Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 38
38 Skopskyn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008  Sarah Kate Silverman fæddist 1. desember 1970 í Bedford, New Hampshire.  Hún er yngst fjögurra dætra Beth Ann Halpin, stofnanda New Thalian Players-leikfélagsins, og Donald Silvermans, félagsráðgjafa og eiganda lágverðsfata- búðar, Crazy Sophie’s Outlet.  Þau eru gyðingar, afkomendur innflytjenda frá Rússlandi og Póllandi.  Frá 2002 til júlí 2008 og aftur frá því fyrr í þessum mánuði hefur Jim Kimmel, stjórnandi þáttarins Jimmy Kimmel Live á ABC, verið kærasti Silverman. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is E nn einu sinni hafa konur skorað hátt á sviði þar sem karlar hafa að mestu ráðið lögum og lofum frá ómunatíð. Það er ekk- ert grín að þær Sarah Silverman og Tina Fey eru ekki aðeins nefndar fyndnustu konur heims, heldur æ oftar sem fyndn- ustu manneskjur heims eða a.m.k. í Bandaríkjunum. Þótt konungar grínsins séu ábyggilega jafnfyndnir og áður, virðast konurnar tvær, hvor í sínu lagi þó, hafa skotið þeim ref fyrir rass í vinsæld- um og um leið markað tímamót í grínsögu heimsins. Þær eru jafnaldrar, hvor með sinn stíl, ekki óáþekkar í út- liti, dökkhærðar, fínlegar og fríðar. Gjörólíkar þeirri mynd, sem Christopher Hitchens, dálkahöfundur Vanity Fair, dró upp af erkitýpum kvengrínista í janúar 2007. Hann sagði þá flesta þunglamalega, lesbíur eða gyðinga eða sambland alls þessa og fyndin kona væri sjaldan aðlaðandi. Fyrirsögn greinarinnar var Hvers vegna konur eru ekki fyndnar. Að vísu er Silverman gyðingur, en það er aukaatriði, þótt sjálf geri hún grín að uppruna sínum eins og öllu öðru. Eins og nærri má geta fékk pistill Hitchens ekki góðar undirtektir. Margir héldu að maðurinn væri að grínast, en honum var fúlasta alvara og kvað meinta ófyndni kvenna helgast af því alvarlega hlutverki sem þær gegndu í sköp- unarsögunni. Sem sagt að þjást og jafnvel stofna lífi sínu í hættu við að eignast börn. Ekkert grín að vísu, en afar hæp- in röksemdarfærsla. Óþverri á óþverra ofan Hitchens benti á að grín þrifist á klúryrðum; fólkið vildi óþverra á óþverra ofan, en af fyrrgreindum sökum væru kon- ur of teprulegar og viðkvæmar til að vera í framvarðarsveit grínista. Einhvers konar siðferðilegir yfirburðir sagði hann að hindri konur í að vera fyndnar. Um karlana gegndi öðru máli, þegar klúryrði eða óþverri væru annars vegar væru þeir á heimavelli. Því vitlausara eða groddalegra sem grínið væri þeim mun betur félli það í kramið hjá þeim. Einhverjir af eldri kynslóðinni eru trúlega sammála Hitchens um mun- inn á kynjunum að þessu leytinu. En óheppinn var hann engu að síður að skrifa pistilinn á þeim tímapunkti sem þær Fey og Silverman voru að slá í gegn með á tíðum harla „ódömulegu“ gríni og kollvörpuðu þar með kenningum hans. Öll þjóðin, konur sem karlar, var í hláturskasti yfir brönd- urum þeirra og meinlegum tilsvörum, sem fóru á methraða um netheima. Svo fyllsta sannmælis sé gætt skal því haldið til haga að Hitchens útilokaði ekki að konur hefðu kímnigáfu og gætu jafnvel orðið góðir grínistar. Fey og Silverman gefa körlunum ekkert eftir nema síður sé. Báðar geta verið fádæma ósvífnar og rutt út úr sér klúryrðunum, ef því er að skipta – rétt eins og karlar væru. Þær gera óspart og nán- ast svo pínlegt grín að frægu fólki að þeir sem á hlýða geta varla annað en vorkennt fórn- arlömbunum. Sumir ná vitaskuld ekki and- anum fyrir hneykslan og finnst grínið afar ósmekklegt, sem það óneitanlega oft er, þótt fyndið sé … Silverman er þó sínu ófyrirleitnari en Fey. Póli- tísk rétthugsun er henni víðs fjarri, enda móðgar hún heilu kynþættina á einu bretti og lætur femínista, samkynhneigða og trúarbragðahópa fá það óþveg- ið. Henni virðist ekkert heilagt, hvorki blessuð litlu börnin hennar Britney Spears né minning Martins Luthers Kings. Allir fá á baukinn og af viðtölum við hana er ómögulegt að ráða hvenær eða hvort henni sé einhvern tímann alvara. Uppistandarar Báðar koma fram í sjónvarpsþáttum, en eru einnig uppistandarar og þurfa þá í og með að spila brandarana af fingrum fram. Fey hefur getið sér sérstaklega gott orð sem hermi- kráka og hefur í aðdraganda for- setakosninganna í Bandaríkjunum farið á kostum sem Sarah Palin, vara- forsetaefni Repúblikanaflokksins, í þáttunum Saturday Night Live á NCB-sjónvarpsstöðinni. Hún er svo „heppin“ að vera sláandi lík Palin þannig að gervið var ekkert vandamál og svo fór hún leikandi létt með að snúa út úr á stundum klaufalegum ummælum og til- svörum varaforsetaframbjóðandans. Sumir leiða getum að því að tilburðir Fey hafi orðið Palin að falli. Aðrir vonuðu að repúblikanar ynnu kosningarnar svo Fey gæti haldið áfram að herma eftir henni. Þótt Tinu Fey og Sarah Silverman sé hampað sem hinni nýju kynslóð kvengrínista, eru áherslur þeirra í grunninn ekki ýkja ólíkar margra fyrirrennara þeirra. Joan Rivers ferðast til að mynda ennþá, í hárri elli, um allar jarðir með munnsöfnuð, sem bæði hneykslar og hlægir. Fyndnu kon- urnar, sem áður létu að sér kveða, Lucille Ball og fleiri, voru prúðar og penar í samanburðinum, enda fóru þær með ann- arra manna setningar og þurftu oft að setja á sig fáránlega hatta og þvíumlíkt til að kalla fram hlátur. Þær máttu helst ekki vera of aðlaðandi. Samkvæmt kenningum Hitchens eru aðlaðandi konur sjaldan fyndnar. Fey og Silverman koma til dyranna eins og þær eru klæddar. Drottningar grínsins læknirinn sig einmitt að viku liðinni þegar Silverman átti tíma. Hún var búin að bíða í klukkutíma þegar voðaverkið uppgötvaðist og móðir hennar kom að sækja hana. Örþrifaráð læknisins kann að hafa gert Silverman næmari en ella fyrir öllu því þversagnakennda og kald- hæðnislega í tilverunni, sem hún speglar með leik sínum og uppi- standi. Fágun er ekki til í hennar orðabók frekar en Borats, hins breska afsprengis Sacha Baron- Cohens. Stundum ganga brandarar hennar líka út á vindgang og þvíum- líkt, rétt eins og hjá Borat eða sjö ára krökkum. Yfirleitt eru þeir þó dýpri og meinlegri en svo, enda er hún fræg fyrir að gefa sýnd- armennsku og pólitískri rétt- hugsun langt nef. Sem þýðir vitaskuld að stundum ætlar allt af göflunum að ganga. Á skjön við pólitíska rétthugsun Bandaríkjamenn urðu fyrst al- varlega móðgaðir 2001 þegar hún ráðlagði fólki hvernig kom- ast mætti hjá setu í kviðdómi. Í þætti hjá Conan O’Brien á NBC-sjónvarpsstöðinni upp- lýsti Silverman að þar sem hún væri ekki rasisti skrifað hún einfaldlega á eyðublaðið, sem útvöldum var gert að fylla út: „Ég elska Chinks“ (sem er niðrandi orð yfir fólk af kínversku bergi brot- ið) í stað þess að skrifa: „Ég hata Chinks“. Ekki voru allir sem náðu þessu. Hún fékk skömm í hattinn frá MANAA, samtökum sem berjast gegn því að fjölmiðlar bregði upp neikvæðri mynd af asísk-bandarísku fólki. NBC og O’Brien báðust afsök- unnar, en Silverman ekki. Hún gaf brandarann samt fljótlega uppá bát- inn og kvaðst hafa lært þá mik- ilvægu lexíu af mótmælunum að ras- ismi væri slæmur. „Og ég meina slæmur, svona á þennan svarta hátt,“ sagði hún með áherslu á næst- síðasta orðið. Svo talar hún um „negra“ eins og ekkert væri, en við- urkennir að um hana fari ef blökku- menn eru meirihluti áhorfenda. Trú þeirri sannfæringu sinni að sjálfs- ritskoðun undir slíkum kring- umstæðum væri raunverulegur ras- ismi, heldur hún sínu striki. Annars hefur Silverman sagt að hún kæri sig kollótta um hvort fólki finnist hún vera rasisti, hún vilji að- eins að því finnist hún vera mjó! Mörgum finnst hún alveg á mörk- unum, en aðrir eru ekki alltaf með á nótunum, til að mynda þegar hún sagði: „Sem grínisti af gyð- ingaættum (sem hún er) hef ég þungar áhyggjur af að við séum að missa stjórnina á fjölmiðlunum“. Rétt áður en samkvæmisdömunni Paris Hilton var stungið í steininn fyrir að keyra drukkin fullyrti Sil- verman að fangaverðirnir væru í óða önn að undirbúa komu hennar með því að mála rimlana þannig að þeir líktust typpum. „Mér finnst það líka rangt,“ sagði hún við áhorfendur, „ég er svo hrædd um að hún brjóti í sér tennurnar.“ Uppgötvuð og rekin Silverman ólst upp í Bedford í New Hampshire, yngst fjögurra systra. Tólf ára lék hún með leik- félagi í heimabæ sínum, og ári eftir að þunglyndið bráði af henni, með hjálp geðlyfja, hélt hún sitt fyrsta uppistand í Boston. Hún innritaðist í New York háskóla, en flosnaði frá námi nítján ára og hóf að troða upp í Greenwich Village. Eitt leiddi af öðru, Silverman tók grínið með sér í ferðalög og í einu slíku uppgötvuðu útsendarar sjónvarpsþáttarins Sat- urday Night Live á NBC hæfileika hennar og buðu henni starf hand- ritshöfundar og leikkonu. Þótt hún vekti þjóðarathygli í SNL 1993-1994, varð vistin hjá NBC endaslepp, skissur eftir handritum hennar fóru aldrei í loftið og persón- urnar, sem hún átti að túlka, urðu aldrei annað en Sarah Silverman, að því er sagt var. Hún hafði þó í nógu að snúast næstu árin, lék stór og smá hlutverk í ýmsum sjónvarps- þáttum, t.d. The Larry Sanders Show, og var gestaleikari í öðrum, Greg The Bunny, Seinfeld, Monk o.fl. Hún landaði hlutverki í bíó- myndinni Who’s the Caboose? 1997 og fór á svo miklum kostum að henni voru boðin misveigamikil hlutverk í nokkrum öðrum, There’s Something About Mary, School of Rock og He- artbreakers, svo fáein dæmi séu tek- in. Hugur hennar var þó alltaf við uppistandið og því voru henni mikil vonbrigði þegar samningar við HBO um eigin þátt runnu út í sandinn 2003. Hún sat þó alls ekki auðum höndum, þótt hér verði ekki staldrað við öll uppistöndin og hlutverkin, sem hún lék á sviði jafnt sem í sjón- varpi og á hvíta tjaldinu. Hrekkti kærastann Tímamót urðu 2005 þegar uppi- stand hennar, Sarah Silverman: Jes- us is Magic, var klætt í kvikmynda- búning. Þar var hún söm við sig í hárbeittu háðinu, en sýndi jafnframt að hún er býsna liðtæk söngkona. Sama ár olli hún talsverðu uppnámi þegar hún tók, ásamt nokkrum grín- Stuðbolti, sem átti við þunglyndi að stríða ‘‘MÉR ER ALVEG SAMAÞÓTT YKKUR FINNISTÉG VERA RASISTI, ÉGVIL BARA AÐ YKKUR FINNIST ÉG VERA MJÓ. Reuters Sarah Silverman er heimsins„heitasti“ grínisti, segjalandar hennar, og setjahana á stall með rokk- stjörnum. Hún er heldur ekki aðeins grínisti, heldur handritshöfundur, leikkona og söngkona og spilar prýðilega á gítar. Þótt hún þyki mikill stuðbolti og hafi um tveggja áratuga skeið skemmt fólki með bröndurum sín- um, hefur hún ekki alltaf átt sjö dag- ana sæla. Þunglyndisdraugurinn lagðist skyndilega á hana af fullum þunga í skólaferðalagi þegar hún var þrettán ára, gerði hana óskólafæra í þrjá mánuði og sleppti ekki tökunum fyrr en að þremur árum liðnum. Foreldrar hennar sendu hana til geðlæknis, sem skrifaði upp á geðlyf og bókaði hana í tíma að viku liðinni. Til allrar óhamingju hengdi geð- „Allir skella skuldinni á gyðinga fyrir að drepa Krist, og síðan reyna gyð- ingar að koma sökinni á Rómverja. Ég er ein af fáum sem trúi að svartir hafi verið sökudólgarnir.“ SARAH SILVERMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.