur, alvöru lúxus- bfll, ekinn aðeins 66 þús. km. Bfll í algerum sérflokki. Upplýsingar í síma 561 6559. Teygju blúnduefni Gífurlegt úrval ^V/RKA M Mörkin 3, ' fy sími 568 7477. Opið mánud.-föstud. kl. 10-18, laugardaga lokað frá 1. júnt Nýtt — Liquid Lipstick SPF 15 Dýfðu í freistandi liti Gerðu varir þínar tilbúnar fyrir nokkuð alveg nýtt: Liquid Lipstick SPF 15 frá Clinique. Safaríkur, kremaður varalitur til að dýfa ofan í. Með aðeins einni stroku gefur það þér þétta og endingargóða áferð. Fáanlegt í 6 litum sem veita vörunum glans og vörn með SPF 15. Komdu, dýfðu í og gefðu vörunum nýja ástæðu til að brosa. Liquid Lipstick SPF 15 kr. 1.265 CLINIQUE Ofnæmisprófað, 100% ilmefnalaust. H Y G E A jnyrtitrVruvtrjtuK Ráðgjafi frá Clinique verftur í versluninni Hygeu, Laugavegi 23, f dag frá kl. 13.00-18.00 og á morgun frá kl. 12.00-16.00 ÚR VERINU Morgunblaðið/Þorkell FRÁ fískvinnslu Rauðsíðu ehf. á Þingeyri. Starfsfólk Rauðsíðu hefur euu ekki fengið greidd lauu Vinnslu verður hætt vegna hráefnisskorts STARFSFOLK fiskvinnslufyrir- tækisins Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og dótturfélaga þess, Rauðfelds ehf. á Bíldudag og Bolfisks á Bolungar- vík, hefur enn ekki fengið greidd laun sín frá því sl. föstudag. Vinnu í fyrirtækjunum verður engu að síð- ur haldið áfram í dag en starfsfólki verið tilkynnt að vinnsla verði lögð niður eftir helgi vegna hráefnis- skorts. Verkalýðsfélagið á Þingeyri hefur hlaupið undir bagga með því fólki sem ekki hefur fengið greidd laun. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Rauðsíða ehf. í höndum vilyrði frá Byggðastofnun um lánveitingu. Að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Ketils Helgasonar, er hinsvegar ekki ljóst hvenær lánið verði greitt út. Á þeirri ákvörðun strandi launa- greiðslur til starfsmanna. Á fundi sem starfsfólk Rauðsíðu á Þingeyri hélt með Katli í gærmorgun var ákveðið að halda áfram vinnu fram að helgi og vinna það hráefni sem til var í húsinu. Starfsfólkinu var jafn- framt tilkynnt að engin vinna yrði eftir helgi vegna hráefnisskorts. Ketill sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að líklega myndu þau mál leysast á sama tíma og svar bærist frá Byggðastofnun um hvenær lánið yrði greitt út. Þaðan hafi ekki borist afgerandi svar en stofnunin hafí þó samþykkt að taka við gögnum varðandi málið. Að sögn Gunnhildar Elíasdóttur, trúnaðarmanns, var á fundinum engu lofað varðandi launagreiðslur en staða mála skýrð. í framhaldi þess hafí starfsfólkið ákveðið að halda áfram vinnslu fram að helgi. „Ég held að við höfum skilið sæmi- lega sátt og það var gott að fá að ræða málin og fá útskýringar frá fyrstu hendi.“ Gunnhildur segir það koma mjög við kaunin á sumu starfsfólki að fá ekki greidd laun, enda margir í fjár- hagserfiðleikum. „Það hafa sjálf- sagt ekki allir efni á að kaupa í mat- inn. Það er líka erfíðara en ella vegna þess að nú eru mánaðamót og ýmsir reikningar sem þarf að greiða," sagði Gunnhildur. Verkalýðsfélagið lánaði peninga Verkalýðsfélagið Brynja á Þing- eyri ákvað í gær að leggja peninga inn á reikning þeirra starfsmanna Rauðsíðu sem þess óskuðu. Að sögn Valdísar Báru Kristjánsdóttur, for- manns verkalýðsfélagsins, var að- eins um óverulega upphæð að ræða til að viðkomandi gætu keypt sér helstu nauðsynjar. Hátt í 70 manns nýttu sér boð verkalýðsfélagsins, einkum útlenskir verkamenn að sögn Valdísar. Hún segir ennþá óvíst hvenær launin verði borguð út og því hafí verið gripið til þessara aðgerða. „Við gátum ekki horft upp á fólkið eiga ekki íyrir mat. Útlend- ingarnir senda flestir stærstan hluta launa sinna til fjölskyldu sinn- ar í útlöndum, nema það sem þeir komast af með hér. Afgangurinn er því ekki mikill. Þeir eru fæstir með greiðslukort og fá ekki lán vegna þeirrar óvissu sem ríkir með at- vinnu.á staðnum. En hér vona allir það besta og við erum sannfærð um að þeir sem koma að fyrirtækinu munu reyna hvað þeir geta til að leysa þessi mál,“ sagði Valdís. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, er hon- um ekki heimilt samkvæmt starfs- reglum stofnunarinnar að tjá sig um lánveitingar hennar til einstakra fyrirtækja. Á löngum Laugadegi: Sængurverasett á tilboðsverdi Bómullar-satín — silki-damask — jersey- og bómullarsett. Á TJjmwi. BILST0LAR Gæöi - Öryggi - Frábær hönnun á góðu veröi MAR Skólavörðustíg 21 a, sími 551 4050. S umarkjólar í úrvali st. 12-20 (38-46) Tilboð á löngum laugardegi kr. 4.990 B uxnadragtir Verð frá kr. 9.900-14.900 i&ÍAKgv&i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.