Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2008, Blaðsíða 27
Maður eins og ég 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2008 1. Af hverju ert þú stoltust á starfsferlinum? Ég er t.d. stolt af því að vinna hjá Ríkisútvarpinu, með frábæru, hæfi- leikaríku, greindu og hugmyndaríku fólki, svo er ég stolt af svo mörgu, sem gæti verið tekið sem grobb. En alltaf gott að vera forvitin og vak- andi fyrir umhverfinu. 2. Hver eru meinlegustu mismæli sem hafa hent þig í útvarpi? Einu sinni auglýsti ég freestyle- danskeppni fyrir ungt fólk í Tónabæ, með orðunum: „Þið sem hafið áhuga, skellið ykkur í Tónabæ og slettið ær- lega úr skaufunum.“ Var að hugsa bæði orðin skankar og klaufar, en úr varð þessi netti dónaskapur. 3. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari fólks? Heiðarleika, húmor og lífsgleði. 4. Ef þú gætir breytt einhverju einu í fortíð þinni, hvað væri það? Það væri nú varla til neins. 5. Nefndu tvo helstu galla þína og tvo helstu kosti? Ör og stundum hvöss og þar með til- litslaus. Kostir: Forvitni, góð eyru og bjartsýni. 6. Hvað finnst þér ljótasti bletturinn á miðborg Reykjavíkur? Ég segi eins og Pétur Pétursson þul- ur sagði við mig í við- tali á göngu um Reykjavík: „Hvergi er til staður í Reykjavík þar sem hægt er að snúa sér í heil- an hring og segja: Hér er fagurt af manna völd- um.“ 7. Hvernig bregst þú við fjármálakreppunni? Tilfinningalega finn ég bæði fyrir sorg og reiði, nokkrir í nánustu fjöl- skyldu hafa misst vinnu, svo málið er alvarlegt. En þetta er eins og að vakna upp með drykkjufélögunum Jokka og Pekka, þegar þeir vöknuðu upp í rústum Dresden, og annar sagði: „Ja ha det her kan vi altså ikke betala.“ 8. Hver er besti kostur dagskrárgerðarmanna? Forvitni og þolinmæði til að hlusta og taka eftir, og að vera hug- myndaríkur. 9. Hvað er það dýrmætasta sem þú átt? Fjölskylda – börn, eiginmaður, for- eldrar, systkini, hinir og allir vin- irnir. 10. Ef gengið yrði til kosninga í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa og hvers vegna? Læt það helst ekki uppi, vegna starfsins. En kjósa vil ég nú, alveg endilega. 11. Hvaða manneskju (lífs eða liðinni) dáist þú mest að og hvers vegna? Það eru nú svo margir, t.d. pabbi. En Þorgeir Þorgeirson, rithöfundur með meiru, hafði mikil áhrif á mig meðan hann lifði. Hann var með greindari mönnum sem ég hef hitt um ævina. 12. Hver og hvar ertu í þínum villtustu draumum? Í augnablikinu á lítilli snekkju í sól og sumri, sem lengst frá Íslandi. vjon@mbl.is Lísa Pálsdóttir, dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu  Lísa Pálsdóttir fæddist 13. desember 1953 í Reykjavík. Hún er gift Björgúlfi Egils- syni, málara og tónlistar- manni. Þau eiga þrjú börn og búa í miðborg Reykjavíkur.  Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, Paulu Andreu Jóns- dóttur og Páli Guðnasyni, í Vesturbænum í Reykjavík.  Stundaði nám í Haga- skóla, lýðháskóla í Dan- mörku og síðan í SÁL (sam- tök áhugafólks um leiklistarnám, sem var sjálf- stætt rekinn skóli og und- anfari LÍ) og Leiklistarskóla Íslands 1973 til 1977.  Hún hefur verið dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 1988 og haft umsjón með fjölda þátta, þ.á m. Helgarútgáfunni, Lísuhóli og Fyrirmyndarfólki á Rás 2, og núna þáttunum Okk- ar á milli á þriðjudags- morgnum, Samfélaginu í nær- mynd ásamt Leifi Haukssyni á föstudögum og Flakki á laug- ardögum, allir þættirnir eru á Rás 1, þar sem Lísa hefur starf- að í þrjú ár.  Samhliða starfi sínu hjá Rík- isútvarpinu hefur hún leikið í leikritum og kvikmyndum og leikstýrt verkum sem áhuga- leikhúsið Peðið hefur sett upp á Grand Rokk. LÍFSHLAUP LÍSU Ætlaði að segja „slettið ærlega úr klaufunum“ Haustfundur Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins verður haldinn um borð í Óðni miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17.00. Fyrir tilstuðlan Hollvinasamtakanna er varðskipið Óðinn komið í örugga höfn og er nú lifandi sögusafn þorskastríðsáranna og hluti af sjóminjasafninu Víkinni. Á fundinum verður farið yfir starfsemi Hollvinasamtakanna, framtíðarsýn safnsins og nýtt safnahlutverk varðskipsins Óðins sem gegndi lykilhluverki í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð í 50 mílur og síðar 200 mílur. Stjórnin Óðinn í öruggri höfn Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Tækifæri í rannsóknum og nýsköpun Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Dagskrá 9:00 Setning haustþings Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 9:10 Systems Biology of Human Metabolism dr. Bernard Pálsson prófessor 9:35 Íslensk erfðagreining - staðan og framtíðin dr. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 10:00 Tækifæri í matvælarannsóknum dr. Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís ohf. 10:20 Kaffihlé 11:00 Hugvísindi og rannsóknarsamstarf á krepputímum dr. Guðmundur Hálfdánarson prófessor 10:40 Orka, menntun og rannsóknir Edda Lilja Sveinsdóttir framkvæmdastjóri REYST 11:20 Fjármögnun þekkingarfyrirtækja dr. Eggert Claessen framkvæmdastjóri Frumtaks 11:50 Haustþingi slitið Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís Haustþing Rannís 2008 11. nóvember kl. 9:00 til 12:00 á Grand hótel Hvammur Þekkingarþríhyrningurinn á þröskuldi nýrra tíma Nýsköpun RannsóknirHáskólamenntun Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sími 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.