Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 Hannes Smárason, þá stjórnar- formaður FL, lét án heimildar flytja litla þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni í Fons við að greiða fyrir kaupin á lággjalda- flugfélaginu Sterling í Danmörku. Þegar upp komst um gjörning- inn varð allt vitlaust í FL. Endur- skoðendur neituðu að skrifa upp á sex mánaða upp- gjörið, nema þessu yrði kippt í liðinn, stjórn og forstjóri urðu sömuleiðis vitlaus og sökuðu Hannes um að hafa þverbrotið lög með þessum fjármagnsflutningum al- menningshlutafélags, án þess að hafa til þess nokkra heimild. Kaupþing í Reykjavík reddaði málum og flutti aftur þrjá milljarða yfir til FL og endurskoð- endur skrifuðu því hamingjusamir undir „endur- skoðað“ sex mánaða uppgjör. En stjórn og forstjóri voru enn bullandi óham- ingjusöm með hátterni Hannesar stjórnarformanns og stjórnin sagði af sér, fyrst þrír stjórnarmenn, síðan aðrir þrír og loks ákvað forstjórinn að hætta, með 120 milljóna króna starfslokasamning í vas- anum, eftir afar stuttan stans á forstjórastól. Hún hefur aldrei upplýst hvað gerðist, enda hefur hún ugglaust lofað að þegja, gegn 120 milljóna króna plástrinum. Hvað er svona maður eins og Hannnes Smárason að vilja upp á dekk hér á Íslandi, svona rétt í upphafi kreppunnar, og tala eins og hann búi yfir lausnum og geti lagt sitt lóð á vog- arskálarnar? Er ekki nóg fyrir hann að vita að hann lagði svo sannarlega þungt lóð á vog- arskálarnar, sem urðu til þess að allt fór fjand- ans til, bankakerfið hrundi, m.a. vegna skuld- setningar Hannesar Smárasonar og félaga? Hinn maðurinn með Smáranafninu, Gunnar Smári er að vísu aðeins lítið peð á tapborðinu, miðað við Smárason, en engu að síður held ég að hann ætti líka að hafa vit á því að þegja. Hann með NFS-ruglinu á Stöð 2 kostaði 365 hf. senni- lega í kringum 12 milljarða króna í tapi og annarri eins upphæð fékk hann með grænu ljósi frá Jóni Ásgeiri að kasta út um gluggann í svokallaðri fjöl- miðlaútrás 365 til Danmerkur og Boston. Hvernig getur maður sem fékk leyfi til þess að kveikja í svona 25 milljörðum króna leyft sér að tala um sig annars vegar og þá (útrásarvíkingana) hins vegar? Eru allir farnir að veðja stöðugt á gullfiskaminni Ís- lendinga?! ÆTLI Jón Ásgeir Jóhannesson geti ekki sagt að dýrasta lexía lífs hans hafi verið sú, að hann hafi lært að hann á hvorki að efna til viðskiptasambanda við menn sem bera eiginnafnið Smári né föðurnafnið Smára- son? Ég er að vísa til Hannesar Smárasonar og Gunnars Smára Egilssonar. Þeir fyrrum útrásarvíkingar, fyrst Hannes Smárason og svo Gunnar Smári Egilsson, hafa stigið fram á álits- gjafavettvanginn nýverið, sá fyrri í Markaðnum hjá Birni Inga Hrafnssyni og sá síðari í Silfri Egils, og farið afar frjálslega með sannleikann, að ekki sé meira sagt. Þar sem ég hef tölulegar upplýsingar um að áhorfið á Markaðinn hjá Stöð tvo hafi verið mælt og í fyrstu mæl- ingu hafi það verið 5,4%, í annarri 3,8%, í þeirri þriðju 2,1% og í fjórða þættinum á laugardag fyrir viku, hefur það því varla mælst, vil ég koma því á framfæri við les- endur Morgunblaðsins hvað Hannes Smárason sagði í þættinum og eins að víkja örlítið að orðum Gunnars Smára í Silfrinu. Hannes Smárason sagði að það væri óhjákvæmilegt að allir litu um öxl og horfðu á það sem betur hefði mátt fara! „Ég held að það að reyna að kenna einhverjum tilteknum einstaklingum um stöðuna eins og hún er sé misráðið og ekki til þess fallið að hjálpa okkur.“ Er þetta ekki stórkostlegt? Þetta sagði fyrrverandi for- stjóri FL sem hrökklaðist frá völdum fyrir ári, eftir að hafa keyrt FL til andskotans, kostað hluthafa félagsins 67 millj- arða króna í tap á árinu 2007, sem fram til bankahruns var Íslandsmet í tapi, og rekstrarkostnaður félagsins í fyrra var hvorki meira né minna en 6,1 milljarður króna! Hannes svaraði spurningunni um hvað gerðist hjá FL sumarið 2005 þegar stjórn og forstjóri FL hrökkluðust frá, forstjórinn Ragnhildur Geirsdóttir að vísu með 120 milljóna króna plástur á munninum í formi starfsloka- samnings: „Þetta var fyrst og fremst ágreiningur um það hversu hratt menn vildu fara í fjárfestingum, í hvaða fjár- festingar og með hvaða hætti. Menn urðu bara ósammála um stefnuna. Það er ekkert flóknara en það.“ Þetta kallast ein allsherjar lygi úr munni fyrrum for- stjóra FL. Strax sumarið 2005 var ég á höttunum eftir því hvað gerðist. Ég bjó yfir upplýsingum, sem ég fékk hvergi staðfestar, ekki hjá fráfarandi forstjóra, Ragnhildi Geirs- dóttur, ekki hjá arftaka hennar, Hannesi Smárasyni, ekki hjá fráfarandi stjórn. Í liðinni viku fékk ég þannig staðfestingu á þeim upplýs- ingum sem ég hafði óstaðfestar fyrir rúmum þremur árum, að nú get ég skrifað það sem ég gat ekki skrifað þá. Hannes Smárason Dýrasta lexían Jón Ásgeir Jóhannesson virðist hafa verið veikur á svellinu þegar Gunnar Smári og Hannes Smárason voru annars vegar. Alla vega lét hann það átölulaust að þeir sólunduðu millj- örðum á milljarða ofan. Morgunblaðið/ÞÖK Agnes segir … Efist einhver enn um að Bandaríkin séu staðurinn þar sem allt er mögulegt; efist um að draumar for- feðra okkar lifi meðal okk- ar; dragi í efa styrk lýð- ræðis okkar, þá veitir kvöldið í kvöld ykkur svarið. Barack Obama eftir að hann var kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Stóra lexían í þessu er sú að litlu fyrir- tækin eru verðmæt. Menn leysa ekki kreppuvandamálin endilega með örfá- um risafyrirtækjum. Stefán Ólafsson félagsfræðingur á fundi framtíðarhóps Samfylkingarinnar í Iðnó. Ég spyr mig stundum: Var allt liðið með nefið í einni stórri kókdollu? Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Menningarfylgdar Birnu, stundum titluð blaðamaður, í grein í Morgunblaðinu, þar sem hún lýsir reiði sinni í garð stjórnmála- manna og „allra þeirra, sem hafa komið þjóðinni á kaldan klaka með galgopaskap og löngun til að spila með alþjóðastrák- um og -stelpum.“ Það eru mikil tengsl á milli fjár- málavanda og áfengisvanda. Vilhjálmur Svan Jóhannsson, umsjón- armaður kaffistofu Samhjálpar. Það er ákaflega sláandi að í öllu talinu um nýja Ísland og nýju gildin, þá ger- ist það í Landsbankanum að þar eru karlar 9 af 11 helstu stjórnendum, 8 af 12 í Glitni og 9 af 11 í Kaupþingi. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Fólksfjölgun er svo mikil á Íslandi að það þarf gríðarlega mikinn brottflutning til að við förum í mínus. Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mann- fjöldadeildar Hagstofu Íslands. Það er örugglega margt sem hefur ver- ið gert í fjármálaumhverfi okkar sem er löglegt en siðlaust. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra spurður um fregnir af því að starfsmenn Kaupþings hefðu stofnað einkahlutafélög um skuldir sínar. Það er sársaukafullt að vera Íslendingur um þessar mundir. Bankarnir sviku þá, stjórnmálamenn brugðust þeim, bresk stjórn- völd segja þá glæpamenn og nú eru þeir pólitískur boxpúði í Skot- landi. Sally Magn- usson, frétta- maður hjá BBC í Bretlandi, í grein í skoskri útgáfu dag- blaðsins Daily Mail. ’ Forseti Banda- ríkin eru landið þar sem allt er mögulegt. Reuters Ummæli Jón og Smárarnir Gunnar Smári Egilsson Halldór Halldórsson, formaðurSambands íslenzkra sveitarfé- laga, sagði í Morgunblaðinu í gær að ekki væri hægt að útiloka hækkun á sköttum sveitarfélaganna á næst- unni vegna bágrar fjárhagsstöðu.     Ég held að fólk myndi alveg skiljaþað, þótt ekki sé á bætandi,“ segir Halldór.     Er alveg víst aðfólk myndi skilja það að greiða þurfi hærri skatta?     Eru ekki nógumargir í næg- um vandræðum að ná endum saman, þótt hið opinbera bæti ekki á þá álögum?     Sigurður Kári Kristjánsson, þing-maður og flokksbróðir Halldórs, skrifaði ágæta grein hér í blaðið fyr- ir nokkrum dögum.     Hann benti á að þótt margir einka-aðilar hefðu farið offari í eyðslu og fjárfestingum væru ríkið og sveitarfélögin ekki saklaus af að hafa tekið þátt í gleðinni.     Það þarf að draga saman í ríkis-búskapnum á flestum eða öllum sviðum og forgangsraða útgjöldum með skynsamlegum hætti í þágu þeirrar grunnþjónustu sem veita þarf almenningi og þeirra grunn- stoða sem byggja skal þjóðfélagið á til framtíðar. Lúxusinn þarf hins vegar að setja á ís,“ sagði Sigurður Kári.     Þetta er allt rétt. Það þarf að leitaallra leiða til að skera niður og spara áður en farið verður að hækka skatta almennings.     Kunna stjórnmálamenn það? Halldór Halldórsson Skattar eða sparnaður?                            ! " #$    %&'  ( )                           * (! +  ,- . / 0     + -         !           #$  #%   &%    12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    '  !                   (   :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? "'  " ' " !   '  !  ! !'! ! !    "!                              *$BCD                            !     ! "#        $      % &     '      !  *! $$ B *!   ) *#+  * %    $ , <2  <!  <2  <!  <2  ) +- ( ./  &  !-                     () *    )  !    $    "#   $      + , 6  2  -.  #    * # .)    /    0   *       B  ( *     !      1. &  !%    2   !  .  . 01 22  $3%   $ - ( 4   !""5 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.