Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 57
Menning 57 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Árni Matthíasson Mér er það minnisstættað hafa keypt íGramminu framúr-skarandi skífu hljóm- sveitar sem hét Green River; skemmtileg rokkskífa þar sem menn steyptu saman nýbylgju og því sem einna helst mætti kalla þungarokk. Útkoman var hrátt melódískt rokk, þó að það hljómi eins og hálfgerð þversögn. Ekki grunaði mig þá að Green River væri að ryðja nýrri tónlistarstefnu braut sem ætti eftir að gera allt vitlaust nokkrum árum síðar. Grunge verður til Green River var ættuð frá Seattle, það var Mark McLaughlin sem stofnaði hana og nokkrir skólafélagar hans. McLaughlin, sem fékk snemma viðurnefnið Arm og er einna helst þekktur undir því nafni, hafði reyndar verið í nokkr- um hljómsveitum þegar hann stofn- aði sína fyrstu alvöruhljómsveit með Steve Turner, Alex Vincent, Jeff Ament og Stone Gossard. Green River gaf ekki út nema tvær stuttskífur og eina stóra plötu, en þó að tónlistin á þeim skífum sé flestum gleymd í dag minnast menn sveitarinnar fyrir það að hún gaf út fyrstu skífurnar af því sem síðar var kallað grunge og ruddi þannig brautina fyrir ýmsar sveitir sem áttu eftir að ná heimsfrægð. Ekki löngu eftir að fyrsta og eina breiðskífa Green River kom út lagði hljómsveitin upp laupana og menn héldu hver í sína áttina. Þrír liðsmannanna, Gossard, Ament og Fairweather, stofnuðu hljómsveit- ina Mother Love Bone og síðar stofnuðu tveir þeir fyrrnefndu Pearl Jam. Þeir Mark Arm og Steve Turner ákváðu að stofna saman nýja hljómsveit og kölluðu til Dan Peters úr Bundle of Hiss á trommur og Matt Lukin úr Melvins á bassa, en þeir Arm og Turner léku á gítar og Arm söng. Sveitina nefndu þeir síðan eftir bíómynd – Mudhoney. Fyrsta stuttskífa Mudhoney, Superfuzz Bigmuff, kom svo út í október 1988 og er tilefni þessara skrifa, enda kom viðhafnarútgáfa af henni út um daginn í tilefni af tuttugu ára afmæli hennar. Skemmst er frá því að segja að Superfuzz Bigmuff seldist lítið sem ekkert, þó að hróður hennar hafi aukist jafnt og þétt. Fyrstu smá- skífu Mudhoney var þó betur tekið og vakti hún meðal annars svo mikla athygli á sveitinni í Evrópu, aðallega í Bretlandi, að þar lék hún jafnan fyrir fullu húsi löngu áður en Ameríkanar voru búnir að kveikja á því hvílík gæðasveit hún var. Seattle-rokksveitaflóð Fyrsta breiðskífan, samnefnd sveitinni, kom svo út 1989 og í kjöl- farið fóru fleiri Seattle-sveitir að láta á sér kræla; nýtt tilbrigði við rokk var komið til sögunnar, það sem menn kölluðu Seattle-rokk og Marc Arm kallaði „grunge“. Helsta hljómsveit sem fylgdi í fótspor Mudhoney var Nirvana, en ekki má gleyma hljómsveitum eins og So- undgarden, Tad og Alice in Chains. Mudhoney og fleiri grungesveitir reyndar voru á mála hjá Sub Pop, en í kjölfar vinsælda Nirvana má segja að allar rokksveitir Seattle- borgar hafi komist á samning hjá stórfyrirtæki og Mudhoney var ein þeirra því 1992 gerði sveitin samn- ing við Reprise-útgáfuna. Þrátt fyrir það náði Mudhoney aldrei teljandi vinsældum og Reprise rifti samningnum 1998. Mudhoney lagði þó ekki upp laupana og er enn að, sendi frá sér þokkalegustu skífu fyrr á þessu ári, The Lucky Ones. Eins og getið er kom Superfuzz Bigmuff í aukinni útgáfu fyrir stuttu. Ekki er bara að tónlistin hefur verið tónjöfnuð upp á nýtt, heldur eru diskarnir nú tveir og grúi aukalaga á þeim. Upphaflega var Superfuzz Bigmuff sex laga, en á nýju útgáfunni eru hvorki meira né minna en 26 aukalög; prufuupp- tökur, smáskífur og tónleika- upptökur, annars vega níu lög frá tónleikum í Berlín 1988 og sex sem tekin voru upp í útvarpi sama ár. Þess má geta að platan heitir eft- ir uppáhalds skælifetlum þeirra Arm og Turner: Super Fuzz (Uni- vox) og Big Muff (Electro- Harmonix). Rokk verður til » Í kjölfar vinsældaNirvana má segja að allar rokksveitir Seattle-borgar hafi komist á samning hjá stórfyrirtæki. Frumherjar Sú ágæta hljómsveit Mudhoney kælir sig með leðju. Það sannast á þeirri ágætu sveit Mudhoney að fáir njóta eldanna sem fyrst- ir kveikja þá. Þess var minnst fyrir skemmstu að fyrir tuttugu árum kom út stuttskífa sem boðaði mikil tíðindi í rokksögunni. TÓNLIST Á SUNNUDEGI • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónar fiskvinnslu og matvælafyrirtækjum. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 6 mkr. Stöðugur vöxtur. • Rótgróið bílaþjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr. Auðveld kaup fyrir duglegan mann. • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með hagstæðu erlendu láni. • Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 40 mkr. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum og lyflækningum er með læknastofu í húsi Lækningar að Lágmúla 5, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16 í síma 590 9200. Netfang: gisli.jonsson@laekning.is www. laekning.is NÚ ER ÞAÐ SVART? Kíktu þá í spábollann! ...ÍSLENSKT HUGVIT - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLAWWW.SPABOLLI.NET EINS OG rakið er í greininni hér til hliðar er almennt talið að „grunge“-rokk hafi þá fyrst feng- ið að heyrast á skífum Green River. Sub Pop útgáfan, sem stofnuð var í Seattle 1986, varð fyrst til að gefa út slíka tónlist og var með margar af helstu grunge- sveitum á sínum snærum, í það minnsta þar til þær slógu í gegn. Allir þekkja Nirvana og Pearl Jam en aðrar helstu grunge- sveitir sögunnar, þó að ólíkar séu og ekki allar frá Seattle, eru Green River, Soundgarden, Mudhoney, Tad, Alice in Chains, Screaming Trees, Mad Season, Babes in Toyland, og Stone Temple Pilots. Grunge hafði gríðarleg áhrif og þeirra sér stað enn þann dag í dag því enn eru hundruð hljóm- sveita að spila grunge eða afleið- ur þess – emo er þannig skilget- ið afkvæmi grunge. Áhrifin eru þó ekki bara í tónlistinni þar sem af henni spratt fatatíska, verka- mannaskyrtur og slitnar galla- buxur. Tíska og tónlist @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.