Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EIN af þeim lausnum sem til umræðu eru til að veita börnum rafræna auðkennislyka til notkunar á netinu er að taka gömlu nafnskírteinin í notkun í nýju formi. Notkun félagsnetsvefja svo sem Myspace og Facebook eykst mjög svo og félagssamskipta- forrita eins og MSN, og samtvinningur á þessum formum. Verkefni SAFT, stefnumót um netnotk- un og börn, hefur verið að kortleggja notkun barna og segir Guðbergur K. Jónsson verkefnis- stjóri að hún aukist með ógnarhraða. Foreldrar hafa áhyggjur af misnotkun vefjanna og þar með öryggi barna sinna. Vísar hann meðal annars til klámeineltis en um þannig mál hefur verið fjallað hér í blaðinu að undanförnu. Sam- tökin hafa látið gera kannanir á netnotkun barna og verður næsta könnun gerð í upphafi næsta árs. Unnið hefur verið að innleið- ingu rafrænna skilríkja sem meðal annars er hægt að nota til innskráningar í heimabanka og til að sækja um þjónustu sveitar- félaga. Þau verða aðgengileg í debetkortum og þess vegna meira hugsuð fyrir fullorðna. Þá er unnið að samhæfingu á vegum Evrópusambandsins og er málið á dagskrá þar 2008 til 2010. Guðbergur segir að til um- ræðu hafi komið að leysa málið fyrir börnin með því að nýta gömlu nafnskír- teinin, gefa út raf- ræna aðgangslykla í staðinn fyrir nafnskírteinin. Hann telur að enn séu prentuð nafnskírteini fyrir öll þrettán ára börn og þau liggi hjá sýslumanni, hvort sem börnin nýti þau eða ekki. Ef það væri fær leið ætti að vera hægt að koma þeim í notkun innan þess tíma- ramma sem ESB hefði sett. Guðbergur segir að börnin séu mest á netinu heima hjá sér. Því vilji hann brýna fyrir foreldrum að setja sig inn í hlutina. „Þetta er ekki aukaheimur barnanna heldur hluti af tilveru þeirra. Foreldrarnir verða að leggja þetta á sig, hvort sem þeim líkar betur eða verr, og bæta þessu við umferðarkennsluna og kennslu í almennu siðferði.“ Fá nafnskírteinin nýtt hlutverk? Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SALA hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú hjá 3X Technology ehf. á Ísafirði. „Við gengum í gegnum okk- ar erfiðleikaskeið og njótum nú af- raksturs þess starfs sem unnið var við þær aðstæður,“ segir Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri. 3X sérhæfir sig í að þróa lausnir fyrir matvælaframleiðslu og fram- leiða tilheyrandi tæki. Afurðirnar eru seldar um allan heim. Jóhann kynnti öflugt nýsköpunarstarf fyrir- tækisins og árangurs þess í Vísinda- porti á Ísafirði í fyrradag. Jóhann sagði að fyrirtækið hefði lifað af mörg mögur ár vegna hás gengis íslensku krónunnar. Við nið- urskurð þorskkvótans á síðasta ári hefðu viðskipti við íslensku sjávarút- vegsfyrirtækisfyrirtæki dregist mjög saman. „Við urðum að leita annarra markaða, sóttum út á við og erum að njóta þess núna.“ Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að auka fé til nýsköpunarstarfs við núverandi aðstæður í efnahags- lífinu. Þannig sé hægt að nýta betur fagfólkið sem vinnur að því. Salan aldrei verið meiri  3X Technology lifði af sín mögru ár  Það nýtur nú góðs af nýsköpunarstarfi og sókn á erlenda markaði  Mikilvægt að auka fé til nýsköpunar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýsköpun Karaþvottakerfi sem 3X eru að ljúka við fyrir breskt matvælafyrirtæki verður skipað út í næstu viku. „HVAÐA skilaboð er íslenskt réttar- farskerfi að senda út í samfélagið? Hversu alvarlegum augum lítum við þá meðvituðu hegðun sem ítrekað hefur leitt til dauða og örkumlunar fólks á vegum landsins?“ Þessara spurninga spyr Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu, í grein í Morgunblaðinu í dag. Greinina skrif- ar hann í tilefni af nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem með gá- leysislegum og vítaverðum akstri olli árekstri á Suðurlandsvegi í desember 2006. Við áreksturinn létust fimm ára stúlka og ungur karlmaður, auk þess 10 ára drengur lamaðist á fótum. | 40 Hvaða skilaboð er verið að senda? MIKILL erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt og mannfjöldi í mið- borginni. Fimm líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar, þar af voru fjórar í miðborginni og ein á bensínstöð í Ártúnsbrekku. Níu voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist enginn alvarlega í líkams- árásunum í nótt. Fimm líkamsárásir UM fimmtíu manns hafa þegar látið lífið og yfir 120 særst við hrun skóla- byggingar í höfuðborginni Port-au- Prince á Haítí á föstudag. Leitað er að lifandi börnum í rústunum en talið er að rúmlega 500 börn og unglingar hafi verið í skólanum þegar hann hrundi. Hjálparsveit Rauða krossins og friðargæsluliðar SÞ sinna hjálp- arstarfi. Björgunarmenn hafa þurft að grafa með höndunum í leit að börnum þar sem erfitt reyndist að koma vinnuvélum í gegnum mann- mergðina, en þúsundir aðstandenda flykktust á vettvang. Að sögn íbúa í nágrenninu leikur grunur á að bygg- ingin hafi hrunið þar sem illa hafi verið staðið að endurbyggingu henn- ar en hún hrundi fyrir átta árum. jmv@mbl.is Um 500 taldir grafnir í rústum skóla á Haítí Byggingin illa endurbyggð eftir hrun fyrir átta árum AP Björgun Slökkviliðsmaður bjargar barni úr rústum skólans á Haítí. FJÖRUTÍU og fimm starfsmenn eru hjá 3X Techno- logy og er fyrirtækið þýðingarmikið á Ísafirði því fleiri eru á bak við hvern starfsmann. „Við gerum okkur grein fyrir því og finnum til mikillar samfélagslegrar ábyrgðar á þessum litla vinnumarkaði,“ segir Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri. Jóhann segir mikilvægt að takast á við erfiðleikana af æðruleysi. „Við leysum vandamálin þegar þau koma upp en búum þau ekki til. Við tökum á þeim með bjart- sýni eins og við höfum gert í fimmtán ár. Ég hvet alla til að reyna að sjá það sem gert hefur verið vel og hlúa að því,“ segir hann. Tökum á vandamálunum með bjartsýni GLITNIR keypti ekki hluti í bresk- um verslana- keðjum af Baugi, að sögn Gunnars Sigurðssonar, for- stjóra Baugs Gro- up. Viðskiptin sem áttu sér stað um mánaðamótin júlí/ágúst voru að hans sögn ákveðin útfærsla á lánafyr- irgreiðslu sem fyrirtækið hefur hjá bankanum. Gunnar segir að frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær um málið sé því röng. Hann segist ekki geta farið út í smáatriði samskiptanna enda séu öll viðskipti sem fyrirtækið eigi við bank- ana algert trúnaðarmál. Kveðst hann ósáttur við að einhver sem augljós- lega viti ekki um hvað málið snúist sé að ræða um það. Útfærsla á lánafyrirgreiðslu Gunnar Sigurðsson Umferð Frá Suðurlandsvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.